Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998 43
í
I
ARNMVNDUR
BACKMAN
Arnmundur
Sævar Backman
fæddist á Akranesi
15. janúar 1943.
Hann lést á Land-
spítalanum 11. sept-
ember síðastliðinn
og fór útfor hans
fram frá Dómkirkj-
unni 18. september.
Vinur minn Am-
mundur S. Backman er
látinn. Mig langar að
kveðja hann með
nokkrum orðum.
Kynni okkar hóíúst í Menntaskól-
anum á Akureyri haustið 1960. Ég
bjó á gömlu vistinni. Eitt sinn eftir
að skóla lauk heyrði ég hljóðfæra-
leik á sal. Ég gekk á hljóðið. Þar
voru þá þrír nemendur að æfa sam-
an danslög. Það voru þeir Ammund-
ur, á harmoniku og saxófón, Friðrik
Guðni Þórleifsson á píanó og Þor-
valdur Halldórsson á klarinettu, gít-
ar og söng. Ammundur var greini-
lega sjálfskipaður leiðtogi þessara
félaga og þegar hann bauð mér að
vera með í leiknum og spila á gítar
þá þáði ég það. Þegar svo trommu-
leikarinn hafði verið fundinn, Hall-
dór Þorsteinsson, þá var Busaband-
ið, skólahljómsveit MA, fullsköpuð.
Busabandið var vinsæl hljómsveit
og lék ekki aðeins á skólaböllum
heldur víða um sveitir Norðurlands,
mest þó að sjálfsögðu í Eyjafirði.
Eftir á að hyggja voru það ekki
gæði hljómlistarinnar eða vandaðar
útsetningar sem skópu vinsældimar
heldur lagaval og fjör. Þar var Arn-
mundur ávallt í forystu og minnist
ég þess að hann sagði: „Strákar, við
megum aldrei missa dampinn niður
með hvíldarpásum, við erum að
skemmta fólld“. Þannig var Am-
mundur. Hann hafði næmari skiln-
ing en við hinir á hlutverld okkar á
dansleikjunum. Þegar við heimtuð-
um pásu og sögðumst vera útkeyrð-
ir og verða að fá hvíld þá var það
leyft en þó þannig að Friðrik var
látinn spila einn á píanóið, helst lög
sem gott var að syngja. Annar
möguleiki var að láta Halldór flytja
skemmtiþátt en hann var og er
mjög góð eftirherma. Hljómsveitin
var við lýði árin fjögur sem við vor-
um í skóla. Þar urðu nokkrar
mannabreytingar. Það er sorgleg
staðreynd að nú era þrír félagar úr
hljómsveitinni fallnir frá, allir langt
um aldur fram. Fyrst Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson sem varð söngvari og
bassaleikari Busabandsins í 4. bekk,
síðar Friðrik Guðni og nú Am-
mundur.
Það er margs að minnast frá
skólaáranum og ekki síst síðasta
vetrarins þegar við Arnmundur vor-
um herbergisfélagar og leigðum
saman uppi í Ásabyggð. Þar var
margt skrafað og baukað. Einn vin-
ur okkar úr yngri bekk lánaði okkur
plötuspilarann sinn. Eftir það gát-
um við legið hljóðir tímunum saman
og spiluðum þá gjarnan jazz. Það
var afar gestkvæmt hjá okkur í
Ásabyggðinni. Ástæðan var fyi-st og
fremst sú að Arnmundur hafði sér-
stakt aðdráttarafl. Hann var öðram
mönnum skemmtilegri og svo geisl-
aði slík lífsorka og gleði frá honum
að hann hlaut að laða menn að sér.
En Arnmundur átti aðra og hljóð-
látari hlið sem ekki var öllum kunn.
Hann gat setið við skrifborðið sitt
tímunum saman og skrifað. Hann
skrifaði um allt sem honum datt í
hug. Hann var óvenjulega frjór í
hugsun og skrifaði því um hin ólík-
ustu mál á þessum árum. Ég öfund-
aði hann oft af þessum eiginleika að
geta sest niður og skrifað kjammik-
ið mál um hugrenningai- sínar á
skipulagðan hátt. Hann hafði þegar
á þessum árum mikið yndi af rök-
ræðum og var býsna snjall á þeim
vettvangi. Þessir eiginleikar hans
nutu sín vel í því lífsstarfi sem hann
kaus sér sem málafærslumaður. Ég
efast ekki um að Cicero hefði talið
Arnmund vera framúrskarandi
Orator en það var sú
nafngift sem ég veit að
Arnmundur þráði
snemma að standa
undir.
Þegar við höfðum
loldð stúdentsprófí
lágu leiðir okkar sam-
an í lögfræði í Háskóla
íslands. Það vora
einnig dásamlegir tím-
ar og eftirminnilegustu
stundimar vora þegar
við voram að lesa
skruddurnar fyrir tíma
í kjallaraíbúð félaga
okkar og kollega, Arn-
ar Höskuldssonar. Þar var stíft les-
ið en hvíldarhléin vora best. Öm
átti mikið plötusafn og við gerðum
ítarlega úttekt á músikínni í þessum
hléum. Sérstaklega vora Bítlamir
teknir fyrir og sömuleiðis sænski
trúbadorinn Comelis Wreeswijk.
Ég var lánsamur að eignast Am-
mund að vini. Foreldrar hans tóku
mér sem syni og systldni hans mér
sem bróður. Ég hef aldrei getað
endurgoldið vináttu þeirra í þeim
mæli sem ég naut frá þeim en ég
veit að til þess var aldrei ætlast.
Þegar ég minnist allra þeirra
stunda sem við áttum saman þá
víkja atburðimir eða atvikin sem
slík til hliðar fyrir manninum Arn-
mundi. Hann hafði einstaklega
næma og djúpa kímnigáfu. Hann
gat ætíð séð spaugilegar hliðar í
hverju máli og hann hafði unun af
og kunni að segja frá einfóldustu at-
vikum úr lífmu með þeim hætti að
maður hló innilega eins og góður
brandari hefði verið sagður. í stuttu
máli var Ammundur einhver
skemmtilegasti maður sem ég hef
kynnst og veit að svo muni fleiri
segja. Arnmundur var einnig al-
vöragefinn maður. Hann hugsaði
mikið um líf og velferð annarra, sér-
staklega þeirra sem minna mega
sín. Þrá hans eftir auknu jafnræði
manna í milli, jafnari skiptingu auðs
og tekna vora honum leiðarljós í
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann valdi sér það starf að
gæta réttar hins vinnandi manns,
þeirra sem höfðu lægstu launin en
oft erfiðustu verkin. Þessi störf
vann hann af alúð og oft lagði hann
slíka vinnu í þetta að kaupið sem
hann sjálfur hafði fyrir var lægra en
þau lágmarkskjör sem hann var að
verja fyrir sína umbjóðendur.
Fjölskylda Ammundar hefur alla
tíð verið sérstaklega samrýnd og
samheldin. Hann naut þess vel en
gerði sér jafnframt grein fyrir hví-
líkrar gæfu hann var aðnjótandi í
þessum efnum. Hann var höfuð fjöl-
skyldunnar og þegar veikindi hans
ágerðust þá styrktist fjölskyldan og
þjappaði sér enn sterkar saman og
þakkaði Arnmundi það sem hann
gaf með slíkri óeigingimi að allir
sem til þekktu hlutu að komast við.
Til fjölskyldu hans hefði ég að síð-
ustu viljað beina þessum orðum:
Valgerður, þú hefur misst eigin-
mann og vin, þið börnin, Valgerður,
Halldór og Margrét, hafið misst
fóður og ráðgjafa, Jóhanna þú hefur
misst son og vin, Inga, Emst og
Edda þið hafíð misst bróður og fé-
laga og þið barnabömin hafið misst
afa en munið að þið eigið hann
áfram. Við Steinunn sendum ykkur
öllum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þetta ljóð, sem vinur okkar, Frið-
rik Guðni Þórleifsson, orti eitt sinn,
leitar á huga minn:
Pau Ijós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
ogfyrrenokkuruggir
ferumþauharðurbylur
ei-dauðansdómurfellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þásitureftirylur
í okkar mædda hjarta.
Jón G. Kristjánsson.
Fyrir mörgum áram varð ég fyrir
þeirri ógæfu, að missa því sem næst
aleiguna í heitavatnsflóði á vinnu-
stofu minni á Korpúlfsstöðum. Þar
sem ég stóð í miðjum rústum ævi-
starfs míns innan um slökkviliðs-
menn, lögreglu og fjölda annarra,
kom til mín maður sem lagði hönd á
öxl mína og sagði við mig: „Sverrir
minn, þú munt ekki þurfa að standa
óstuddur í þessu." Þetta voru mín
fyrstu kynni af Arnmundi Back-
man. Þama stóð virtasti lögmaður
þjóðarinnar mér við hlið, í sjóðheitu
vatni upp að hnjám og bauð mér
þann styrk sem mig skorti, án þess
að krefjast nokkurs í staðinn. Á
þeirri stundu hófst vinátta sem mun
endast um aldur og eilífð. Þegar
Addi veiktist fyrir nokkrum árum
voram við vinir hans slegnir sorgar-
blandinni reiði. Hvers vegna er slík-
ur maður sleginn niður í blóma lífs-
ins? Vinur tekinn út úr samfélagi
okkar sem höfðum notið samvera-
stundanna við hann bæði í leik og
starfi, notið óborganlegrar kímninn-
ar, snilli og vináttu í blíðu og stríðu?
Við höfðum vitanlega engin svör
frekar en aðrir.
Nú þegar Arnmundur er farinn á
vit nýrra heima, er mér efst í huga
þakklæti fyrir velvild hans í minn
garð og vinskap okkar og tækifærið
sem mér gafst til að kynnast slíkum
heiðursmanni.
Að skrifa eitthvað um Adda, geta
aldrei orðið annað en fátækleg orð í
samanburði við manninn sjálfan, af-
rek hans og lífshlaup.
Hvar á að byrja? Á lögíræðingn-
um Ai-nmundi, sem var innan stétt-
ar sinnar meðal þeirra virtustu og
fremstu? Manninum sem nýtti
krafta, þekkingu og visku fyrir þá
sem um sárt áttu að binda? Lög-
manni sem sérhæfði sig í vinnurétti,
bótarétti og öðram þeim þáttum
sem hafa svo stórkostleg áhrif á líf
þeirra sem minnst mega sín í samfé-
laginu? Á ég að skrifa um vin minn
Adda og reynslu mína og annarra
listamanna af mildi hans, rausnar-
skap og gæsku? Hvað með veiðifé-
lagann Adda og ævintýri okkar við
Grímsá í Borgarfii-ði, Laxá á Ásum
eða við gæsaveiðar niðri í skurðum í
Meðallandi, í Blöndudal eða Borgar-
firði? Ómetanlegu kvöldstundimar
eftir ánægjulegan veiðidag, þar sem
við félagamir Addi og Fróði sátum á
brókinni, átum svið og sögðum veiði-
sögur? Skipti þá litlu þó að afrakst-
ur dagsins væri stundum rýr. Ekk-
ert skyldi skyggja á ánægjuna.
Hvað með listunnandann Arnmund,
sem fylgdist með því sem best gerð-
ist í íslenskum listheimi og studdi
fjölda íslenskra listamanna með ráð-
um og dáð? Eða rithöfundinn Arn-
mund, leikrit hans, bækur og önnur
skrif? Ég ætla mér ekki það ofur-
mannlega verkefni, að reyna að
fjalla í nokkunri vitrænni heild um
Ammund Backman og hans lífs-
hlaup, verk og viðhorf. Slíkt er fáum
fært. Ég get hins vegar og vil segja:
Ammundur Backman var maður,
sem ég mun alltaf líta upp til vegna
hans einstöku mannkosta, hetjudáða
í persónulegu lífi sínu og veikindum,
ekki síður en í störfum. Fyrir mér
var hann í senn mannvinur, lista-
maður, fyrirmyndar ljölskyldumað-
ur, eiginmaður og faðir og síðast en
ekki síst frábær vinur og félagi.
Ég er þakklátur fyrir það tæki-
færi að fá að hitta vin minn Adda fá-
einum dögum fyrir brotthvarf hans
úr þessu lífi, þar sem við heilsuð-
umst og kvöddumst af sömu hlýju
og alltaf í gegnum árin.
Kæri vinur. Við munum hittast að
nýju í hinum eilífu veiðilendum.
Slíkum endurfundum þarf enginn,
sem þér hefur fengið að kynnast, að
kvíða. Elsku Valla mín og fjöl-
skylda. Ykkar missir er sár. Megi
minningin um Adda verða ykkur
fjölskyldunni og öllum hans sam-
ferðamönnum Ijósið sem lýsir í
myrkri sorgar og saknaðar.
Sverrir Ólafsson,
myndhöggvari.
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
LILJU JÚLÍUSDÓTTUR,
Víðigerði,
Biskupstungum,
síðartil heimilis á Sogavegi 146,
Reykjavík,
fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
21. september kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Bústaðakirkju.
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Ásdís Ólafsdóttir, Þorvaldur Lúðvíksson,
Kristján Ólafsson, Árný Þórðardóttir,
Skarphéðinn Njálsson, Anna Margrét Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Bróðir okkar,
ÓSKAR GEORG JÓNSSON,
Ballará,
Dalabyggð,
sem andaðist á Vífilsstaðaspítala laugardag-
inn 12. september, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. september
kl. 13.30.
Jarðsett verður í Garðakirkjugarði, Garðabæ.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðlaugur Jónsson,
Helga Jónsdóttir,
Elínborg Guðmundsdóttir.
+
Útför konu minnar,
GRÉTU LÍNDAL,
Sunnuvegi 1,
Hafnarfirði,
verður gerð frá Fiafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Minningarsjóð
Fríkirkjunnar í Flafnarfirði. Minningarkortin fást í blómabúðinni Burkna og
Pennanum í Hafnarfirðí.
Guðmundur Árnason
og aðstandendur.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu
vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÍSLEIFS RUNÓLFSSONAR
frá Kornsá,
Gnoðarvogi 62,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild
11-E á Landspítalanum og Heimahlynningu Krabbameinsféiagsins fyrir
hlýju og góða umönnun.
Ólafía Sigríður Guðbergsdóttir,
Steinar Berg ísleifsson, Ingibjörg Pálsdóttir,
Ólafur isleifsson, Helga Guðrún Eiríksdóttir,
Alma ísleifsdóttir, Þór Hreiðarsson,
Guðbergur (sleifsson, Halla Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
X
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns mlns og föður,
tengdaföður, afa og langafa,
EINARS K. GÍSLASONAR
fyrrverandi verkstjóra.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins og starfsfólks 6-A á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur.
tr
Helga Jónsdóttir,
Sigurður Einarsson, Þorbjörg Þórarinsdóttir,
Anna Einarsdóttir, Guðmundur Jakobsson,
Einar Einarsson, Margrét Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
*-