Morgunblaðið - 16.09.1998, Page 32

Morgunblaðið - 16.09.1998, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ ''32 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 Af barna- myndum „Kannski allir kafi talið sér trú urn að þrátt fyrir margþvœldan söguþráðinn, líflausar persónur og innihaldslaus sam- töl væri um listsköpun að ræða. “ Eg hef stundum velt því fyrir mér, eftir að hafa horft á lé- lega bíómynd, hvað það hafi verið sem rak leikstjórann, framleiðandann og alla hina til að gera þessa mynd. Hvers vegna henti leik- stjórinn ekki handritinu í haus- inn á höfundinum og sagðist ekki leggja sig niður við að gera svona vitleysu? Hvers vegna út- skýrði framleiðandinn ekki fyrir leikstjóranum og handritshöf- undinum að enginn með fullu viti og sæmilegri sjálfsvirðingu myndi láta sér detta í hug að leggja fé í þetta? Hvers vegna hlógu leikararnir ekki upp í opið geðið á þeim öllum og sögðu ein- faldlega: „Gleymdu þessu“? Einfaldasta VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson svarið er auð- vitað að allir hafi haldið að myndin yrði betri en hún svo á endanum varð, að allir hafí talið sér trú um að þrátt fyrir margþvældan söguþráðinn, líf- lausar persónur og innihaldslaus samtöl væri um listsköpun að ræða, einhvers konar upphafna lágkúru. „Af því að það erum við, skilurðu.“ I þessu felst sú ætlan að allir aðstandendur hafi haft einhvern listrænan metnað, hafi jafnvel þá hugmynd um sjálfa sig að þeir séu listamenn og þess vegna verði allt sem þeir snerta á að list. Pegar svo meðvitaðir lista- menn ákveða að stíga niður af stalli sínum og framleiða mynd sem stenst mál við lægsta sam- nefnarann er jafnvel hægt að taka svo stórt upp í sig að tala um útsölu á samvisku, lista- mennirnir hafi selt listamannssál sína, en réttlætt það með því að þeim sé mikilvægt að ná til fjöld- ans, skemmta sér einu sinni, gera „litla“ mynd (eftir þá stóru), ná tökum á einhverjum óskilgreindum stíl, eða bara „mig hefur alltaf langað til að gera svona mynd og aðstæðurn- ar voru réttar núna“. Hér er reyndar gert ráð fyrir því að list- rænn metnaður sé fyrir hendi og honum sé ekki fullnægt með slíkri framleiðslu. Þetta hafi ver- ið hliðarspor frá þeirri listrænu stefnu sem listamaðurinn fylgir að öðru jöfnu. Auðvitað þarf listrænum metn- aði alls ekki að vera til að dreifa. Megnið af því rusli sem framleitt er fyrir kvikmyndahús og mynd- bönd er unnið án allra listrænna tilburða. Mjög ákveðnar forsend- ur eru lagðar til grundvallar, klám-, ofbeldis- og hryllings- myndir þjóna t.d. þeim tilgangi einum að svala ákveðnum fysnum áhorfenda og drifkrafturinn á bakvið framleiðsluna er einfald- lega sá að græða á henni. Það sjónarmið er reyndar mjög á undanhaldi í markaðsþjóðfélagi nútímans að eitthvað sé rangt við að græða á hstsköpun. Bilið á milli hins seljanlega og óseljan- lega í hstum er nánast að hverfa. List sem ekki selst telst varla lengur list. Hámenning og lág- menning hafa gengið í eina sæng og afkvæmið hefur þegar litið dagsins ljós. Sölumenning. Öllu er hrært saman, stefnum, straumum, tímabilum og hug- myndum. Þeir sem eitt sinn héldu hugsjónum á lofti og töldu listina tæki til að koma hugsjón- um sínum á framfæri hafa séð sitt óvænna og þagnað eða gengið í björgin og taka nú hressilega undir með sölumannakórnum. Harður veruleikinn, kaldur nú- tíminn, hefur ekki þolinmæði eða umburðarlyndi til að hampa hug- sjónum eða gæla við tilfinningar. Til að lýsa nútímanum þarf sterk meðul; hraða frásögn, grín og spennu, flotta skrokka. Sá sem beitir slíkri tækni þarf að búa yfir yfirborðskenndri hugsun, hafa barnalegar hugmyndir um veru- leikann og sjá tilgang í því að gera aftur það sem ótal sinnum hefur verið gert áður. Fyrir sam- félag sem í tíma og ótíma hrósar sér af menningarstarfsemi og tel- ur sér trú um að umheimurinn bíði með öndina í hálsinum eftir næsta framlagi þess til heims- menningarinnar er það dæmigert að þegar eitthvað er lagt af mörk- um til heimslágkúrunnar þá skuli ætlast til þess að afraksturinn sé skoðaður öðrum augum, á honum fundnir listrænir fletir; „af því að það erum við, skilurðu". Um síðustu jól var frumsýnd íslensk kvikmynd sem lét svo lít- ið að gefa sér yfirskriftina barnamynd. Engu að síður var hugsunin að baki myndinni eink- ar þroskuð, viðfangsefnið tekið beint úr íslenskum nútíma; börn sem alast upp hjá öðru foreldri sínu og ábyrgð beggja foreldra gagnvart börnum sínum hvernig sem veltist. Jafnframt má telja nokkurt afrek að koma þessu efni í skemmtilegan búning, sýna persónunum - börnunum og for- eldrunum - jafna virðingu og veita áhorfendum jákvæðan flöt til umræðna um efnið eftir á. Barnamyndin Stikkfrí gerir ekki uppskrúfað tilkall til að fjalla um íslenskan veruleika. Hún er sprottin úr honum og veitir ákveðið sjónarhorn á lífsmáta sem margir, bæði börn og fullorðnir, þekkja. Þegar þannig er að verki staðið skipta stíll og efnistök ekki meginmáli, slíkt kemur af sjálfu sér á þann hátt sem sögumanninum (leik- stjóranum og handritshöfundin- um) er eðlilegast. Á hinn bóginn ef innantóm atburðarás er klædd í veruleikabúning reynir verulega á stíl og efnistök. Þá skipta umbúðirnar öllu máli því innihaldið er einskis virði. Þannig er t.d. hægt að sýna blá- kaldan íslenskan veruleikann með því einfaldlega að skipta út amerískum kleinuhring fyrir pylsu með öllu en undirstrika jafnframt alþjóðleg tengsl með því að nota dollara í staðinn fyr- ir krónur. Með þessar hug- myndir í farteskinu er hægt að stilla upp myndavélum og keyra fram og aftur um Reykjanesið og Kringlumýrarbrautina, stinga sér til sunds í Laugar- dalslauginni, sviðsetja tilfinn- ingalegt uppgjör við Perluna og bjóða í kjölfarið upp á samsetn- ing sem gæti sem best heitið: Sundkappinn, líkamsræktargell- an, krimminn, hraunarinn, alka- barnið og meindýraeyðirinn. Öllu nöturlegri verður veruleik- inn tæpast. AÐSENDAR GREINAR Stefna í um- hverfismálum AÐ MÖRGU leyti er það táknrænt að fyrsti opni stjórnmálafund- urinn sem Stefna - fé- lag vinstri manna boð- ar til skuli hafa fjallað um umhverfismál. Fundurinn sem fram fór í síðustu viku við húsfylli undir fundai-- stjórn Kristínar Ein- arsdóttur, fyrrverandi alþingismanns, var fyrsti fundur í röð þriggja sem Stefna boðar til á sjö dögum um þrjá grundvallar- þætti stjómmálanna: umhverfismál, jafn- rétti í þjóðfélaginu og utanríkis- mál.Til þess að halda erindi á þess- um fundum hefur verið leitað til fólks sem býr yfir sérþekkingu og hugmyndaauðgi til að varpa at- hyglisverðu ljósi á þessa mála- flokka. Varnaðarorð og bjartsýnir tónar I fróðlegu erindi sem Hjörleifur Guttormsson alþingismaður flutti var gerð grein fyrir samþykktum alþjóðasamfélagsins í umhverfis- málum og athygli vakin á stöðu Is- lands í því samhengi. Samkvæmt samanburðartölum kemur fram að framlag Islands til þróunaraðstoðar er með því lægsta sem í heiminum gerist hjá vel stæðum ríkjum, þ.e. aðeins um 0,1% af þjóðarfram- leiðslu samanborið við 1,0% í Dan- mörku og 0,8 - 0,9% í Noregi og Svíþjóð. Á margfrægri Ríó-ráð- stefnu um umhverfi og þróun var lögð áhersla á að stefnt yrði að því að jafna aðstöðumun fátækra ríkja og auðugra méð því að efla þróun- araðstoð. Rökin fyrir þessu voru m.a. á þá lund að brýnt sé að allar þjóðir verði bjargálna og tryggi þegnum sínum lágmarks menntun og heilsugæslu til að koma á sjálf- bæm þróun með nauðsynlegu tilliti til umhverfisverndar. Og hvað los- un gróðurhúsalofttegunda snertir eru Islendingar rétt í meðallagi Vestur-Evrópuþjóða. Mörgum brá í brún við þessar upplýsingar því í huga okkar flestra er Island hreint land í samanburði við iðnaðarþjóðir meginlands Evrópu. Hljóta þessar tölur og samanburður að vekja okk- ur til umhugsunar um hvert stefnir og að þjóðin á að standa að því átaki sem samþykkt var í Kyoto í fyrra. Þá sýndi Hjörleifur Guttorms- son fram á hve veikt stjórnkerf umhverfis- mála er hér á landi, rannsóknh’ ónógar, skipulagsmál vanþró- uð og löggjöf á ýmsum sviðum úrelt. Á fundinum kunnu menn vel að meta þann bjartsýna tón sem kom fram í máli Hjörleifs þegar hann staðhæfði að þrátt fyr- ir þetta væri hann sannfærður um að ef rétt væri að málum staðið á komandi árum gæti Island orðið til fyrirmyndar í um- hverfismálum. Það krefðist hins vegar vökuls almenningsálits og róttækra breytinga á ýmsum svið- um sem hann rakti lið fyrir lið. Auk Stefna, félag vinstri manna, leggur áherslu á mikilvægi umhverfis- mála, seglr Ögmundur Jdnasson, og nauðsyn þess að samþætta nátt- úruvernd allri pólitískri stefnumörkun. breytinga í stjórnkerfnu, væri brýnt að fræðslukerfð sinnti kalli og mikilvægt væri að styrkja al- mannasamtök sem sinntu umhverf- isvernd. Kallaði Hjörleifur Gutt- ormsson eftir pólitískum stuðningi við skýra vistvæna stefnu. Að rækta garðinn sinn María Hildur Maack líffræðing- ur sem sæti á í Náttúruverndarráði hefur sett fram ýmsar athyglis- verðar hugmyndir um hverju ein- staklingar og samfélagið allt getur fengið áorkað ef vilji er fyrir hendi. Nálgun hennar á umræddum fundi var í anda Voltaire um að hverjum manni beri að rækta garðinn sinn. Nauðsyn væri á breyttu hugarfari þar sem vistvæn hugsun réði för. Með því móti mætti lifa innihalds- ríkara lífi í sátt við náttúruna. íhaldssemi og skortur á hug- myndaflugi stæði okkur hins vegar íýrir þrifum, og eygðum við iðulega fyrir bragðið ekki þá möguleika sem nánasta umhverfi okkar byði upp á eða hver skyldi hafa hugleitt að í íslenska arfanum sem við flokkum flest sem illgresi er að finna ámóta magn af c-vítamíni og í innfluttum sítrónum? Guðmundur Páll Ólafsson, líf- fræðingur og rithöfundur, sýndi enn á þessum fundi hver þungavigt- armaður hann er. Að vísu kom það lesendum hinna stórmerku bóka hans, Perlur í Náttúm Islands, Ströndinni og Fuglar í Náttúra Is- lands, ekki á óvart. Guðmundur Páll flutti fundinum magnaða hugvekju með náttúralífsmyndum. Guðmund- ur Páll kvað einu gilda hvai’ menn skilgi-eindu sig í stjómmálum, til hægri eða vinstri, ef umhverfð væri ekki í heiðri haft. Að sínum dómi ætti það að vera undirstöðuþáttur stjórnmálanna. Guðmundur Páll hefur í blaðaviðtölum að undan- fórnu skorið upp herör gegn því sem hann í viðtali við Dag nýlega skíi’skotaði til sem „peningahyggju" í umhverfsmálum: „Kjarninn er sá“, sagði Guðmundur Páll, „að það má ekki eyðileggja náttúruperlur og náttúragersemai- fyrir einhvem hugsanlegan stundargróða.“ Virðing fyrir umhverfinu ailtaf til grundvallar Þetta eru orð að sönnu. Og það er vissulega staðreynd að ekki er mikill tími til stefnu því æðubunu- gangur stóriðjumanna er mikill. Undir varnaðai-orð Guðmundar Páls Ólafssonar skal því tekið. Lífs- nauðsynlegt er að orkugeirinn með iðnaðarráðherrann í farabroddi og stjórnvöld almennt fái pólitískt að- hald sem einhvers er megnugt. Og ekki nóg með það, þörf er á því að móta lífvænlega langtímastefnu í umhverfsmálum. Hér er komin skýringin á því að fyrsti opni fund- ur Stefnu - félags vinstri manna fjallar um þennan málaflokk. Með því viljum við leggja áherslu á mik- ilvægi umhverfsmála fyi’ir land og þjóð og nauðsyn þess að samþætta náttúruvernd allri pólitískri stefnu- mörkun. Höfundur er alþingismaður og á sæti í stjórn Stefnu, félags vinstri manna. Ögmundur Jónasson Eg hélt, að alþingis- menn vissu, að þeir, NÚ ER frú Guðrún Helgadóttir, rithöf- undur, búin að segja sig úr Alþýðubanda- laginu. Ekki kemur mér það við. Hins veg- ar er það með ólíkind- um, að alþingiskonan Bryndís Hlöðversdótt- ir skuli krefjast þess af frú Guðrúnu, að hún segi af sér þeim trún- aðarstörfum, sem Al- þingi hefur kosið hana til að tillögu þing- flokks Alþýðubanda- lagsins. Eg hélt, að alþingis- menn vissu, að þeir, sem kosnir eru af Alþingi til trún- aðarstarfa, eru þar ekki sendlar þingflokkanna, heldur eiga þeir að starfa þar skv. samvizku sinni. Það hefur hins vegar vakið athygli mína, að nefnd alþingiskona bregst ævinlega eins við, ef gamlir flokks- félagar hennar segja sig úr Alþýðubanda- laginu. Hún vill beita þá fjárhagsþvingun- um, - hún heimtar að Hjörleifur borgi skuldir þingflokksins og jafnvel flokksins alls, og sama gildir um Steingrím. Eg veit ekki, hvernig hún ætlar að sekta Ög- mund, sem ekki er í Alþýðubandalaginu. En núna á að reka frú Guðrúnu úr nefndum og ráðum. Mér vitanlega á frú Guðrún sæti í tryggingaráði, en hún var í mörg sem kosnir eru af Alþingi til trúnaðar- starfa, segir Haraldur Blönclal, eru þar ekki sendlar þingflokkanna, heldur eiga þeir að starfa þar skv. samvizku sinni. ár upplýsingafulltrúi Trygginga- stofnunar ríkisins, og þekkir mjög vel til tryggingarmála. Þá á hún sæti í útvarpsráði, ef ég man rétt, og þar er hún öllum hnútum kunn- ug. Guðrán er fyrram forseti sam- einaðs Alþingis og einn bezti barnabókahöfundur landsins og nýtur virðingar og vinsælda. Þá þekkir Bi-yndís Hlöðversdótt- ir illa skaplyndi frá Guðránar, ef hún heldur, að hægt sé að ógna henni með berafsverbot. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Guðrún Helga- dottir ofsótt Haraldur Blöndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.