Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Allir geta speglað sig í ævintýrinu um Dimmalimmu Leikhópurinn Augnablik frumsýnir ævin- týrið um Dimmalimm og svaninn í Iðnó í dag, sunnudag, kl. 14. Orri Páll Ormars- son leit við á æfingu og heyrði hljóðið í leikstjóranum og tónlistarfólkinu sem , , , . , , . Morgunblaðið/Árni Sæberg setur Sterkan SVip a synmguna. DIMMALIMM (Harpa Arnardóttir) heíllast strax af svaninum og lofar að h<“inisa“kja iiann á degi liverjum. LJÓTA galdrakerlingin ginnir prinsinn góða til sín. Þorsteinn Bachmann og Ólafur Guðmundsson í hlutverkum sínum. ÖLL ÞEKKJUM við ævintýrið um Dimmalimm, prinsessuna prúðu sem dag einn fær leyfi til að kanna lífið utan hallar- garðsins. Kemur hún að vatni þar sem hún hittir stóran og fallegan svan, sem er í raun prins í álögum. Hefur forljót galdarkerling kallað ógæfuna yfir hann. Svanurinn er dapur, sem von er, og Dimmalimm ákveður að heimsækja hann á hverjum degi. Vináttan vex, og þar kemur að því, eftir ná- kvæmlega ár, að Dimmalimm leysir prinsinn úr álögunum með góðvild sinni og hug- rekki. Sjónleikinn um Dimmalimm, sem frumsýndur verður í Iðnó í dag, unnu meðlimir leikhóps- ins Augnabliks upp úr Sög- unni um Dimmalimm eftir list- málarann Mugg. Er þetta í annað sinn sem Augnablik tek- ur Dimmalimm upp á sína arma, því árið 1992 vann leik- hópurinn farandsýningu upp úr ævintýrinu. Var hún sýnd um víðan völl, meðal annars á leikskólum og í Kramhúsinu. Ásta Arnardóttir leikstjóri segir sýninguna nú töluvert frábrugðna fyrri sýningunni - hún hafí vaxið og dafnað. Meira sé í hana lagt, bæði með hliðsjón af leiklist og tónlist. „Þessi sýning hefur verið unn- in í góðri samvinnu leikhús- og tónlistarfólks. Hjá svona litl- um leikhópi er verkaskipting- in yfírleitt ekki eins njörvuð niður og hjá stóru leikhúsun- um og við höfum svo sannar- lega öll þurft að bregða okkur í hin ýmsu hlutverk á æfinga- tímanum. Þetta hefur verið al- veg rosalega skemmtilegt.“ Fyrir börn á öllum nldri Ásta segir að sýningin sé í senn trú ævintýrinu og mynd- um Muggs. „Fyrir vikið er sýningin mjög myndræn sem er vel við hæfí þegar lífinu er blásið í Dimmalimm. Þá er mikill galdur í henni. Mér líð- ur stundum eins og ég sé í ijöl- leikahúsi." Að áliti Ástu má lesa ýmis- legt út úr ævintýrinu um Dimmalimm - eins og svo mörgum goðsögum. „Þetta er ævintýri fyrir börn á öllum aldri - það geta allir speglað sig í því, hvort sem þeir eru íjögurra ára eða áttræðir. Dimmalimm Ijallar auðvitað fyrst og fremst um kærleikann og vináttuna, sem við verðum að gefa okkur tíma til að leggja rækt við, en einnig hug- rekkið. Það þarf hugrekki til að yfirgefa sitt verndaða um- hverfí og halda út í óvissuna eins og Dimmalimm gerir í sögunni. Dimmalimm er því ekki aðeins þæg og góð, held- ur líka hugrökk." Tónlistin í sýningunni er eftir Atla Heimi Sveinsson og var samin fyrir listdansupp- færslu Þjóðleikhússins á Dimmalimm árið 1970. Er hún flutt af Guðrúnu Birgis- dóttur flautuleikara og Peter Máté píanóleikara - uppi á sviðinu. „Við höfum bæði unn- ið töluvert í leikliúsunum en það verður að segjast að sjaldnast fáum við að flytja tónlistina inni í sýningunni. Það er spurning hvort við sé- um komin á grátt svæði í okk- ar stéttarfélagi," segir Guð- rún með bros á vör og Peter bætir við að það sé sérstak- lega óvenjulegt fyrir píanó- leikara að vera þátttakandi í leiksýning^u með svo beinum hætti. Skrifuð af innsæi Bæði bera þau lof á tónlist Atla Heimis. Hún sé gidlfalleg og hafí svo sannarlega staðist timans tönn. „Þessi tónlist er skrifuð af miklu innsæi, eins og Atla Heimi er einum lagið. Hann hefur einstakt lag á því að semja tónlist í hinum ýmsu stflum," segir Guðrún og bætir við að það sé aðdáunarvert að Þjóðleikhúsið hafí fyrir bráð- um þijátíu árum fengið nú- tímatónskáld í fremstu röð til að semja tónlist fyrir börn. Tónlist Atla Heimis við Dimmalimm var flutt á tón- leikum í Gerðubergi í fyrra, þar sem leiklistin kom einnig við sögu. Guðrún og Peter Ieggja aftur á móti áherslu á, að sú uppákoma og sýningin 1 Iðnó séu tvennt ólíkt. „Það var skreyttur tónleikalestur, ef svo má að orði komast, þetta er leikhús!" Leikendur í Dimmalimm eru Harpa Arnardóttir, Þorsteinn Bachmann og Ólafur Guð- mundsson. Björg Vilhjálms- dóttir hannar leikmynd og búninga og Jóhann Pálmason og Geir Magnússon sjá um ljósin. Dimmalimm verður sýnt í Iðnó um helgar í vetur og að sýningu lokinni verða leikhús- gestir leystir út með brauði sem þeir geta gefið öndunum og svönunum á Tjörninni fyrir framan leikhúsið. Ljóst má því vera að mögulegir prinsar og prinsessur í álögum munu njóta góðs af sýningunni. Þannig á það að vera! Wout Oosterkamp syngur í Norræna húsinu KAMMERTÓNLEIKUM í Norræna húsinu á sunnu- dag kl. 17, syngur hollenski bass-baritónsöngvarinn Wout Oosterkamp lög eftir Beethoven, Schubert, Brahms, Fauré, Debus- sy og Ravel. Undirleikari á píanó er Jan Willem Nelleke. Þetta eru fyrstu kammrtónleikarnir af tíu í röð tónleika með listamönnum víðsvegar að sem haldnir verða í Norræna húsinu á tvegga vikna fresti í vetur. Wout Oosterkamp hefur frá 1986 verið kennari við Konunglega tón- listarskólann í Haag. Hann stund- aði nám í söng og píanóleik við tón- listarskólann í Maastrict. Hann hélt fram söngnámi hjá Bodi Rapp í Amsterdam eftir að hafa lokið pí- anónámi hjá Jean Antonietti. Hann nam franskan ljóðasöng hjá Pierre Bemac í París. í júní 1985 fékk Wout Oosterkamp hollensk tónlist- arverðlaun sem eru mesta viður- kenning sem er veitt ungum ein- leikumm í Hollandi. Þessi verðlaun gerðu honum það kleift að stunda nám hjá hinum þekkta kennara Lola Rodriguez y Áragon í Madrid. Hann hefur sungið á tónleikum um nær alla Evrópu auk Ameríku og verið í upptökum bæði hjá sjón- varpi og útvarpi. Nokkur sam- tímatónskáld hafa tileinkað Wout Oosterkamp óperuhlutverk í verk- um sínum. Jan Willem Nelleke, píanóleik- ari, stundaði nám við tónlistarskól- ann í Haag og í Utrecht hjá Else Krijgsman og Thom Bollen. Hann útskrifaðist sem einleikari og sér- fræðingur í kammertónlist. Vinnur með stórum hópi söngvara Hann hefur sérhæft sig í undir- leik með ljóðasöngvurum. Hann vinnur með stórum hópi söngvara og hljóðfæraleikara. Ahugi hans hefur einkum beinst að tónlist lítt þekktra tónskálda, einkum hol- lenskra og hefur hann einnig stundað tónsmíðar sjálfur. Jan Willem Nelleke starfar við Kon- unglega tónlistarskólann í Haag. Hann leikur með nokkrum kamm- ersveitum og kemur reglulega fram með Sinfóníuhljómsveitinni í Haag. Á hinum m'u tónleikum, sem koma í kjölfarið, er von á Peter Verduyn Lunel, flautuleikara og Elísabetu Waage hörpuleikara, norsku söngkonunni Bettinu Smith ásamt Jan Willem Nelleke píanó- leikara, Rúnari Oskarssyni, klar- inettuleikara ásamt Söndru de Bruin píanóleikara og Sigurði Bragasyni, söngvara og Vovka As- hkenazy píanóleikara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.