Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fjölmenni við endurvígslu Olafsfj arðarkirkj u Langþráðum áfanga náð MIKIÐ var um dýrðir og hátíð í bæ þegar Ólafsfjarðarkirkja var endur- vígð, en áætlað er að tæplega 300 manns hafi verið viðstaddir hátíðar- messu af þessu tilefni. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, enduiTÍgði kirkjuna og sr. Sigríður Guðmarsdóttir þjónaði fyrir altari. Kirkjukór Ólafsfjarðar söng ásamt því að Elísabet F. Eiríksdóttir og Stefán Ólafsson sungu einsöng. Sóknarnefnd, byggingarnefnd, prestar og biskupar gengu í skrúð- göngu til kirkjunnar og báru inn helga muni hennar. Beðið var fyrír húsi og söfnuði og að því loknu vígði biskup íslands kirkjuna. Að lokinni messu var kirkjugestum boðið í kaffí í félagsheimilið Tjarnarborg. Tveir fyrrverandi sóknajTirestar Ólafs- fjarðarkirkju, þeir Ulfar Guðmunds- son og Svavar A. Jónsson, aðstoð- uðu við vígslu og altarisgöngu. Haldið í stílinn I kaffisamsæti að lokinni messu rakti Óskar Þór Sigurbjörnsson, formaður byggingarnefndar Ólafs- fjarðarkirkju, sögu kirkjunnar og endurbyggingar hennar. Hönnun kirkjunnar hefur verið unnin í sam- ráði við húsfriðunarnefnd rfldsins. Kirkjan sem var vígð fyrir um 83 ár- um og var síðasta verk Rögnvalds Ólafssonar arkitekts hefur verið lengd um þrjú gluggabil, skipt um gluggaþak, söngloft, kirkjubekki og altari. Við þessar breytingar hefur verið reynt að halda stíl arkitektsins eftir fremsta megni. Kirkjan rúmar 100 til 130 manns en við fjölmennar athafnir gefst kostur á að opna inn í safnaðarsal- Morgunblaðið/Guðmundur Þór HERRA Karl Sigurbjörnsson biskup íslands endurvígði Ólafsfjaröarkirkju við hátíðarmessu síðastliðinn sunnudag. Hinir helgu munir kirkjunnar voru bornir til kirkju. Tæplega 300 manns sóttu hátíðarmessuna. inn. Þar geta setið a.m.k. 120 manns og séð vel til kirkju. Margir tóku til máls og var greint frá ýmsum gjöfum sem kirkjunni hafa borist og einnig að þessa dag- ana eru að berast stórar gjafir til hennar. Fanney Hauksdóttir, arki- tekt kirkjunnar, afhenti húsið form- lega með því að reiða fram forláta lykil að kirkjudyrunum. Fyrsta athöfn að lokinni vígslu fór fram síðar um daginn en þá gengu í hjónaband þau Bylgja Rúna Ara- dóttir og Hinrik Karl Hinriksson. Næstkomandi sunnudag verða fyrstu tónleikarnir í hinni nývígðu kirkju. Þar koma fram Hörður Askelsson orgelleikari og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari. Nú er bara að nota hana Að sögn Sigríðar Guðmarsdóttur sóknarprests var vígsla kirkjunnar söjguleg stund fyrir Ólafsfirðinga. „Eg er stolt af kirkjunni minni og söfnuðinum, stolt af arkitektunum, iðnaðarmönnunum, bygginganefnd- inni en allir hafa unnið frábært starf og sóknarnefndinni sem hefur stutt dyggilega við bakið á ldrkjustarfinu við erfiðar aðstæður í vetur. Mikið fjölmenni kom til kirkju, bæði bæj- arbúar og gamlir Ólafsfirðingar annars staðar frá sem vildu eiga með okkur þessa gleðistund. Allir lögðu sig fram, athöfn og kirkjukaffi gengu eins og best verður á kosið. Nú er þessum langþráða áfanga náð, kirkjan er komin og er söfnuð- inum til prýði. Nú er bara að nota hana,“ sagði Sigríður að lokum. Atskákmóts Islands Þór og Gylfi jafnir UNDANRÁSIR Atskákmóts ís- lands á Norðurlandi voru teíldar á Akureyri um síðustu helgi. Efsth' og jafnir að vinningum urðu þeir Þór Valtýsson og Gylfi Þórhallsson með 7,5 vinninga af 10 mögulegum og verða þeh- að tefla til úrslita um þátt- tökurétt í úrslitamóti sem fram fer í Reykjavík síðar. I þriðja sæti varð Ólafur Kristjánsson með 7 rfnninga. Hraðskákmót verður haldið í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 sunnudaginn 27. september og er það svonefnt startmót félagsins á skákmótum komandi vetrar. Með því hefst eiginleg vetrarstarfsemi fé- lagsins. Æfingar fyi-ir börn og unglinga hefjast í skákheimilinu á laugardag, 19. september, kl. 13.30. ---------------- Sýningu að ljúka SÝNINGU Bernharðs Steingríms- sonar í Betri stofunni í verslunar- miðstöðinni Sunnuhlíð lýkur um helgina. Verkin eru flest unnin á síðustu tólf mánuðum, um er að ræða fígúra- tívar myndir, margar með kómísku ívafi auk nokkurra erótíski’a mynda. Þetta er fimmta einkasýning Bernharðs en hann hefur jafnframt tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin í Betri stofunni er opin frá kl. 13 til 19. AKSJÓN Miðvikudagur 15. september 12.00^-Skjáfréttir 18.15^-Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endur- sýndur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15, 20.45. 21 .OO^ Bæjarsjónvarp Kók í bauk. Frumsýning á kvikmynd eftir Svein Thorarensen. HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og kona hans, Kristrún Ey- mundsdóttir, með grænlensku gestunum við heimskautsbaug í Grímsey. Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Holtin og Skarðshlíð. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. ► Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Græn- lenskur ráðherra heimsækir Grímsey SAMGÖNGU- og ferðamálaráð- herra Grænlands, Peter Gron- vold Samuelsen, og kona hans, Kristine Skifte Heilmann, eru stödd hér á landi í boði Halldórs Blöndal samgönguráðherra. Með þeim í fór eru Thorkild Videbæk ráðuneytisstjóri og Ulrik Josef- sen, aðstoðarmaður grænlenska ráðherrans. Ráðherrarnir voru í heimsókn á Akureyri sl. mánudag og áttu fund með Kristjáni Þór Júlíus- syni bæjarstjóra. Einnig skoðaði sendinefndin verksmiðjur Sk- innaiðnaðar hf. og Strýtu hf., Menntaskólann á Akureyri og Dvalarheimilið Hlíð, auk þess sem farið var í skoðunarferð um bæinn. Nýtt píanó vígt Seinni part mánudagsins var flogið til Grímseyjar þar sem ráðherrarnir fóru í skoðunarferð um eyna og borðuðu kvöldverð með heimamönnum. Að lokum voru haldnir tónleikar í tilefni þess að Grímseyingar voru að eignast nýtt píanó. Það var Anna Guðný Guðmundsdóttir sem vígði hljóðfærið og lék einnig með Signýju Sæmundsdóttur sem söng fjölda íslenskra og erlendra sönglaga. Þá söng hópur barna úr Grímsey í upphafi og við lok tónleikanna. Morgunblaðið/Kristján HÖRÐUR Blöndal, nýr hafnarstjóri á Akureyri, t.h., og Pétur Ólafs- son, íjármála- og skrifstofustjóri, í nýjum og glæsilegum húsakynnum Hafnasamlags Norðurlands við Fiskitanga á Akureyri. Hafnasamlag Norðurlands Nýr hafnarstjóri í nýju húsnæði HÖRÐUR Blöndal byggingaverk- fræðingur tók í gær við starfi hafn- arstjóra Hafnasamlags Norður- lands en hann var valinn úr hópi tíu umsækjenda. Undir hafnarstjóra heyi’ir rekstur hafnanna á Akur- eyri, Grenivík og Hjalteyri. Skrif- stofa Hafnasamlags Norðurlands hefur verið flutt úr húsnæði Eim- skips við Oddeyrarbi-yggju, í nýtt og glæsilegt hús við Fiskitanga á Akureyri. Hörður mun aðeins vera í hálfu starfi fyrsta mánuðinn þar sem hann er Ijúka verkefnum hjá Rækt- unarsambandi Flóa og Skeiða. Hörður var áður framkvæmdastjóri Dagsprents hf. á Akureyri. Hörður sagði að nýja starfið legð- ist vel í sig. Hann sagði miklar framkvæmdir hafa átt sér stað í hafnarmálum á Akureyri og að næg verkefni væru framundan. „Eg á eftir að koma mér inn í hlutina og horfi hér á fullt borð af pappírum sem ég á eftir að fara í gegnum," sagði Hörður. Verkfræðin mun nýtast vel Hörður lærði byggingaverkfræði við Háskóla íslands og fór í fram- haldsnám í Gautaborg í Svíþjóð í vega- og framkvæmdafræði. Hann sagði verkfræðina koma til með að nýtast sér vel í hinu nýja starfi. Þá hefur Pétur Olafsson verið ráðinn fjáiTnála- og skrifstofustjóri Hafnasamlags Norðurlands og tók hann við því starfi um síðustu mán- aðamót. Pétur var áður fram- kvæmdastjóri Knattspyrnufélags Akureyrar, KA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.