Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 15 Morgunblaðið/Sig. Fannar ERLENDIR stúdentar við Háskóla íslands skemmtu sér hið besta í Skeiðaréttum síðastliðinn laugardag. Erlendir stúdentar fjöl- menntu í Skeiðaréttir Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson BORGHILDUR Fenger veitti viðtöku verðlaunum fyrir hönd Kvenfé- lagsins Hringsins fyrir góðan árangur í starfi fyrir langveik börn. Selfossi - Fjöldi fólks var saman- kominn í Skeiðaréttum síðastliðinn laugardag og þar á meðal voru er- lendir stúdentar sem stunda nám við Háskóla Islands. Erlendu nem- endurnir skemmtu sér vel í réttun- um og það kom fram í máli þeirra að þeim þætti réttirnar mjög áhugaverðar og framandi. Einn piltur frá Þýskalandi sagði þetta dýrmæta reynslu og að það væri stórkostiegt að upplifa réttirnar og jafnvel fá að taka virkan þátt í þeim. Bændurnir höfðu það á orði að erlendum ferðamönnum fjölgaði í réttunum á ári hveiju. Þessar breytingar leggjast misvel í menn en yfir heiidina gerir það ekkert til þó að „áhorfendum11 fjölgi á hveiju ári, „réttirnar eru jú lfka skemmtun en ekki bara vinna,“ eins og einn rollubóndinn komst að orði. Arsfundur félags langveikra barna Borgarfirði - N.O.B.A.B., Norrænt félag til styrktar langveikum böm- um, hélt ársfund sinn í Reykholti helgina 11. til 13. september. Norð- urlöndin fimm eiga aðild að þessum samtökum og er ársfundurinn til skiptis á einhverju Norðurlandanna og að þessu sinni á íslandi. Formað- ur þetta árið er Dögg Pálsdóttir lögfræðingur. Helstu málefni fundarins voru samskipti foreldra við starsfólk stofnana sem annast langveik böm og aðgerðir til að mæta minnkandi fjárframlagi við þennan málaflokk sem er mikið áhyggjuefni. Fundarsetning var í Reykholts- kirkju og setti heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, ársfundinn. Venja er að veita einstaklingi, félagi eða stofnunum verðlaun fyrir góðan árangur í starfi fyrir langveik böm og að þessu sinni fékk Kvenfélagið Hringurinn verðlaunin. Borghildur Fenger veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Hringsins. Margrét Óð- insdóttir söng nokkur lög við undir- leik Þórhildar Björnsdóttur. Að lok- um fræddi sr. Geir Waage fundar- menn um sögu Reykholts fyrr og nú. Milli 60 og 70 einstaklingar; for- eldrar, læknar, hjúkrunarfólk, prestar og sálfræðingar; sækja fundinn. Mjög góð aðstaða er til að halda slíka fundi í Reykholti, sagði Óli Ólason, hótelstjóri í Reykholti, sem hefur átt þátt í skipulagningu fund- arins. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason HJORDIS Hendriksdóttir, Snæbjörn Kristjánsson og Hörður Jónsson frá Rannsóknarráði íslands og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður At- vinnuráðgjafar Vesturlands, á fundi f Stykkishólmi þar sem kynnt var starfsemi Rannsóknarráðs Islands. Rannsóknarráð Is- lands kynnir Snæ- fellingum starf sitt Stykkishólmi - Rannsóknarráð ís- lands kynnti Snæfellingum starfsemi sína á fundi á Hótel Stykkishólmi mánudaginn 7. september sl. Það var Atvinnuráðgjöf Vesturlands sem boðaði til fundarins. Frá Rannsókn- airáði Islands (Rannís) komu Hörður Jónsson, Snæbjörn Kristjánsson og Hjördís Hendriksdóttir. Tilgangur fundarins var að kynna hvernig Rannsóknarráð væri upp- byggt og hvaða möguleikar væm á að leita þangað eftir styrkjum til verkefna. Fram kom að um væri að ræða tvo sjóði, Vísindasjóð og Tæknisjóð. Vísindasjóður hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir. Á þessu ári voru veittir 212 styrkir úr Vís- indasjóði og hafði sjóðurinn 165 millj- ónir króna til ráðstöfunar. Tækni- sjóði er ætlað að stuðla að nýsköpun með því að styrkja rannsókna- og þróunarstarfsemi. Þar er lögð áhersla á verkefni sem byggja á miklum tækninýjungum og að verk- efninu fylgir mikil áhætta. Á þessu ári voru veittir 100 styrkir að upp- hæð 177 milljónir króna. Þá hefur Tæknisjóður styrkt fyrirtæki sem hafa ráðið tæknimenn í þjónustu sína til að þróa ný verkefni eða fram- leiðslu. Þetta er gert til að hvetja til nýsköpunar hjá fyrirtækjum sem gerir þau samkeppnishæfari og leiðir til verðmætasköpunar. Þá er einnig hægt að sækja um styrki til Evrópu þegar um er að ræða stór og kostnað- arsöm verkefni. Starfsmenn Rannís hvöttu einstak- linga og fyrirtæki á Snæfellsnesi til að leggja mun meiri áherslu á ný- sköpun. Nú eru fyrir hendi möguleik- ar til að fá ráðgjöf og styrki þegar um góðar hugmyndir er að ræða. Ný- sköpun er sóknarfæri fyrirtækjanna. Menn þurfa að fara að hugsa öðruvísi og leggja áherslu á nýja þætti til að efla starfsemi í harðnandi samkeppni á milli fyrirtækja innanlands og er- lendis. Fundarmenn komu víða að af Snæfellsnesi og nokkrir þeirra voru eflaust með góðar hugmyndir varð- andi nýsköpun í atvinnulífi og fengu þeir hvatningu til að hrinda þeim í framkvæmd. BimMun Biöndunartæki Hitastilltu Mora Mega blöndunaitækin íyrir bað tryggja öryggi og þægindi. Mora Mega er árangur margra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora sænsk gæðavara Heildsöludreiflng: ----- Smiðjuvegi 11,Kópavogi HflSMi Sími 5641088. fax 5641089 Fæst í byggingavðruversíunum um land allt. PHILIPS Há-gæði á lágu verði _ PHIIIPS 28" sjónvarp 9.900 kc stgc Philips 28" gæða sjónvarpstæki á ótrúlegu verði. • Nicam Stereo • Biackline myndlampi • Einföld og þægileg fjarstýring • íslenskur leiðarvísir Gerðu hörðustu kröfur til heimilistækja. Fjárfestu í Philips! PHIUPS JU _ , myndbandstæki a 19.900.. Tveggja hausa myndbandstæki frá Philips á sérlega hagstæðu verði. Einfalt í notkun og áreiðanlegt. íslenskur leiðarvísir. H ls l e, V: PHILIPS Heimllistœki hafa veríð fulltrvar Philips á Islandi í 30 árog það er takmark okkar a<5 Philips gæðavörumar séu hvergi á lægra verði en hjá okkur. 5 J Heimilistæki hf SÆTÚN 8 SÍMI S69 1500 http.//www.ht.l s Við ábyrgjumst góða þjónustu, gæði og verð sem stenst allan samanburð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.