Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 28
28 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Líföndun
Að anda er að lifa
Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið I líföndun 3. og 4. október.
Langar þig til að fá aukna starfsorku og lífsgleði og sjá líf þitt í skýrara Ijósi?
Langar þig til að opna fyrir nýja möguleika og finna gleðina í líðandi stundu?
Ef við lærum að anda léttar verður líf okkar ósjálfrátt léttara
Nýturþú andartaksins1
Hildur Jónsdóttir sími 564 5447 oq 895 9447.
Bókanir og allar nánari upplýsingar.
Förðun
- fyrir þig
• Námskeið i dag- og kvöldförðun.
Ingibjörg Dolberg
snyrti- og förðunarmeistari
• Nýjustu straumar í förðun kynntir
• Áhersla lögð á eðlilega förðun sem gefur frísklegt útlit.
• Einungis eru notaðar förðunarvörur
frá Estée Lauder.
• Þátttakendur fá tösku með
snyrtivörum frá Estée Lauder
• Aðeins fjórir þátttakendur
á hvert námskeið.
• Námskeiðið er eitt þriðjudags-
kvöld frá kl. 17.00 til 19.30
eða föstudag kl. 15.00-17.30.
Skráning í síma 551 7762 eða
sendið nafn og símanúmer á fax 551
SNYRTISTOFA - SNYRTIVÖRUVERSLUN
BANKASTRÆTI 14 • SlMI 551 7762
TAP ehf.
SJÚKRAÞJÁLFUN OG ÆFINGASTÖÐ
HLÍÐASMÁRA 14
200 KÓPAVOGI
Sl'MI 564 5442
SJÚKRALEIKFIMI
Leikfimi fyrir þá sem þurft hafa að þola langvinn og erfið veikindi.
Hentar t.d. lungnasjúklingum og þeim sem þurft hafa að ganga í
gegnum meðferð vegna krabbameins.
Lcikflmin er ætluð þeim sem eru í mjög lélegu líkamlegu ástandi og
þurfa að vinna upp þrek og þol fyrir athafnir daglegs lífs.
- Léttar og hægar hreyfingar undir rólegri tónlist.
- Öndunaræfingar
- Styrktar- og þolaukandi æfingar í standandi og sitjandi stöðu.
- Liðkandi æfingar og slökun.
- Kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00 — 13.45.
- Leiðbeinandi er Joost van Erven, löggiltur sjúkraþjálfari.
LÉTTLEIKFIMI
Leikfimi fyrir konur á öllum aldri sem ekki treysta sér í palla- eða
hoppleikfími en þurfa á góðri og rólegri leikfími að halda undir
markvissri og vandaðri leiðsögn. Upplögð leikfími fyrir konur sem
ckki hafa stundað leikfími áður eða eru að byrja eftir langt frí.
- Rólegar hreyfingar sem auka þoi og styrk þar sem lögð er áhersla á
æfingar fyrir bak-, kvið- og rassvöðva, auk grindarbotnsvöðva, undir
léttri tónlist.
- Aðeins 12 konur í hverjum hópi.
- Teygjuæfingar og slökun.
- Kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 18.30 — 19.30.
- Leiðbeinendur eru Unnur Sandholt og Rakcl Gylfadóttir, löggiltir
sjúkraþjálfarar.
LEIKFIMI FYRIR KONUR MEÐ
BEINÞYNNINGU
Leikfími fyrir konur sem greinst hafa með beinþynningu. Námskeið
þetta hentar einnig vel þeim konum sem komnar eru af léttasta skeiði
og treysta sér ekki í almenna leikfími. Lögð er áhersla á :
- Rólegar hreyfingar sem reyna á þungaburð og jafnvægi.
- Að viðhalda og auka liðleika um stirð liðamót.
- Leiðbeiningar um vinnustellingar og hreyfingar við athafnir daglegs lífs.
- Teygjuæfmgar og slökun.
- Góða persónulega leiðsögn, aðeins 12 í hverjum hópi.
- Kennt verður á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum kl. 10.30 — 11.15.
- Leiðbeinandi er Rakel Gylfadóttir, löggiltur sjúkraþjálfari.
Frír aðgangur að rúmgóðum og björtum tækjasal innifalinn í
námskeiðsgjaldi. Námskeiðin hefjast 30. september og lýkur 30.
nóvember. Námskeiðsgjald er 7500 kr. Allar nánari upplýsingar fást hjá
sjúkraþjálfurum Táps ehf., I síma 564 5442.
SAGAN SKOÐUÐ í
VESTURFARASETRI
Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir
VALGEIR Þorvaldsson.
VESTURFARA-
SETRIÐ á Hofsósi
geymir upplýsingar
um aðstæður og ör-
lög fjölmargra vest-
urfara. Valgeir Þor-
valdsson hefur af
miklum stórhug og
hugsjónaeldi barist
fyrir að koma þessu
safni á fót og reka
það. Setrið á nú í
vök að verjast vegna
fjárskorts en verið
er að leita leiða til
þess að tryggja fjár-
hagslegan grundvöll
fyrir rekstri þess.
Blaðamaður Morg-
unblaðsins heimsótti
Vesturfarasetrið fyrir skömmu
og skoðaði það. Ekki er annað
hæg^t að segja en vel hefur verið
til þess vandað á allan hátt, bæði
hvað snertir umgjörð og inni-
hald. Setrið gegnir nú þegar
mikilvægu hlutverki fyrir alla
þá sem eiga ættingja í Vestur-
heimi og þá ekki síður fyrir hina
fjölmörgu Vestur-Islendinga
sem hingað sækja og vilja kom-
ast í samband við ættingja sína
hér.
„Grundvallarrit fyrir þá sem
leita ættingja sinna er Vestur-
faraskrá Júm'usar H. Kristinsson-
ar sagnfræðings sem út kom árið
1983, skömmu eftir andlát hans. I
þeirri skrá er að finna upplýsing-
ar um brottför og áfangahöfn
flestra þeirra sem héðan fóru
vestur um haf á tímabilinu 1870
til 1914, eða rösklega 14.200
nöfn,“ sagði Valgeir er rætt var
um leit Vestur-íslendinga að rót-
um sínum á Islandi, en þetta fólk
leitar í siauknum mæli til Vestur-
farasetursins til að fá þær upp-
lýsingar sem fyrir hendi eru.
Setrið er þannig upp sett að í
máli og myndum er saga vestur-
ferðanna rakin. En hvers vegna
skyldi Valgeir hafa fengið svo
óslökkvandi áhuga á vesturför-
um og örlögum þeirra sem raun
ber vitni? „Ég á mikið af ætt-
ingjum í Vesturheimi og hef
einu sinni heimsótt
þá. Á uppvaxtarár-
um mínum á Þrast-
arstöðum hér í sveit
var töluvert rætt um
þetta fólk og aðstæð-
ur þess. Á hinn bóg-
inn hef ég verið í
ferðamennsku í ein
fimmtán ár og hef
hitt marga Vestur-
Islendinga sem hér
hafa verið á ferða-
lagi. Oft hef ég lent í
að reyna að aðstoða
þetta fólk á ýmsan
hátt. Enginn einn
aðili hefur hingað til
litið á það sem sitt
hlutverk að liðsinna
þessu fólki í leit þess
að ættingjum og for-
feðrum. Því var vísað á milli
stofnana og mér fannst ekki
nógu vel við það gert.“
Vesturfarasetrið reynir að
sögn Valgeirs að gera allt sem
hægþ; er til þess að verða fólki að
lið sem er í leit að ættingjum eða
forfeðrum, hvort sem það er bú-
sett hér eða erlendis. „Okkur
tekst ekki alltaf að finna það sem
að er leitað en við tökum þetta
hlutverk mjög alvarlega og það
gerir það að verkum að hingað
streyma að upplýsingar. Fólk
sendir í sivaxandi mæli hingað
alls kyns upplýsingar og gögn
sem svo koma öðrum að liði. Þótt
setrið sé aðeins tveggja ára er
hér áreiðanlega til eitt mesta
safn af upplýsingum á einum stað
um ferðir íslendinga til Vestur-
heims sem til er. Vesturfaraskrá-
in fyrrnefnda er nyög mikilvæg
heimild eins og fyrr getur og
raunar sú bók sem við byggjum
okkar vinnu mjög mikið á. Næst-
ar eru Vestur-íslenskar æviskrár
en það vantar mikið inn í þær.
Raunar vantar líka inn í Vestur-
faraskrána, þar gæti vantað upp-
lýsingar um tvö þúsund manns
sem fóru vestur um haf eftir öðr-
um ieiðum en þeim sem Vestur-
faraskráin byggir heimildir sínar
á, sem einkum voru flutnings-
skrár skipa og fleira. Við skráum
öll þau nöfn sem við fréttum af
og ekki eru þegar skráð, en það
þyrfti að gera þetta skipulega og
gera þannig viðauka við Vestur-
faraskrána. Þetta er eitt af þeim
verkefnum sem hér liggja fyrir,
en þau eru íjölmörg."
Valgeir segist ekki hafa orðið
fyrir vonbrigðum með ferð sína
til Vesturheims. „Ég fór að
hausti til, um 125 árum eftir að
þeir fyrstu stigu þarna á land og
á þeim tíma ársins sem flestir
vesturfararnir komu til fyrir-
heitna landsins. Ég liefði ekki
viljað vera að koma þarna á
sauðskinnskónum með fjölskyld-
una mina og verða að byrja á að
höggva skóginn til þess að geta
komið mér fyrir. Ég var rnjög
feginn að geta hreiðrað um mig
á hótelherbergi og síðan hitt ætt-
ingjana sem allir voru í þá veru
sem ég hafði hugsað mér. Ég get
vel ímyndað mér hvernig vestur-
förunum hefur liðið þarna fyrst,
það var 30 stiga frost þegar ég
kom þarna. Ég er skilningsbetri
á kjör þessa fólks eftir að hafa
skoðað aðstæður og ég þyrfti að
fara þarna að sumri til svo ég fái
betri heildarmynd. Ég þekki
þarna mjög marga - mikil tengsl
hafa myndast vegna starfseminn-
ar hér. Fólk sem kemur hingað
segir mér margt. Það opnar sig
gjarnan þegar það fer að tala um
fortíðina. Sumir fara jafnvel að
tala íslensku hér án þess að hafa
hugmynd um að þeir gætu það.
Þá voru kannski á heimili þeirra
endur fyrir löngu afi eða amma
sem sögðu þeim sögur á íslensku.
Þetta hefur svo blundað í undir-
meðvitundinni í dagsins önn en
gægist fram þegar tekið er að
róta f fortíðinni.
Einkum er mér
minnisstæð frásaga
af manni einum sem
missti föður sinn tíu
ára gamall. Hann bjó
hér á bæ sem heitir
Hraun og lenti í
ótrúlegum hrakning-
um. Hann fór í
vinnumennsku tíu
ára gamall, óx upp
og eignaðist konu og
mörg börn. Þegar
hann var þrítugur
var hann við veiðar
hér fram við Drang-
ey og gekk svo fram
af sér með vökum að
hann inissti sjónina
og varð blindur. Sag-
an segir að hann hafi unnið í sjö
sólarhringa án þess að sofa. Ekki
batnaði líf hans við þetta. Ári síð-
ar var hann að sundríða á með
kind fyrir framan sig og stúlku-
barn sitt fyrir aftan sig á hestin-
um. Barnið fór í ána og hann gat
ekki bjargað því af því að hann
sá það ekki þótt hann heyrði í því
hljóðin. Á endanum fór hann á
hreppinn með fjölskyldu sína.
Kallaður var saman fundur
hreppsnefndar og þar reiknað út
hvað myndi kosta að koma hjón-
unum og öllum krökkunum til
Ameríku miðað við það að koma
börnunum upp á kostnað sveitar-
innar. Hagstæðara reyndist að
senda fólkið út. Blindur maður-
inn með öll börnin og konuna var
svo sendur út í skip og til Amer-
íku.
Fyrir tveimur árum hringdu til
mín frá Sauðárkróki konur af ís-
lenskum ættum sem heyrt höfðu
af Vestufarasetrinu og langaði til
að skoða það. Ég sótti konurnar
og þær gáfu mér upp nöfn á for-
feðrum sínum. Þetta voru þá af-
komendur þessa blinda manns
sem fyrr sagði frá. Ég skoðaði
ætt þeirra og þá kom þetta upp
úr dúrnum. Eitthvað hefur
blinda manninum og hans fólki
lagst til því þetta eru með ríkari
konum í Ameríku í dag. Þetta er
athyglisverð saga sem fróðlegt
væri að rannsaka
betur. Víst liafa
margir átt erfitt þeg-
ar þeir voru að
kveðja sitt gamla
land en líklega áttu
þó um sárast að
binda þeir sem send-
ir voru héðan nauð-
ugir eins og blindi
maðurinn og hans
fjölskylda. Þessi saga
er í hópi verkefna af
ýmsum toga sem
bíða afgreiðslu."
Valgeir leiddi
blaðamann að síð-
ustu aðra ferð um
setrið og ekki er
annað hægt en dást
að því hve vel saga
þessara merku at-
burða er rakin. Sagt, er frá or-
sökum og afleiðingum vestur-
ferðanna og einnig tæpt á bú-
setusögu þeirra vestanhafs. Loks
má geta þess að þau Valgeir og
Vigdís Esradóttir, starfsmaður
Vesturfarasetursins, hafa komið
upp ýmsum sýningum til hliðar
við sjálfa vesturfarasöguna sem
þarna er sögð. Allt er þetta hið
fróðlegasta og væri sannarlega
mikill skaði ef þessi starfsemi
yrði að leggjast af vegna fjár-
skorts. Saga íslendinga í Vestur-
heimi er merkilegt rannsóknar-
efni bæði þjóðfélagslega séð og
einnig hvað snertir ýmsar rann-
sóknir af læknisfræðilegu tagi
sem þegar hafa verið gerðar.
Það virðist sannarlega þjóðþrifa-
mál að styrkja alla þá starfsemi
sem að sögu vesturferðanna lýt-
ur svo sem kostur er.