Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO # # # # HASKOLABIO Hagatorgi, simi 552 2140 Yfir 10.000 | áhorfendur „Sálfræðilegt meist- arestykki Duvalls um ^lfsréttlætinguna er \ vandað og með tórleljcurum I hyeA) rúmi" tom hanks saving private ryan edward burns matt damon tom sizemore björgun óbreytts ryans Ifabakka 8, simi 087 8900 og 587 8905 KEIKO ER MÆTTUR Sýnd kl. 4.50, 6.40, 9 og 11.15. b.í. 12. sidigital Sýnd kl. 4.45 og 6.50. sxDKaiTAL ás 2 LETHAL WEAPON Sýnd kl. 4.50 og 7.10 ísl tal. Kl. 9 og 11 enskt tal - ótextuð mafia! • 1 ■ ?■ * %-1 Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. J Sýnd kl. 5 og 9. www.samfilm.is Madonna móðgar Vishnú-dýrkendur MADONNA hefur margoft vald- ið kaþólikkum hugarangri í gegnum tíðina og raunar fleir- um. Nú hafa hindúar bæst í hóp- inn. Madonna virðist hafa komið illa við kaunin á þeim á afhend- ingu MTV-verðlaunanna á dög- unum þegar hún flutti lagið „Ray of Light“ í gegnsærri blússu og með andlitsmálningu hindúa. „Sviðsframkoma Madonnu þar sem austrænum trúarbrögðum var blandað saman við vestræna nautnastefnu fór ekki vel í ein- læga hindúa, Vishnú-dýrkendur og jóga-iðkendur um allan heim,“ sagði í fréttatilkynningu Heimssambands Vishnú-dýrk- enda. Madonna var með heilaga and- litsmálningu sem kallast „Vais- hnava tilak" og er tákn um hrein- leika, en í fréttatilkynningunni segir að Madonna hafí „verið með þetta heilaga merki á sama tíma og hún var í fótum þar sem geir- vörtur hennar voru greinilega sýnilegar og á meðan hún dansaði á kynferðislega ögrandi hátt við gítarleikarann [Lenny Kravitz]. Hún móðgaði hindúa og Vishnú- dýrkendur um heim allan.“ Vart þarf að taka það fram að Heims- sambandið fer fram á afsökunar- beiðni frá Madonnu. FYRSTA kvikmynd framleiðand- ans Brians Grazers sem sló í gegn var rómantíska gaman- myndin Splash frá árinu 1984 þar sem Tom Hanks varð ást- fanginn af hafmeyju. „Tom var ellefti leikarinn sem við báðum um að taka að sér hlutverkið," segir Grazer, sem síðan þá hefur framleitt myndir á borð við „Li- ar, Liar“, „Kindergarten Cop“, „Backdraft", „The Nutty Pro- fessor" og „Ransom". „Við vissum að Tom væri góð- ur leikari - en við vorum bara að leita að leikara sem myndi trekkja að áhorfendur og Tom var lítt frægur á þeim tíma.“ En margt hefur breyst síðan þá. Þegar kom að því að fá aðalleik- ara í myndina Apollo 13 vildi Gr- azer ekki fá neinn annan en Hanks, enda hafði hann þá ný- verið unnið óskarsverðlaun fyrir Fíladelfíu og Forrest Gump. „Vandamálið var að einhver uppátektarsamur umboðsmaður hafði sent Kevin Costner handrit- ið, sem þýddi að ég varð að hörfa skipulega út úr þeim samninga- viðræðum til að halda Tom í myndinni." Grazer er framleið- andi endurgerðar hrollvekjunnar Psycho sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum í desember. Tíu leikarar á undan Hanks MYNDBÖND Aular í glæpaleik Ruslpóstur (Budbríngeren) G »111 n 11111 vii il ★★★ Framleiðsla: Dan Nordahl og Peter Böe. Leikstjórn: Pál Sletaube. Hand- rit: Pál Sletaube. Kvikmyndataka: Kjell Vaeedal. Tónlist: Jochim Hol- berg. Aðalhlutverk: Robert Skjær- stad og Andrine Sæther. 88 mín. Norsk. Háskólabíó, september 1998. Bönnuð yngri en 16 ára. ÞETTA er kolsvört kómedía um undarlegt fólk í undarlegri borg í Noregi. Roy er bréfberi sem fer að hnýsast í einkamál fólksins sem hann á að þjóna. Hann er algjör ^, auli án einkalífs og reynir að hressa upp á til- veruna með því að skipta sér af öðrum í krafti embættis síns. Handritið er stórskemmti- legt, þótt maður geti ekki annað en undrast hversu illa höfundurinn fer með persónur sínar. Það eru allir hver öðrum ógeðfelldari og myrk, hrá- slagaleg sviðsmyndin er í full- komnu samræmi við svarta sýn leikstjórans. Norsk kvikmynda- gerð hefur ekki látið mikið á sér kræla hér á landi hingað til, en ef marka má árangurinn hér hlýtur það að breytast. Guðmundur Asgirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.