Morgunblaðið - 16.09.1998, Side 23

Morgunblaðið - 16.09.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 23 Málverk/ vatnslitir MYJVDLIST Listasafn Kópavogs MYNDVERK SIGRÚN ELDJÁRN MARGRÉT SVEINSDÓTTIR BRIDGET WOOD Opið alla daga neina mánudaga frá 12-18. Til 27. september. Aðgangur 200 krónur. ÞOKA ww=40-49 ÞAÐ er sitthvað að gerast í mál- verki Sigrúnar Eldjárn, þótt hún haldi sig sem fyrr við þá sérstöku fortíðarþrá og sveitarómantík sem í auknum mæli hefur einkennt myndstíl hennar. Liggur við að skoðandinn verði' hvumsa er inn í salinn kemur, slík eru umskiptin. En þegar nánar er að gáð er hér enn sama fólkið á ferð, ein stór og einslit fjölskylda sem líkt og fram- andi verur reikar um víðan völl, kann sig engan veginn í nútímanum handan myndflatarins, horfír hik- andi og spurult á þessar skrítnu tæknivæddu mannverur. Málverkin eru frá tveim síðustu árum og nú er meginstefið þoka, mistur, raki, speglanir í vatni og stillur og liggja hér umskiptin. Sigrún telur sig hafa orðið fyrir áhrifum frá Japan, frá því hún dvaldi hálfan annan mánuð í litlu þoi’pi þar sem nóg mun hafa verið um slík fyrirbæri í náttúrunni. En að mínu mati koma þessi áhrif frekar fram í aukinni mýkt og átökum við viðfangsefnin en þess- um ytri fyrirbærum sem nóg er af á Islandi, tærleikinn í speglunum náttúrunnar að auki óvíða meiri. Þá hafa þessi fyrirbæri verið viðvarandi í norrænni myndlist og má nefna að nýlokið er sýningu í Randers á Jótlandi, er nefndist „Spegill náttúrunnar", Frá Skagen-málurunum til Fjón- búanna, með afmarkaðri áherslu á speglanir á myndfleti sl. hundrað ár. Kannski þarf mörlandinn jafnan að leita langt yfir skammt í list og mennt, en svo er einnig að speglan- ir og mörg önnur fyrirbæri eru aft- ur „in“ í málverki samtímans eins og fram hefur komið á sýningum hér sem annars staðar. Komu raun- ar öll fram í málverkinu um leið og náttúran fyrir margt löngu, sem óaðskiljanlegur hluti hennar, en nú undir öðrum formerkjum, nefnast gjarnan fyrirbæri og kringumstæð- ur, athöfnin innsetning. Hér er Sigrún vel meðvituð sem einnig kemur fram í sýningar- skránni, þar sem fyrirbærið þoka er útlistað. Þar kemur fram að til eru ýmsar tegundir þoku, en hins vegar virðist mér alltaf sama lit- lausa grámóskuþokan í myndum hennar. En eins og þoka er efni sem raka inniheldur, eru öll fyrir- bæri á málverki hlutir sem liti inni- halda, þannig virkar þokan hjá Sigrúnu eitthvað svo lit- og líflaus. Jafnvel hvíti liturinn ber í sér ýmis blæbrigði og vel að merkja bleikja menn þvott til að fá hann hvítari. Ljóst má þó vera, að Sigrún stendur á nokkrum tímamótum í málverki sínu og breytingarnar spor í rétta átt. PEINTURE PURA DJUPT í málverkinu er táknræn yfirskrift sýningar Margrétar Sveinsdóttur, því myndir hennar eru ekkert annað en hrein og bein málverk. Með sínum þungu fyrirferða- miklu flekum, hefur Margrét skapað sér sérstöðu málara sinnar kynslóðar, á stundum eru þau sem einstóna þótt margir samkynja lit- ir móti eina heild þegar betur er að gáð. A stundum opn- ar hún flötinn eins og til að skoðandinn skynji að á bak við hinn þekjandi möttul leynast ólgandi frumkraftar, en þetta er einnig gert til þess að skapa líf á myndfleti, á stundum hreina og klára myndbyggingu eða reiðu í óreiðu. Það eru fáir íslenzkir málarar sem ganga jafn hreint til leiks varðandi hið efniskennda í sjálfu sér og vinnuferlið er mjög í anda þess er iðulega er nefnt pein- ture pura, hið algjöra og hreina málverk sem hefur á stundum losað sig frá öllum ytri einkennum, þannig að jafnvel strangflatarmál- verkið, geometrían, og óformlega málverkið, art informel, verða að hlutlægum veruleika við hliðina á þeim. Þetta er ekki neitt nýtt í mál- verkinu, hins vegar er það alltaf nýtt ef gerandinn hefur eitthvað til málanna að leggja frá eigin brjósti, líkt og að gott málverk er alltaf nýtt ef það ber í sér upplifaðan ferskleika, án tillits til þess hvað og hvernig málað er, eða hvort skiliríin séu „in“ í núinu. Hið stórgerða, foldgnáa og grófa er sem hluti persónu Margrétar, þrátt fyrir að frá henni sjálfri streymi mýkt, hógværð og lítillæti og voru mörkuð einkenni hennar frá fyrsta degi í skóla. Eigi alls fyrir löngu átti listakon- KVIKMYf\IHR Laugarásbíð FÖÐURLANDSVINURINN „THE PATRIOT" ★ Leikstjóri: Dean Semler. Fram- leiðandi: Steven Segal o.fl. Aðalhlut- verk: Steven Segal, LQ Joncs. MYNDIR sjálfsvarnaríþrótta- kappans Stevens Segals fara hríðversnandi og verður hann bara að vona að botninum sé náð með þessum furðulega samsetningi, Föðurlandsvininum eða „The Pat- riot“. Hún er sambland af mörgu; nútímavestra, veirutrylli, umsát- ursmynd, Lassí jafnvel, og mitt í því öllu stendur Segal með kúreka- hatt á höfði og hefur aldrei borið neitt asnalegra á ævinni. Svo ánægjulega vill til að hann er helsti ónæmissérfræðingur heims- ins og kemur að góðum notum sem Hin mörgu hlutverk Segals slíkur þegar bóndinn á næsta bæ (Segal er helsti ónæmissérfræðing- ur heimsins og bóndi) sleppir ban- vænni veiru út í andrúmsloftið. Nági'anninn er feitur og sveittur nýnasisti sem sleppir veirunni í mjög óvissum tilgangi; hann sjálfur og greindarlegu nýnasistarnir hans eru fyi-stu fórnarlömb hennar. Þeg- ar veiran nær smábæ í grenndinni ráðast þeir inn í hann í von um að komast yfir mótefni frá hinu opin- bera en án árangurs. Eina von þeirra og mannkyns alls líklega er helsti ónæmisfræðingur heimsins, sem er ónæmur fyrir veirunni af því hann er, ofan á allt annað, indíáni. LISTIR SIGRIJN Eldjárn, Tjarnir, 1998. Ljósmynd/Bragi Ásgei: MARGRÉT Sveinsdóttir, Málverk, 1998. BRIDGET Woods, Fagur fiskur úr sjó, vatnslitir. an sterka hluti í gangi Leifsstöðvar, og þeir einslitu og möttu flekar lyftu upp umhverfinu, tóku á móti gestum að utan sem hluti af möttli og fyrirferð eldlandsins, án þess að vera kortlagning þess, einungis málverk í sjálfu sér máluð af Is- lendingi á íslandi. En þótt flekar listakonunnar á veggjum Lista- safns Kópavogs séu í senn stórir og voldugir falla þeir naumast jafn vel í umhverfið. Einhver óskilgreindur gljái er kominn á yfirborðið svo á stundum ber það svip glerjungs frekar en olíulitar og þurfa flekarnir því mattari og af- markaðri lýsingu en á þá fellur á staðnum og heildinni vill raska. Engu að síður eru þetta sterk verk og áhrifamikil og staðfesta styrk og stöðu Margrétar, sem er með báða fæturna kirfilega skorðaða djúpt í málverkinu. LJÓS OG SKUGGAR EINS og margur veit, sækja enskir til ríkrar hefðar í vatns- litamálun og hafa átt meistara á sviðinu. Það eru því eðlilega ófáir sem njóta erfðavenjunnar og hér höfðum við eftir- minnilegt dæmi í Barböru, Moray Williams, Arnason. Samlandi hennar, Bridget Woods, hef- ur frá því hún lauk listaskólanámi í Bournemouth sérhæft sig í vatnslitamálun, einkum á sviði landslags og portrettgerðar. Varði þó heilu ári i Provence í Suður- Frans við að fullmóta stíl sinn, bæði í olíu og vatnslitum, en síðan hafa það einungis verið vatnslit- irnir og hefur listakonan til þessa haldið 27 sýningar í heimalandi sínu, Frakklandi og íslandi. Woods er kennari, og svið henn- ar aðallega teiknun og vatnslita- málun, módel og portrett, einnig kennir hún á námskeiðum í Suður- Englandi og stendur fyrir nám- skeiðum í Frakklandi. Þá kom hún til Islands á síðasta ári og hélt nám- skeið í Myndlistarskóla Kópavogs við mikinn áhuga og er þriðja nám- skeiðinu nýlokið. Listakonan hefur þannig mikið á sinni könnu, auk þess að gera víðreist með litina og pentskúfinn í malnum. Myndefni sín hefur hún þannig sótt í ístenzkt landslag á ferðum sínum og virðist hér að meginhluta til um að ræða lausleg skyndiriss af því sem tekið hefur hug hennar fanginn á leiðinni. Hyggja mín er sú að þau gefi ekki alls kostar rétta mynd af getu hennar á tæknisviðinu og hef ég hér til hliðsjónar tvær blómamynd- ir, Sumarblóm (4) og Liljuskrúð (44), þar sem fram koma mun fágaðri vinnubrögð í anda enska skólans, einnig er vert að vísa til myndanna Fagur fiskur úr sjó (9) og Móðurást (44). Á hinn veginn eim flestar myndirnar fulllausar í sér og lítil fylling í því landslagi sem listakonan tæfur haft í sjón- máli hverju sinni og gæti á því sviði mikið lært af yfirlegum Ásgríms Jónssonar. Væri lag að flýta sér aðeins hæg- ar, því þolinmæði þrautir vinnur allar. Bragi Ásgeirsson Segal er líka nýaldarlegur smábæjarlæknir og faðir, en það er sama hvað af þessu öllu saman hann leikur, hann er alltaf jafn furðulega eins; gersamlega svip- laus og fjarlægur öllu saman og einhvern veginn latur. Hann nenn- ir ekki einu sinni að búa sér til bardagaatriði lengur, sem voru aðal mynda hans fyrir nokkrum árum. Það er eins og hann viti sjálfur hvað myndin er léleg og hafi ákveðið að taka það bara ró- lega. Leikstjóri Föðurlandsvinar er kvikmyndatökumaðurinn Dean Semler, sem m.a. tók mynd Kevins Costners, Dansar við úlfa. Viðvan- ingsháttur hans er myndinni auðvitað ekki til framdráttar. í henni er engin spenna og sáralítill hasar, aðeins Segal með öll sín hlut- verk og þennan fáránlega kúreka- hatt. Arnaldur Indriðason Tölvuþjálun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! Tölvuskóli Islands BÍLDSHÖFÐI 18, SfMI 567 1466

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.