Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Möguleikhúsið Einar Askell á Austur- landi MÖGULEIKHÚSIÐ verður á ferð um Austurland með barnaleikritið „Góðan daginn, Einar Áskell!“, sem er gert eftir hinni kunnu sögu sænska höfundarins Gunillu Bergström um Einar Askel. Fyrsta sýningin verður í Iþrótta- húsinu á Djúpavogi fímmtudaginn 17. september kl. 17, þá í Félags- heimilinu Skrúði, Fáski-úðsfirði, laugardaginn 19. september kl. 14; Egilsbúð, Neskaupstað, laugardag- inn 19. september kl. 17; Vala- skjálf, Egilsstöðum, sunnudaginn 20. september kl. 14 og í Grunn- skólanum á Þórshöfn, miðvikudag- inn 23. september kl. 17. Auk þess- ara opnu sýninga verður sýnt í leik- og grunnskólum á Höfn, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Nes- kaupstað, Eskifirði, Reyðai’firði, Egilsstöðum, Hallormsstað, Seyðisfirði, Vopnafirði og Bakka- firði. Sýningin er byggð á þremur bókum um Einar Askel, þ.e. Flýttu þér, Einar Askell, Svei-attan, Ein- ar Askell og Góða nótt, Einar Askell. Leikgerðin er eftir Pétur Eggerz, sem jafnframt er leikstjóri og leikari og er unnið í samráði við höfundinn. Tónlistin er eftir Georg Riedel. Höfundur leikmyndar er Bjarni Ingvarsson og Katrín Þor- valdsdóttir sér um búninga og brúðugerð. Þýðing söngtexta er eftir Þórarin Hjartarson, en að öðru leyti er leikgerðin byggð á þýðingum Sigrúnar Arnadóttur. Leikari er, auk Péturs, Skúli Gautason. Nýjar bækur • MILLI himins ogjarðar. Mað- ur, guð og menning í hnotskurn hugvísinda hefur að geyma þrjátíu og fjórar ritgerðir eftir jafnmarga íslenska fræðimenn um bókmenntir, guðfræði, heimspeki, málfræði og sagnfræði og gefur fjölbreytta sýn yfír gróskumiklar rannsóknir í hugvísindum hér á landi, segir í fréttatilkynningu. Ritstjórar eru Anna Agnarsdóttir, Pétur Pétursson og Torfí H. Tul- inius. Að stofni til eru ritgerðirnar fyr- irlestrar frá ráðstefnu sem efnt var til af guðfræði- og heimspeki- deild HÍ á haustdögum 1996. Markmið ritsins er að gefa lesend- um tækifæri til að kynnast ólíkum viðfangsefnum og aðferðum fræði- greina sem heyra hugvísindum til en sem öll fjalla um manninn og viðleitni hans til að skapa sjálfan sig og skilja. Farið er yfír vítt og margbrotið svið. Bókmenntaritgerðirnar spanna alla bókmenntasöguna frá dróttkvæðum að hlutverki gagn- rýnandans í nútímasamfélagi, og skoða margvíslega þætti hennar frá ólíkum sjónarhornum. í guðfræði er m.a. fengist við skýr- ingu biblíutexta, frumkristni og kvennaguðfræði en í heimspeki um hlutverk menningartímarita, siðfræði og málspeki. Málfræðing- arnir fjalla um málsögu, setningar- fræði, samanburðarmálfræði og hagnýtingu málfræðirannsókna m.a. í tungumálakennslu. Loks skrifa sagnfræðingar um kristnitöku, þjóðlífá 18. og 19. öld, þjóðemisvitund og mikilvægi þess að tengja saman kennslu og rannsóknir í sagnfræði. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Ritið er 435 bls. og kostar 2.490 kr. Háskólaútgáfan sér um dreif- ingu. Fjöldi bóka væntanlegur frá Máli og menningu fyrir komandi jól UM 150 bækur koma út hjá Máli og menningu í ár, þar af er um þriðj- ungur endurútgáfur. Ríflega helmingur útgáfubókanna kemur út nú en útgáfa forlagsins dreifist æ jafnar á alla mánuði ársins. íslenskar skáldsögur haustsins eru átta talsins. Thor Vilhjálms- son skrifar sögu um Sturlu Sig- hvatsson, höfðingja Sturlungaald- ar, upphefð hans og fall. í Brota- sögu fjallar Björn Th. Björnsson um litríka ævintýrakonu sem fædd var á síðustu öld. Einar Kárason sýnir á sér óvænta hlið í sögu- legri skáldsögu. Sag- an fjallar um örlög manns á átjándu öld sem hrekst í útlegð. Nokkrir höfundar þreyta frumraun sína í skáldsagnagerð. Auður Ólafsdóttir list- fræðingur sendir frá sér skáldsöguna Upp- hækkuð jörð, sem er saga af ungri stúlku í íslensku þorpi. Lúx heitir _ fyrsta skáld- saga Arna Sigurjóns- sonar bókmennta- fræðings en þar segir frá ungum manni sem þvælist um Evrópu í leit að menntun og ævin- týrum. Arni Þórarinsson blaðamaður sendir einnig frá sér fyrstu skáldsögu sína, en það er íslensk glæpasaga um drykkfelld- an blaðamann sem flækist inn í morðgátu. Helgi Ingólfsson send- ir frá sér þriðju gamansögu sína úr íslensku samfélagi fyrir þessi jól. Ein bók kemur út í ritröðinni MM-ung sem er vettvangur fyrir fyrstu skáldverk ungra höfunda, en það er skáldsaga Auðar Jóns- dóttur Stjórnlaus lukka. Eitt smá- sagnasafn er á útgáfuáætlun Máls og menningar í haust, Eitruð epli eftir Gerði Kristnýju. „í þessum drepfyndnu en dularfullu og á köflum martraðarkenndu sögum tekst Gerður á við ýmsar hliðar þess að vera kona og hvar mörk kynferðisins liggja," segir í kynn- ingu. Skáld þekkt fyrir annars konar skrif Ljóðabækur haustsins eru fjór- ar, allar eftir rithöfunda sem hafa orðið þekktari fyrir annars konar skrif. Hallgn'mur Helgason sendir frá sér fyrstu ljóðabók sína, Ljóðmæli, ljóð ort á síðustu nítján árum. Kristín Ómarsdóttir sendir frá sér bókina Lokaðu augunum og hugsaðu um mig sem er þriðja ljóðabók hennar. Sjón snýr sér í ár aftur að ljóðum eftir nokkurt hlé en bók hans ber titilinn Myrk- ar fígúrur. Sveinbjörn I. Baldvins- son, sem að undanförnu hefur get- ið sér orð fyrir kvikmyndahandrit, sendir frá sér ljóðabókina Stofa kraftaverkanna. Fyrr á árinu hafa komið út ljóðabækurnar Kveiki- steinar eftir Aðalstein Svan og Skjólsteinn eftir Sigurlaug Elías- son. Þýddar fagurbókmenntir Fjórar þýðingar úr ólíkum átt- um koma út hjá Máli og menningu nú í haust til viðbótar við þær sem komið hafa út fyrr á árinu og þær sem koma út í Kiljuklúbbnum. Ástráður Eysteinsson og Ey- steinn Þorvaldsson halda áfram þýðingum sínum á verkum Franz Kafka og hafa nú lokið við að þýða verk hans, Ameríku. Annað stór- virki bókmenntasögunnar, In- fernó eftir August Strindberg, kom út fyrr á árinu í þýðingu Þór- arins Eldjáms. Aðrar bækur sem koma út í íslenskri þýðingu eru nýrri af nálinni en hafa þó allar vakið mikla athygli. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýðir skáldsögu breska rithöfundarins Grahams Átta nýjar íslenskar skáldsögnr Thor Vilhjálmsson Einar Kárason Kristín Ómarsdóttir Gerður Kristný Swifts, Hinstu óskir, Kolbrún Sveinsdóttir þýðir skáldsöguna E1 Anatomista eftir Argentínumann- inn Federico Andahazi sem kom út á síðasta ári og hefur vakið heimsathygli og verið þýdd á ann- an tug tungumála. Liljuleikhúsið eftir Lulu Wang hefur ekki síður vakið athygli á undanförnum misserum en þar er á ferðinni ævisaga kínverskrar konu sem ung upplifði menningarbylting- una. Sverrir Hólmarsson þýddi. Fyrr á árinu komu út þýðingar Adolfs Friðrikssonar á skáldsögu Marie Darrieusseeq Gyltingu, Einars Kárasonar á smásagna- safni Kelds Askildsens Hundarnir í Þessalóniku, Arthúrs Björgvins Bollasonar á Lesaranum eftir Bernhard Schlink og Þorgeirs Guðlaugssonar á skáldsögu Ger- rits Jans Zwier, Ráðgátunni, en hún fjallar um dularfulla atburði sem áttu sér stað við Öskju snemma á þessari öld. Barna- og unglingabækur Nálægt tuttugu barna- og ung- lingabækur eftir íslenska höfunda koma út hjá Máli og menningu í ár. Flestir þeirra hafa sent frá sér barnabækur áður, en einnig er um að ræða nýja höfunda sem „koma munu þægilega á óvart“, að sögn útgáfunnar. Æ fleiri rithöfundar sem eingöngu hafa fengist við full- orðinsskrif semja nú einnig fyrir börn. Má þar nefna ------------------------- Sveinbjörn I. Bald- Stjórnlaus lukka vinsson með Tár úr og Eitruð epli steini, frumsamið meðal bóka ævintýri úr sam- _ nefndri kvikmynd, Þorfinns Guðnasonar og er bókin prýdd ljósmyndum Þorfinns. Þó nokkrar þýddar bækur líta dags- ins ljós. Guðmundur Andri Thors- son hefur þýtt bók sem notið hef- ur vinsælda víða um heim og heit- ir Gettu hve mikið ég elska þig og ný bók bætist í safn Einars Áskels-aðdáenda, Ne-hei, Einar Áskell, í þýðingu Sigrúnar Árna- dóttur. Sigrún hefur einnig þýtt unglingabókina Kapalgátuna eftir Jostein Gaarder. Þá má nefna Sigurð drekabana eftir Torill Thorstad Hauger, Drengurinn sem svaf með snjó í rúminu eftir Henning Mankell og I loftbelg yf- h' hafið eftir Mats Wahl. Sjávarnytjar og goðafræði Á næstu dögum kemur út bók Karls Gunnarssonar, Gunnars Jónssonar og Ólafs Karvels Páls- sonar, Sjávarnytjar við ísland, en þar er fjallað í máli og myndum um sjávarfang og útveg við Is- land. Annað stórt verk sem von er á er ríkulega myndskreytt al- fræðirit um goðafræði, Goðafræði mannkyns, í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur, en dr. Roy Willis ritstýrði þessu verki, sem hefur komið út á fjölmörgum tungumál- Fyrr á árinu kom út Heimsatlas Máls og menningar sem fékk góð- ar viðtökur. „Þetta er líklega mest selda bókin á Islandi það sem af ---------- er árinu og er önnur prentun hans væntan- leg bráðlega," segir í kynningu. Síðastliðið vor komu Eddukvæði út með skýringum og sem Anna V. Gunnarsdóttir hefur myndskreytt. Kristín Helga Gunnarsdóttir sendir frá sér Bíttu á jaxlinn Binna mín, framhald Elsku besta Binna mín sem kom út í fyrra og Magnea frá Kleifum er með fjórðu bókina um Sossu. Þar með lýkur sögunni af fjörkálfinum. Helgi Guðmundsson og Yrsa Sigurðar- dóttir, sem er nýgræðingur á bók- menntasviðinu, senda frá sér ærslasögur, Helgi ævintýrið Ljón- ið leikur lausum hala og Yrsa spennusöguna Þar lágu Danir í því. Unglingabækur koma út eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, Þorstein Marelsson og Þórð Helgason og myndabækur eftir Áslaugu Jóns- dóttur, Ragnheiði Gestsdóttur, Eirík Brynjólfsson og Jean Posocco. Gunnar Gunnarsson hef- ur skráð sögu músahjónanna Óskars og Helgu eftir kvikmynd formála eftir Gísla Sigurðsson. Þá hefur geisladiskur með Islend- ingasögunum á stafrænu formi nú verið gefinn út fyrir almenning en slík útgáfa býður upp á ýmiss konar könnun á efni og orðfæri sagnanna. Einnig má geta þess að í ár er Saga listarinnar eftir Gombrich endurútgefin. Jón Múli og Pétur Ben. Fjórar ævisögur koma út hjá Máli og menningu þetta haustið. Jón Múli Árnason heldur áfram að segja frá ævi sinni og sam- ferðamönnum í bókinni Þjóðsögur II. Mörgum leikur sjálfsagt for- vitni á að lesa ævisögu Péturs Benediktssonar, sendiherra og bankastjóra, sem Jakob F. Ás- geirsson ritar. í bókinni Svipþing - minningarþættir ritar Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor þætti í þjóðlegum anda. Már Jónsson sagnfræðingur sendir frá sér ítarlega og yfirgripsmikla ævisögu handritasafnarans Ái’na Magnússonar. Allt milli himins og jarðar Tvö ritgerðasöfn koma út hjá Máli og menningu nú í haust. Helgi Hálfdanarson gefur út rit- gerðir um ljóðlist og Guðmundur Andri Thorsson safnar þankabrot- um um „allt milli himins og jarð- ar“ í bókina Eg vildi að ég kynni að dansa. Guðjón Arngrímsson blaðamaður sendh’ nú frá sér aðra bók sína um Vestur- íslendinga, Tvö Islönd, en bók hans Nýja Island vakti mikla athygli í íyrra. Tryggvi Gíslason, skólameistari á Akur- eyri, sendir frá sér Kaupmannahafnar- bókina - Borgin við Sundið, leiðsögubók um borgina sem um margra alda skeið var höfuðborg Islands. Bók þýska skálds- ins Hans Magnus Enzensberger, Talnapúkinn, er rómuð bók sem færir stærðfræðikennslu í búning fyrir börn. Hollt og sterkt og Gott og grænt eru þýddar matreiðslubæk- ur. Fyrir fræðimenn og almenning Háskólaforlagið Heimski-ingla hefur á undanfórnum árum gefið út íslenskar og erlendar bækur fyrir fræðimenn og almenning og eru þær fjórar í ár. Fyrst ber að geta safns af fyrirlestrum um raunvísindi, Undur veraldar, sem haldnir voru á vordögum 1997 á vegum raunvísindadeilar Háskóla íslands og Hollvinafélags hennar, Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor ritstýrir. Fyrr á árinu gaf Heimski’ingla út tvær bækur um íslenskar miðaldabókmenntir, Hetjan og höfundurinn eftir Jón Karl Helgason og Samræður við söguöld eftir Véstein Olason pró- fessor, en hún kom einnig út á ensku í þýðingu Andrews Wawn. Þá er væntanlegt greinasafnið Réttlæti og ranglæti eftir Þor- stein Gylfason heimspeking en fyrir greinasafn sitt Að hugsa á ís- lenzku hlaut hann íslensku bók- menntaverðlaunin. Ströndin í náttúru Islands eftir Guðmund P. Ólafsson hefur notið vinsælda og hlotið ýmsar viður- kenningar hérlendis og erlendis. Hún kemur í ár út í enskri þýðingu Bemards Scudders undir heitinu The Coast of Iceland. Einnig mun Mál og menning halda áfram íslandskortaútgáfu sinni. Þá hafa komið endurbættar útgáfur af tölvuorðabókum Máls og menningar. Frá draumi til draums Fjórir geisladiskar eru væntan- legir frá Máli og menningu nú í haust. Fyrstan ber að telja disk Rússíbana Elddansinn. Tómas R. Einarsson sendir nú frá sér diskinn Á góðum degi þar sem hann leikur eigin djasslög ásamt kunnum tónlistarmönnum. Baritónsöngvarinn Finnui’ Bjarna- son og píanóleikarinn Gemt Schuil leika og syngja sönglög eftir Schumann á samnefndum geisla- diski og í tilefni af fertugsafmæli Kammermúsíkklúbbsins er gefinn út tvöfaldur hljómdiskur með úr- vali íslenskrar og erlendrar tónlist- ar sem flutt var á tónleikum á fer- tugasta starfsári hans. Hljómdisk- urinn ber heitið Frá draumi til draums eins og strengjakvartett Jóns Nordals sem klúbburinn frumflutti á afmælistónleikunum 9. febrúar 1997.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.