Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 37

Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 3*T MINNINGAR GUÐLAUG BENEDIKTSDÓTTIR + Guðlaug Bene- diktsdóttir fæddist á Vatns- leysu í Glæsibæjar- hreppi við Eyja- Qörð 19. apríl 1937. Hún lést hinn 9. september síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Garðakirkju 15. september. Kveðja frá Brussel 0, sorg mín, ver nú leiðitöm og lát þér verða rótt. Þú löngum þráðir kvöldið og nú er það komið hér. Um borgina streymir móða húms þegar birtan horfiner og ber til sumra friðinn en öðrum kvíðans nótt. (Baudelaire) Þegar begóníurnar í fallegum görðum Brusselborgar fóru að fölna og stóru, glæsilegu trén fyrir utan eldhúsgluggann að taka á sig haustliti - barst okkur sú fregn að Guja okkar væri að berjast fyrir lífi sínu. Nú er þessi yndislega kona dáin, langt um aldur fram. Barátt- an var stutt en afar grimm og snörp. Okkur hér er illilega brugðið og finnst lífið býsna óréttlátt þessa dagana. „Hvers vegna var ekkert gert fyrr svo hægt væri að bjarga henni?“ spyr ungur drengur mömmu sína og það gætir reiði í röddinni. Hann vill enn trúa því að læknar geti læknað alla sjúkdóma og á erfitt með að skilja að þrátt fyrir allt hafi enginn mannlegur máttur getað bjargað lífi Guju afa- systur hans. Ég tengdist fjölskyldu Guju fyr- ir réttum þrjátíu árum og þá varð mér fljótt ljóst að þar fór engin venjuleg kona. Hún tók mér opn- um örmum, ljúf og kát og alltaf í góðu skapinu sem hún fékk í vöggugjöf. Fljótlega eftir að við kynntumst fluttist hún til Vínarborgar með fjölskyldu sinni en fjölskyldufaðir- inn hafði fengið vinnu hjá Samein- uðu þjóðunum. Þá fluttum við með Arndísi okkar litla í kjallarann á Aragötunni þar sem Guja og Siggi höfðu búið með krökkunum sínum, Fríðu og Jóni Svan. Svo vill til að í þessari litlu íbúð höfum við báðar búið með bömum okkar og stelp- umar okkar svo ámm og áratugum síðar með sig og sína. En þótt Guja og fjölskylda væri farin til útlanda fundum við vel að til okkar var hugsað, um það bára sendibréf, jólagjafir og fallega austurríska, handprjónaða pilsið hennar Dísu litlu vitni. Svona fallegt pils höfð- um við mæðgur aldrei séð! Það átti fyrir Guju og fjölskyldu að liggja að vera búsett erlendis næstu ára- tugi, fyrst í Vín en síðar í New York með stuttri viðkomu í London. Það var afskaplega gaman að heimsækja Guju og Sigga í út- löndum, þau vora heimsborgarar og vissu hvað maður þyrfti helst að sjá og gera. En skemmtilegast af öllu var þó að sitja, segja sögur og hlæja með þeim. Það era stundir sem ekki gleymast. Ef ég ætti að lýsa Guju með einu orði væri það með hugtakinu lífs- gleði, ég hef aldrei kynnst lífsglað- ari konu. Það var ekki hægt annað en að smitast af þessari gleði. Ég sé hana fyrir mér - í sumarheim- sókn á íslandi - þar sem hún er að koma inn úr dyrunum á hlaupa- skónum með heyrnartækin í eyr- unum (löngu áður en það komst í tísku á íslandi) og segir hress í bragði: „Jæja, krakkar mínir, eig- um við ekki að baka pönnukökur!" Það var líka notalegt að koma til hennar í heimsókn með tveggja ára strákpottorm sem maður hikaði við að fara með á bæi. Hjá henni var það ekkert mál því það sem sumir kölluðu óþægð og handæði kallaði hún fróðleiksfysn. Og gott var að eiga hana að þegar á bjátaði, hún kunni að hugga og stappa í mann stálinu og hvetja til að horfa björtum augum fram á veginn. Guja og Siggi fluttu alkomin heim vorið 1997. Þau ætluðu að fara að taka lífinu með ró, sinna barnabömunum - sem þau hafði lengi dreymt um - fjöl- skyldu og vinum. Það fór á annan veg. Tíminn sem Guju var gefinn reyndist alltof, alltof skammur og það er óréttlátt. Nú vildi ég óska þess að við hefðum hist oftar. En hvem gat órað fyrir því að svona skyldi fara? Að leiðarlokum þakka ég ljúfa samfylgd og umhyggjuna fyrir mér og mínum. Elsku Siggi minn, Jón Svan, Fríða og fjölskylda og afi Hreinn. Megi allar góðai- vættir styrkja ykkur og styðja í sorginni. Ema og fjölskylda. Lífið er hverfult og er óháð öll- um mörkum í tíma og lengd. Lífs- ferli sérhvers einstaklings er því undirorpið lögmálum, sem óþekkt era um landamæri lífs og dauða. Þessar staðreyndir bratust fram í huga mér og hljóð tár úr hvarmi er ég frétti um andlát ást- kærrar og göfuglyndrar vinkonu minnar frá fornu fari, Guðlaugar Benediktsdóttur, hjúkrunarfræð- ings og eiginkonu eins míns mætasta vinar og velunnara og fyrram samstarfsmanns hjá Loft- leiðum, Sigurðar Jónssonar við- skiptafræðings. Kynni okkar Guju, en svo var hún jafnan nafngreind í sínum vinagarði, hófst skömmu eftir að Sigurður hóf störf hjá Loftleiðum árið 1965. Að nokkram áram liðn- um lögðu þau land undir fót og Sig- urður haslaði sér völl á erlendri grand og gerðist starfsmaður hjá þróunarstofnun Sameinuðu þjóð- anna í Vín. Þar bjuggu þau nær óslitið í mörg ár, uns þau fluttust til New York og þar hóf Sigurður störf hjá aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna og varð á ferli sínum for- stöðumaður innkaupa- og samn- ingadeildar stofnunarinnar. Meðan New York dvöl þeirra varði, fluttu þau um set og bjuggu um tíma í London og sinnti Sigurður tíma- bundnu ráðgjafarstarfi við Evrópu- bankann. Guja hafði á sínum tíma numið hjúkrunarfræði og starfaði hún þann tíma sem hún bjó í New York í sínu fagi við læknasetur Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar gat hún sér gott orð saldr mannkosta sinna og starfshæfileika í samskiptum við þá sem þjónustu hennar nutu og samstarfsfólk. Verklag hennar var mótað af alúð og skyldurækni. St- arfsdagurinn var jafnan langur og strangur, en hún var hamhleypa til orðs og æðis og skilaði hverju dags- verki með sæmd og reisn. Ég átti þess kost að njóta oftlega gistivináttu Guju og Sigurðar bæði í New York og London. Mér era einkar minnisstæðar dýrðlegar samverastundir á heimili þeirra í New York. A heimili þeirra þar og í návist þeirra skynjaði ég að ég var meðal einstaklinga, sem á ensku heitir „People of Class“, þ.e. fólk í sérflokki. A heimilinu ríkti andi sem endurspeglaði ívaf frábærrar smekkvísi, listfengis og sundur- gerðarlausrar uppstillingar og ásjónar fagurra og vel valinna lista- verka og húsmuna. Það leyndi sér ekki að hér fór fyrir seglum hand- bragð og forsjá Guju. Þannig tókst henni til við hvert það verkefni er til kasta hennar kom hvort sem það var við hússtjórn og heimilishald eða við skyldustörf sín á læknasetr- inu. Það var aðalsmerki hennar. Guja reyndist mér sannur vinur og velgerðarmaður. I návist hennar var andrúmsloftið jafnan þrangið hlýju, heiðríkju og fölskvalausri einlægni. I umræðu um menn og málefni var afstaða hennar og dag- far allt mótað jákvæðri svörun. Jafnvægi hugans og hógværð var hennar lífsstíll. Hún var heims- borgari og kynni hennar og sam- skipti við þegna erlendra þjóða höfðu víkkað sjóndeildarhring hennar og skapað henni víðfeðmi og lífsviðhorf, sem urðu henni verð- mæti til vegsauka og velfamaðar. Á sl. ári hafði dvöl þeirra Guju og Sigurðar spannað nær þrjá ára- tugi á erlendri grand og nú var komið að starfslokum. Ákveðið var að flytjast til íslands og mér er ekki granlaust um að hugur Guju hafi vegið þungt í þeirri ákvarðana- töku og þá hafi reynt á hið fom- kveðna, sígilda stef „römm er sú taug er rekka dregur fóðurtúna til“. Guju varð að ósk sinni og hún hvarf til fyrri heimkynna í faðm fjölskyldu sinnar og ástvina á Is- landi. En endurkoma hennar og dvöl varð skammvinn. Það gat eng- inn séð fyrir. Það era hörð og + Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, BRAGIINGÓLFSSON, Heiðargerði 5, Húsavík, lést föstudaginn 11. september sl. Útförin fer fram föstudaginn 18. september nk. frá Húsavíkurkirkju kl. 14.00. Guðrún Svavarsdóttir, Herdís Bragadóttir, Elvar Bragason, Guðni Bragason, Bragi Marinósson, Valdimar Ingólfsson, Jón Ingólfsson, Dagný Ingóifsdóttir Hulda Valdimarsdóttir, Marinó Önundarson, Rannveig Þórðardóttir, Arnar Marinósson, og aðrir aðstandendur. + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN SVANUR JÓNSSON, Hátúni 10a, lést á Landspítalanum hinn 14. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hanna Fríða Kragh. óvægin örlög að horfa til þess þeg- ar glæsileg kona er kvödd af leik- vangi lífsins á besta aldri. Það er komið að leikslokum og kveðju- stund rannin upp. Mér er efst í huga þakklæti fyrir þá gæfu og forréttindi að hafa notið sannrar vináttu, órjúfandi tryggðar og göf- uglyndis vinkonu minnar Guju í áratugi. Sú framlegð er mér í aft- urhvarfi og um alla framtíð meira virði en mælist í tíma og rúmi. Aldavini mínum Sigurði, bömum þeirra og öðram ástvinum flyt ég hrærðum huga innilegustu samúð- arkveðjur. Gunnar Helgason. Guðlaug Benediktsdóttir fóður- systir mín er látin langt um aldur fram. Það er óskiljanlegt og ótrú- legt. Það er erfitt að sætta sig við að slík mannkostakona sem Guja skuli kvödd á brott í blóma lífsins. Já, mannkostakona var hún því mannkosti og kvenkosti hafði hún í eins ríkum mæli og nokkur kona getur haft. Rólyndið, glaðlyndið og það jafnvægi, auðmýkt og jákvæðni gagnvart tilveranni, sem gerir for- dómaleysi, æðraleysi, hógværð og umburðarlyndi manneskjunnar mögulegt. Og þessum styrk og þessari hlýju geislaði hún frá sér til allra í kringum sig þannig að hvort tveggja varð sjálfkrafa hluti af and- rúmsloftinu og maður er gripinn með án þess eiginlega að taka eftir því. Og ekki má gleyma húmomum, þessum ómissandi hvata til allra góðra samskipta og verka, af hon- um hafði hún ríkulega að gefa. Mér era margar stundir minnis- stæðar frá Eskifirði, svo sem heim- sókn til Guju í verslunina þar sem ungur drengur sá heillandi grip á hillu - hún vissi að ekki þurfti mikið tíl. Mér er þó einstaklega hugleikin bemskuminningin um það þegar svarta drossían fékk bensínstíflu á miðri Breiðdalsheiðinni og ég hélt að við mundum aldrei komast til byggða. Þá hélt Guja á mér hita úti í móum og hughreysti meðan beðið var eftir lausn þannig að útlitið varð ekki svo slæmt eftir allt saman. Seinna meir urðu ógleymanlegar heimsóknimar til Sigga og Guju í New York, þar sem alltaf var eins og að koma heim þegar komið var til þeirra hvort sem var á leiðinni heim (til íslands) eða út. Heim í þessari merkingu að þar var sama- staður heillar manneskju. Heillar í þeirri merkingu að maður skynjar heildina og heilindin, öryggið og að hlutimir ganga upp. Þeir falla inn í myndina og vitneskjuna um hvar maður hefur manneskjuna. Og svo var svo skemmtilegt að koma til Guju og Sigga. Ég óska þess að minningin um einstaka konu verði styrkur þeim sem eiga um sárast að binda í sorg- inni. w Egill B. Hreinsson. Þegar ég hugsa til Guju léttist lundin. Og þannig hefur það ætíð verið. Nærvera Guju var alltaf svo hlý og glaðleg. Með henni gerðust ævintýrin. Guja og Bonni hafa lengi verið gott vinafólk foreldra minna, en Bonni og faðir minn kynntust í Menntaskólanum á Akureyri. Fjar- lægðir vora löngum miklar en samt var sambandið alltaf gott. Þegar Guja og Bonni vora í heimsóknu^ Vesturgötunni ríkti sannkölluð gleði hjá Marinósfjölskyldunni. Við systumar þrjár, þótt smáar vær- um, skynjuðum stemmninguna og kættumst með. Ég átti síðar því láni að fagna að kynnast Guju betur og upp á eigin spýtur í Bandaríkjunum fyrir um 13 árum. Þá var ég barnfóstra einn vetur hjá fjölskyldu sem bjó í grennd við Guju og Bonna í New York. Ég var því tíður gestur á heimili þeirra. Guja tók mér opnum örmum og fyrr en varði var ég orð- in fjölskylduvinur. Jólin það árið era mér ógleymanleg, fyrstu jólin fjarri fjölskyldunni, en Guja á sir*'' einstaka hátt sá um að heimþráin gerði ekki vart við sig. Mikið fannst mér þau vera skemmtileg hjón og samhent, hún og Bonni. Lífsorkan var svo mikil og ævin- týraþráin. Ég minnist leikhúsferð- ar með þeim niður á Manhattan, bíóferða og bíltúra, auk skoðunar- ferðar um aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Þá var gaman að vera til. I slagtogi með þeim fannst mér ég vera á meðal jafningja, þau svo létt og kát; besti félagsskapur sert^ hægt er að hugsa sér. Það er alltaf gaman að kynnast vinum foreldra sinna, ekki síst þegar kynslóðabilið er brúað á þann hátt sem Guja hafði svo einstakt lag á. Umhyggja Guju var svo mikil og birtist meðal annars í lítilli grænni peysu, húfu og sokkum sem hún prjónaði handa litla augasteininum mínum sem fæddist í vor. Við mæðgurnar fóram í heimsókn og þótt Guja væri orðin lasin var hún hlý og glaðleg sem endranær. Síðustu sólargeislamir venna landið í bili og með þeim hverfur Guja svo alltof fljótt. Þau hjónin voru nýflutt til Islands, tilbúin að takast á við ný ævintýri, umvafflÉ^ fjölskyldu og vinum. Elsku Bonni, Fríða og Jón Svan, missir ykkar er mikill en eftir lifir minning um einstaka konu. Hrönn Marinósdóttir. + Sonur okkar og faðir, SVERRIR LÁRUSSON, Bergþórugötu 14a, Reykjavík, sem andaðist aðfaranótt 12. september verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 18. september kl. 13.30. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Lárus Sigfússon, Kristín Hannesdóttir, Benedikt Sverrisson, Anna Guðrún. + Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÞÓR GUÐNASON bifvélavirkjameistari, Lyngheiði 4, Selfossi, lést hinn 31. ágúst sl. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hins látna. Elínborg Anna Kjartansdóttir, Nína Björg Knútsdóttir, Árni Valdimarsson, Sesselja Berndsen, Franz Jezorsky.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.