Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FRÁ setningu Farskóla Fé- lags íslenskra safnamanna. Safna- menn í Eyjum Vestmannaeyjum -Farskóli Félags íslenskra safnamanna var haldinn í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Skólinn var settur síðdegis á fimmtudegi og honum lauk með árshátíð Farskólans á fóstudagskvöldi. Reyndar hófs dagskrá skólans með ferð um Suðurland á mið- vikudeginum og fyrir hádegi á fimmtudeginum en þá var haldið til Eyja með Herjólfi. Skólinn var haldinn í Safnað- arheimili Landakirkju og var í honum m.a. fjallað um minjar og margmiðlun, ferðaþjónustu og sérsýningar og fomleifar og ferðamenn. Ýmsir aðilar fluttu framsöguerindi undir hverjum lið en síðan voru almennar um- ræður. 60 safnamenn tóku þátt í far- skólanum að þessu sinni og var almenn ánægja með hvernig til tókst. Morgunblaðið/Atli Vigfússon YFIRLITSMYND frá Hraunsrétt. Deilur um fram- tíð Hraunsréttar í Aðaldal Laxamýri - Um helgina var réttað í Hraunsrétt í Aðaldal en óvenju fátt fé var í réttinni þar sem illa viðraði á smalamenn og ákveðið var að leita ekki allt gangnasvæðið fyrr en styttir upp. Að venju var margt fólk saman komið en Hraunsréttardagurinn hefur jafnan verið mikill hátíðisdag- ur í S-Þingeyjarsýslu. Að undanfórnu hafa verið miklar deilur í Aðaldal um framtíð réttar- innar og vill Fjárræktarfélag Aðal- dæla byggja upp nýja rétt á nýjum stað og hætta alfarið að rétta í Hraunsrétt. Ástæður fyrir þessu segja bændurnir margar, hraun- veggimir séu víða illa farnir og fé sleppi oft úr dilkum auk þess sem bæta þurfi upprekstraraðstöðu fyr- ir bfla. Þá eigi börn og gamalmenni ekki greiða leið að og í réttinni og erfitt sé að koma aðalrekstrinum heim að safnhringnum. Nær væri að byggja nýja rétt við Presthvamm eða þar sem aðstæður eru betri. Hraunsrétt á sér mjög langa sögu Það er ekki nýtt að upp komi deil- ur um Hraunsrétt, áður hafa bænd- ur mælst til þess að byggð verði ný rétt. Hópur manna segir hins vegar að það séu liðin 168 ár frá byggingu réttarinnar og söguleg þýðing hennar fyrir sveitina sé svo mikil að ekki verði máð yfir hana með einu pennastriki. Ljóst sé að þegar hætt verði að rétta í henni muni hún smám saman hrynja og hverfa í jörðina. Hraunsrétt var byggð 1830 þar sem hún er nú í grasi grónum hraunkrika suður frá bænum Hrauni í Aðaldal og er þar sér- kennilegt og fagurt landslag, skjól- gott fyrir norðan- og austanátt. Við réttina er hár hraunkambur eða hraunhóll og þaðan gott útsýni yfir réttina og það sem gerist þar. Hún er mikið mannvirld og önnur stærsta rétt norðanlands og flestir veggir eru tvíhlaðnir úr hraungrýti. Stærð almennings er 1.800 fm og ásamt dilkum telst réttin vera 7.282 fm. Lengi vel var enginn safnhring- ur við réttina og var féð þar vaktað en síðar var 3.740 fm svæði norðan við réttina girt af með hraungrjóti og er þar einnig mjög skjólsælt. Fyrr á árum var gífurlegur fjöldi „ÞAÐ er alltaf sólskin á Hraunsrétt," sagði Dagur Jó- hannsson, oddviti í Haga, og vill varðveita þessa merku rétt Að- aldælinga. fjár á Hraunsrétt og tók langan tíma að draga fé í dilka. Mannfjöldi þar var jafnan mikill og frá mörgum sveitum. Engin ákvörðun enn af hálfu hreppsnefndar Nú á haustdögum samþykkti Fjárræktarfélag Aðaldæla ályktun þess efnis að fara formlega fram á það við sveitarstjórn að byggð verði ný rétt. Að sögn Dags Jóhannesson- ar oddvita hefur enn ekki verið tek- in ávörðun af hálfu hreppsnefndar enda sé ljóst að mjög margt fólk vilji að réttað verði áfram í Hrauns- rétt.Bent er á að réttin sé elsti hluti minja um búfjárhald í Aðaldal sem enn er í notkun og segja má að framtíð hennar sé undir því komin að réttað sé í henni. Þá er bent á að hver sveit hafi sín sérkenni, þetta séu menningarminjar dalsins sem séu vafðar í landslag hans. Meiri gaum þm-fí að gefa því sem eftir er af búsetulandslagi, þar sem mjög miklu hefur verið rutt burt af mann- virkjum síðustu aldar. Þá er einnig bent á að útvega megi fjármagn til þess að laga það sem aflaga fer í réttinni og e.t.v. megi sækja styrk í ákveðna sjóði til þess að bæta aðstöðuna. Hraunsrétt þurfi að vera til og Hraunsréttar- dagurinn megi ekki hverfa úr mannlífinu. Olíufélagið hf. Skráning skuldabréfa á Verðbréfaþingi íslands Útgefandi: Olíufélagið hf., kt. 500269-4649, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík, er útgefandi skuldabréfanna. Vextir og verðbætur: Nafnverð útgáfu: Gjalddagar: Skráningardagur á VÞÍ: Viðskiptavakt á VÞÍ: Umsjón með skráningu: Bréfin eru í 1. flokki 1998. Þau eru verðtryggð til 7 ára og bera 5% árlega vexti. Greitt er af skuldinni með 14 vaxtagjalddögum, 26. maí og 26. nóvember ár hvert. Verðbættur höfuðstóll skuldar- innar verður greiddur 25. maí 2005. Nafnverð er kr. 500.000.000. Gefin voru út 50 skuldabréf hvert að nafnverði 10.000.000 kr. Greitt er af skuldinni með 14 vaxtagjalddögum, 26. maí og 26. nóvember ár hvert næstu 7 ár, í fyrsta skipti 26. nóvember 1998 og í síðasta skipti 26. maí 2005. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf Olíu- félagsins á skrá og verða þau skráð þann 21. september 1998. Búnaðarbankinn Verðbréf verður með viðskiptavakt á flokknum á VÞÍ. Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 491296-2249, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréf BÚNAÐARBANKINN VERÐBRÉF Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Sími: 525-6070 Fax: 525-6099 Aðili að Verðbréfaþingi íslands. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Skaut sitt fyrsta hreindýr Vaðbrekku, Jökuldal - Arna Jó- hannsdóttir frá Dalvík skaut sitt fyrsta hreindýr á dögunum. Dýr- ið, sem Arna skaut, var stór tarf- ur með fallega krúnu og skrokk- urinn vgktaði áttatíu og sex kíló. Að sögn Ornu hefur hún haft byssuleyfi í níu ár en hefur ekki skotið mikið úr riffli áður, en hefur skotið töluvert með hagla- byssu, þá aðallega gæs og svart- fugl. Arna var að sönnu ánægð eftir að hafa skotið tarfinn í brúninni fyrir ofan Klaustursel á Jökuldal enda tarfurinn sá arna mun stærra stykki en gæsir og svartfugl. Ekki mun vera algilt að konur leggi fyrir sig að skjóta svo stór veiðidýr sem hreindýr eru, þó munu þess vera dæmi áður. Arna hefur sannað svo ekki verður um villst að konur þurfa ekki að vera síðri veiðimenn en karlar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.