Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 41
GUÐRÚN
SIGFÚSDÓTTIR
+ Guðrún Sigfús-
dóttir fæddist að
Ketilsstöðum á Tjör-
nesi í S.-Þingeyjar-
sýslu, 18. september
1919. Hún lést á
Landspítalanum 4.
september sl. For-
eldrar hennar voru
Sigurlaug Björns-
dóttir, húsmóðir, f.
8.6. 1897, d. 30.1.
1934, og Sigfús Jó-
hannesson, bóndi og
síðar afgreiðslumað-
ur hjá KÞ á Húsa-
vík, f. 22.6. 1890, d.
9.5. 1951. Systkini Guðrúnar
voru Jóhannes, f. 6.2. 1923 og
Snjólaug, fædd 11.12. 1927.
Guðrún giftist 12. júní 1941
Jökli Helgasyni frá Múla í Aðal-
dal í S.-Þing. Jökull var fæddur
12. júní 1906, d. 9. júlí 1978.
Jökull rak m.a. vélaverkstæði á
Húsavík með Helga syni þeirra.
Þau eignuðust tvö börn, Sigur-
laugu, hárgreiðslukonu, f. 10.3.
1942, d. 9.6. 1990 og Helga, vél-
virkja, f. 13.6. 1944. Guðrún og
Guðrún Sigfúsdóttir háði baráttu
frá unga aldri og hafði jafnan betur
og sýndi einstaka elju allt sitt líf.
Lokakafli í lífí hennar var strangur
og mjög erfíður, en viljinn óbilaður
að standa sig. Hún var hetja hvers-
dagslífsins. Það eru einmitt slíkar
konur, sem lögðu granninn að því
þjóðlífi, er við njótum í dag. Sumar
hafa fengið að njóta að hluta betri
lífskjara en áður var hér fyrr á öld-
inni, aðrar féllu frá í miðri önn.
Guðrún fékk að sjá árangur erfiðis
síns og gladdist yfir því.
Guðrún var dóttir hjónanna Sig-
urlaugar Björnsdóttur, húsmóður
og Sigfúsar Jóhannessonar, bónda
að Ketilstöðum á Tjörnesi. Guðrún
fæddist á Ketilsstöðum en ung að
aldri kom hún til Húsavíkur með
fjölskyldunni og var jafnan kölluð
Gunna í Braut. Húsið Braut stend-
ur enn, að hluta. Það var um margt
sérstætt að gerð, torf, tré og steinn.
Þarna vora að leik með Guðrúnu
Jóhannes, bróðir hennar og
Snjólaug. Gegnt þessu húsi stendur
Héðinshús. Þar voru mörg börn.
Samskipti heimilanna vora með
ágætum og ævarandi vinátta.
Frelsi til leikja og sköpunar var
óskorað og tún einkenndi umhverf-
ið. Gatan þar sem þessi hús eru í
dag heitir Túngata.
Veraldleg efni voru ekki fyrir-
ferðarmikil í Braut, en viljinn til að
bjarga sér var ærinn. Guðrún gekk
að hverju sem til féll. Það var siður
að ungar stúlkur væru. í línu á
sumrum, það er að stokka og beita.
Síðar meir kom síldarsöltun og var
Gunna einstaklega röskleg við síld-
arsöltun, og jafnan með flestar
tunnur. Þá var líf og fjör neðan við
bakkann og ekki spurt um hvað
klukkunni liði. Þetta var b.jargræð-
istími og enginn vissi hve lengi upp-
gripin gætu staðið. Síðan tók við
heyskapur og sláturtíð. Þetta var
nokkuð fast foim á lífinu um
margra ára skeið á Húsavík. A
vetrum hurfu 200-300 manns á ver-
tíð.
Guðrún missir móður sína á
fermingarárinu. Þá þegar sýnir hún
hvað í henni bjó. Hún byrjar á
margvíslegri vinnu og styður föður
sinn myndarlega við öflun til heim-
ilisins. Gunna lærir saumaskap og
prjónavinnu og fer brátt gott orð af
handverki hennar og dugnaði. Síð-
ar er hún svo einn stofnenda að
saumastofunni Prýði á Húsavík og
vinnur þar um mörg ár.
Guðrún giftist Jökli Helgasyni
árið 1941, miklum dugnaðarforki og
sómamanni. Svo skemmtilega vildi
til að þau reisa sér myndarlegt hús
nyrst í Túngötunni, eða um tvö
hundrað metram frá Braut. En áð-
ur höfðu þau reist sér gott hús við
Ásgarðsveg. Margar heimsóknir til
þeirra era hér með þakkaðar og
Jökull bjuggu á
Húsavík. Nokkru
eftir fráfall Jökuls
fluttist Guðrún til
Reykjavíkur og bjó
þá hjá dóttur sinni
Sigurlaugu. Eftir
fráfall Sigurlaugar
hélt hún heimili
nieð syni hennar,
Jökli Ulfarssyni, til
dauðadags.
Guðrún ólst að
mestu upp á Húsa-
vík. Hún var einn
vetur við nám á
Húsmæðraskóla
ísafjarðar og síðar sótti hún
saumanámskeið á Akureyri.
Guðrún sinnti mörgu um ævina,
og vann m.a. mikið við sauma-
skap. Hún starfaði mikið að
verkalýðsmálum, var í stjórn
Verkalýðsfélags Húsavíkur um
Iangt skeið og sat mörg Alþýðu-
sambandsþing.
títför Guðrúnar fór fram í
kyrrþey, að ósk hinnar látnu 10.
september síðastliðinn frá
Húsavíkurkirkju.
góðar veitingai' yfir kaffibolla og
spjall um verkalýðsmál og fleira.
Heimilið var prýtt með handverki
Gunnu og bar órækan vott um
næmleika og fágaðan smekk þeiri'a
beggja. Um miðjan aldur gerist
Guðrún mjög virk í verkalýðsmál-
um og sinnir þeim í mörg ár af
miklum krafti.
Guðrún og Jökull eignuðust tvö
böi-n, Sigurlaugu og Helga. Sigur-
laug lést 1990, Jökull dó 1978. Við
fráfall dóttur sinnar sýnir Guðrún
enn einu sinni dugnað sinn og tekur
að sér dótturson, tíu ára að aldri og
annast hann þar til yfir lauk.
Guðrún var vön að sinna sínu
verki vel og af alúð. Hún var trygg
vinum sínum alla tíð. Að hennar ósk
var lokakveðja gerð í kyrrþey.
Minningin um trausta og heiðar-
lega baráttukonu lifir. Hún vann
íyrir aðra af dugnaði og með sóma.
Fyrir hönd okkar úr Héðinshúsi
era þakkaðar margar góðar stundir
og votta ég ættingjum samúð okkar.
Jón Ármann Héðinsson.
Mig langar að minnast með
nokkram orðum Guðrúnar Sigfús-
dóttur. Eg kynntist henni og Jökli
barnabarni hennar þegar við hjónin
fluttumst heim frá útlöndum og
keyptum okkur íbúð í Dalalandi í
Fossvogi. Þetta var árið 1991 og
hafði Guðrún þá búið þar í einhvern
tíma eða frá þeim tíma er dóttir
hennar lést langt fyrir aldur fram.
Það kom því í hlut Guðrúnar að ala
dótturson sinn Jökul upp, hann var
þá tíu ára gamall nemandi í Foss-
vogsskóla. Það er nú eins og geng-
ur þegar maður flytur í nýtt hús þá
tekur tíma að átta sig á öllu og öll-
um sem í húsinu búa en við Guðrún
urðum strax góðar vinkonur. Hún
ávarpaði mig og bauð mig vel-
komna í húsið og svo kynnti hún
okkur fyrir Jökli og þar með var
grunnurinn að góðum vinskap lagð-
ur. Selma dóttir okkar fæddist ári
eftir að við við fluttum inn og við
það var eins og húsið lifnaði að ein-
hverju leyti við. Allt í einu mátti
heyra barnsgrát í húsinu sem áður
hafði verið hljóðlátt og barnlaust
fyrir utan Jökul sem var ekki vanur
að láta á sér bera. Eftir því sem
tíminn leið þéttist vinskapurinn og
allt í einu voram við farin að fara
saman að versla í matinn, þau litu
eftir Selmu ef við skrappum út og
það má eiginlega segja að samvinn-
an hafi gengið eins og hjá samheld-
inni fjölskyldu. Þegar Selma var
orðin fær um að hlaupa á tveimur
jafnfljótum var hún vön að segja:
„ég fara til Gurrúnar og laukur“
sem við vissum að voru þau Guðrún
og Jökull. Hún hændist að þeim,
hún mátti alltaf fá eitthvað að narta
í, eða skoða í skartgripaskrín Guð-
ránar og hún fann það að hún var
velkomin. Það var líka alveg sér-
stakt að tala við hana Guðránu.
Hún hafði alltaf mikinn áhuga á því
sem maður var að fást við, og hún
var forvitin um menn og málefni.
Þess vegna var svo gaman að segja
henni frá. Það eru fáir sem ég hef
rætt jafnoft og opinskátt við um út-
varpið og dagskrána en Guðrún var
vel að sér á því sviði. Við minntum
hvor aðra á þætti sem ekki mátti
missa af í útvarpinu. En það var
líka gaman að hlusta á hana segja
frá þegar hún var að stússa í verka-
lýðsmálunum norður á Húsavík og
þegar hún var í heimavistarskólan-
um fyrir vestan og allar hinar sög-
urnar. Það var engin leið að tráa
því að hún Guðrán væri næstum
blind, hún hafði fengið augnsjúk-
dóm sem gerði það að verkum að
augnbotnarnir voru kalkaðir með
fyrrgreindum afleiðingum. Hún fór
yfirleitt fótgangandi allt sem hún
fór eða tók strætisvagn, hún var
dugleg að heimsækja vini sína og
hún fékk oft heimsóknir og það
sýndi sig að hún var vinsæl.
Guðrán vissi það þegar hún
veiktist að þetta væri eitthvað al-
varlegt. Hún fann fyrir taki aftur í
baki og hún vissi að ekki var allt
með felldu. Við fórum til læknis og í
kjölfarið þurfti hún að gangast und-
ir meðferð sem hún svaraði ótrú-
lega vel og allir trúðu að nú væri
þetta yfirstaðið. En draugurinn lét
aftur á sér kræla og nú þurfti Guð-
rún aftur að gangast undir erfiða
meðferð en í þetta sinn þoldi hún
hana ekki. Hún var lögð inn á spít-
ala í júlí síðastliðinn. Og tveimur
mánuðum síðar andaðist Guðrún á
Landspítalanum.
Þótt við væram flutt úr húsinu
vorum við í góðu sambandi og þau
Jökull og Guðrún komu til okkar
kvöld eitt snemma á þessu ári. Hún
sagði mér það eftir á að hún hefði
næstum gefist upp á leiðinni heim
en ekki era nema 100 metrar á milli
húsanna okkar. Ég gæti rifjað upp
svo ótal margt sem við höfum brall-
að saman á liðnum árum en ég vil
láta staðar numið hér. Ég vil nota
tækifærið og færa aðstandendum
hennar dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Guðránar Sig-
fúsdóttur.
Hrafnhildur Halldórsdóttir.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg íyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaski'ár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegi-i lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, mið-
að við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar era beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
+
Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir og mágur,
ÖRN VÍÐIR SVERRISSON,
Karlsbraut 17,
Dalvik,
sem lést af slysförum hinn 14. september
verður jarðsettur frá Dalvíkurkirkju þriðju-
daginn 22. september kl. 13.30.
Atli Heimir Arnarson,
Ingólfur Friðrlk Arnarson,
Sara Dögg Arnardóttir,
Erna Hallgrímsdóttir,
Halla Sverrisdóttir,
Emelía Sverrisdóttir,
Hafdís Sverrisdóttlr,
Baldvina Sverrisdóttir,
Sigfús Sverrlsson,
Valgeir Sverrisson,
Ingi Birgir Sverrisson,
Sigurður Sverrisson,
Elísabet Sverrisdóttir,
Ása Sverrisdóttir,
Inga Sverrisdóttir,
Arnar Sverrlsson,
Halidór Sverrisson,
Hallgrímur Már Matthfasson,
Anna Lísa Sigfúsdóttir.
Sverrír Sigurðsson,
Sigurbjörn Benediktsson,
Stefán Bjömsson,
Valþór Sigþórsson,
Margrét Adólfsdóttir,
Guðjón Oddsson,
Stefán Stefánsson,
Rúnar Óskarsson,
Helga Arnardóttir,
Inga Rós Eiríksdóttir,
Sigrún Ásgrfmsdóttir,
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangaafi,
JÓHANNES KRISTINN SIGURÐSSON
frá Siglufirði,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, mánu-
daginn 14. september sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 23. september kl. 15.00.
Ingi H. Jóhannesson,
Sigurður B.H. Jóhannesson,
Gunnar E. H. Jóhannesson,
Leifur H. Jóhannesson,
Ófeigur S. H. Jóhannesson,
Jón B. H. Jóhannesson,
Ingibjörg G. Jóhannesdóttir,
Anna Fr. Jóhannesdóttir,
Jóhannes H. Jóhannesson,
Þórunn S. Jóhannesdóttir,
Laufey Rós Jóhannesdóttir,
Guðrún Ingólfsdóttir,
Steinunn H. Sigvaldadóttir,
Ásdís Guðmundsdóttir,
Jón Böðvarsson,
Auður Gísladóttir,
Ljótur Magnússon,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS ÞORSTEINSSON
bifreiðastjóri,
Jörfabakka 12,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, þriðju-
daginn 22. september kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á
Krabbameinsfélagið.
Sigurbjörn H. Magnússon, Berglind G. Magnúsdóttir,
Þorsteinn Magnússon,
Hafdís Magnúsdóttir, Þórhallur G. Kristvinsson,
Jakob Smári Magnússon, Áslaug Pétursdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SVERRIR EINARSSON
héraðsdómari,
Úthlíð 5,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu 16. september sl., verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 22. september kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimaaðhlynningu Krabba-
meinsfélagsins.
Ragnheiður G. Haraldsdóttir,
Gunnlaugur Sverrisson, Guðný Björg Hauksdóttir,
Einar Þór Sverrisson, Elín Valgerður Guðlaugsdóttir,
Birkir Einar Gunnlaugsson og
Sverrir Páll Einarsson.
í