Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 10

Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 10
10 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fámenn þjóð, komin af fáum, er nú undir smásjá vísindamanna út um víða veröld. Vísindaleg gögn um líf kynslóða gætu skip- að íslandi í forystu á sviði líf- tækni og erfðavísinda. Bernhard Pálsson er prófessor við Kali- forníuháskólann í San Diego í Bandaríkjunum og hefur stofn- að líftæknifyrirtæki. Gunnar Hersveinn innti hann eftir hug- myndum um hátækniiðnað á Is- landi. Bernhard leggur einnig fram tillögu að öðruvísi gagna- grunni með heilsufarsupplýsing- um en gert er ráð fyrir í frum- varpi heilbrigðisráðherra. á • „Hvert er svarið ef upplýsingum um kynvillu, áfengissýki eða ofbeldi er bætt við upplýsingar um ættir og heilsufar?“ • „Ég tel að hér séu góð tækifæri í há- tækniiðnaði og ég hef áhuga á að miðla reynslu minni að utan.“ HJÁ flestum þjóðum hafa kynþættir bland- ast og hægara sagt en gert að öðlast heildar- sýn yfir ættir, erfða- merki og heilsufarssögu þegnanna. íslendingar eru hinsvegar komnir af fáum og geta tiltölulega greiðlega rakið ættir sínar nánast til land- náms. Þjóðin er því eftirsóknarverð bæði í augum vísindamanna og við- skiptamanna. I frumvarpi heilbrigðisráðherra um gagnagrunn á heilbrigðissviði birtist áhugaverður möguleiki sem sýnir að hægt er að setja á laggirn- ar miðlægan grunn sem geymir mildlvægustu upplýsingarnar úr sjúkraskrám allra landsmanna. Reiknað er með að Islensk erfða- greining ehf. vinni og reki grunninn með sérleyfi til 12 ára.. Upplýsingamar í gagnagrunnin- um verða tvídulkóðaðar og undir strangri öryggisgæslu og eru ekki rekjanlegar til einstaklinga. Upp- lýsingarnar geta verið mikils virði þegar þær eru skoðaðar í tengslum við DNA-erfðamerki og ættfræði ís- lensku þjóðarinnar og leitt til þess að meingen finnist hraðar en ella og flýti einnig, ef lyf og meðferð finnst, fyrir mögulegri lækningu á tiltekn- um sjúkdómum. Tromp íslendinga, sem aðrar þjóðir í heiminum hafa sennilega ekki á hendi, er einkum spil erfða- sögunnar; ættfræði, vefjasýnabank- ar, lífsýnabankar og góðar heilsu- farsupplýsingar. Fyrir vikið þurfa vísindamenn landsins sennilega styttri tíma en útlendir keppinautar til að komast að niðurstöðum, svo lengi sem þeir hafa yfir góðri tækni og tækjum að ráða. Annað líftæknifyrirtæki, önnur hugmynd Frumvarpið um gagnagrunninn hefur fengið mikla umfjöllun hjá mörgum stofnunum og einstakling- um sem hafa oftlega efast í umsögn- um sínum um tilgang þess og óttast þeir iðulega að sérleyfi til ísienskr- ar erfðagreiningar veiti rekstrar-' leyfishafa ógnvekjandi völd í vís- indasamfélaginu. Spurt hefur verið eftir öðrum leiðum til að ná sömu markmiðum: Að auka þekkingu til þess að bæta heilsu og efla heil- brigðisþjónustu. Urður, Verðandi, Skuld (UVS) er annað íslenskt fyrirtæki innan erfðavísinda og byggist á annarri hugmynd. Bemard Örn Pálsson prófessor í lífverkfræði við Kali- fomíuháskólann í San Diego í Bandaríkjunum stofnaði UVS í sumar með Snorra Þorgeirssyni, Tryggva Péturssyni og Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, og er stefnt að því að hefja starfsemi núna á haustmánuðum. „Það er margt sem bendir til þess að hægt verði að komast fyrr að ýmsum niðurstöðum innan erfðavís- indanna hér á landi en annars stað- ar,“ segir Bernhard, „hér er ætt- fræðin framarlega, vefsýnabanki sem inniheldur sýni frá mörgum kynslóðum, hér er auðveldara að fá lífsýni en í öðrum löndum og heilsu- farssagan skráð. Það er því rúm fyrir nokkur fyrirtæki." Islensk erfðagreining ætlar á næstu árum að finna meingen 12 þekktra sjúkdóma. „Leitin að mein- genum er aðeins einn þáttur í þess- um iðnaði og hugmyndin um mið- lægan gagnagrunn aðeins einn möguleiki af mörgum," segir hann. Hver er óttinn við miðlægan gagnagrunn? Hugmynd Bemhards og UVS hvílir á ættfræðigrunni og gagna- banka með heilsufarsupplýsingum þjóðarinnar og er hann kallaður dreifður eða aðskilinn grunnur. „í miðlægum gagnagrunni eru allar heilsufarsupplýsingarnar sam- tengdar og hægt að skoða þær í samhengi við t.a.m. upplýsingar frá SÁÁ,“ segir Bernhard, „í dreifðum gagnagrunni yrðu upplýsingar í hólfum, t.d. SÁÁ í einu og upplýs- ingar frá Krabbameinsfélaginu í öðru, og enginn kæmist í allar upp- lýsingarnar í einu.“ Bernhald reikn- ar einnig með að í dreifðum gagna- grunni sé minni hætta á að óvið- komandi fái aðgang. Hann ímyndar sér að auðveldara verði að taka afrit af miðlægum gagnagrunni en að- skildum. Aftur á móti er þetta efni sem tölvufræðingar þurfa að glíma við og ekki verður svarað hér: Hvort er hægara að gæta upplýs- inga í miðlægum eða aðskildum gagnagrunni? Aðskildur gagnagrunnur yrði a.m.k. miklu þyngri í vöfum en mið- lægur gagnagrunnur, að mati Bern- hards. Hann segir að takmörk yrðu fyrir því hvaða upplýsingar megi skoða saman og fara þyrfti fram á samþykki einstaklinga fyrir tiltekn- um rannsóknum. „Fólk hefur ekki áhyggjur af því að nota miðlægan gagnagrunn til að fmna meingen eða sem hjálpartæki í leitinni að lækningu á tilteknu krabbameini. Því eru allir fylgjandi og þetta er hægt að gera án miðlægs gagna- grunns, því ef krabbamein er áber- andi í tilteknum ættum eru skyld- menni iðulega tilbúin til að koma í rannsóknir og hjálpa til við að finna meingenið.“ „Óttinn snýst um að nota hann til að bera upplýsingarnar í honum saman við hegðunarmynstur og persónueinkenni," segir hann, „hvað kemur t.a.m. út ef upplýsing- um um kynvillu, áfengissýki, af- brota- eða ofbeldisferil er bætt við upplýsingar um ættir og heilsufar? Ég myndi telja að fyrir slíkri sam- keyrslu upplýsinga þyrfti vissulega samþykki einstaklinga." Hver er kostnaðurinn á bak vlð upplýsingarnar „Það eru tvennskonar upplýsing- ar sem hér er um að ræða,“ segir hann. ,Annarsvegar eru ýmsar op- inberar upplýsingar og skrár. Þess- ar upplýsingar eru skráðar á pappír

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.