Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 17 VIÐSKIPTI Landsbankinn semur við Tölvumiðstöð sparisjóðanna og E JS Kaupir nýtt afgreiðslu- kerfi sparisjóðanna LANDSBANKI íslands hf. hefur skrifað undir samning við Tölvu- miðstöð sparisjóðanna (TS) og EJS hf. um kaup á nýju afgi’eiðslu- kerfi sparisjóðanna. Um er að ræða nýjan, íslenskan hugbúnað sem TS hannaði upphaflega fyiir sparisjóðina í samstarfi við EJS. Kaupverð er ekki gefið upp en framkvæmdastjóri TS segir að sparisjóðirnir fái verulega fjár- muni upp í þróunarkostnað sinn. Landsbankinn hefur um nokk- urt skeið leitað að nýju afgreiðslu- kerfi til að leysa af hólmi núver- andi kerfi, sem komið er til ára sinna. Eftir að hafa skoðað ýmsar lausnir, jafnt innlendar sem er- lendar, var niðurstaðan sú að kerfi sparisjóðanna og EJS væri tækni- lega fullkomið og hentaði vel inn í framtíðarhugmyndir bankans um uppbyggingu upplýsingakerfa, segir í sameiginlegri fréttatilkynn- ingu bankans og sparisjóðanna. Kerfið verður afhent í áföngum fram til áramóta. Eftir það munu sparisjóðirnir og Landsbankinn þróa kerfið sitt í hvoru lagi, en hafa eftir sem áður möguleika á að sameinast um ýmsar breytingar og viðbætur í framtíðinni ef báðir aðilar kjósa svo. Landsbankinn hefur jafnframt gert samning við EJS um samstarf við frekari þró- un á kerfinu. Sex ára vinna Sparisjóðimir hafa undirbúið nýtt afgreiðslukerfi í rúm sex ár og á árinu 1994 buðu þeir við- skiptabönkunum til samstarfs. Sparisjóðirnir og bankarnir áttu ekki samleið þá og ákváðu spari- sjóðirnir að standa sjálfir að hönnun nýs afgreiðslukerfis og sömdu við EJS um hluta af þeirri vinnu. I desember síðastliðnum var fyrsti gjaldkerinn tengdur kerfinu í útibúi SPRON á Sel- tjarnarnesi. í kerfinu er beitt nýjustu tækni til að gera það sem sveigjanlegast og öruggast. Það er íslensk hönn- un frá grunni þar sem steypt er saman þróunarvinnu sparisjóð- anna á framtíðarupplýsingakerf- um fyrir fjármálastofnanir og ára- langri reynslu E JS af þjónustu við íslenskt bankakerfi. Viðurkenning Jón Ragnar Höskuldsson, fram- kvæmdastjóri Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna, segir að þróun af- greiðslukerfísins sé kostnaðarsamt verkefni en með samningnum við Landsbankann fáist verulegir fjár- munir upp í þann kostnað. Hann telur að sú ákvörðun Landsbanka íslands að kaupa afnot af þessu kerfi, sem þjónusta bankanna við Morgunblaðið/HaUdór SKRIFAÐ undir samning um kaup Landsbankans á nýju afgreiðslu- kerfi sparisjóðanna. Vinstra rnegin sitja Jón Ragnar Höskuldsson framkvæmdastjóri og Matthias Á. Mathiesen stjórnarformaður Tölvu- miðstöðvar sparisjóðanna, þá Jakob Bjarnason, framkvæmdasljóri rekstrarsviðs Landsbankans, og Olgeir Kristjónsson, framkvæmda- stjóri EJS. viðskiptavini byggist mikið á, sé tvímælalaust viðurkenning á þeirri vinnu sem sparisjóðirnir hafi lagt í. „Við erum nokkuð hreyknir af því að það skuli vera sóst eftir þessu kerfi,“ segir Jón Ragnar. Kerfið er þegar komið í notkun í 10 afgreiðslum sparisjóðanna og mun verða sett upp í öllum af- greiðslum þeirra á næstu mánuð- um. Stefnt er að því að hefja upp- setningu kerfisins í útibúum Landsbankans í upphafi næsta árs. ? A sjávarútvegsfyrirtæki eins og Haraldi Böðvarssyni hf eru margskonar tæki, vél- og hugbúnaður sem veröur að vera undir aldamótin húinn. Viö getum ekki átt á hættu aö mikilvægir þættir í starfseminni muni raskast þess vegna. Við leituðum til ráðgjafasviðs Nýherja til að vinna úttekt á stöðu okkar með aðferðafræði þeirra, ÁHNÝ. Með því fáum við heildarsýn yfir þá áhættuþætti sem kunna að vera til staðar og getum hrugðist við í tæka tíð. Ráðgjafasvið Nýherja gerir okkur kleift .. að komast strax AÐGJOF í viðhragðsstöðu.' Ráðgjaiasvið Nýherja ar sniðið að þörfum hvers viðskiptavinar svo gara megi aýnilag þau tmkifmri ag ögnanir aam í upplýsingatmkni falast. Starfamann Nýherja faúa yfir áratuga reynslu á sviði upplýsingatmkni og sú þakking ar verðmmti sem okkar viðskiptavinir vilja fjárfesta í. ÁRNÝ, þ.e. ráðgjöf Nýherja vegna ársins 2000, er dæmi um slika þakkingu. NÝHERJI Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.