Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNURDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 13
Synir George Bush sækja fram í bandarískum stjórnmálum
gerði föður hans svo frambærilegan
stjórnmálamann.
Nýtt fj ölsky ldu veldi
UPP er að risa í Bandaríkjunum
nýtt fjölskylduveldi, sem hefur alla
burði til að verða áhrifameira en
sjálf Kennedy-ættin. Þessi fjölskylda
er að sönnu sterkefnuð og metnaðar-
full en verður að öðru leyti tæpast
borin saman við Kennedy-ættina;
áhrifamestu sönnun þess í banda-
rísku þjóðlífi að sitthvað er gæfa og
gjörvileiki. Höfuð nýja fjölskyldu-
veldisins er George Bush, forseti
Bandaríkjanna frá 1989 til 1993, en
merkið bera nú synir hans tveir Ge-
orge yngri og Jeb. Gangi áætlanir
þeirra piltanna eftir kann eldri bróð-
irinn, George, að feta í fótspor föður
síns og gerast hæstráðandi í Hvíta
húsinu í Washington. Svo kann að
fara að fyrsta atlagan verði gerð árið
2000.
Til skemmri tíma hefur fjölskyld-
an þó sett sér öllu hófstilltara mark-
mið. Nú er kröftunum beint að því að
tryggja' Jeb embætti ríkisstjóra
Florida, eins mikilvægasta ríkisins í
Bandaríkjunum í stjórnmálalegu til-
liti. Eldri bróðirinn hefur einmitt
sama starf með höndum í næsta ná-
grenni, nánar tiltekið í Texas, sem
telst ekki síður til stórvelda í banda-
rískum stjómmálum. Jeb Bush verð-
ur í framboði í ríkisstjórakosningun-
um í Florida í nóvember og hreppi
ættin hnossið aukast líkur á að Geor-
ge láti til sín taka í forkosningum
Repúblíkanafiokksins vegna forseta-
kosninganna árið 2000.
Þetta þykja geðslegir bræður, ekki
síður en faðir þein'a og ekki má
gleyma móðurinni, Barböru Bush,
holdtekju bandarisku eiginkonunnar
og ömmunnar, sem ávallt lumai' á
smákökum, brownies, í kökuboxinu
góða. Að þessu leytinu gæti nýja ætt-
arveldið ekki verið ólíkara því eldra;
heldur ógeðfelldai' myndii' hafa verið
dregnar upp af Kennedy-fjölskyld-
unni á síðustu árum og tæpast verður
dregið í efa að karlpeningurinn þar
hefur löngum átt erfitt með að fóta
sig á siðferðissvellinu. Þegar reynt
var á sínum tíma að bendla Bush for-
seta við framhjáhald þóttu þær full-
yrðingar ósmekklegur brandai'i og
enginn tók þær alvarlega.
Önnur atlaga í Florida
Jeb Bush, sem er 45 ára og hefur
auðgast heiftarlega á landakaupum
og fasteignaviðskiptum, hefur nú
nokkuð traust forskot á helstu
keppinauta sína í ríkisstjórakosning-
unum í Florida, ef marka má skoð-
anakannanir. Kann hefur breytt
nokkuð málflutningi sínum frá 1994
er hann sóttist fyrst eftir embætti
þessu og horfið frá þeim einstreng-
ingslegu kennisetningum hægri-
repúblíkana sem trúlega urðu hon-
um þá að falli þótt mjótt væri á mun-
unum. Hann leggur nú áherslu á að
hann sé maður umburðarlyndur og
minna fer en áður fyrir herskáum yf-
ii’lýsingum um fóstureyðingar, lög
og reglu og nauðsyn þess að skera
niður velferðarkerfið. Ekki verður
annað séð en hann eigi
góða möguleika á að sigra
Kenneth „Buddy“ McKay,
núverandi aðstoðar-ríkis-
stjóra og frambjóðanda
Demóki'ataflokksins. ———
Þarna má búast við hörku-
viðureign enda demókrötum umhug-
að um að stöðva framsókn Bush-
veldisins.
Þegar heimasíða Jeb Bush er köll-
uð upp á netinu býðst gestum að lesa
ávai-p fi-ambjóðandans á spænsku.
Hann talar enda þessa heimstungu
reiprennandi. Honum hafa líka verið
hæg heimatökin, kona hans,
Columba, er fædd í Mexico og börn
þeirra eru nokkuð dökk yfirlitum.
Sagt er að Bush afi kalli börnin „litlu
dökku krílin“ („los morenitos" á
spænsku) og greinilegt er að henta
þykir að halda þessum tengslum við
spænskumælandi minnihlutann á
lofti í Florida.
Breytt pólitískt landslag
Og það ekki að ófyrirsynju. Póli-
tískur skriðþungi fólks sem er af
rómönsku bergi brotið er trúlega
Reuters
SYNIR George Bush, fyrrum Bandai-íkjaforseta á flokksþingi repiíblíkana í Kaliforníu. George yngri, ríkis-
stjóri í Texas, er til vinstri en við hlið hans er yngri bróðirinn, Jeb, sem hyggst nú hreppa sama starf í
Florida.
Synir George Bush,
fyrrum forseta, láta nú
mjög til sín taka í
bandarískum stjórn-
málum. Asgeir Sverris-
son segir frá bræðrun-
um og hvernig þeir
reyna að höfða til
spænskumælandi kjós-
enda, sem sífellt verða
áhrifameiri í Banda-
ríkjunum.
Vinnusamir,
heiðarlegir og
hófsamir
hvergi mefri en í Florida og Texas.
Nú er enda svo komið að börn
spænskumælandi innflytjenda eru
orðin fleiri í Bandaríkjunum en börn
blökkumanna. Nánar tiltekið era
börn spænskumælandi undir 18 ára
aldri nú 10,5 milljómr í Bandaríkjun-
um, 35.000 fleiri en börn blökku-
manna á sama aldri.
Stefnir því allt í að spádómar sér-
fræðinga síðustu árin rætist;fólk af
rómönsku bergi brotið verður orðið
fjölmennasti minnihlutahópurinn í
Bandaríkjunum árið 2005. Arið 2020
verður meira en fimmta hvert barn
________ sem fæðist í Bandaríkjun-
um af þessum uppruna.
Þetta mun gjörbreyta
hinu pólitíska landslagi og
raunar er þeiira breytinga
þegar tekið að gæta veru-
lega í bandarísku stjóm-
Keuters
GEORGE Bush sver embættiseið forseta 20. janúar 1989 og Barbara
horfír öldungis hugfangin á. „Starfsmálaáhugi" fjölskyldunnar er
sýnilega „genetískur" því synir þeirra hafa fetað í fótspor föðurins og
faðir hans var þingmaður.
málalífi. Þessi minnihlutahópur telur
nú um 30 milljónir manna og mikill
meirihluti þessara kjósenda býr í
þungavigtarríkjum í bandarískum
stjórnmálum. Nægh- þar að nefna sjö
ríld'.Kaliforníu, Texas, Florida, Nevv
York, Illinois, Aiizona og Colorado. í
þessum ríkjum er að finna tvo þriðju-
hluta þeirra svonefndu kjörmannaat-
kvæða sem frambjóðandi þarf að
vinna í kosningum til að standa uppi
sem forseti Bandaríkjanna. Þótt hinfr
spænskumælandi sldptist í ýmsa
hópa og hafi eins og aðrir mismun-
andi stjómmálaskoðanir sameinar
tungumálið þá. Og af því eru þefr
stoltfr enda er spænska í mikilli sókn
víða um heim.
Gore við suðumark
Bill Clinton forseti sótti mikinn
stuðning til þessa þjóðfélagshóps ei'
hann hreppti forsetáembættið í
fyrsta skiptið í kosningunum haustið
1992. Hann sigraði í öllum þeim ríkj-
um þar sem hinir spænskumælandi
eru fjölmennir að Texas og Colorado
undanskildum. Um 72% þessara
kjósenda studdu Clinton en þess má
geta að repúblíkanar hafa mest náð
að vinna hylli 37% hinna rómönsku
og var það 1984 er Ronald Reagan
var endurkjörinn forseti með fá-
heyrðum yfirburðum.
Mun það ekki síst vera af þessum
sökum sem A1 Gore, núverandi
varaforseti Clintons og líklegasti
frambjóðandi Demókrataflokksins,
er tekinn að bregða fyrir sig
spænsku er hann ávarpar kjósendur
í þessum mikilvægu ríkjum í suð-
austurhluta Bandaríkjanna. Ef
marka má nýlega frásögn sem birt-
íst í hinni spænsku útgáfu tímarits-
ins Newsweek þarf Gore þó á
kennslu að halda í málinu. Þannig
lýsti hann yfir því á fundi í Texas að
hann væri „sjóðheitur" þegar hann
hugðist upplýsa viðstadda um að
heitt væri í veðri.
Sterkir í Texas
Þessar staðreyndir um hina
breyttu samsetningu þjóðfélagsins
eru Bush-veldinu fullljósar. Og Jeb
Bush er ekki einn um að nýta sér
hin spænsku tengsl sér til fram-
dráttar í stjórnmálunum. Eldri
bróðirinn, George, ríkisstjóri Texas,
er einnig prýðilega mæltur á
spænska tungu þótt ekki sé vald
hans á málinu hið sama og bróður
hans. George yngri kemur iðulega
fram í viðtölum sem fram fara á
spænsku og hann hefur ákaft reynt
að höfða til þessa hóps á þeim árum
sem hann hefur byggt upp pólitískt
vígi sitt í Texas. Hann hefur t.a.m.
verið því hlynntur að hinum
spænskumælandi gefist kostur á
menntun á móðurtungu sinni að því
tilskyldu að þeir hinir sömu geti þá
einnig staðist þau próf sem yfirvöld
menntamála leggja fram á ensku í
ríkinu. Hann hefur þegar náð að
tryggja sér stuðning ýmissa þungar-
vigtarmanna af rómönskum ættum á
neðri stigum stjórnsýsl- _________
unnar sem mun án vafa
reynast þungt á metunum
í nóvember er hann sæk-
ist eftir endurkjöri.
Samanburður er vissu-
lega erfiður en nái Bush-
bræðurnir að verða ríkisstjórar sam-
tímis í Texas og Florida er ljóst að
því verður einungis jafnað við upp-
gang þeiira John F. og Robert
Kennedy á sjöunda áratugnum. Nái
tjölskyldan síðan að senda George
yngri til Washington svo skömmu
eftir að faðir hans hafði húsbónda-
vald í Hvíta húsinu verður það ein-
stakur pólitískur viðburðm-. Víst er
að sá er draúmur Bush eldri, sem
raunai' skorti ekki fyrirmyndfr frek-
ar en synina á sínum yngri árum;
faðir hans var öldungadeildai’þing-
maður.
Áhrifamenn innan Repúblíkana-
flokksins fylgjast grannt með fram-
göngu Bush-bræðranna og fullyrt er
að rið þá séu miklar vonfr bundnar.
Beinist því athyglin mjög að eldri
bróðmTium, George sem er 52 ára og
þykir hafa til að bera flest það sem
Húfsamur og hæfur stjórnandi
George er maður snyrtilegur, yfir-
tak kurteis og þykir prýðilega glæsi-
legur á velli. Líkt og faðir hans er
hann talinn til hófsamra repúblíkana
og af þeim sökum á hann undir högg
að sækja á meðal þefrra sem lengst
era taldir til hægi-i í flokknum og
mesta áherslu leggja á félagsmál af
ýmsum toga í nafni kristinnar trúai'.
(Reynslan kennir að þessir hópai’
eru jafnan áhrifamiklir á fyrstu stig-
um forkosninga Repúblíkanaflokks-
ins). George yngri þykir vinnusamm-
með afbrigðum eins og Bush forseti
en líkt og faðirinn sýnist hann ekki
vera hugsjónamaður.
Það þykir líka hafa hjálpað honum
á þeim tæpu fjórum árum sem hann
hefur verið ríkisstjóri Texas. Þar
segja menn að honum hafi einum
fárra flokksbræðra sinna tekist að
ná árangri og vinsældum einfaldlega
með því að tryggja góðan og skil-
virkan ríkisrekstur. Efnahagslífið
stendur í blóma og skattar hafa verið
lækkaðir um upphæð sem svarar til
um 70 milljarða hérlendra króna.
Hertar refsingar eru sagðai’ hafa
skilað umtalsverðum árangri og
skólai’ munu hafa batnað verulega.
Á þessi atriði hefur Bush kosið að
leggja áherslu í stað hefðbundinna
málefna hægri repúblíkana á borð við
fóstureyðingar og bænahald í skól-
um. Það kunna kjósendur í Texas
sýnilega að meta og vel getur verið
að yngi-i bróðirinn, Jeb, hafi sótt hin-
ar nýju áherslur sínar í kosningabar-
áttunni í Florida í smiðju til bróður
síns. Síðan spillir ekki fyrir að 13
milljónir dollara (rúman milljarð
króna) er að fínna í kosningasjóði Ge-
orge yngri og ljóst að fallbyssurnar
verða dregnar fram geri frambjóð-
andi demókrata, Gary nokkur
Mauro, sig líklegan tO að vinna upp
forskotið sem virðist traust.
George yngri, sem hefur háskóla-
próf bæði frá Yale og Harvard og
flaug áður herflugvélum eins og faðir
hans, hefur heldur reynt að forðast
tal um mögulegt forsetaframboð árið
2000. En jafnframt hefur hann sagt
að hann muni ekki skuldbinda sig til
að sinna ríkisstjóraembættinu næstu
fjögur árin því svo geti farið að
Repúblíkanaflokkurinn afráði að
leita til hans. Óformlegar kannanir
sem farið hafa fram í röðum
repúblíkana gefa til kynna að um-
talsverður stuðningur sé við að Ge-
orge Bush gefi kost á sér. Og til
mai’ks um undirbúninginn er haft
fyrir satt að kosningasveit hans sé
þegar búinn að tryggja sér einkarétt
á veffanginu Bush2000.com.
Á eigin forsendum
Nafnið getur vissulega reynst tví-
bentur ávinningur í bandarískum
stjórnmálum sem annars staðar. Ái-ið
1994 reyndu demókratar að gera lítið
úr þeim bræðram með því að fullyrða
að fyrir þeim vekti einfaldlega að
nýta sér nafn föðurins enda væru
þeir báðir pólitískir léttvigtarmenn,
sem aldrei hefðu þurft að hafa fyrir
nokki’u í lífi sínu. Nú er staðan allt
önnur. George yngri hefur sannað sig
sem stjórnmálamaður og yngri bróð-
irinn er sýnilega í mikilli sókn auk
þess sem ekki verður frá honum tek-
ið að hann byggði sjálfur
frá grunni upp fyrirtæki
það sem hann stýrir nú í
Florida og færði hann í
tölu auðmanna.
Faðirinn frægi sá vitan-
lega um pólitískt uppeldi
þeirra bræðra og að hætti pólitískra
fjölskyldna í Bandaríkjunum gerðist
George ræðuskrifaii og ráðgjafi föðm’
síns er hann sigraði George Dukakis í
forsetakosningunum 1988. Tíu áram
áður hafði George yngri boðið sig
fi’am til þings og fengið að kynnast
því hvemig er að bíða ósigur.
En þrátt fyrir þetta keppast þeir
bræður við að vinna pólitíska sigra
sína á eigin forsendum. Bush forseti
heldur sig til hlés á opinberum vett-
vangi en enginn vafi leikur á að allar
stærri ákvarðanir eru bornar undir
hann. Og vera kann að hann standi
frammi fyrir einni slíkri af stæiri
gerðinni á allra næstu mánuðum.
Takist Jeb Bush að bæta embættis-
bústað ríkisstjóra Florida við hinar
pólitísku fasteignir fjölskylduveldis-
ins þarf að ákveða hvort blásið skuli
til sóknar að Hvíta húsinu.
Þarf Gore að
hefja nám í
spænsku?