Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skriðuföll af völdum gífurlegs úrfellis í Chiapas í suðurhluta Mexíkó Heilu bæirnir á kafí í aur? Reuters GRÍÐARLEGAR skemmdir hafa orðið á mannvirkjum í Chiapas í flóðunum en þessi brú var eitt þeirra sem varð undan að láta. Hamfarirnar eru sagðar hinar mestu frá jarðskjálftanum í Mexíkóborg árið 1985. Tuxtla Gutierrez. Reuters. ÓTTAST er, að heilu bæirnir hafi grafist í aur og leðju í ríkinu Chi- apas í Suður-Mexíkó en þar var gíf- urlegt úrfelli fimm daga samfleytt í síðustu viku. Sagði í mexíkóska rík- issjónvarpinu, að til dæmis hefði að- eins tekist að hafa uppi á helmingn- um af 10.000 íbúum bæjarins Valdi- via. „Nályktina leggur fyrir vitin,“ sagði fréttamaður sjónvarpsins, Tel- evisa, þegar hann fór um hamfara- svæðið á mánudag en skriðuföllin urðu fyrh- helgi. Svaraði rigningin í síðustu viku til þess, að 60 sm djúpt vatn lægi yfir landinu. Að minnsta kosti 30.000 manns hafa misst heim- ili sín og um hálf milljón manna er bjargarlaus, hefur hvorki mat né lyf. Þegar fyrstu hjálparliðamir komu á vettvang slóst hungrað fólkið um matinn, sem þeir komu með, og víða hafa opinberar birgðageymslur ver- ið tæmdar. Sumir skildu þó eftir miða með nafni sínu og heimilis- fangi. Matvælaflutningar hafnir Ernesto Zedillo, forseti Mexíkós, sagði á mánudag, að þá væri verið að flytja matvæli, vatn og lyf til Chi- apas, 250 tonn á dag, með 76 þyrlum og öflugum herbílum. Talið er, að það taki að minnsta kosti hálfan mánuð að gera við vegi til bráða- birgða en víða hafa uppbólgnar árn- ar skolað burt stórum hluta af helstu þjóðbrautinni á Kyn-ahafs- ströndinni. Þegar úrfellið og flóðin voru mest héldu margir til uppi í trjám og sums staðar reyndi fólk að vekja at- hygli á neyðinni með því að skrifa orðið „hjálp“ stórum stöfum á knatt- spyrnuvöllum. Þótt hætt hafi að rigna um helg- ina stendur mikið vatn uppi enn og óttast er, að það verði að gróðrarstíu fyrir malaríu, beinbrunasótt og kól- eru. Zedillo forseti sagði þessar hamfarir þær mestu í Mexókó á öld- inni ef undan er skilinn jarðskjálft- inn 1985 en hann varð 10.000 manns að bana í Mexíkóborg. Lögfræðingar Clintons sæta gagnrýni „KYNLÍF er kynlíf, jafnvel í Washington,“ sagði Ann Lewis, yfirmaður upplýsingamála í Hvíta húsinu þegar blaðamenn spurðu að því, skömmu eftir að Lewin- sky-málið kom upp í byrjun árs, hvort Bill Clinton Bandaríkjafor- seti væri nokkuð að fela sig á bak við einhverjar sértækar skilgrein- ingar þegar hann lýsti því yfir að hann hefði aldrei átt „kynferðisleg samskipti" við Monicu Lewinsky. Nú blasir hins vegar við að hin lagalega vörn forsetans gegn ásökunum um meinsæri sé einmitt sú, að þegar hann neitaði eiðsvarinn að hafa átt kynferðis- leg samskipti við stúlkuna hafi hann verið að neita því samkvæmt ákveðinni, þröngri skilgreiningu. Lögfræðingar forsetans sendu frá sér greinargerð um helgina þar sem þetta er undirstrikað og komu fram í hverjum sjónvarps- þættinum á fætur öðrum og sögðu að þótt ummæli forsetans kynnu að hafa verið blekkjandi hefði hann ekki framið meinsæri. Þessi þrönga lagalega vörn hefur valdið mikilli reiði meðal þingmanna og forsetinn hefur verið hvattur til að breyta um stefnu. Leiðandi þing- menn hafa sagt að það stoði lítt að koma fram opinberlega sem iðr- andi syndari er leitar fyrirgefn- ingar en halda jafnframt áfram lagalegum hártogunum um það, hver sé hin lagalega skilgreining syndarinnar. Orrin Hatch, for- maður dómsmálanefndar öld- ungadeildarinnar sagði um helg- ina að enginn tæki mark á þessum hártogunum hvort sem væri og að forsetinn væri betur staddur ef hann léti sér nægja að iðrast. Ekki auðskilið Það er kannski ekki að furða að menn reiti hár sitt yfir yfirlýsing- um lögfræðinganna þegar þær eru skoðaðar. Charles Ruff, lögfræð- ingur forsetaembættisins, viður- kenndi um helgina að yfirlýsing Clintons í sjónvarpi í janúar, þar sem hann neitaði því að hafa átt kynferðisleg samskipti við Lewin- sky, hefði ekki verið sannleikanum samkvæm. Hins vegar hefði fram- burður hans í yfirheyrslum lög- fræðinga Paulu Jones, þar sem forsetinn hélt sama hlut fram, ver- ið varkár og þröngt skilgreindur en í honum hafi ekki falist mein- særi. Ekki eru allir demókratar ánægðir með þær aðferðir er lögfræðingar Banda- ríkjaforseta beita við vörn hans. Einkalögfræðingur Clintons, David Kendall, segir Clinton hafa játað í yflrheyrslu hjá rannsóknar- kviðdómi Starrs, að hann hafl átt í kynferðislegu sambandi við Lewinsky. Það þýddi hins vegar ekki að hann hefði framið mein- særi í Paulu Jones-yfirheyrslunni. Þótt þessi lagalega vöm forset- ans kunni að gagnast honum laga- lega breytir það ekki því að hún hefur verið fordæmd harðlega af háttsettum demókrötum. Telja þeir hana vera „stórslys“. Thomas Daschle, leiðtogi demókrata í öld- ungadeildinni, og Richard Gephardt, leiðtogi þeirra í full- trúadeildinni, gáfu báðir út yflrlýs- ingar á mánudagskvöld þar sem þeir hvetja forsetann til að láta af lögfræðilegum hártogunum. Daschle sagðist sammála þeim sem væra orðnir þreyttir á laga- tæknilegum hártogunum. Forset- inn og lögfræðingar hans yrðu að átta sig á því að lagalegir orðaleik- ir hefðu ekkert upp á sig. Þeir kæmu hins vegar í veg fyrir að hægt væri að beita almennri skyn- semi til að ná niðurstöðu í málinu. Gephardt lagði í yfirlýsingu sinni áherslu á að dómur þjóðar- innar myndi ekki ráðast af hárfín- um lagalegum blæbrigðamun heldur því að menn töluðu hreint út og segðu sannleikann. Báðir voru þeir sammála um að þingið ætti að ákveða sem fyrst hvort og þá hvemig refsa bæri Clinton. Situr þingið áfram? Henry Hyde, formaður dóms- málanefndar fulltrúadeildarinnar, hefur látið í veðri vaka að þingið muni ekki taka sér hlé fyrir kosn- ingar í næsta mánuði og að nefnd hans geti því starfað áfram og borið tillögur sínar undir atkvæði fulltrúadeildarinnar áður en kem- ur að kosningum. Þá hefur Hyde geflð í skyn að ef til rannsóknar komi muni þingið ekki einblína á Lewinsky heldur einnig kanna önnur mál á borð við Whitewater. Þessu hafa margir demókratar mótmælt harðlega og sagst ætla að berjast gegn slíkum tilraunum. Fyrst verður nefndin hins vegar að taka afstöðu til þess hvað gert verður við annað efni sem Starr hefur sent þinginu, en fylgiskjölin með skýrslunni eru um 2000 blað- síður. Margir repúblikanar í nefndinni vilja gera þetta efni op- inbert og einnig er nú rætt í fullri alvöru um að myndbandsupptaka af yfírheyrslu Clintons hinn 17. ágúst sl. verði gerð opinber. Hyde hefur jafnframt varað Hvita húsið og bandamenn forset- ans við því að reyna að hafa áhrif á störf nefndarmanna með því að afla og dreifa upplýsingum um einkalíf þeirra. Slíkar tilraunir væru brot á alríkislögum og yrðu litnar mjög alvarlegum augum. Innan Hvíta hússins virðist, samkvæmt fréttum í bandarískum fjölmiðlum, einnig vera vaxandi þrýstingur á forsetann að hafa hemil á lögfræðingum sínum. Lík- ur á því að vítur verði niðurstaðan en ekki málshöfðun til embættis- missis eru taldar fara vaxandi en stuðningsmenn forsetans óttast þó eftir sem áður að ef málshöfðunar- ferlið hefjist verði ógerningur að hafa hemil á því. Af þeim ellefu ástæðum sem St- arr tíundar í skýrslu sinni sem hugsanlegar ástæður til málshöfð- unar eru þeir sagðir hafa mestar áhyggjur af þeim tveimur fyrstu, það er ásökunum um meinsæri. Auðveldara verði að svara hinum níu. Forsetinn stendur hins vegar frammi fyrir erfíðu vandamáli. Eigi að ná samkomulagi við þingið um vægari refsingu en málshöfðun verður Clinton að láta af hinum „lögfræðilegu hártogunum" sem gagnrýndar hafa verið harkalega. Viðurkenni hann hins vegar að hafa sagt ósatt eiðsvarinn á hann yfír höfði sér málsókn. Þannig væri ekki óhugsandi að Starr myndi bíða eftir honum daginn er hann léti af embætti til að afhenda honum ákæru. Repúblikanar fengju þar að auki öflugt vopn í hendumar og demókratar stæðu frammi fyrir þvi að verja „lygara". Haldi forsetinn fast við núverandi stefnu á hann hins vegar á hættu að missa stuðning demókrata í þinginu. Viagra leyft í Evrópusambandinu Brussel. Reuters. LYFJAMÁLASTOFNUN Evr- ópu, EMEA, hefur leyft getu- leysislyfíð Viagra í löndum Evr- ópusambandsins (ESB) en þess hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Misjafnt er hversu hátt verð neytendur munu greiða fyrir lyfíð og fer það eftir því hvort lyfjamálayfír- völd viðkomandi landa telja það bæta lífsstíl manna eða vera nauðsynlegt heilsu þeirra. Martin Bangemann, sem fer með iðn- aðarmál í fram- kvæmdastjórn ESB, tilkynnti um þessa ákvörðun í gær en með henni er rutt síðustu hindr- unum úr vegi fyrir lyfið. Er bú- ist við því að það verði komið í hillur einhverra lyfjaverslana á allra næstu dögum en í sumum löndum gæti það dregist um einn til tvo mánuði. Getuleysislyfíð verður ekki ókeypis, í Frakklandi er gert ráð fyrir að hver tafla muni kosta tæpar 700 kr. ísl. Vöktu fréttir um að Viagra væri á leið í frönsk apótek svo mikla at- hygli, að þær ruddu vandamál- um Bills Clintons Bandaríkjafor- seta af forsíðum blaða. Auk Frakka hafa Þjóðverjar, Danir og Italir ákveðið að ríkið muni ekki bera neinn kostnað af lyf- inu, hann verði neytendurnir að taka á sig. Samningi ekki lokið við EMEA íslensk yfírvöld hafa ekki lok- ið samningum við EMEA og því gilda leyfi stofn- unarinnar ekki hér á landi. Að sögn Einars Magnússonar, skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, hafa staðið yfir samningar á milli íslenskra stjórnvalda og EMEA sl. ár og liggja nú fyrir drög að samn- ingi. Þau hafa ekki enn verið undirrituð en verði fljótlega af því gætu þau tekið gildi um næstu áramót hið fyrsta. Samn- ingurinn felur í sér að leyfi EMEA myndu gilda hér á landi en heilbrigðisyfirvöld yrðu þó að gefa samþykki sitt fyrir þeim. Lyíjaeftirlit ríkisins hefur ekki gefið út leyfi fyrir Viagra hér á landi en sótt hefur verið um skráningu þess. Svíar vilja útbreiða áfengislöggjöf sína Sænskur kaupmaður dæmdur fyrir vínsölu SÆNSKI kaupmaðurinn Henry Franzén var í gær dæmdur til að greiða upphæð sem svarar til 6% af ársveltu fyrir að selja áfengi í verslun sinni á Skáni. Franzén býst við því að áfrýja dómnum en kaup- maðurinn hóf sölu á víni til að láta reyna á reglur Evrópusambands- ins, sem hann segir heimila einka- aðilum vínsölu í aðildarlöndunum. Á þessa röksemd fallast sænskir dómstólar ekki. Dómstóll í Landski-ona dæmdi Franzén fyrir að brjóta lög um einkasölu sænska rfldsins á áfengi og vísaði í dómi sínum m.a. til úr- skurðar Evrópudómstólsins sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að einkasala sænska ríkisins á áfengi standist lög ESB. Sænska ríkið hyggst ekki ein- ungis halda áfram áfengiseinkasöl- unni, hún hefur einnig á stefnu- skránni að útbreiða áfengisstefnu sína. I Sydsvenska Dagbladet segir að þegar Svíar taki við forystu í ráðherraráði ESB árið 2001 muni þeir leggja til að aðildarlönd ESB herði áfengislöggjöf sína. Sænskir sérfræðingar vinna nú að því að draga saman upplýsingar um áfengisstefnu aðildarlanda ESB og er ætlunin að sýna fram á að samhengi sé á milli strangrar löggjafar og góðrar heilsu almenn- ings. Meðal þess sem Svíar hyggj- ast leggja til eru hærri skattar á áfengi og hæira aldurstakmark við kaup á áfengi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.