Morgunblaðið - 20.09.1998, Page 11
MORGUNB LAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 11
hjá ýmsum stofnunum, og nokkrar
eru nú þegar tölvuvæddar. Pær eru
fremur „ódýrar" m.t.t. miðlægs
gagnagrunns. Ef til vill er hægt að
fá erlendar stofnanir til að stvrkja
gerð aðskilds gagnagninns sem
inniheldur þessar upplýsingar svo
lengi sem hann yrði ekki einokað-
ur,“ segir Bernhard.
Hinsvegar ér um líffræðilegar
uppíýsingar að tefla, sem teljast
„dýrar“ upplýsingar. „Pað kostar
u.þ.h, 70 þúsund krónur að gera
genaskimun á einstaklingi. Fyrir
þessar upplýsingar verða líftækni-
íyrirtældn að borga sjálf. Ef upp-
lýsingarnar verða í miðlægum
gagnagrunni yrðu þær dýrasti hlut-
inn,“ segir hann.
1., 2., 3., meingen, tjáning
og lyfjaleit
í líkani Bernhards um aðskildan
gagnagrunn eru nefnd fjögur mögu-
leg svið sem fyrirtæki gætu starfað
innan. Meingen kallast eitt og innan
þess hefur íslensk erfðagreining
ehf. þegar sérhæft sig. „Þar eru
meingenin fyrst kortlögð og síðan
klónuð," segir Bernhard. Annað
svið kallast tjáning en innan þess
starfar nú eitt stærsta fyrirtækið á
genomj'es-sviðinu (sem er hluti af
líftækni). Það er Incyte og felast
rannsóknir í því að rannsaka
próteinnotkun gena í ýmsum
frumutegundum. „Slegið er á að í
mannslíkamanum séu u.þ.b. 100
þúsund gen. Hver fruma notar
u.þ.b. 5.000 gen. Breytingar í tján-
ingu á genum eru mælanlegar og er
hægt að nota slíkar uppjýsingar til
að klóna gen sem tengjást þeirri
starfsemi í frumum sem breytist.
• „Hér eru gögn sem þeir sem þróa
tækni iða í skinninu eftir að komast í
til að prófa nýju tækin sín.“
• ,,UVS ætlar í samstarf við rannsókn-
arstofnanir í landinu og einnig að
hefja nýja tegund
þegar þau eru eðlileg, og hvernig
afbrigðileg. Líffræðin stefnh- á að
búa til ákveðin tölvulíkön sem sýni
tiltekna starfsemi í frumum. Bern-
hard hefur stundað rannsóknir á
þessú sviði og unnið að því að setja
upp líkön sem spá fyrir um hvemig
frumur bregðast við ýmsum áreit-
um. Rannsóknarhópur hans hefur
m.a. byggt slík líkön af bakteríum
sem valda sjúkdómum í mönnum.
„Öll þessi fyrirtæki eiga að mínu
mati að rúmast á Islandi og þarfn-
ast samvinnu starfandi lækna,“ seg-
ir Bemhard, „og vegna gagnanna
hér er líklegt að fýrirtæki sem sér-
hæfir sig í líkanabyggingu eigi góða
möguleika. Svar við sjúkdómum
eins og brjóstakrabbameini er
nefnilega ekki einhlítt. Það felst
ekki aðeins í að fínna tiltekið mein-
gen hér á landi. Brjóstakrabbamein
er ekki einn sjúkdómm-, heldur
margir. Lyfið sem.binst við viðtak-
ann HER 2, og hiefur verið notað við
meininu, virkar t.a.m. aðeins á 10%
þeirra sem em með brjóstakrabba-
mein en ekki á hina, Lausnin handa
öllum er því ekki fúndin þótt gena-
röð verði kortlögð óg genið klónað.
Framtíðin felst sennilega í að sjúk-
af rannsóknum.“
dómum eins og brjóstakrabbameini
og hvítblæði verður skipað í kvíar
og lækning miðuð við einstaklinga.
Byggð verða til dæmis líkön eftir
eigin vefjum sjúklings og lyfjameð-
ferð ákveðin á persónulegum nótum
eftir tegund krabbameinsins og því
hvernig hann brýtur niður lyfin.“
Jarðvegur fyrir fyrirtæki á sviði lík-
anabygginga ætti að vera fyrir
hendi hér á landi eftir u.þ.b. tvö ár
að mati Bernhards.
Niðjar Ingólfs safna í sjóð
Aðskilinn gagnagrunnur er upp-
lýsingaveita í huga Bernhards sem
t.d. lyfjafyrirtæki geta keypt upp-
lýsingar úr með spurningum sem
spanna afmörkuð svið. „Og það er
íslenska þjóðin sem á þessar upp-
lýsingar. Hún er að selja hold sitt
og blóð og því þarf hún að tryggja
að eitthvað verði eftir í landinu þeg-
ar þessu tímabili líkur líkt og Norð-
menn gera vegna olíuauðlindarinn-
ar,“ segir hann. Þetta tækifæri á Is-
landi er tímabundið vegna þess að
eftir e.t.v. 1.0 ár verður m.a. búið að
kortleggja mannsgenin.“
Heildarmynd Bernhards af gena-
menginu felur í sér sjóð sem kallast
LA JOLLA-svæðið sem Kaliforn-
íu-háskólinn í San Diego er á. í
stóru byggingunni fremst er líf-
verkfræðideildin til húsa en þar
starfar Bernhard. í nánd við
hana er hin þekkta Salk-stofnun,
sem Francis Crick rak um skeið,
en Crick uppgötvaði mólikúl-
byggingu DNA. Einnig sést hvar
Scrippt-hafrannsóknastofnunin
er niður við ströndina. Til hægri
er Scrippts-líf- og læknisfræði-
rannsóknarstofnunin og yfir eitt
hundrað ólík líftæknifyrirtæki.
Staðurinn er einn af helstu líf-
tæknisvæðum í Bandaríkjunum.
Þessi aðferð er öndverð kortlegg-
ingu og eftirfylgjandi klónun á
meingenum. Tjáningin breytist eftir
lífsháttum og fæði. Kannað er m.a.
hvernig tjáningin er öðruvísi í sýkt-
um vef en heilbrigðum. Snorri Þor-
geirsson hefur t.a.m. klónað ýmis
gen með þessari aðferð.
Þriðja sviðið kallast lyfjaleit og er
háhraðaleit að lyfjum. Þá er farið
beint í að kanna áhrif t.d. 100 þús-
und mögulegra efnasambanda á lif-
andi frumur og getur það leitt til
lyfjaformúlu.
4. Líkanabygging
Fjórða sviðið kallast líkanabygg-
ing og er hugsað til að búa til stærð-
fræðilíkön um hvernig ferlin eru í
frumunum, hvernig þau hegða sér
Niðjar Ingólfs. „Gagnagrunnurinn
er þjóðareign og þess vegna þarf að
spyrja um umbun fyrir notkunina.
Ættartöl Islendinga eru notuð sem
hjálpartæki, lífsýni og sjúkrasaga
líka. Fyrir þetta þurfa fyrirtæki
sem náð hafa fótfestu og gert hafa
stóra samninga við lyfjafyrirtæki að
greiða að mínu mati,“ segir hann.
Hann nefnir líka sem dæmi að
það tíðkist í útlöndum að borga fyr-
ir lífsýni og sýna megi fram á að ís-
lensk lífsýni séu verðmætari en
önnur og því eigi það að vera hluti
af kostnaði kaupenda að upplýsing-
um héðan að greiða fyrir þau og sá
peningur gæti runnið í sjóðinn Niðj-
ar Ingólfs. Þaðan kæmu því pening-
ar til að greiða hluti eins og heilsu-
gæslu og rekstur á Háskólanum
sem ríkið annars þyrfti að borga.
Aastrom: mannsfrumur
ræktaðar á tilraunastofu
Bernhard og félagar undirbúa nú
starfsemi Urðar, Verðandi, Skuld-
ar. „UVS sýnir að rúm er fyrir fleiri
en eitt fyrirtæki á líftæknisviðinu.
Fyrir utan samstarf við Krabba-
meinsfélagið um leit að meingenum
er fyrirtækinu ætlað að starfa við
lyfjaleit," segir hann.
Hann segir að kallað hafi verið
eftir starfskröftum sínum heim en
hann hafi hingað til starfað úti. „Ég
er prófessor og frumkvöðull og hef
góða reynslu af því að reka líftækni-
fyrirtæki," segir hann, „mér er sagt
að það séu ekki margir Islendingar
sem hafi sambærilega reynslu."
Árið 1988 stofnaði hann fyrirtæk-
ið Aastrom Bioscience í Michigan-
fylki í Bandaríkjunum en þar starf-
aði hann sem prófessor í efnaverk-
fræði við Michigan-háskólann í Ann
Arbor. „Árið 1991 var fram-
kvæmdastjóri ráðinn til starfa hjá
Aastrom, en árin 1994-1995 fékk ég
leyfi frá störfum við háskólann til að
einbeita mér að fyrirtækinu. Á
þessum árum öðlaðist ég víðtæka
reynslu í því að reka fyrirtæki. En
sjö árum frá stofnun þess ákvað ég
að selja hlut minn - og árið 1997 var
fyrirtækið gert að almenningshluta-
félagi. Ég hafði lokið verki mínu eða
m.ö.o. gert það sem ég hafði sér-
þekkingu á.“ Núna starfa yfir 70
manns hjá Aastrom.
Fyrirtækið sérhæfir sig í að
hanna tæki til að rækta manns-
frumur á tilraunastofum. Það rækt-
ar upp beinmerg sem settur er aft-
ur í fólk í meðferð, einnig blóðfrum-
ur og frumur ónæmiskerfisins. Eða
til að rækta frumur til að brjósk
grói aftur. Hér er um erfðalækning-
ar að ræða sem felast í því að setja
lifandi frumur með heilbrigðum
genum aftur í fólk og er það gert í
stærri skömmtun en áður hefur
þekkst. Hugmyndin er að Aastrom
geti þróað leið til að skipta um
mannsfrumur á ódýrari, fljótlegri
og öruggari hátt en nú er. Áastrom
er með nokkur einkaleyfi út á þá
tækni sem það hefur þróað.
Oncosis: dauði
yfir krabbameini
Bemhard starfar nú við Kaliforn-
íuháskólann í San Diego sem pró-
fessor, situr í vísindaráðum og er
ráðgjafi hjá nokkrum líftæknifyrir-
tækjum. Hann hefur núna stofnað
annað fyrirtæki í Bandaríkjunum.
Það heitir Oncosis og þróar tækni
til að hreinsa upp krabbameins-
frumur úr beinmerg sem ætlaður er
til notkunar aftur í sjúklingum.
Mergflutningur af þessu tagi hefur
hingað til takmarkast við að ekki
hefur verið hægt að fækka sýktum
frumum í beinmerg. Markmið
Oncosis er hinsvegar að hreinsa eig-
in beinmerg sjúklinga. Hann þarf
því ekki á merggjafa að halda.
Tækni Oncosis felst í því að vinna
bug á eftirfarandi vandamáli: Þegar
mergur er dreginn úr sjúklingum
fylgja sýktu frumurnar með og þeg-
ar hann er settur aftur inn eftir
lyfja- og geislameðferð sjúklinga
fara krabbameinsfrumurnar aftur í
líkamann með mergnum. „Tækni
Oncosis tekur hinsvegar hverja ein-
ustu krabbameinsfrumu sem er í
mergnum og drepur þær allar áður
en mergurinn er settur aftur í sjúk-
linginn," segir hann.
„Með þátttöku minni í UVS von-
ast ég til með að geta hjálpað til
með þrfiun fyrirtækja í líftækniiðn-
aði á íslandi," segir Bernhard, „því
ég tel að hér séu góð tækifæri í há-
tækniiðnaði, og ég hef áhuga á að
miðla reynslu minni að utan. Hug-
myndin felst annars vegar í því að
ná árangri með samstarfi við þær
rannsóknarstofnanir sem eru fyrir í
landinu og hinsvegar að setja upp
nýja tegund af rannsóknum í fyrir-
tækinu sjálfu.“
Hann segir að algengt sé að
svona fyrirtæki séu tvö til þrjú ár að
koma undir sig fótunum með fé
frumfjárfesta og eftir það séu þau í
stakk búin til að gera stóra samn-
inga. Hann segir að íslensk erfða-
greining ehf. hafi í raun sannað að
hér sé jarðvegur til að ná fyrr ár-
angri en gengur og gerist hjá öðr-
um þjóðum. Ástæðan felst í aðgangi
að óvenjulegum gögnum og þjóð og
þeirri raðgreiningartækni sem nú
er stunduð. Héðan kemur ekki ný
tækni, heldur felast verðmætin í
gögnunum. „Hér eru gögn sem þeir
sem þróa tækni iða í skinninu eftir
að komast í til að prófa nýju tækin
sín, ekki bara greiningartæki held-
ur líka úrvinnslutæki á upplýsing-
um,“ segir hann.
Bemhard segist verða að treysta
orðum forsætisráðherra um að
frumvarpið um miðlægan gagna-
grunn hefti ekki starfsemi annarra
líftæknifyrirtækja. „Frumvarpið er
á hinn bóginn ekki ennþá komið
fram í sinni endanlegu mynd,“ segir
hann, „hugmyndin er að grunnurinn
verði sérfyrirbæri sem aftri ekki
annarri nýsköpun. Ég veit samt að
það eru margir logandi hræddir um
að svo verði.“
Alltumlykjandi
mál á ferðinní
Samningur íslenskrar erfða-
greiningar og Hoffmann-LaRoche
og væntanlegt frumvarp um mið-
lægan gagnagmnn á heilbrigðis-
sviði hefur vakið athygli vísinda-
manna um allan heim og áhuga rit-
stjóra vísindatímarita eins og Nat-
ure Biotecnology og Nature Genet-
ics sem ætla að skrifa langar grein-
ar í októberheftin sín um þetta mál.
,Ástæðan er að erfðagreiningar-
tæknin hefur þróast hraðar en
menn óraði fyrir og að flest samfé-
lög eiga eftir að ákveða hvernig þau
ætla að bregðast við,“ segir Bem-
hard, „mönnum finnst því mjög
spennandi að fylgjast með því
hvernig tekið verður á þessu hér á
landi.
Menn eru að velta því fyrir sér
hvort hægt verði að spá fyrir um
lífslíkur með erfðagreiningu og
hvort hægt verði að skipuleggja líf
sitt út frá henni eða hvort byggja
megi líftryggingu á genum eða
tengja þau við ofbeldishneigð eða
hvaðeina öðra. Einnig hvort menn
vilji vita hvað genin spái fyrir um
þótt alltaf sé um líkindi að ræða.
Siðferði-, félags- og hagfræðileg-
um spurningum er enn ósvarað og
það verður æ meira knýjandi að
takast á við þær. Augu manna bein-
ast því hingað vegna þess að frum-
varpið er fyrsta sinnar tegundar í
heiminum og um er að ræða svo
margar grundvallarspurningar sem
samfélög eiga eftir að glíma við og
svörin eiga eftir að gjörbreyta
þeim.“
Hann segir að útlendingum komi
einnig á óvart hversu jákvæð þjóðin
er að leyfa aðgang að gögnum sín-
um og hversu samvinnuþýtt fólk er.
„I mörgum löndum er erfitt að fá
fólk til að veita lífsýni og iðulega
þarf að greiða fyrir það. Fólki er
einnig illa við að gefa upp persónu-
legar upplýsingar. Hér búa hins-
vegar fúsir sjálfboðaliðar," segir
hann.
„Miðlægur gagnagrannur er nyt-
samlegt rannsóknartæki - en marg-
ir eru hræddir við það. Ég hef verið
beðinn um að leggja fram aðra hug-
mynd að gagnagrunni á heilbrigðis-
sviði. Ég tel hana raunhæfa og
heillavænlega fyrir íslenskt vísinda-
samfélag," segir Bernhard Pálsson,
„vegna þess að í víðara samhengi er
hér alltumlykjandi mál á ferðinni.
Þetta er ekki hreppapólitík um að
einn fái brú og annar gagnagmnn,
því umhverfið sem líftæknifyrir-
tækjum verður skapað hér fer undir
alþjóðlega smásjá."