Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.1998, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KJARTAN HARALDSSON + Kjartan Har- aldsson fæddist í Reykjavík 28. mars 1933. Hann lést á Landspítalan- um 7. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Haraldur Kjartans- son, f. 10. sept. 1906 í Presthúsum í Mýr- dal í V-Skaft., vél- “cjóri í Reykjavík, d. 7. ágúst 1948, og Andrea Guðlaug Ingibjörg Hansdótt- ir, f. 27. maí 1904 í Fitjakoti í Kjalarneshreppi í Kjós., d. 2. des. 1938. Systkini Kjartans eru: 1) Gunnar, f. 20. jan. 1929, d. 7. ágúst 1994. Maki Sigrún Hjördís Eiríksdóttir. 2) Guðlaug, f. 23. febr. 1931, d. 27. jan. 1932. 3) Valur, f. 18. jan. 1935. 4) Hreinn, f. 18. jan. 1935, d. 30. maí sama ár. Seinni kona Haralds var Anna Hallfríður Sveinbjörnsdóttir, f. 28. ágúst 1921. Sonur þeirra er Snorri Njörðfjörð, f. 9. mars 1945. Hinn 17. júní 1954 kynntist Kjartan verðandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Guð- rúnu Baldursdóttur. Hún er fædd 23. júlí 1932 á Austara-Landi í Oxarfirði og giftust þau 3. mars 1956. Foreldrar hennar voru Baldur Öxdal, f. 10. júlí 1906 á Austara- Landi, hreppstjóri, d. 29. desem- ber 1979, og Arnþrúður Gunnars- dóttir, f. 18. júlí 1908 í Skógum í Öxarfirði, d. 29. júní 1977. Synir Kjartans og Jóhönnu eru Harald- ur, f. 16. júlí 1956, og Baldur Öx- Elsku pabbi. Þótt við öll vissum hvað var í vændum þá brá okkur samt en við vissum að hvfldinni yrðir feginn. Erfíð veikindi eru að baki og ég veit að þér líður vel í guðsrfld og munt vaka um alla framtíð yfír velferð okkar hinna sem eftir lifum. Hvers vegna þú? Hvers vegna nú? Það er hægt að spyrja en fátt er um svör. Eg er mikið búinn að hugsa um lífið og tilveruna og tilgang okkar hér á jörð þessa síðustu daga. Er tilvera okkar fyrirfram ákveðin og er til- gangur með tilvist okkar? Enginn veit það með vissu en þó trúðir þú og við öll að guð væri raunverulegur. leitar maður huggunar hans og trú á guðsríki er sterk er á reynir. Eg trúi því að þér líði vel og þú sért í góðum félagsskap hið efra en samt er þín sárt saknað. Við eigum samt eftir að hittast aftur og gerir það sorgina léttbærari. Þú vissir, sem aðrir, að við Hafdís eigum von á bami eftir u.þ.b. tvo mánuði og sárt er að þú náðir ekki að sjá það. Lofa ég þér að minning þín mun lifa áfram og barnið kynnist því hversu góður og hlýr maður þú varst. Á þessari stundu fyllist hugur minn af góðum minningum, sérstak- iega um hversu glaðlyndi þitt og skemmtilegur hlátur kom fólki alltaf í gott skap. Augasteinninn þinn, hún Sigrún mín, saknar þín sárt. Við ^hsmum svo oft til ykkar vestur á Bfldudal þegar hún var yngri og varst þú aldrei léttari og kátari en þegar hún var nærri. Við áttum margt sameiginiegt og eitt er vist að áhugi á bflum var og er mikill hjá okkur. Þér leið alltaf best að aka á nýbónuðum bfl, hvað þá ef jeppi var. Áttuð þið mamma marga fallega jeppa og fóruð í mörg ferða- lögin hér innaniands með tjaldvagn- inn í eftirdragi og voru hálendisferðir í miklu uppáhaldi hjá ykkur. Þessi gen hef ég víst örugglega í mér líka og nýt mín vel á slíkum stundum. Elsku pabbi, guð veri með þér. Minning okkar um þig mun lifa að eilífu. Oll vildum við hafa þig lengur hjá okkur en fyrst kallið kom þá verðum við að lifa í sátt við guð og fagna er við sjáumst á ný. Við elsk- um þig öll. Þinn sonur, Baldur. Elsku hjartans afí minn. Blessuð sé minning þín. Eg veit að þú munt alltaf vera hjá mér, pabba og ömmu því það var síðasta óskin mín og ég bar hana upp hálftíma áður en þú fórst til himna. Og ég veit að þú skildir mig. Eg mun alltaf minnast þín sem yndislegasta, besta, falleg- asta og skemmtilegasta afa míns. Þú varst alltaf í góðu skapi og komst mér alltaf til að hlæja. Fyinrgefðu hvað ég var lítið hjá þér og ömmu síðustu árin þín, en ég mun alltaf minnast gömlu góðu daganna sem ég átti hjá ykkur á Bfldudal, þegar þú hélst í höndina á mér þegar ég horfði á Tomma og Jenna-spólurnar dal, f. 31. október 1957. Dóttir Baldurs frá fyrri sambúð er Sigrún, f. 10. maí 1980. Móðir hennar er Kristín Reynisdóttir, f. 16. mars 1961. Eiginkona Baldurs er Hafdís Björk Laxdal, f. 30. mars 1962. Dætur Hafdís- ar eru Kristín Helga Laxdal Kristinsdóttir, f. 4. febr. 1982, og Birgitta Rós Laxdal, f. 6. júní 1992. Móðir Kjartans lést þegar hann var fimm ára og fóru þá bræðurnir í fóstur. Kjartan fór til ömmu sinnar, Ingibjargar Jó- hannsdóttur, og föðursystkina og ólst upp hjá þeim í Reykjavík. Kjartan gekk í Austurbæjar- skólann og síðar í Verslunar- skólann og útskrifaðist þaðan vorið 1953. Hinn 27. maí sama ár hóf hann störf lijá Landsbanka Is- lands í Reykjavík. Vorið 1983 varð hann útibússtjóri við útibú Landsbankans á Bíldudal og lauk hann þar sínum starfsferli 1991. títför Kjartans fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. og þegar við ókum á jeppanum í sandinum á ströndinni rétt hjá Bfldudal og ég tíndi síðan skeljar og bjó til sandkastala. Þú áttir alltaf flottasta jeppann á Bfldudal og ég var alltaf svo ánægð að eiga afa sem keyrði á svona flott- umjeppa. Eg var síðasta manneskjan sem var hjá þér áður en þú kvaddir þennan heim og er það mér mjög mikils virði að hafa getað talað mikið við þig þá. Guð gefi þér góða hvfld. Þitt ástkæra barnabam, Sigrún Baldursdóttir. Það hefur verið í ki-ingum 1960 að við hjónin kynntumst þeim Kjai-tani og Jóhönnu. Kjartan vann þá í Landsbanka Islands, þar sem hann starfaði í um 40 ár í hinum ýmsu defldum. I aðalbankanum var hann í dagbók, gjaldkeri, í víxladeild og víð- ar. Síðar, um 1972, lá leiðin í austur- bæjarútibú bankans þar sem hann varð deildarstjóri og aðalgjaldkeri. Að lokum varð hann útibústjóri Landsbankans á Bfldudal þar tfl hann lét af störfum sökum aldurs. Á þess- um árum í bankanum fór Kjartan í námsferð tfl Noregs og Englands, þai- sem hann kynnti sér störf í er- lendum bönkum, sem kom honum vel síðar við uppbyggingu á gírókerfi en þar átti hann stóran þátt. Eins sótti Kjartan mörg námskeið hér heima, m.a. Dale Camegie þar sem hann varð aðstoðarkennari. Hann var alls staðar vel liðinn, skemmtilegur og hvers manns hugljúfi. Kjartan og Jóhanna áttu fallegt heimili á Hvaleyrarholtinu i Hafnar- fírði þar sem þau bjuggu með sonum sínum, þeim Haraldi og Baldri, allar götur þar til þau fluttu vestur á Bfldudal um 1983. Kjartan var mikið snyrtimenni í klæðaburði og allri framkomu, lipur afgreiðslumaður sem vildi leysa allra vanda og gekk ótrúlega vel að gera öllum til hæfis. Það var gaman að koma til þeirra hjóna á Hvaleyr- arholtið og svo síðar vestur á Bfldu- dal. Þar var engum í kot vísað. Þau hjón voru mjög samtaka um að ferð- ast um landið, og reyndar líka mikið erlendis hin seinni ár, en á þessum árum brunuðu þau um landið með tjaldvagn feikigóðan, á hinum ýmsu bflum. Þau voru miklir aðdáendur bfla. Sérstaklega man maður eftir Broneo-jeppa, B-fjórir fjórir, með mörgum og miklum stöngum á þak- inu og víðar, talstöðvum mörgum því Kjartan var mikill áhugamaður um allt sem sneri að fjarskiptatækni, mikið ef hann sat ekki í stjórn ein- hvers klúbbs um þessi mál. Þeir vin- ir Kjartans sem höfðu sams konar stöðvar og hann nutu þeirra gæfu að heyra oft á bylgjum ljósvakans kall- að: B-fjórir fjórir kallar, B-fjórir fjórir kallar, heyrir nokkur í mér? Það voru oft ansi margir að rabba saman út frá þessum merkjum. Ein ferð er okkur sérstaldega minnisstæð um Vestfírði, Látrabjarg og Suðurfirðina, en þá sem reyndar oftar var með okkur góður vinur okkar, Desmond Houd, úr National Westminster Bank í London, en hon- um hafði Kjartan kynnst í áður- nefndri ferð, og í meira en tuttugu ár hafði hann alltaf samband við okkur og gerir enn. Hann kom hingað nokkuð oft og ferðaðist með Kjartani og Jóhönnu um allt land. Okkur er ljúft að bera Jóhönnu bestu kveðjur Desmonds, honum sem öðrum finnst Kjartan hafa farið allt of fljótt. Elsku Jóhanna, við þökkum þér og Kjartani fyrir allar þær góðu ánægjustundir sem við áttum með ykkur. Slík skemmtileg kynni verða vart fundin annars staðar. Góður Guð styðji þig og styrki. Sonum þín- um og tengdadóttur, barnabarni og öllum öðrum ættingjum óskum við alls hins besta. Guðríður og Karl. Látinn er vinur minn og skóla- bróðir, Kjartan Haraldsson, eftir stutta sjúkrahúslegu, á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, 65 ára að aldri. Fyrstu kynni okkar Kjartans hófust, er við vorum bekkjarfélagar í Austurbæjarskólanum og nutum þá frábærrar handleiðslu Stefáns Jónssonar, kennara og rithöfundar. Kjartan var mjög félagslyndur og vinsæll í bekknum og heillaði alla, því hann hafði einstakt lag á að halda uppi skemmtilegum samræð- um. Námsárangur hans var góður en uppáhaldsnámsgrein hans var ís- lendingasögurnar. Úr þeim gat hann endursagt margar sögur og snjöll orðatiltæki. Árið 1949 fórum við saman í dans- skóla hjá Sigríði Ái-manns og Sif Þórs og nokkru seinna í Dansskóla Rigmor Hanson. Kjartan sýndi þar einstaka hæfileika í samkvæmisdönsum. Hann varð vinsæll nemandi og aðstoðaði þær mæðgm- Rigmor og Svövu við kennslu. Einnig tók hann þátt í fjöl- mörgum danssýningum. Eftir að við lukum barnaskólanum skildi leiðir um sinn, er ég fór í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en Kjartan fór í Verslunarskólann. Við hittumst síðan í 3. bekk Versló er við urðum aftur bekkjarfélagar í tvö ár. Þar nutum við góðrar skólastjórnar og kennslu Vilhjálms Þ. Gíslasonar og kennslu dr. Jóns Gíslasonar yfii-- kennara og fleiri ágætra kennara. Það væri hægt að skrifa langa grein um tímabilið í Versló, því þar var bæði góð kennsla og skemmtilegt fé- lagslíf. I Versló stundaði Kjartan nám sitt með sóma og náði góðum einkunnum. Á skólafélagsböllum og árshátíðum var hann hrókur alls fagnaðar og sló á létta strengi og dansaði mjög vel. I þá daga biðu stúlkurnar eftir að herrarnir byðu þeim upp í dans og þá var eftirsókn- arvert að fá að dansa við Kjartan. Hann var eiginlega hinn íslenski Fred Astaire á þeim árum. Að loknu námi í Versló héldum við góðu sambandi, fundum okkar fram- tíðarlífsförunauta, eiginkonur og börn svo og nýja vini. Og þá sem fyrr var Kjartan ómissandi, þegar hressa þurfti upp á mannskapinn frá alvöru lífsins, andlega og líkamlega, við dans og frábæra kímni. Kjartan hóf störf hjá Landsbanka íslands í Austurstræti strax eftir námslok og eignaðist þá marga vini, sem nutu návistar hans. Árin 1983 til 1991 yar hann útibússtjóri Lands- banka íslands í Bfldudal og leysti hann það starf vel af hendi. Ái-ið 1995 fór heilsu hans að hraka og átti hann erfíð tímabil vegna sjúkdóms, sem herjaði á hann miskunnarlaust, þar til yfir lauk. Við Elsa og dætur okkar vottum Jóhönnu, eiginkonu Kjartans, og sonum þeirra, Haraldi og Baldri, og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð við fráfall ein- lægs vinar og þökkum honum fyrir aliar ánægjustundirnar, sem hann veitti okkur á liðnum árum. Blessuð sé minning góðs drengs. Steinarr Guðjónsson. + Óli Geir Hösluildsson fæddist í Reykjavík 18. september 1978. Hann lést af slysför- um 10. september -*»;iðastliðinn. For- eldrar hans eru Theodóra Óladóttir, f. 15.9. 1949, og Höskuldur Pétur Jónsson^ f. 4.8. 1948. Systur Óla Geirs eru Dagný Ásgeirsdótt- ir, f. 25.4. 1971, og Kristrún Signý Höskuldsdóttir, f. 10.10. 1984. Óli Geir lauk grunn- skólaprófi frá Digranesskóla. títför Óla Geirs fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst *athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkju- garði. Elsku Óli. Við vildum bara setja niður nokkur orð til að kveðja freknótta rauðhærða «rákinn okkar. Það er svo margt m hægt er að minnast og minn- ingar okkar um þig verða ávallt í hávegum hafðar. Þú sem áttir það til að stríða okkur enda- laust áttir fullkom- lega hjarta okkar og þar verður stórt pláss upptekið bara fyrir þig. Alveg síðan þú fæddist hefur þú vafið okkur systrunum um fingur þér en hvað var annað hægt þegar horft var í fallegu augun þín. Eitt af því sem þú gast rökrætt enda- laust um við okkur var hárið á okkur og þú áleist það helgispjöll ef rætt var um klippingar. Það er án efa stærsta ástæða þess að við erum með sítt hár í dag, við gát- um ekki hugsað okkur að særa hann með því að klippa af okkur „faxið“. Mesta áhugamálið þitt var tón- list og vinir. Það var hægt að tala við þig í marga klukkutíma um tónlist, hvort sem þú varst að búa hana til sjálfur með vinum þínum eða um var að ræða tónlist uppá- haldstónlistarmanna þinna, þar sem Kurt Cobain var í hásætinu. Vinirnir áttu hug þinn og hjarta alla tíð. Við munum alltaf muna eftir endalausum röðum af strák- um í heimsókn. Þvílíkur lúxus að eiga slíkan vin sem þú varst. Það var hægt að segja þér allt og ef maður náði þér einum gast þú sagt manni allt. Við systurnar erum heppnar að hafa eignast slíkan bróður og slíkan vin. Nú þegar við kveðjum þá finnum við hvað við höfum misst mikið og söknuðurinn er mikill en við huggum okkur við að hitta þig á ný. Elsku mamma og pabbi, elsku drengurinn ykkar er horfinn á braut en saman getum við staðist þessa þraut. Núna er drengurinn okkar horfínn á braut en við get- um huggað okkur við það að núna höfum við hann alltaf hjá okkur og getum alltaf leitað tO hans ef þörf er á. Allir vinir Óla Geirs. Við vit- um að þið eigið um jafn sárt að binda og við. Hann hefði gengið í sjóinn fyrir hvem og einn ykkar. Þið verðið að standa saman núna sem aldrei fyn- og þið vitið að hús okkar er ykkur ávallt opið. Verið sterkir. Elsku Óli, hafðu það sem allra best. Við vitum að þú vakir yfir okkur þar til við hittumst á ný. Kveðja. Þínar systur, Dagný og Signý. OLIGEIR HÖSKULDSSON GUÐLAUG BJARNADÓTTIR + Guðlaug Bjarna- dóttir fæddist á Eskifirði 15. febrúar 1913. Hún lést í Reykjavík 8. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 15. septem- ber. Mig langar að minn- ast Guðlaugar móður- systur minnar, eða Laugu frænku eins og hún var alltaf köfluð hér, með örfáum orðum. Það hefur nú sennilega fáum kom- ið á óvart að komið væri að kvöldi hjá Laugu, en þó er það nú svo að alltaf hrekkur maður við þegar náinn vinur hverfur á braut. Lauga veiktist mikið fyrir tæpum fimm árum og út úr þeim veikindum missti hún heyrnina, það er ekkert smámál að heyra ekkert sem fram fer í kringum mann og ekki síst fyrir konu eins og Laugu sem fylgdist svo vel með öllu, en öll tjáskipti við hana eftir það fóru fram með skrifum og kom það sér þá vel hvað hún var dugleg að spjalla og halda uppi sam- ræðum þannig. Lauga fylgdist sér- lega vel með öllum sín- um ættingjum, vissi hvenær allir áttu af- mæli, ekki bara börn og barnabörn heldur líka systkinabörn og þeirra börn, hún var sérstaklega gestrisin og allir voru velkomnir á Sólvellina til hennar og Ásdísar. Það fékk ég og mín fjölskylda oft að reyna og ekki síst Auðunn Bjarki og Helga þegar þau voru við nám á Akureyri og vilja þau nú færa þakkir fyrir öll matarboðin og alla umhyggjuna. Hún var eins og þeirra önnur amma, hana munaði ekkert um að bæta þeim við allan sinn stóra hóp. Svona var hún og alltaf var líf og fjör í kringum hana. Eg vil að endingu þakka Laugu frænku allar skemmtilegu stundh-n- ar og við Finnbogi sendum börnum, tengdabörnum, baimabörnum, barnabarnabörnum, systkinum og öllum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar konu. Gunnhildur Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.