Morgunblaðið - 20.09.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 20.09.1998, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Arabíska er feimið tungumál Sargon Boulus Sargon Boulus er Iraki sem býr yfír þeirri óvenjulegu reynslu að vera arab- ískt ljóðskáld sem hefur jafnframt verið þátttakandi í bandarísku ljóðlistalífí frá því á sjöunda áratugnum. Hann er eitt af áhrifamestu núlifandi ljóðskáldum í hin- um arabíska heimi. Um þessar mundir dvelur hann í listamannabænum Schöpp- ingen í Þýskalandi þar sem Einar Örn Gunnarson hitti hann að máli. RIÐ 1961 birti hann fyrst ljóð og smásögur í Beirút. Síðar fór hann til Banda- ríkjanna og hvarf inn í banda- rískt þjóðlíf þar til hann birtist aftur í Arabíu um miðjan síðasta áratug með útgáfu ljóðasafns sem nefnist „Arrival in Where - City“. Hann er nú á sextugsaldri, hefur þýtt yfir á arabísku mörg af helstu ritverkum hins vest- ræna heims allt frá Shakespeare að Allen Ginsberg. Sargon Boulus hefur búið víðsvegar, til að mynda í San Franeieo, París, London og Köln. „Þó að ég hafi ferðast víða og dvalið á ólíkum stöðum þá er það bernska mín sem mótað hefur skáldskap minn öllu öðru frem- ur,“ segir Sargon Boulus. „Ég held að þetta eigi við um alla þá sem skrifa og komnir eru fram yfír miðjan aldur. Þegar ég yrki þá hvarflar hugurinn aftur til uppruna míns, til þeirra hughrifa sem búa í bernskuveröld minni þannig að ég sé viðfangsefnið í nýju ljósi. Ég fæddist í smábænum AJ- Habbaniya sem stóð við uppistöðu- lón. Af þeim sökum setur vatn svip sinn á táknrænar myndir í Ijóðum mínum. í bænum var fræg bresk herstöð og faðir minn vann þar. Ein af mínum fyrstu, Jjúfu minn- ingum er þegar hann fór með mig inn á herstöðvarsvæðið þar sem ég sá þann ólíka heim sem Bretarnir bjuggu í. Þetta vakti sterk hughrif hjá mér og ég var heillaður af Bret- unum en þá gerði ég mér heldur ekki grein fyrir hvað bjó að baki veru þeirra. Þeir höfðu í raun her- tetóð landið. Á unglingsárum flutti fjöl- skylda mín til Kirkuk sem er ber- angursleg borg í norðurhluta landsins. Engin vötn eða uppi- stöðulón var þar að fínna en áin Al-Qa’em rennur þar af miklu afli þrjá mánuði ársins. Þess á milli var farvegur hennar skraufþurr. Síðasta ljóðabók mín, „Witnesses on the Shore“, dregur nafn sitt af ljóði sem ég samdi um á. Farveg- ur hennar er þurr um óratíma en skyndilega flæðir hún yfir bakka sína og drekkir þá íbúum þorps sem stendur við hana. Fólkið í Kirkuk var ólíkt því sem ég átti að venjast, það átti djúpar rætur á þessu landsvæði, hafði lifað þar mann fram af manni. Eftir því sem árin líða sé ég æ betur hversu þessir flutning- ar á milli ólíkra menningarsvæða hafa haft áhrif á mig. Ég byrjaði að skrifa þegar ég var tólf ára gamall og birti mitt fyrsta ljóð tveimur árum síðar. Á mínum yngri árum skrifaði ég gjarnan fimm til sex ljóð á dag en þau voru hvort tveggja í senn í styttra lagi og hrá. Ég hef aldrei getað lagt frá mér pennann frá því ég var dreng- ur því þegar töfrar orðanna hafa einu sinni náð tökum á einhverri sál þá er ómögulegt að lifa án þeirra. Foreldrar mínir höfðu hvorugt verið í skóla og áttu því eriftt með að stólja þá áráttu mína að sitja inni og skrifa á meðan jafnaldrar mínir léku sér. Mamma hvatti mig sífellt til að taka þátt í leikjum annarra og njóta æskunnar. Hún varaði mig við að sitja lengi við skriftir og lestur því að ég væri á góðri leið með að eyðileggja í mér augun. Af menningarlegum, trúar- legum og pólitískum ástæðum var lítið svigrúm til að skrifa í heima- landi mínu. Árið 1961 fékk ég birt sextán ljóð í framsæknu tímariti sem gefið var út í Beirút. Þetta var að sjálfsögðu mitól hvatning íyrir mig og varð þess valdandi að ég flutti þangað síðar. Áhugi minn á enskri tungu vaknaði á unglings- árunum. Ég lagði mig í líma við að nálgast enskar bækur sem ég las af áfergju. Ferð mín til Beirút var erfið því ég var bæði auralaus og án vega- bréfs. Ég fór landleiðina sem tók tvo mánuði en hún er eftirminni- legt ævintýri. Ég dvaldi þar í tvö ár og vann við blaðamennsku. Þá var gullöld í Beirút, frelsisstraumar léku um þá fögru borg. Þó að Beirút byggi yfir sínum kostum þá fannst mér með tíman- um hún verða heldur lítil fyrir þá drauma sem ég bar í brjósti. Ég ákvað því að fara til Ameríku en sú ferð var ektó átakalaus þar sem mig skorti meðal annars vegabréf. Ég lenti í ýmsum hremmingum en fyrir velvilja bandarísks sendi- herra komst ég til New York og þaðan til San Francico. I San Francico var mitól gerjun á þeim tíma. Hippar settu svip sinn á borgina og beat-skáldin voru í hávegum höfð. Þetta er borg fordómaleysis. Þar eru höf- undar móttætólegir fyrir nýjung- um og ólíkir starfsbræðrum í New York sem gangast upp í evrópsku menningarsnobbi. í San Francico mætast ólítór menningarstraumar. Þar gætir áhrifa frá öllum álfum heimsins og það er ákjósanlegt umhverfi fyrir skáld. Ég var þar í fjölda ára og það kom aldrei fyrir að mér leidd- isteina einustu mínútu. í Ameríku tók ég að vinna að þýðingum af ensku yfir á arab- ísku. Að mínu mati er listin við að þýða fólgin í að endurskapa text- ann. Beinar þýðingar eru erfiðar og oft beinlínis óframkvæmanleg- ar. Þegar ég þýði þá ímynda ég mér hvernig hljómur verksins væri ef hann hefði upphaflega verið skrifaður á arabísku. Eg endurskapa verkið og laga það að hljómfalli arabískrar tungu. Ég hef þýtt ólíka texta, til dæmis sonnettu eftir Shakespeare, ljóð eftir Shelley þar sem ég endur- skrifaði það á arabískri nútíma mállýsku. Það má segja að arabískan sé feimið tungumál því það sam- þykkir ekki erótísk orð og er því erfitt að finna til að mynda hent- ug orð yfir kynfæri. Ég hef reynt að vinna frjálslega með tungu- málið og í stað þess að nefna hluti berum orðum gef ég þá í skyn þannig að merkingin kemst til skila. Slíkt hefur reynst nauðsyn- legt við þýðingar á verkum höf- unda á borð bið Allen Ginsberg. Við þýðingu mína á Howl þurfti ég að vinna lengi að ljóðinu til að koma þeim krafti sem í verkinu bjó til skila. Ég endurskapaði „beat-tungumálið“ úr ensku yfir á arabísku en til þess þurfti ég meðal annars að finna nýja hrynjandi og framsetningu. Ég leitaði víða fanga, til dæmis í Kóraninum. Til að skapa „arab- ískt beat“ krufði ég arabískuna til mergjar, snéri upp á málfræð- ina og skapaði ný orð. Ég fékk þýðinguna á Howl ekki birta fyrr en 10 árum eftir að ég lauk við hana. Arabískan býr yfir mörgum stórkostlegum möguleikum á sviði ljóðagerðar og mér fmnst það vera forréttindi að fást við að skrifa á henni. Að nokkru leyti má segja að ljóðagerð og þýðingar mínar hafi verið erfið, ströng og vanþákklát vinna. Eftir að hafa skrifað í 30 ár er ekki laust við að ég verði pirr- aður á því að sjá hvemig hálfgerð- ir bjánar virðast vera að ná undir- tökunum í heiminum. Þar á ég við menn sem eiga milljarða og lifa munaðarlífi. Öll dagblöð og tímarit eru undir þeirra stjórn. Á sama tíma sitja skáldin og vinna hörðum höndum að framgangi tungumáls- ins. Að velja sér að vera skáld af einlægni er einhver heiðarlegasta köllun sem hægt er að þjóna í líf- inu. Á sjöunda áratugnum las ég fyrst sögu eftir Halldór Laxness en það var Salka Valka í arabískri þýðingu. Andrúmsloft sögunnar vakti hjá mér hugmyndir um ver- öld sem var ólík öllum öðrum, langt í norðri; veröld snjós og sagna. Síðar las ég enska þýðingu á Sjálfstæðu fóltó og Heimsljósi. Laxness er stórkostlegt sagna- skáld og í bókum hans er Island ímyndunarveröld sem verður raunveruleg. Frásagnarmáti Lax- ness er heillandi og fyrir mér inn- leiddi hann töfraraunsæið löngu á undan suður-amerískum höfund- um. Hann varð þeim jafnframt fremri. Ég met verk Laxness meira en Hamsuns og tel hann vera öllum öðrum norrænum rit- höfundum fremri. Mannshvörfin í Öskju kjarninn í sögulegri skáldsögu ÁRIÐ 1907 voru þrír Þjóðverjar, tveir vísindamenn og teiknari, við rannsóknarstörf í Öskju. Tveir þeirra reru á báti út á Öskjuvatn. Eftir það spurðist ekkert til þeirra og af þeim fannst hvorki tangur né tetur þrátt fyrir víðtæka leit björgun- armanna. Þriðji. maðurinn, sem var jarðfræðingur, gaf ákveðna skýringu á atburðinum en gat ekki sannað að hún væri rétt. Mannfræðingurinn og rithöfund- urinn Gerrit Jan Zwier hefur skrifað sögulega skáldsögu um þennan atburð sem heitir á frummálinu De knoop van Ijs- Iand og var gefin út fyrir tveim árum í Hollandi. Bókin hefur verið íslenskuð og heitir nú Ráð- gátan. Sagan er sögð af leið- sögumanni sem kemur ásamt unnustu hins látna jarðfræðings til Islands til að freista þess að leysa ráðgátuna um manns- hvörfin. Gerrit, sem hér var staddur með hópi hollenskra ferðalanga, segir að hann hafi fyrst heyrt um þennan atburð hjá íslenskum leiðsögumanni er hann var á sínu fyrsta ferðalagi um Island árið 1974. Þá sýndi leiðsögu- maðurinn honum vörðu sem unnustan hafði hlaðið til minn- ingar um mannsefni sitt. „Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar að ég heyrði að unnustan hafði gifst Ieiðsögumanninum en þá ákvað ég að setja þessa sögu í skáldlegan búning," segir Ger- rit. Gerrit er spurður að því hvort hann komi með sína eigin lausn á ráðgátunni um afdrif Þjóðverj- anna tveggja. „Nei, minn metn- aður stóð ekki til þess að varpa nýju ljósi á þessa atburði. Mín skrif felast fremur í því að setja þá í rétt umhverfi og gera per- sónumar trúverðugar. Við gerð bókarinnar studdist ég við skrif unnustunnar Ine von Gmbkow sem skrifaði bók um ferð sína til íslands sem heitir Reisebilder aus Island og hefur verið þýdd á íslensku. Einnig las ég bókina Is- land eftir leiðsögumanninn Hans Reich. Til þess að geta lýst vett- vangi atburðanna kom ég tvisvar til Islands. Og til þess að geta sett mig inn í aðstæður á Islandi í byrjun aldarinnar kynnti ég mér ferðasögur útlendinga sem fóru um ísland í byrjun aldarinnar auk þess sem ég studdist við þýska ferðaleiðsögubók sem kall- ast Baedeker. Það skemmtilega við efnisöflunina var að ég hitti nokkra afkomendur þeirra bænda sem vora í björgunarleið- angri sem fór til Öskju til að freista þess að finna mennina tvo. Þetta færði mig nær atburð- unum.“ Ráðgátan er fyrsta skáldsaga Gerrit en hann hefur skrifað ferðabækur auk þess sem hann skrifar um ferðalög í dagblöð í heimalandi sínu. Fyrir tæpum tíu árum kom út eftir hann bók um ísland sem hann nefndi Land van grote eenzaamheid eða eins og titillinn gæti útlagst á ís- lensku, Land hins mikla ein- manaleika. Bókin er ferðasaga hans sjálfs en Gerrit hefur margoft komið til íslands og þá meðal annars með hollenska ferðamenn. Gerrit segist hafa sérhæft sig í skrifum um lönd á norðlægum slóðum. Nýlega kom út eftir hann önnur ferðabók sem heitir Het Nordelijk Gevoel sem eru ferðasögur hans frá Lapplandi, Grænlandi, Norður- Morgunblaðið/Júlíus Gerrit Jan Zwier Kanada, íslandi og fleiri norð- Iægum löndum. Að sögn Gerrits hefur skáldsagan Ráðgátan fengið góð- ar undirtektir en verið er að prenta fjórðu útgáfuna. Bókin er gefin út í kilju af Máli og menn- ingu en Þorgeir Guðlaugsson þýddi úr hollensku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.