Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.09.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNURDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 35 tír Dansinum eftir Ágúst Guðmundsson. er gamall vinur Haraldar en nú hefur hún sem sagt gert upp hug sinn og ákveðið að giftast Haraldi. Brúðkaupið er haldið og þá gerist það að enskur togari strandar við eyjuna og það er hlaupið út til þess að athuga hvort bjarga megi mönnunum. Ivar er ekkert alltof sáttur við ákvörðun Sirsu um makaval og þess vegna snúast björgunaraðgerðirnar upp í keppni á milli þessara tveggja manna um hetjuhlutverkið og hylli brúðarinn- ar. Það tekst að bjarga öllum mönn- unum og menn taka aftur til við drykkju og dans að færeyskum sið. Þegar dansinn hefur verið stiginn nokkra stund gerist það að einn skipbrotsmannanna, sem hafði slasast mikið, deyr. Þá koma fram kirkjunnar menn og biðja um að öllum dansi og gleði verði hætt. Það sé vanvirðing við manninn. Nú er úr vöndu að ráða, vegna þess að hvað er færeyskt brúðkaup án þess að þar sé dansað? Brúðguminn, Haraldur, hefur þó nokkuð um þetta að segja og hvort sem það er nú að hann er farið að langa í brúð- arsængina með eiginkonunni, eða að honum finnst hún full tileyg til Ivars, þá ákveður hann að veislunni skuli hætt. Að stöðva færeyskan dans í brúð- kaupi er eins og að reyna að kæfa eld. Hann blossar alltaf aftur upp. Menn vilja illa una þessu og áður en langt um líður, hafa veislugestir fært sig yfir í annað hús og halda þar áfram brúðkaupsveislu Harald- ar og Sissu. Þetta á eftir að hafa ýmsar afleiðingar." Á kristniboðshæli í Færeyjum Var myndin tekin í Færeyjum? „Að hluta til, og að hluta til aust- ur í Vík í Mýrdal. Við vorum í |---------------1 l Stafakubbar i 'jroip Skolavörðustíg 1a DANSSVEIFLU ADÖGUM! um hel2'na ____ stu námskeið 557 7700 hringdu núna Áhugahópur um almenna dansþátttöku á íslandi Netfang: KomidOgDansid@tolvuskDli.is Heimasíða: www.tolvuskoli.is/KomidOgDansid/ Færeyjum í þrjár vikur og það var ljómandi gaman þar. Að vísu skyggði það dálítið á gleðina að rúmlega helming tímans höfðum við aðsetur á kristniboðshæli fjörutíu kílómetra frá Þórshöfn. Eftir nokkrar samningaviðræður, voru þeim leyfðar reykingar í and- dyrinu sem töldu sig þurfa þess - en að menn mættu smakka áfengi; það var útilokað að ræða það. Þetta var eins og í þurrkví, en það fyndna var að þarna gekk rígfullorðið fólk um með vasapela og laumaði út í kaffið sitt á kvöldin. Húsið var svo heilagt að okkur datt það í hug, okkur til skemmtun- ar, að fá Færeyska dansarafélagið til þess að koma og slá upp með okkur færeysku dansiballi, vita- skuld áfengisfríu en það var lagt blátt bann við því líka. Þetta var vígt hús og í vígðum húsum er ekki dansað. Þetta gaf hins vegar þeirri ákvörðun kirkjuveldisins í sögu Williams Heinesen, að banna dans- inn í brúðkaupi Sirsu og Haraldar, nýja vídd. Trúin er tekin mjög alvarlega í Færeyjum, bæði af þeim sem trúa og þeim sem trúa ekki. Til dæmis þurftum við að leggja niður vinnu á messutíma, jafnvel þótt enginn af starfsliði myndarinnar ætlaði sér í kirkju, heldur af virðingu við alla hina sem fóru í kirkju. Menn skipt- ast þarna alveg í tvö horn hvað kirkjuna varðar en þó að þeir trú- lausu nenni ekki í kirkju, er það minnsta sem þeir geta gert að gera ekki neitt annað á meðan. Við komumst í burtu stórslysa- laust, þótt vissulega hafi orðið slys. Það gerðist við tökur á seglskipi að stórbóman brotnaði í sviptivindi og lenti með fítonski-afti á kvikmynda- tökuvélinni og höfði annars kvik- myndatökumanns. Það var í raun mesta mildi að hann lét ekki lífið þar. Að öðru leyti gekk þetta af- skaplega vel og við héldum til Þórs- hafnar. Við vorum samt áfram að taka úti í eyju sem heitir Mykines og þangað fórum við með þyrlu á hverjum degi sem var mikið ævin- týri. En áður en við fórum til Færeyja vorum við í viku í Vík í Mýrdal. Þar fékk maður að síga í björg og slást úti í briminu. Við vorum látnir slást þar, við Baldur Trausti, og það var allskuggalegt stundum. En þetta var mikið ævin- týri og maður fékk þarna að prófa hluti sem mann hefði aldrei órað fyrir að eiga eftir.“ Um hvað er sjónvarpsmyndin svo? „Þar er aðalpersónan Dagfinn- ur. Hann ber út Dag. Þetta er dálítið spes gæi. Hann er Hitchcock-aðdáandi og honum finnst hann sjá alls staðar í kring- um sig einkennilega hluti sem hon- um finnst eiga sér hliðstæður í myndunum. Hann er ástfanginn af stúlku sem heitir Freyja og býr í sama húsi og hann. En hann er feiminn og dálítið inn í sig og á sín óþvinguðustu samskipti á spjall- rásinni á irkinu. Þegar út í raun- veruleikann er komið, þá eru sam- skiptin miklu erfiðari. Honum vefst þar iðulega tunga um höfuð.“ Nánasta framtíð? „Nánasta framtíð er frumsýning á Vírus í Hafnarfirðinum 7. nóvem- ber. Hvað þá tekur við er ekki end- anlega ákveðið en ég hef frétt að það bíði spennandi hlutir handan við hornið." Tekurðu aldrei frí? „Það hefur alltaf verið góður og einlægur ásetningur minn að taka mér nærandi fri þar sem ég slappa af í faðmi fjölskyldunnar - það nær hins vegar sjaldnast að verða annað en ásetningur." Rafsól hf. er löggiltun rafverktaki og starfan í Reykjavík og nágrenni. ER RAFLÖGNIN ORÐIN GÖMUL EÐA ÚR SÉR GENGIN? HEFUR ÞÚ ÁHYGGJUR AF ÖRYGGI FJÖLSKYLDUNNAR? Viö hjá Rafsól skoðum eldri raflagnir og gerum kostnaöar- áætlanir á þeim úrbótum sem þurfa þykir, húseigendum aö kostnaöarlausu. Upplýsingar í síma 553 5600 FYRIRBYGGJUM SLYS - AUKUM ÖRYGGI! RAFSOL SKIPHOLT 33 - REYKJAVÍK S f M 1: 553 5600 Spennan er í hámarki Hvexjix vexða íslandsmeistaxax? Hvexjix ná sæii i Evxópukeppni félagsliða? Hvaða lið falla úx Landssimadeildinni? 17. UMFERÐ 20.9 20.9 20.9 20.9 20.9 sun. kl. 14 sun. kl. 14 sun. kl. 14 sun. kl. 14 sun. kl. 14 Akranesvöllur IA - ÞROTTUR R, Vestmannaeyjavöllur IBV - LEIFTUR Keflavíkurvöllur KEFLAVIK - KR Laugardalsvöllur FRAM-IR Valsvöllur VALUR - GRINDAVIK Fáðu úrslitin send í GSM símann þinn með SMS. Skráðu þig á heimasíðu Símans www.simi.is eða hjá Þjónustumiðstöð Símans í síma lElD 7000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.