Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 35 Stína tók þátt í kristniboðsflokki og studdi Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Auk þess var hún ötull sveitastjóri í KFUK sem fór henni einkar vel úr hendi. Lengst af starfaði hún við ung: lingadeild KFUK í Laugarnesi. í fjögur sumur starfaði hún við bók- band á Akureyri en það var lífsstarf hennar framan af ævi. Þá hafði hún svokallaða „fimmtudagsfundi" í KFUK á Akureyri þar sem hún eignaðist líka góðar vinkonur. Hún lét ekkert aftra sér í að starfa innan kristilegu hreyfinganna meðan heilsa entist. Kirkju sína sótti hún trúfastlega því henni fannst gott að vera í nálægð Hans sem lífið gaf og nærast af orði Drottins. Það sem skipti hana mestu máli hafði forgang hjá henni. Hún ræktaði trú sína skipulega og á grundvelli hennar miðlaði hún öðrum. Eins og áður sagði vann hún við bókband fyrri hluta ævi sinnar. Eg man eftir henni í Herbertsprenti í Bankastræti þar sem hún starfaði um árabil. Síðari hluta ævi sinnar vann hún við bókhald hjá Völundi á Klapparstíg. Hún lagði sig heils- hugar fram við öll sín störf, hvar sem þau voru unnin. Eitthvert merkasta starf sem hún vann snýi’ að mér sjálfum. Eg var bara lítill snáði þegar móðir mín varð veik. Þá gei’ði ég mér ekki alveg gi’ein fyrir því hvernig ástatt var en síðar fékk ég spumingum mínum svarað. I þá daga var ekki um félagslega aðstoð að ræða eins og í dag. En þá naut æskuheimili mitt styrks og aðstoðar Stínu og Öldu systur hennar. Betri mann- eskjur gátum við ekki fengið. Stína sagði upp vinnu sinni tii þess að fara utan með móður minni til lækninga. Alda studdi heimilið með sinni ómetanlegu hjálp. Að eðlisfari var Stína frekar hlé- dræg, stóð aldrei á rétti sínum, en var fyrst til að gera gott úr öllu. Hún sóttist ekki eftir athygli eða metorðum en gaf örlátlega. Hún hafði sérlega gott lag á börnum og átti svo auðvelt með að ná til þeirra, enda gaf hún þeim nægan tíma og veitti þeim athygli. Drjúgan sjóð minninga á ég í hjarta mínu um elsku Stínu frænku. Það em minningar senyengin önnur hefði getað gefið mér. Ég hefði ekki viljað missa af neinu af því. Hvað henni datt margt fmmlegt og skemmtilegt í hug. Ýmislegt kenndi hún okkur að gera úr pappír. Ýmsa leiki kenndi hún okkur einnig eins og „stafurinn stendur". Ævintýra- ferðirnar með teppi og smánesti í Hljómskálagarðinn em ógleyman- legar. Hún kunni að gera hátíð á svo einfaldan og eftirminnilegan hátt. Að eiga hana fyrir frænku hef- ur auðgað líf mitt og blessað. Sú fyrirmynd sem hún gaf mér með lífi sínu er ekkert venjuleg, en sönn og rétt til eftirbreytni. Þai- sem ég veit að Stína hefði ekki viljað mikla umfjöllun um sig nú frekar en endranær ætla ég ekki að hafa þessa grein miklu lengi’i. Ég er og verð ævinlega þakklát- ur Stínu fyrir það allt sem hún gerði fyrir okkur systkinin og for- eldra okkar í gegnum tíðina. Öldu frænku minni sendi ég okkar inni- legustu samúðarkveðjur og þakka þér, Alda, fyrir kærleika þinn og alla umhyggju sem þú auðsýndir Stínu alla tíð og þó sérstaklega nú síðast. Stína gat ekki verið í betri höndum en þínum. Ein síðasta minning mín um Stínu er að ég sat við sjúkrabeð hennar og reyndi að sýna henni þakklæti mitt. Ég hélt í hönd hennar og taldi upp eitt og annað, meðan ég horfði í augu hennar sem vöknuðu og svo sagði hún „blessaður drengurinn". Við skildum hvort annað og gerðum okkur grein fyrir að stutt væri eftir að jarðvist hennar. Nú vitum við að Stína hefur fengið að sjá gegn- umstungnar hendur frelsara síns, sem voru henni svo kærar, opna fyrir sér himins hlið. Ég þakka Guði fyrir Stínu, allt sem hún var mér. Éyrir bænirnar hennar, um- hyggjuna og að hún hugsaði og gerði meira fyrir aðra en sjálfa sig. Ásgeir Markús Jónsson. Kristín Markúsdóttir er látin. Hún var systir hennar mömmu. Alla mína ævi hefur Stína frænka verið stóra frænkan í fjölskyldunni. Einn af fóstu punktunum í tilver- unni, frá því að maður var barn og fram á þennan dag, var að hitta hana, hvort heldur var í fjölskyldu- boðum eða á vinnustað, en við Stína unnum hjá Timburversluninni Völ- undi í fjöldamörg ár. Hún var alltaf jafn elskuleg. Arin liðu og samveru- stundirnar urðu ekki eins margar á síðari árum og hér áður fyrr. Nú er hennar ævi lokið og ekki verður bætt úr því. Stína var trúuð kona og heilsuhraust þar til á allra síð- ustu árum, að hún kenndi sér þess meins, sem dró hana til dauða, en hún óttaðist ekkert, sízt dauðann. Hún gat sagt við hann: Komdu sæll, þá þú vilt, tilbúin að hitta Guð sinn þegar kallið kæmi. Við vorum að vlsu ólík, en alltaf var jafn gam- an að hitta hana og ég þakka fyrir allar samverustundirnar, sem við áttum saman frá fyrstu tíð. Ég sendi systrum hennar og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Ég bið Guð að fylgja henni á þeim leiðum, sem hún nú hefur lagt út á. Guðmundur R. Karlsson. Okkur langar með fáum orðum að kveðja kæra frænku okkar, Kristínu Markúsdóttur, eða Stínu frænku eins og við bræðurnir köll- uðum hana alltaf. Það er hins vegar ekki auðvelt að lýsa í fáum orðum manneskju eins og Stínu frænku, sem hefur alltaf verið til staðar í lífi okkar. Stína frænka var ekki bara frænka, það erum við allir sammála um. Stína sýndi okkur alltaf sér- stakan kærleika og hún var vinur okkar sem gæddur var þeim ein- staka hæfileika að vera á öllum tím- um ,jafnaldri“ okkar. Við vorum aldrei minni en jafningjar hennar og átti hún svo einstaklega auðvelt með að setja sig í spor okkar. Þetta höfum við reynt sjálfir en einnig orðið vitni að þvi hvernig hún kom á sama hátt fram við unga syni okk- ar, Pétur og Emil. Þegar hún tók þá til sín og sagði, líkt og við okkur forðum: „Komið strákar, ég ætla að sýna ykkur svolítið spennandi!" vöknuðu góðar minningar. Ætíð tók Stína okkur að sér í boðum á heim- ili hennar og leiddi okkur inn í það ævintýraland sem íbúð hennar var okkur. Allir hlutir vora svo merki- legir þegar hún lýsti þeim með sinni skemmtilegu framsetningu, hver steinn, hver bók, hver mynd átti sér svo merkilega sögu. Stína vissi líka alltaf hvað strák- um þótti gott að fá að borða, svo fannst Stínu líka gott að drekka gos, alveg eins og okkur. Að segja sannleikann! Það var einn af leikj- unum sem Stína tók okkur í. Sá leikur hafði boðskap sem situr í okkur öllum. Leikurinn fólst í því að Stína lagði fyrir okkur eftirfar- andi spurningu: „Hvað finnst þér vænst um? - Þú verður að segja sannleikann!" Svör okkar þátttak- enda voru mismunandi en í spurn- ingunni fólst svarið. Að segja „sannleikann“, það var rétta svarið. Það var ekki síst þessi þáttur, sann- leikurinn, í fari Stínu sem við vilj- um minnast sérstaklega. Stína átti lifandi trú á Frelsarann Jesúm Krist og var líf hennar og fram- koma okkur sannur vitnisburður og hvatning til þess að fylgja einnig Frelsaranum. Stína var mikil bænakona og bæði í gegnum gleðistundir og erf- iða tíma veitti það okkur styrk að vita til þess að Stína frænka bað fyrir okkur. Móðir okkar heitin bar sérstakan kærleika til Stínu, enda hafði hún verið mikil hjálp og styrk stoð á æskuheimili móður okkar. Það er huggun í söknuði okkar að við vitum að nú hvíla þær báðar við brjóst hins himneska föður sem þær áttu einlæga trú á. Stína bjó með systur sinni Öldu og manni hennar Eggerti Theó- dórssyni heitnum, um árabil. Stína, Alda og Eggert voru fyrir okkur sem ein eining og gjarnan nefnd í einni og sömu andránni. Samheldni þeirra var einstök og margar góðar stundir áttum við á heimili þeirra. Við hugsum því sérstaklega á þess- ari stundu til Öldu frænku okkar sem núna hefur einnig misst kæra systur og vin. Kærleikur, góðvild, lítillæti, gleði, trú og sannleikur eru orð sem strax koma upp í hugann er finna á fá orð til þess að lýsa Stínu frænku. Því þykir okkur viðeigandi að lok- um að vitna í Guðs orð er Stínu var svo kært, en þar er að finna þann sannleika sem hún gerði að leiðar- ljósi í lífi sínu og hefur orðið fjöl- skyldu okkar alh’i vitnisburður. „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam- gleðst sannleikanum. Hann breiðii’ yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ I. Korintubréf 13:4-8. Sigurður, Gunnar Þör og Hannes Péturssynir. „Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig. Hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar... Ég lofa þig fyrir það að ég er undur- samlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel... Prófa mig Guð og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar, og sjá þú hvort ég geng á glötunarvegi og leið mig hinn eilífa veg.“ (Davíðs- sálmur 139.) Mai'gar minningar skjóta upp kollinum er ég staldra við og minn- ist vinkonu minnar, Kristínar Markúsdóttur, sem í dag verður til moldar borin. Ég fékk stundum að kalla hana Stínu frænku, þó vorum við alls óskyldar - ekki var hún frænka mín heldur Margrétar Egg- ertsdóttur, vinkonu minnar. Ein minningin tengist samræð- um okkar Stínu um 139. Davíðs- sálm. Hann vitnar um einlæga trú manns sem þekkti lífið, horfði á það með augunum og hlustaði á það með eyrunum, og vissi að það geymir svo margt erfitt, viðsjált og slítandi. nr hann vissi líka hitt að lífið er fallegt, dásamlegt, leyndar- dómsfullt og spennandi. Þessi trú- aði höfundur sálmsins veltir öllu saman fyrir sér: hver er ég, hvaðan er ég kominn og hvert mun ég fara? En spurningarnar beinast ekki út í tómið og hann væntir ekki svara úr tóminu. Hann beinir spuringum sínum upp, frá sjálfum sér, til Guðs. Þegar hann horfir á sjálfan sig og lífshlaup sitt finnst honum hann oft vera lítill, óásjá- legur og veikburða. En hitt veit hann að hann er af Guði gerður, skapaður í mynd hans og hann get- ur glaður og hugdjarfur sagt: „Ég lofa þig fyrir það að ég er undur- samlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.“ Hann gerir sér grein fyrir misbrestunum í mannlegu lífi en hann veit líka hitt að hann er Guðs góða sköpun. Við Stína ræddum stundum um þessa lífsreyndu trú sálmaskáldsins - og þegar vinkona mín er öll skil ég að margar af spurningum skáldsins hafa einnig verið hennar vangaveltur. Hún var afar farsæl manneskja í lífi og starfi, vel af Guði gerð til hugar og handar. Hún gerði sér far um að lifa grandvar- lega því lífi sem Guð gaf henni, hún var trúuð kona, kristin kona sem þráði og bað að líf hennar allt mætti mótast af orði Guðs og vilja hans. Mér finnst eins og hún hafi verið meðvituð um það að hamingju og farsæld öðlaðist maður ekki eins og fingri væri smellt einn góðan veðurdag heldur væri það vei-uleiki sem manni hlotnaðist við daglega iðju og ástundun fyrir náð Guðs. Hún tókst á við lífið sem gerði hvort tveggja að kæta hana og græta, eins og gengur með okkur öll, hennar líf var ekki áfallalaust en hún vissi á hvem hún trúði, það var kjölfestan í lífi hennar. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég var lítil stúlka og hún sveitastjóri í KFUK á Amtmanns- stíg. Hún var svo sniðug þegar hún talaði um Guð og Jesú, hún notaði meira að segja sælgæti í boðunar- starfi sínu! Það hef ég aldrei séð gert, hvorki fyrr né síðar. Hún var virðuleg og alvarleg en þó svo fyndin og glettin. A unglingsárum okkar Möggu lánaði hún okkur krökkunum íbúðina sína til að hitt- ast í. Við fundum að hún bar um- hyggju fyi’ir okkur og vildi okkur allt hið besta. Ég er þakklát Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Kristínu Mark- úsdóttur. Hún hefur verið mikill áhrifavaldur í lífi mínu, ein af mín- um stóru fyrirmyndum. Við fráfall hennar votta ég aðstandendum hennar mína dýpstu samúð og bið Guð að sefa sorg þeirra og hugga. Sr. Hallgrímur Pétursson yi’kir svo í 48. Passíusálmi: Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta, bæði fæ ég að reyna og sjá, hryggðarmjTkrið sorgar svarta sálu minni hverfúr þá. Helga Soffía Konráðsdóttir. Falleg, gráhærð kona með mild- an svip og hlýleg augu sem vitna um innri ró og frið. I hópi ung- menna á Amtmannsstíg 2b, gamla félagshúsi KFUM og KFUK. Hún stendur fyrir framan púltið til þess að vera nær unglingunum og hún talar blaðalaust, dálítið ör og af svo mikilli einlægni og sannfæringu að það er ekki hægt annað en fylgja henni eftir. Hún er að tala um mik- ilvægi þess að fela sig Guði á vald hvern dag og biðja um vernd hans og varðveislu. Hún tekur dæmi úr eigin lífi til þess að unglingarnir skilji betm’ hvað hún meinar. Hún minnir á gildi þess að eiga Guð að í daglegu lífi, að fylgja Jesú Kristi lífið á enda. Ég hafði hitt þessa konu áður heima hjá vinkonu minni. Þetta var Kristín Markús- dóttir, eða Stína frænka hennar Möggu. Það voru forréttindi að fá sem unglingur að kynnast Stínu. Hún kom fram við okkur stelpurnar sem jafningja, þótt hún væri mörgum tugum ára eldri, reyndari og vitr- ari. Þegar hún flutti af Hjarðarhag- anum í fallega raðhúsið á Seíbraut- inni vorum við vinkonurnar tíðir gestir í eldhúsinu hennar og stof- unni. Þá var aldrei eins og maður væri í hýbýlum eldri konu, meira að segja nýja kaffistellið hennar var keypt í „Búð númer eitt“ - búðinni sem seldi stellin sem við vorum að safna. Einhvern veginn hafði Stína engan aldur. I áratugi nutu KFUM og KFUK krafta hennar í starfinu. Hún var kennari í sunnudagaskóla KFUM og starfsmaður í barna- og ung- lingastarfi KFUK á Amtmanns- stígnum í fjölda ára. Um tíma lagði hún einnig lið starfinu á Akureyri þegar hún bjó þar um nokkurt skeið á fimmta áratugnum. í æsku- lýðsstarfinu nýttust hæfileikar Kristínar sérlega vel. Hún hafði ríka frásagnargáfu og var næm á þarfir barna og unglinga. Hún bar virðingu fyrir þeim sem hún um- gekkst og þar voru börnin engin undantekning. Þegar hún hætti sjálf að starfa sem leiðtogi í deild, hélt starfið samt áfram að njóta starfskrafta hennar. Hún fór í heimsóknir í KFUK-deildir víða um bæinn og lét það ekki aftra sér að fara með strætisvagni upp í Breið- holt eða til Hafnarfjarðar. Kristín tók ekki bara þátt í vetr- arstarfi félaganna, hún var einnigi^ virk í sumarstarfinu og var meðal brautryðjendanna í sumarstarfi KFUK þegar það hóf eiginlegt sumarbúðastarf í Straumi á 4. ára- tugnum. Hún var einnig með í Skátafelli og síðar í Vindáshlíð þeg- ar sumarbúðastarfið hófst þar. En hvort sem Kristín var á helgistund í Vindáshlíð eða KFUK fundi að vetri, var það hennar náðargjöf að leggja út af Guðs orði. Hún gerði það í hjartans einlægni og á svo uppbyggilegan hátt að maður fór ríkur heim sem manneskja. Þannig munum við hana best í starn*r' KFUM og KFUK. Ki-istín var í stjórn KFUK um tíma og sinnti stjórnarstörfum eins og öðru sem hún tók að sér, af heil- um hug og hjarta. Hún var ekki margmál á stjórnarfundum, kunni að hlusta en lá ekki á skoðunum sínum þegar hún hafði þær. Hún umgekkst mai-gt ungt fólk, sérstak- lega í starfi sínu sem sveitastjóri og þar komu fram hæfileikar hennar til að starfa með öðrum; hún var hreinskiptin í samskiptum og veitti hlýlega áminningu ef á þurfti að halda en var jafnframt umburðar- lynd gagnvart ungu fólki með nýjar hugmyndir. Hún var líka óspör hrós og þakklæti þegar henni ' fannst vel gert. Það yljaði mörgu ungu hjarta þegar Stína tók þétt í hönd eftir vel unnið verk og þakk- aði fyrir. Kristín tók þátt í starfi KFUK meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hún sótti kvennafundi á þriðju- dagskvöldum, var með í kvenna- flokkum í Vindáshlíð, bakaði fyrir kaffisölur til styrktar starfinu og síðustu árin tók hún að sér ásamt Öldu systur sinni, að biðja fyrir^ barnastai’fi KFUK í Frostaskjóli, ‘ en sú starfsstöð KFUK var næst heimili hennar. Kristín var einstök KFUK kona. Okkur eru minnisstæð orð úr 73. Davíðssálmi sem við heyrðum hana eitt sinn vitna til: „En mín gæði ei’u það að vera nálægt Guði, ég hefi gjört Drottin að athvarfi mínu.“ Þegar við nú kveðjum Kristínu í virðingu og þökk fyrir ómetanlegt starf í þágu KFUK, vitum við að þessi orð era enn orð- in að veruleika - hún er nú farin héðan til þess að vera nálægt þeim Guði sem hún gerði að athvarfi sínu. Gyða Karlsdóttir, Landssam- bandi KFUM og KFUK, * Þórdís Ágústsdóttir, formaður KFUK í Reykjavík. Sérfræðingar i l)lómaskrt\Ytinj»um við öll tækifæri I Tfll blómaveriístæði 1 IHlNNA I Skólavörftustíg 12, á horni Bergslaftaslrætis, sími 551 909« & ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Siguríur Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.