Morgunblaðið - 16.09.1998, Side 12

Morgunblaðið - 16.09.1998, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slagur um akstur nemenda FS til Selfoss Tveir aðilar keyra nemend- ur skólans Morgunblaðið/Ámi Sæberg VIÐ útskriftina á laugardag. Fremri röð, talið frá vinstri: Lilja Steingrímsdóttir, Þórgunna Þórarinsdóttir, Dagný Einarsdóttir, Guðríður Pétursdóttir, Sigurdís Hauksdóttir, Guðjóna Sigurðardóttir og Þuríður Stef- ánsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Martin Kenelly, Álfdís Axelsdóttir, Ragnheiður Þormar, David Howell, Bragi Siguijónsson og Ingibjörg Guðniundsdóttir sem útskrifast úr skólanum á næstu vikum. Ellefu íslendingar útskrifast sem hómópatar Fyrstu hómópatarnir útskrifast hér á landi TVÆR rútur hafa ekið nemendum Fjölbrautarskóla Suðurlands milli Hvolsvallar og Selfoss síðan skólinn hófst um síðustu mánaðamót. Aust- urleið, sem séð hefur um þennan akstur fram til þessa, og Bergur Sveinbjörnsson, sem var með lægsta tilboð í aksturinn í útboði sem Ríkiskaup sáu um. Óvíst er hvert framhald málsins verður, en Bergur telur að Ríkiskaup verði að tryggja að farið sé að útboðsskil- málum. Stjórnvöld hafa niðurgreitt far- gjald nemenda í FS sem búa á Hvolsvelli og nágrenni um 2/3. Austurleið hefur séð um þennan akstur undanfarin ár, en fyrr á þessu ári var tekin ákvörðun um að bjóða hann út. Ríkiskaupum var falið að sjá um framkvæmd útboðs- ins, en það var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Bergur Svein- björnsson var með lægsta tilboð, en Austurleið var með þriðja lægsta tilboð. Lægstbjóðandi með fáa nemendur Ómar Óskarsson, framkvæmda- stjóri Austurleiðar, sagði að Austur- leið hefði fengið áskoranir frá nem- endum, foreldrum og sveitarstjórn- um að halda áfram akstri á þessari leið og ákveðið hefði verið að verða við þessum áskorunum. Hann sagði að nemendur greiddu sama verð fyrir aksturinn og krafíst væri í hinni rútunni, en það væri þriðjung- ur af kostnaði við ferðina. Hann sagði að auk þess ættu nemendur kost á að nýta sér aðrar ferðir Aust- urleiðar ókeypis líkt og verið hefði. Austurleið væri því að tapa á þess- um akstri. Ómar sagði að um 70 nemendur ferðuðust með Austurleið að jafn- aði, en 3-5 með hinni rútunni. Berg- ur sagði hins vegar að 9 nemendur færu með sér og 50-60 færu þessa ieið með rútu að jafnaði. Aðspurður sagðist Ómar vel geta sætt sig við að verða undir í útboð- inu ef leikreglurnar væru eðlilegar. Það hefðu þær ekki verið í þessu til- felli því að Bergur hefði ekki verið með neitt leyfi tii hópferðaaksturs og ekki átt neinn bíl. Hann hefði verið eini tilboðsgjafinn sem hefði ekki haft leyfi. Það væri því óeðli- legt að hans tilboði væri tekið. Óm- ar benti einnig á að það væri öllum sérleyfishöfum heimilt að hefja akstur á nýrri leið. Hjá Ríkiskaupum fengust þau svör að tilboð Bergs hefði verið í fullu samræmi við útboðsskilmála. Hver sem er hefði mátt bjóða í akst- urinn og það væri ekki skilyrði að hafa leyfi. í skilmálunum kæmi skýrt fram að nota mætti undir- verktaka og Bergur hefði látið það koma fram í tilboði sínu og nefnt hann. Það væri traust fyrirtæki sem ætti nóg af bflum og hefði leyfi. Bergur sagði að það væri eins- dæmi að fyrirtæki sem hefði orðið undir í útboði sætti sig ekki við nið- urstöðuna og færi í samkeppni við þann sem hefði sent inn lægsta til- boð. Þama væri sérleyfishafi að notfæra sér aðstöðu sína til að reyna að koma í veg fyrir að ákvörðun stjórnvalda um kaup á til- teknum akstri næði fram að ganga. Hann sagði að stjórnvöld hlytu að þurfa að bregðast við til að tryggja að farið væri að útboðinu. Það gæti ekki verið sitt hlutverk að gera það. Sjálfur sagðist hann halda áfram að keyra eins og hann hefði samið um við Ríkiskaup að gera. ELLEFU íslendingar útskrifuðust á laugardag sem hómópatar eftir fjögurra ára nám við enska hómópataskólann The College of Practical Homoepathy. Utskriftin fór fram í húsnæði Stjórnunar- skólans við Sogaveg í Reykjavík vegna þess að Islendingarnir stunduðu námið að mestu leyti hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn útskrifar nemendur á Islandi. Hómópatía er, að sögn Davids Howells, skólastjóra The College of Practical Homoepathy, aðferð til þess að hjálpa likamanum að lækna sig sjálfur. Til þess era not- uð ákveðin hómópatalyf sem eru m.a. unnin úr jui’tum, steinefnum og dýrum. „Lyfln eiga aðeins að hvetja líkamann til þess að lækna sig sjálfur og því má segja að hómópatía sé afar náttúruleg iækningaaðferð," segir hann. Álfdís Axelsdóttir, einn nem- endanna við skólann, segir að upphaf námsins megi relqa til þess að fyrir rúmum fimm árum hafi íjórir eða fimm manns haft mikinn áhuga á hómópatíu og fengið hingað til lands enska konu að nafni Tracy Allen til að halda námskeið í þessum fræðum. Á því námskeiði hafi fleiri bæst í hóp áhugasamra um hómópatíu, sem siðan hafi beðið Allen um að benda á skóla sem gæti útskrifað hómópata. „Hún leiðbeindi okkur um val á skóla og benti okkur á að The College of Practical Homoepathy væri mjög góður,“ segir Álfdís. Skólinn hefur bæði aðsetur í London og í nágrenni Birming- _ ham og að sögn Álfdísar gerðu ís- lendingarnar samning við skóla- stjórann í London, David Howell, um að hann tæki að sér að „gera þau að hómópötum," eins og hún orðar það. Hún segir að námið hafi gengið þannig fyrir sig að kennari frá skólanum liafi komið að minnsta kosti tíu sinnum á ári og haldið fyrirlestra fyrir hópinn eina helgi í senn, en þess á milli hafi þau þurft að lesa heilmikið og vinna ýmis verkefni. Einnig hafi hópurinn farið einu sinni til London og fylgst með fyrirlestr- um þar í tvær vikur, en auk þess hafi hann tekið þátt í verklegu námi undir leiðsögn kennara. Að sögn Álfdísar kostaði námið hvern nemanda í kringum 160 þúsund krónur á ári og hófu 28 ís- lenskir nemendur nám við skól- ann sl. vor. Lítið stunduð hér á landi Álfdís segir að hómópatía sé lít- ið stunduð hér á landi og því ekki vel þekkt, en hins vegar sé hún mikið stunduð í löndunum í kring- um okkur, til dæmis öllum hinum Norðurlöndunum, Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Hún tel- ur hins vegar að allir þeir ellefu sem hafi útskrifast á laugardag muni smám saman koma sér upp starfsaðstöðu sein hómópatar. „Þau munu þó flest vera í annarri vinnu með eða á meðan þau eru að koma sér upp markaði," segir hún. Álfdís segir að meðferð hjá hómópötum sé í stórum dráttum þannig að hómópatinn taki ítar- legt viðtal við sjúklinginn, safni síðan öllum smáatriðum sainan og raði þeim upp í eina heild. Ut frá þeirri greiningu séu valin hómópatalyf til að gefa sjúklingn- um, en slík lyf eru oft kölluð „remedíur" til aðgreiningar frá hefðbundnum lyfjum. „Við skoð- um því manneskjuna sem eina heild, því oft á tíðum má rekja lík- amlegan sjúkdóm til tilfínninga- legra þátta,“ segir Álfdís og bætir við að það sé misjafnt hvernig lyf hver sjúklingur fái. Til dæmis geti ein manneskja með ákveðinn sjúk- dóm fengið eitt lyf á meðan önnur manneskja með sama sjúkdóm getur fengið allt annað lyf. Álfdís seglr að lyfin sem notuð eru hér á Iandi séu pöntuð erlend- is frá og að hómópatar komi sér gjarnan upp litlu „heimaapóteki," eins og hún kallar það og bendir á að til séu mörg hundruð hómó- patalyf. Samband norrænna blaðaljósmyndara Hindrunum mdtmælt SAMBAND norrænna blaðaljós- myndara varar við þeirri þróun að aðgangur ljósmyndara að tón- leikum og íþróttamótum sé í æ ríkara mæli takmarkaður af við- skiptalegum ástæðum. Það hafn- ar því að aðgangurinn sé bundinn samningum eða frjáls frétta- mennska á annan hátt hindruð. Þetta kemur fram í ályktun frá ársfundi sambandsins sem hald- inn var í Reykjavík um síðustu helgi. Norðmaðurinn Terje Bringedal var kjörinn formaður sambands- ins og tekur hann við af Kjartani Þorbjörnssyni sem gegnt hefur embættinu síðastliðið ár. Þórólfur Árnason, forstjdri Tals, um gjaldskrárlækkanir í GSM-kerfí Landssímans Rekstrarforsendur að baki lækkunar verði athugaðar TAL hf. er með í skoðun möguleika á að fara fram á það við Samkeppn- isstofnun og Póst- og fjarskipta- stofnun að þær krefjist sundurlið- unar á þeim rekstrarforsendum Landssíma Islands hf. sem liggja til grundvallar breytingum á gjald- skrá fyrirtækisins. Tal sér hins vegar ekki ástæðu til þess í augna- blikinu að breyta gjaldskrá sinni, að sögn Þórólfs Arnasonar, for- stjóra Tals hf., en Landssíminn hef- ur kynnt lækkun á gjaldskrá í GSM-kerfinu sem tekur gildi á morgun. Þórólfur sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að þessar gjaldskrár- lækkanh- Landssímans, sem ein- göngu tækju til þess sviðs þar sem samkeppni væri ríkjandi en ekki til þeirra sviða þar sem íyrirtækið hefði einokun, væru beint svar við starfsemi Tals og þeirri samkeppni sem það héldi uppi í fjarskiptaþjón- ustu. „Það sem við biðjum alltaf um en fáum aldrei er sundurgreining á þessum rekstrarþáttum. Landssím- anum er gert skylt með nokkrum úr- skurðum Samkeppnisstofnunar og skilyrðum í rekstrarleyfinu frá Póst- og fjarskiptastofnun að aðgreina rekstur sinn og sýna fram á tekjur og gjöld í samkeppnisrekstri annars vegar og í einokunarrekstri hins vegar. Það eru alltaf staðlausir stafir þegar þeir koma með það að hagnað- urinn sé á þeim sviðum þar sem samkeppni rikir,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að það væri innan við ár síðan Landssíminn hefði boð- að stórfelldar hækkanir hjá þorra notenda, þ.e.a.s. hjá þeim sem not- uðust við línukerfln. Landssíminn hefði að hluta til verið gerður aftur- reka með þær hækkanir og hann velti því fyrir sér hvort ekki væru betri rekstrarlegar forsendur fyrh- lækkun þeiiTa nú heldur en hækk- ununum þá. Þarna væri Landssím- inn eingöngu að bregðast við sam- keppninni á þessu sviði. Þórólfur sagði að þegar einstakir liðir lækkunar Landssímans væru skoðaðir kæmi fram að ennþá væri gjaldskrá þeirra hæn'i en gjaldskrá Tals hvað snerti alla þjónustuliði. í flestum tilvikum nálguðust þeir gjaldski'á Tals og það væri ekki nema í einni boðaðri þjónustuleið þeirra, sem enn ætti eftir að líta dagsins ljós, þar sem þeir til- greindu lægra verð en Tal væri með. Það ætti hins vegar eftir að koma í ljós hvernig sú þjónustleið þeirra reyndist og hvort þeim tæk- ist að gera úr henni markaðshæfa vöru. Þórólfur sagði að einnig vekti furðu þeirra að verðlagning úr GSM-kerfi Landssímans inn í NMT-kerfið væri lægri en inn í kerfi Tals og það vekti grunsemdir um að Landssíminn væri með þeim hætti að nýta sér markaðsyfirburði, þar sem þeir hefðu yfir NMT-kost- inum að ráða en ekki Tal. Mætum öllum verðlækkunum „Við munum auðvitað mæta öll- um verðlækkunum Landssímans og við munum bæta þjónustu líka, því við teljum okkur örugga um að geta sýnt betri þjónustu en Landssíminn til þess að gefa neytendum val- kost,“ sagði Þórólfur ennfremur. Hann sagði að þeir væru nú að athuga möguleikana á að knýja Samkeppnisstofnun og Póst- og fjarskiptastofnun til þess að krefj- ast sundurliðunar á rekstrarfor- sendum á bakvið þessar gjaldskrár- breytingar. Hins vegar sjái fyrir- tækið ekki ástæðu til þess í augna- blikinu að breyta gjaldskrá sinni, en muni fylgjast náið með fram- vindunni. Tal hafi náð mjög miklum árangri meðal yngra fólks og það vaxi Landssímanum greinilega í augum. Miðað við fjölgun áskrif- enda virðist Tal hafa frá því það hóf starfsemi verið að fá nálægt því jafnmarga nýja notendur og Landssíminn, þrátt fyrir það að Tal væri einungis með starfsemi á hluta þess svæðis sem Landssíminn starfaði á. „Þetta svíður þeim og þeir eru greinilega að mæta af hörku þessari samkeppni og vilja kveða hana í kútinn,“ sagði Þórólf- ur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.