Morgunblaðið - 20.09.1998, Page 6
6 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Svíar ganga til þingkosninga um helgina
Reuters
AUGLÝSINGAR flokkanna setja mikinn svip á sænskar borgir þessa dagana og í þessari neðanjarðarlestarstöð í Stokkhólmi er það
Göran Persson, forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, sem brosir til fólksins.
FORTIÐARDRAUMAR
UM FRAMTÍÐINA
BAKSVIÐ
Það er eins og tíminn hafí staðið í stað í Svíþjóð á
þessu kosningatímabili, segir Sigrún Davíðsdóttir.
Spurningín er hverjum fortíðarþráin verður í hag.
Fortíðarþráin er sterkasta
tilfinningin í kosningabaráttunni,
segir Mats Svegfors ritstjóri
Svenska Dagbladet, þegar hann er
spurður hvað einkenni kosninga-
baráttuna, sem lýkur í Svíþjóð í dag. Sjálft
orðið „fortíðarþrá" heyrist reyndar ekki oft,
en það er engu að síður löngun eftir fortíð-
inni, sem liggur undir steini, þó Svíar hafi
vanist því að vera í Evrópusambandinu og
ekki einir að berjast gegn óréttlæti heimsins
eins og var á velmektardögum jafnaðar-
manna á sjöunda og áttunda áratugnum.
„Fyrir síðustu kosningar lofuðu jafnaðar-
menn til hægri og vinstri og sviku það allt,“
segir Carl Bildt leiðtogi Hægriflokksins. „Nú
er það Vinstriflokkurinn, sem lofar í allar
áttir og sópar til sín fylginu," bætir hann við
sem skýringu á uppsveiflu Vinstriflokksins
og slæmri stöðu Jafnaðarmannaflokksins.
En það er ekki aðeins Vinstriflokkurinn, sem
sópar til sín íylgi, heldur einnig Kristilegi
demókrataflokkurinn. „Ég vissi alltaf að þeg-
ar það rofaði til á annað borð,“ segir Alf
Svensson, hinn glaði flokksleiðtogi kristi-
legra, „þá yrði það svo um munaði." í kvöld
kemur í ljós hvort hreyfingar á hægri- og
vinstrivængnum staðfesta veldi jafnaðar-
manna eða hvort þær duga til stjórnarskipta.
Persónur fram
yfír málefni
Kosningabaráttan hefur farið fram á hefð-
bundinn hátt, en þó með nýju ívafi. Sjón-
varpsþáttur um flokksleiðtogana tvo, þá Gör-
an Persson forsætisráðherra og leiðtoga
jafnaðarmanna og Carl Bildt á annarri ríkis-
stöðinni hefur skekið marga. í þættinum
fylgdi fréttamaður þeim tveimur eftir um
hríð og talaði við fólk, sem þekkti þá. Áhorf-
endur fengu að vita að Persson hefði beitt
bolabrögðum til að koma sér áfram og að
Bildt hefði þann ávana að horfa á CNN, lesa
í blaði og tala við fólk. Niðurstaðan var að
báðir væru þeir ómanneskjulegir og í engum
tengslum við umhverfið. Spurt var í þættin-
um hvort slíkar manngerðir væru það sem
lýðræðið hefði best af.
Nýjung er að Svenska Dagbladet og þrjú
önnur blöð hafa daglega birt skoðanakannan-
ir unnar af skoðanakannanafyrirtækinu Sifo.
Hugmyndin er að gefa kjósendum tækifæri
til að meta hreyfingarnar, því stóru flokkarn-
ir geri sjálfir kannanir. Flokkarnir eiga ekki
næstum eins sterk ítök í kjósendum og vai-
fyrir 10-15 árum. Þá sögðust um 60 prósent
kjósenda vera jafnaðarmenn, hægrimenn eða
annað, þannig að meirihluti kjósenda áleit
sig tilheyra ákveðnum flokki. Nú telja aðeins
40 prósent sig til ákveðinna flokka.
Kjósendur liorfa frarn á við
- flokkarnir aftur á bak
Þar sem stóru flokkarnir hafa auga á þess-
um hreyfingum er forvitnilegt að bera saman
baráttuna og tölurnar. Sören Holmberg pró-
fessor í Gautaborg hefur kosniögar sem sitt
sérsvið og segir að einkum hafi barátta jafn-
aðarmanna tekið mið af þessu. Áður hafi þeir
miðað að því að fá fólk til að kjösa. Nú þurfi
þeir að telja kjósendur á sitt band.
Jafnaðarmenn leggja megin áherslu á
efnahagsframfarir undir þeirra stjórn. Fylgi
þein-a í skoðanakönnunum nú er um tíu pró-
sent minna en það var í kosningunum 1994.
Síðsumars mátti sjá straum frá þeim til
Vinstriflokksins, sem þeir hófu þá sterka
gagnrýni á. Ekkert af þessu hefur dugað, svo
líta má svo á að kosningabarátta þeirra hafi
misheppnast.
Svipaða sögu er að segja af baráttu Hægri-
flokksins. Fyrir ári hafði flokkurinn metfylgi
samkvæmt könnunum, um 35 prósent, en nú
liggur það um 10 prósentum neðar. Báðir
stóru flokkarnir hafa lagt ofuráherslu á leið-
toga sína, þó einkum Hægriflokkurinn. í þeim
flokki virðist Carl Bildt upphafið og endirinn.
Þeir sem fylgst hafa með baráttunni segja
gjarnan að þeir komi ekki auga á aðrar
áherslur en Bildt sjálfan. í ljósi skoðanakann-
ana nú virðist gildi Bildts fyrir flokkinn hafa
verið ofmetið.
Göran Persson hefur notað ómældan tíma
til að níða niður Hægriflokkinn. Samt sýna
kannanir að kjósendum er að mestu sama um
fyrri tíma. Þeir hoi’fa fram á við og vísast með
það í huga hefur Carl Bildt reynt að einbeita
sér að framtíðinni, þó hann freistist oft til að
draga upp dæmi úr stjómartíð jafnaðar-
manna. En hvorugur flokkurinn virðist hafa
dregið nokkurn lærdóm af að breski Verka-
mannaflokkurinn hefur komist langt á að
sameina frjálslyndi og hugsjónir.
Hugmyndafæð
og hugsjónaneyð
Þótt endurnýjun sé eitt vinsælasta orðið í
orðaforða Hægriflokksins, hefur hugmynda-
fræði hans lítt endumýjast. Carl Bildt hefur
nú setið sem fomiaður síðan 1986. Hann kom
inn með ferska vinda og var þá aðeins 37 ára.
Þeir sem komust til valda í flokknum með
honum vom nýfrjálshyggjumenn í anda hinn-
ar bresku Margareth Thatchers en sjálfur
var hann hrifnari af hinum þýska flokksbróð-
ur sínum Helmut Kohl, meðal annars vegna
Evrópuþankanna. Hann er fremur á þýsk-
frönsku línunni um sterkt samstarf en l)eirri
bresku um Evrópu þjóðanna. Harð-hagfræði-
línan og uppabragurinn passaði áður, en
stöðugt tal um skattatekkanir geiir það síð-
ur nú.
Mats Svegfors tekur undir að Hægi’iflokk-
urinn hafi lítið endurnýjast frá því í síðustu
kosningum, utan hvað Carl Bildt leggi nú
mikla áherslu á aðild Svía að Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu, EMU. En hann
bendir einnig á að flokkurinn hafi á undan-
förnum áratug þokað sér frá því að vera álit-
inn smáflokkur yst til hægri yfir í að vera
breiðari flokkur, sem stefnh’ á þriðjungs
fylgi, þótt það hafi ekki náðst hingað til. Um
leið verði stefnan ekki jafnskörp. „Bildt talar
ekki lengur um kerfisskipti heldur stjórnar-
skipti," segir Svegfors.
Stjórnarseta 1991-1994 dempaði flokkinn.
En það er þó fremur orðin en æðið, sem hefur
breyst að mati Svegfors. Flokkurinn hefur í
raun alltaf rekið hógværa stefnu í þinginu, þó
orðin hafi verið sterkari. Miðað við að starfs-
aldur flokksformanna hefur styst með árun-
um fer kannski að koma að þvf að Hægri-
flokkurinn þuifi að svipast um eftir nýjum
formanni. Það þykir ekki líklegt að Bildt sitji
lengi í stjórnarandstöðu, heldur hyggi þá á
störf alþjóðavettvangi. Það kemur því
kannski í hlut næsta formanns að láta draum-
inn um breiðan hægriflokk rætast.
„Við verðum að lækka skatta til að skapa
störf,“ segir Bildt þegar hann lýsir stefnu
sinni. „Það benda allir sérfræðingar á þetta.“
Skattalækkunai-menn hafa mikið til síns
máls. Skattaáþján er hvergi meiri en í Sví-
þjóð, þar sem skattarnir nema 53 prósentum
þjóðarframleiðslu. Bildt hafnar allri gagnrýni
á þessa stefnu og bendir á sjöliða atvinnu-
sköpunaráætlun hægriflokkanna í samhengi
við skattalækkanir. En kjósendur vilja heyi’a
fleira en sjöliða áætlanir og skattalækkunará-
form. í Danmörku tókst hægriflokkunum
ekki að ná hylli kjósenda með skattalækk-
unaráformum og hvorki í Svíþjóð né Dan-
mörku er nokkur skattauppreisn í gangi.
Mats Svegfors bendir á að Svíar trúi á
samstöðu og skatta, sem þeir fái mikið fyrir.
Það er fremur slök þjónusta en háir skattar
sem þeim gremst, þó ljóst sé að Svíar verði
með tímanum að nálgast evrópskt meðallag.
Jafnaðarmönnum hefur tekist vel upp í stjórn
efnahagsmála, en þegar til lengri tíma er litið
óttast margir að stefna eða öllu heldur
stefnuleysi Göran Perssons vísi fremur norð-
ur og niður en upp og fram á við.
Meginmálin í kosningabaráttunni, skattar
og fjölskyldustefna, skipta flokkunum skýr-
lega í hægri og vinstri. En straumurinn ligg-
ur ekki til stóru flokkanna tveggja heldur til
Vinsti-iflokksins og Kristilegra demókrata.
Ýmsir benda á að ástæðan sé að þessir flokk-
ar hafi ákveðnar hugsjónir um framtíðina og
tali mikið um þær andstætt hugsjónalausu
ráðstöfunartali hinna. Kjósendur vilja hug-
sjónir, ekki hagfræði.
Norskar aðstæður eru
sænsk kosningagrýla
„Það verður kauphallarskjálfti sama hver
niðurstaðan verður," segir spakvitur leigubíl-
stjóri er hann hugleiddi útlitið í vikunni. Aðr-
ir reyna að spá fyrir með nákvæmari hætti.
Allt bendir til að jafnaðarmenn muni tapa
fylgi miðað við síðustú kosningar. Horfurnar
eru þá veiklaður Jaftiaðarmannaflokkur og
metsterkur Vinstriflokkur. Önnur framtíðai’-
sýn er í ætt við norskar aðstæður þar sem
jafnaðaimönnum tekst ekki að ná saman við
neinn um samstarf og til staðar er Hægri-
flokkur, sem ekki tekst heldur að ná saman
stjórn. Þá gæti hugsanlega komið upp norsk
staða með stjórn litlu flokkanna á miðjunni
undir forystu kristilegra demókrata. Við
þessu varaði Torbjörn Jagland, formaður
norskra jafnaðarmanna, í Svíþjóðarheimsókn
nýlega.
Sú staða er þó ekki líkleg, því bæði Mið-
flokkurinn og Þjóðarflokkurinn eru í fall-
hættu og hefðu varla mikla burði jafnvel þótt
þeir skriðu yfir fallmörkin. Með aukið fylgi
kristilegra í huga hefur því einnig verið fleygt
að þeir gætu komist í aðstöðu til að leiða
hægi-istjórn.
A grundvelli skoðanakannana er auðveld-
ast að sjá fyrir sér einhvers konar jafnaðar-
mannastjórn þrátt fyi-ir allt, en það boðar
vart gott að hún muni verða svo háð Vinstri-
flokknum. En einnig er hugsanlegt að Pers-
son muni kúvenda eftir kosningar, leggja upp
fjárlög í anda hægriflokkanna með skatta-
lækkanir, sem Erik Ásbrink fjármálaráð-
herra segir óhjákvæmilegar þegar til lengri
tíma verði litið. En ef flokkui’inn fer illa út úr
kosningum þarf Persson kannski ekki síður
að huga að eigin stöðu en flokksins.
„Það verður ekki snúið aftur til foitíðarinn-
ar og velferðarkerfisins, eins og það var,“
segir Ásbrink óhikað. En það er þó ekki þessi
boðskapur, sem flokkurinn hefur rekið. Þvert
á móti hefur hann gefið fortíðardraumum
undh’ fótinn. Rikisbúskapui’inn hefur verið
tekinn föstum tökum, en annars verið látið
eins og allt væri óbreytt í heiminum. Það gæti
komið honum í koll í dag því kjósendur eru
ekki eins einfaldir og stjórnmálamenn virðast
oft halda. Kjósendur horfa til framtíðarinnar,
sem er meira en margir sænskir stjórnmála-
menn megna.