Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 30

Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 30
30 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ tryggð við fyrirtækið. „Svo gerðist það 1. mars síðastliðinn að forstjóri Russell kom hingað og afhenti okk- ur umboðið aftur ef við vildum. Eg fékk heldur enga skýringu á því, en salan, sem verið hafði gífurleg áður, var reyndar orðin að engu.“ Fyrirtækið selur alls kyns vinnu- fatnað til fyrirtækja, einkennisbún- inga, skyrtur, buxur, sloppa, húfur og hatta. Auk þess fána og fleira og svo umræddan frístundafatnað, sem svo er kallaður. Vinnufatnaðurinn er ýmist fluttur inn, staðlaður - hún nefnir t.d. fatnað matsveina og bak- ara - eða saumaður hérlendis fyrir Tanna. „Við prentum ekki á boli eða saumum föt sjálf, heldur notum þá bestu í því - og nóg er til af mjög færu fólki í því á íslandi," segir Guðrún. „Við höfum breyst úr gam- aldags heildverslun í þjónustufyrir- tæki. Hagkaup vildi á sínum tíma fá sérsaumaðan fatnað á starfsfólk sitt og í framhaldi af því fórum við að skipta við saumastofur úti á landi, aðallega Drífu á Skagaströnd. Hér kvikna hugmyndir, sem ég sendi til hennar Fjólu í Drífu, hún hannar út frá hugmyndunum og saumar.“ Þessi vinnufatnaður er sem sagt allur fyi-ir fyrirtæki eða ákveðnar starfsgreinar, en ekki til endursölu. „Hagkaup, Nóatún, Þín verslun og Osta og smörsalan eru stærstu við- skiptavinir okkar í einkennisfatn- aði,“ segir Guðrún. Hún nefnir að eftir að MAX hætti störfum hafi ýmis fatnaður verið „á milli vita“ og sýnir blaðamanni t.d. einkennis- klæðnað Félags íslenskra kjötiðnað- armanna. Guðrúnu dreymdi einnig um að selja kuldagalla, eins og áður kom fram. „Þess vegna hafði ég sam- band við fyrirtæki í Hong Kong til að láta sauma fyrir mig og fyrstu gallarnir komu 1995. Fullorðins- stærðirnar voru fínar en barna- stæðir þurfti að laga; gallarnir voru alltof mjóir. Nú er allt orðið eins og við viljum og við fórum að láta framleiða þetta undir merkinu ÍSTAN; ísland Tanni. Og salan er góð, við fáum einn gám á ári.“ Brautargengi Guðrún hefur áhyggjur af því að hver einasti maður geti stofnað fyrirtæki á íslandi án þess að sett séu skilyrði fyrir því að viðkomandi kunni eitthvað fyrir sér. „Til dæm- is að reikna virðisaukaskatt. Ég er ekki með fastmótaðar hugmyndir hvað hægt er að gera, en hef þó lát- ið mér detta í hug að menn frá skatti og tolli gætu jafnvel kennt fólki þetta. Nú læra menn að gera tollskýrslur mann fram af manni; ég lærði það af Þórði en svo breytt- ust reglur og þá fór ég að reka mig á. Var þá rekin til baka með toll- skýrslur, sem mér var sagt að væru vitlaust fylltar út. Engum datt í hug að leiðbeina mér, en mér var reyndar bent á að breytingarn- ar hefðu verið auglýstar í Lögbirt- ingablaðinu! Þetta eru þjónustu- fyrirtæki alveg eins og við. Af hverju geta þau ekki þjónustað við- skiptavini sína svona?“ Hún hefur sjálf verið þátttakandi í Brautargengi, sem er tveggja ára nám sem Reykjavíkurborg býður upp á fyrir konur í fyi-irtækja- rekstri. Þar hefur Guðrún setið á skólabekk og er nú á seinna ári. „Þetta er aðallega fyrir þær sem ekki eru búnar að stofna fyrirtæki, en líka okkur sem erum á fullu í þessu. Fyrirlestrarnir eru á þriðju- dagseftirmiðdögum á Hótel Sögu. Fyrst er borðað og konurnar fá tækifæri til að tala saman og síðan er hlustað á fyrirlestra, t.d. um stefnumótum, bókhald og markaðs- mál. Viðskiptaáætlun fyrir fyrirtæki er próíverkefni og þegar því er lok- ið útskrifast þátttakendur. Þetta er ótrúlegt tækifæri sem Reykjavíkurborg veitir manni. Hugmynd um þetta kom upp hjá Ama Sigfússyni meðan hann var borgarstjóri og Ingibjörg Sólrún kom henni svo í framkvæmd. Þau eiga því bæði svolítið í Brautar- gengi og verkefnið er báðum til sóma. Við erum þriðji hópurinn og fæiri komast að en vilja. Ég hvet allar konur sem eru að hugsa um að fara í fyrirtækjarekstur að reyna að Morgunblaðið/Ásdís HJÓNIN Guðrún Barbara Tryggvadðttir og Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, eigendur Tanna ehf. í Reykjavík, í fyrirtæki sínu. „Við höfum breyst úr gamaldags heildverslun í þjónustufyrirtæki,“ segir Guðrún í viðtalinu. Stofnaði Tanna frekar en verða ólétt eða fara í skóla effir Skapta Hallgrímsson TANNI ehf. er heildsala sem er með umboð fyrir vinnufatnað frá Alexandra fyrir hótel og veitingahús, matvælaiðnað og stórmarkaði svo eitthvað sé nefnt, og selur einnig útivistar- og frístundaklæðnað frá Jerzees ásamt fleiru. Fyrirtækið varð eiginlega til af illri nauðsyn! Guðrún Barbara, kaupkona í Tanna, hafði starfað sem sölumaður hjá Burstafelli í nokkur ár og þegar sýnt þótti að fýrirtækið stefndi í gjaldþrot ákváðu þau hjónin, hún og Guðjón Ólafur, að stofna Tanna. „Kreppan var að skella á og Burstafall riðaði til falls. Vorið 1992 varð okkur ljóst að „óveður“ var í aðsigi, þannig að okkur hjónunum datt í hug að kaupa Alexandra umboðið út úr Burstafelli, áður en fyrirtækið yrði gjaldþrota og eftir að hafa ráðfært okkur við lögfræðinga kom í ljós að ekkert var því til fyrirstöðu. Við keyptum lagerinn og skuldir við Alexandra í Skotlandi voru gerðar upp,“ segir hún. Guðrún hafði reyndar leitað fyrir sér með vinnu þegar ljóst var hvert Burstafell stefndi. „Ég leitaði til ráðningarstofa, en það var eins og að rekast á vegg. Kreppan var að skella á og margir í atvinnuleit. Ég var sölumaður en kunni ekki á tölvu og því var ekki um auðugan garð að gresja. Því má segja að um þrennt hafí verið að ræða; í fyrsta lagi að verða ólétt, í öðru lagi að fara í skóla eða í þriðja lagi að stofna fyrirtæki." Hún valdi síðasta kostinn. Yngri dóttirin var þriggja ára þegar Tanni var stofnaður „og ég hélt, eins og allir sem byrja svona, að ég gæti ráðið mínum tíma sjálf. Hugmyndin var upphaflega sú að við yrðum með fyrirtækið heima og ég sinnti því hálfan daginn, en nú vinnur maður frá átta á morgnana til hálftólf á kvöldin! Ég hafði lýst því yfir heima hjá mér, meðan ég var að vinna í Burstafelli, að aldrei myndi ég fara sjálf út í það að reka heildverslun. Ég sá hve mikil vinnan var, en gleymdi því hversu skemmtilegt starfíð er.“ ing-föt og kuldagalla, því þær vörur eru mikið notaðar sem vinnufatnað- ur á íslandi." Tilviljun réð hins veg- ar framhaldinu. Dóttir þeirra hjóna kom einn daginn heim úr skólanum með svokallaðan háskólabol, sem Guðrúnu leist mjög vel á. í ljós kom að hann var framleiddur af skoska fyrirtækinu Jerzees. „Fullt af bol- um á markaðnum er drasl og það þýðir ekki að bjóða Islendingum slíka vöru. Mér leist hins vegar strax vel á þetta merki. Við hringd- um því til Skotlands og okkur var sagt að Hreysti væri með umboðið en fýrirtækið hefði bara áhuga á Russell vörunum, sem eru frá sama fyrirtæki. 1993 hófst svo Jerzees ævintýrið hjá okkur; fyrir algjöra tilviljun, en allt í einu voru allir farnir að ganga í hettupeysum! Við flytjum bolina inn ómerkta en þrett- án fyrirtæki kaupa þá af okkur, prenta á þá og selja áfram. 1996 höfðum við sett Evrópumet í sölu á Jerzees miðað við höfðatölu. Þá heyrðum við af því að Hreystis- menn væru óhressir því viðskipta- menn mínir, sem prenta á bolina, kynntu þetta sem vöru frá Russell; enda er hún merkt Made by Russell-corporation. Við spurðumst fyrir um það úti hvort það væri óheimilt, fengum aldrei skýr svör en í mars 1997 var umboðið tekið af okkur. Við fengum þrjá mánuði til að aðlaga okkur og afhenda Hreysti lagerinn. A þessum tíma féll Þórður Júlíusson frá, maðurinn sem var mín hægri hönd. Hann var reyndar farinn til Kanaríeyja í frí þegar þetta gerðist og frétti sem betur fer aldrei af því að við hefðum misst umboðið; ég þakka Guði fyrir það.“ Guðrún segir áfallið hafa verið mikið, enda 65% af sölu fyrirtækis- ins fatnaður frá Jerzees. „Þegar þetta gerðist sá maður að eitthvert eitt atriði má aldrei vera svo stór hluti af rekstri fyrirtækis. Og við lærðum auðvitað af þeim mistök- um.“ Hagnaður hefur alltaf orðið af rekstri Tanna, nema í fyrra - vegna þess að það missti Jerzees umboðið - „en nú erum við að rétta úr kútn- um aftur,“ segir Guðrún. I stað Jerzees fór hún að flytja inn ýmis önnur merki og segist hafa verið svo heppin að viðskiptavinir héldu VIÐSKIPn/fflVINNUlÍF Á SUIMIMUDEGI ► Guðrún Barbara Tryggvadóttir fæddist 15. febrúar 1958 í Reykjavík. Hún ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Vogunum, fór þar af leiðandi í Vogaskóla og varð síðar stúdent „úr sömu stofu og ég lærði að lesa í“, eins og hún orðar það; frá Menntaskólanum við Sund. Hún lagði stund á stjórnmálafræði í Háskóla Islands en hætti því námi og lagði stund á sölustörf áður en hún stofnaði Tanna ehf. árið 1992. Guðrún og Guð- jón, eiginmaður hennar, eiga tvær dætur; Dóra Björt er 10 ára og Sigrún Lilja 16 ára. ► Guðjón Ólafur Sigurbjartsson fæddist 23. ágúst 1955 í Þykkvabænum. Hann nam í Héraðsskólanum á Skógum og varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Hann varð viðskiptafræðingur frá HI, starfaði eftir nám hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar sem yfirmaður Qármála- og rekstr- arsviðs og varð síðan fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Guðjón söðlaði svo um sumarið 1997 er hann varð fjármála- og markaðsstjóri verkfræðistofunnar Vista. Hann er auk þess stjórnarformaður Tanna ehf. Morgunblaðið/Ásdls ORRI Baldursson starfsmaður Tanna sýnir lftinn hluta þess varnings sem fyrirtækið selur. Þegar Guðrún og Guðjón höfðu ákveðið að stofna Tanna falaðist Þórður Júlíusson, eigandi Bursta- fells, eftir vinnu hjá þeim. „Ég sagði auðvitað já, takk - því þetta var maðurinn sem kenndi mér allt um viðskipti," segir Guðrún. „Þórður hafði fulla starfsorku, en þetta var maður sem var að missa íyrirtækið sitt og því vonlaust fyrir hann að fá vinnu. Þetta er sorgleg staðreynd, því svona menn hafa gífurlega reynslu." Jerzees ævintýrið Fljótlega eftir að Tanni hóf starf- semi áttaði hún sig á því að ekki var nóg að selja aðeins eitt vörumerki; velta fyrirtækisins var ekki nóg. „Mig langaði að bjóða upp á jogg-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.