Morgunblaðið - 20.09.1998, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAJÐIÐ
SIGRIÐUR
ÁRNADÓTTIR
GUÐMUNDUR
KRIS TJÁNSSON
+ Kamilla Sigríð-
ur Árnadóttir
kennari og hús-
móðir fæddist í
Oddgeirshólum í
Flóa 3. maí 1907.
Hún lést í Reykja-
vík 7. september
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Skálholtskirkju
18. september.
Guðmundur Krist-
jánsson fæddist 5.
mars 1903. Hann
lést 15. júní 1991.
Lát mig starfa, lát mig vaka,
lifa meðan dagur er.
Létt sem fuglinn lát mig kvaka.
Lofsöng, drottinn, flytja þér
meðan ævin endist mér.
Lát mig iðja, lát mig biðja,
lífsins faðir, Drottinn hár.
Lát mig þreyttan þjáðan styðja,
þerra tár og graeða sár,
gleðja og fórna öll min ár.
(Þýð. Margrét Jónsd.)
+
Elskuiegur sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN SVANUR JÓNSSON
fyrrv. bifreiðastjóri,
Hátúni 10a,
sem lést á Landspítalanum 14. september,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn
21. september kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd.
Hanna Fríða Kragh,
Guðrún Sveinsdóttir, Sveinn Helgason,
Hulda Sveinsdóttir, Kjartan Dagur Kjartansson,
Magnús Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg fóstra mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir,
BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 21. september kl. 13.30.
Jón Viðar Guðlaugsson, Kristjana I. Svavarsdóttir,
Birna Viggósdóttir,
Hulda Sigurjónsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát ömmu okkar, móður og tengdamóður,
GUÐRÚNAR SIGFÚSDÓTTUR,
Dalalandi 9,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk kvennadeildar
Landspltalans.
Jökull Úlfarsson,
Jón Heiðar Helgason, Guðrún Helgadóttir,
Helgi Jökulsson, Gréta F. Kristinsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGURLAUGAR MAQNÚSDÓTTUR,
Droplaugarstöðum,
áður Furugerði 1.
Anna Kristjánsdóttir, Bjarni Bjarnason,
Stefán örn Kristjánsson, Kolbrún Guðmundsdóttlr,
Karen Kristjánsdóttir, Daniel Stefánsson,
Frlðrlk Rafn Krlstjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Að kveðja þann sem manni er
kær er ekki auðvelt. Fyrst setur
mann hljóðan, það er svo margt sem
maður vill segja, en erfitt að koma
hugsunum í orð.
Sigga hét fullu nafni Kamilla Sig-
ríður Árnadóttir. Hún var dóttir
hjónanna í Oddgeirshólum, Árna
Árnasonar og Elínar Steindórsdótt-
ur Briem frá Hruna. Árni, faðir
Siggu var búfræðingur frá Hólum.
Teikningar hans frá Hólaskóla voru
hreint listaverk. Börn Árna og Elín-
ar voru níu, sjö komust til fullorð-
insára en tvö dóu í frumbernsku.
Olafur var elstur bræðranna í Odd-
geirshólum, kvæntur Guðmundu
Jóhannsdóttur. Ólafur lést fyrir
rúmum tveimur árum eða 19. maí
1996. Steindór dó 29 ára gamall.
Katrín giftist Steinari Pálssyni frá
Hlíð í Gnúpverjahreppi, hann dó 8.
mars 1997. Guðmundur er giftur II-
se Wallman Árnason, þau búa að
Oddgeirshólum II. Ólöf er gift Jóni
Ólafssyni, fyrrum bankastjóra á
Selfossi. Jóhann Briem er ókvæntur
og býr nú á Selfossi.
Það var vorið 1936 sem ég undir-
rituð kom að Oddgeirshólum. Þá
var Sigga farin að heiman, faðir
hennar nýdáinn og bræður hennar
teknir við búi með Elínu mömmu,
en það kallaði ég hana alltaf, enda
leit ég alltaf á Oddgeirshólasystkin-
in sem mín systkini.
Sigga ólst upp að Oddgeirshólum
í stórum systkinahópi, á mai-g-
mennu heimili. Þegar hún var 11
ára geisaði spænska veikin um
sveitir landsins og Sigga veiktist
eins og svo margir og tveir á heimil-
inu dóu. Innan við tvítugt fékk hún
snert af berklum og varð að vera á
Vífilsstöðum um tíma. Náði hún sér
allvel en var ekki til erfiðisvinnu eft-
ir þessi veikindi. Um 22 ára aldur
fór hún á Laugarvatnsskóla og var
þar í tvo vetur. Hún hafði yndi af
lærdómi og átt gott með að læra.
Leið hennar lá síðan í Kennaraskóla
Islands þaðan sem hún lauk námi
og var veitt staða við Barnaskólann
í Vestmannaeyjum. Eg hef fyrir
satt að hún hafi verið góður kenn-
ari, nákvæm og umhugað um að
börnin lærðu.
Sigga var vel lesin og fjölfróð og
minnug svo af bar. Hún var í meðal-
lagi há og mjög fríð. Á yngri árum
var hár hennar sérstaklega þykkt
og sítt og brá rauðri slikju á. Hag-
yrðingur var hún góður en fór leynt
með. Eins og áður er sagt frá
kenndi Sigga á vetrum í Eyjum en
var oftast heima á Oddgeirshólum á
sumrin.
Tíminn b'éur ár við ár,
ellin sýnir btinn:
döpur augu, hrímgað hár,
höndin kreppt og slitin.
(Gunnlaugur P. Sigurbj.)
Guðmundur Kristjánsson var
fæddur í Suðurkoti við Öndverðar-
nes. Hann var sonur hjónanna Guð-
rúnar Jónsdóttur og Kristjáns Sig-
urðssonar. Börn þeirra voru sex,
þrír drengir og þrjár stúlkur,
drengirnir hétu Sigurður, Guð-
mundur og Guðjón Ingi en dætum-
ar Ingibjörg, Ásta og Guðrún. Guð-
rún er ein systkinanna á lífi og býr í
Reykjavík.
Þegar Guðmundur var um fimm
ára fluttust foreldrar hans að Am-
arbæli þar sem var tvíbýli og
keyptu þau vesturpart jarðarinnar.
Ungur fór Guðmundur að vinna ut-
an heimilis eins og títt var þá.
Lengst sótti hann sjóvinnustörf á
vetram eða í yfir 20 vertíðir á ýms-
um stöðum á Suðumesjum.
Skömmu eftir 1936 eignaðist hann
hlut í bát með þremur öðrum mönn-
um. Utgerð bátsins gekk vel enda
valinn dugnaðar- og aflamaður í
hverju rúmi. Guðmundur var þó
alltaf heima í Arnarbæli utan ver-
tíða. Hann tók við búsforráðum um
vorið 1932 og hafði þau í hartnær 60
ár eða á meðan heilsa hans leyfði.
Guðmundur var frekar hár maður
og samsvaraði sér vel. Failegt
dökkt hárið var liðað og fallegu
brúnu augun gáfu frá sér skemmti-
legan glampa sem túlkuðu glensið
og stundum smástríðni sem þó var
græskulaust. Röddin var sterk og
karlmannleg.
Milli Oddgeirshóla og Arnarbælis
bugðast Hvítá milli kletta og er fag-
urt á að líta. I austri sést Hestfjall
og Ingólfsfjall til vesturs. Milli bæj-
anna var mikil vinátta og hef ég fyr-
ir satt að það hafi verið árviss siður
að mæður Siggu og Guðmundar
heimsæktu hvor aðra með krakk-
ana, enda man undirrituð fyrst eftir
sér í ferð á bát fulium af ungu fólki
frá báðum bæjum á Arnarbæli. í
þessum heimsóknum var sungið og
dansað og farið í leiki.
Það var um haustið 1941 að Guð-
mundur og Sigga rugluðu saman
reytum sínum. Þau eignuðust fjög-
ur börn. Þau eru: Elín, meinatækn-
ir. Maður hennar er Jósef Skafta-
son, læknir. Þau eiga dóttur, Ka-
millu Sigríði. Þá komu tvíburarnir
Kristín Erna, sjúkraþjálfari, maður
hennar er Jónas Elíasson, þau eiga
einn dreng, Guðmund Arnar. Guð-
rún Erna, ógift, fatahönnuður og
kennari í Iðnskóla Reykjavíkur.
Árni, ógiftur, tók við jörðinni eftir
foreldra sína og býr í Árnarbæli.
Það voru mikil viðbrigði fyrir
unga kennarann frá Vestmannaeyj-
um að verða sveitakona og eignast
þrjár litlar telpur á tveimur árum.
Byggt var nýtt hús en í fyrstu vora
lítil þægindi til að létta störfin.
Ungu hjónin voru afburða dugleg
við að afla sér lífsviðurværis. Þau
höfðu skemmtilega sjálfstæðar
skoðanir, t.d. var Sigga vinstra
megin í pólitík og Guðmundur fram-
sóknarmaður og gátu samræður
verið fjörugar á heimilinu. Sigga
kenndi nokkra vetur við Barnaskól-
ann á Ljósafossi, var formaður
kvenfélags sveitarinnar og skrifaði
frásagnarpistla með Sigurveigu Sig-
urðardóttur í blað Sambands sunn-
lenskra kvenna. Búskapur gekk vel
hjá þeim hjónum, gripir allir af-
urðasamir, enda vel fóðrað og vant-
aði aldrei hey. Þótt fjósið væri ekki
nýtískulegt var mjólkin alltaf fyrsta
flokks. Guðmundur tók þátt í fé-
lagsmálum, var t.d. í stjórn Veiðifé-
lags Árnesinga og sá um tíma um
klakveiði og hrognatöku fyrir félag-
ið.
Mikill fjöldi barna og unglinga
dvaldi um lengri eða skemmri tíma
hjá þeim hjónum og var undirrituð í
þeim hópi. Sigga var hæglát en
ákveðin. Kannski hefur sumum
fundist Guðmundur ekki alltaf
mjúkmáll en við krakkarnir vissum
hvað hann vildi, enda fyrirmæli
hans skýr og glögg. Hann kenndi
okkur að vinna vel og klára verkin
enda verkþekking hans fjölþætt.
Gott dæmi um hve góður hann var
við okkur krakkana og hafði gott
lag á börnum var þegar verið var að
heyja á engjum úti við á. Það hafði
rignt undanfarið og nú þurfti að
taka saman heyið fljótt. Þá segir
Guðmundur: „Ef við komum heyinu
í sæti fyrir rigningu þá megið þig
eiga frí á eftir.“ Það þurfti ekki að
segja okkur það tvisvar, allar hrífur
á loft og það tókst! Við fengum fríið.
Ég trúi að ég sé ekki ein um að
muna hvað hann passaði vel upp á
að við krakkarnir fengjum okkar
hvíldartíma. Guðmundur sagði
meiningu sína, en var sanngjarn og
réttlátur. Hann lærði að prjóna og
eftir að prjónavél kom á heimilið
prjónuðu bæði Sigga og Guðmund-
ur hosur, peysur og annað sem
þurfti á heimilisfólkið. Bæði voru
þau ákaflega gestrisin og góð heim
að sækja. Oft var tekið í spil enda
bæði miklir unnendur brids. Sigga
kíkti líka stundum í bolla og fórst
það vel úr hendi. Á borðum voru
iðulega nýbakaðar pönnukökur,
heimabakað rúgbrauð og reyktur
lax með kaffinu.
í Arnarbæli var til góður árabát-
ur og taldi Guðmundur ekki eftir
sér að fara á milli ef lítil stúlka stóð
á bakkanum og vinkaði. Eitt skipti
sem oftar var vinkað. Áin var í
vexti, kolmórauð og ill yfirferðar.
Ferjumaðurinn kemur. Stundum
sást í stafninn og stundum hvarf
báturinn niður í öldumar. Á leið til
baka var straumurinn mikill að mati
stúlkunnar. Ferjumaðurinn naut sín
vel, viss glampi í augum, hann vissi
að stúlkan ætlaði á ball á Minni-
Borg til að dansa við Vaðnesbræður
og Sigga systurson Guðmundar sem
hafði að mestu alist upp í Arnar-
bæli. Allt í einu setur Guðmundur
árarnar inn fyrir borð, horfir alvar-
lega á stúlkuna og segir: „Ertu
synd J....?“ Það þarf ekki að segja
meira, ferðin gekk vel og þegar
stúlkan jafnaði sig sá hún betur
blikið og glampann í augum ferju-
mannsins.
Um 1989 ákváðu hjónin að bregða
búi sökum heilsubrests. Fluttust
þau til Reykjavíkur, í Eskihlíð 18A
til Guðrúnar Ernu dóttur sinnar.
Guðmundur missti heilsuna síðustu
æviárin og hjúkraði Sigga honum af
stakri nærgætni og hlýju. Undir
lokin var hann alblindur. Nú síðustu
ár hefur sjóndepran hrjáð Siggu
sjálfa, en alltaf spilaði hún brids
reglulega, meira að segja síðustu
vikuna sem hún lifði. Einnig stytti
hún sér stundir með því að fara með
ljóð og sálma sem hún kunni og
gerði hún þetta til að skerpa á
minninu.
Ég lýk þessum kveðjuorðum á
litlum sálmi eftir afa þinn, sem
mamma hafði miklar mætur á:
Ég þekki veg,
hann viss og glöggur er,
ei villist neinn
sem eftir honum fer.
En þyrnar vaxa þessum vegi á,
hann þröngur er,
en samt hann rata má.
Hann leiðir oss í frið, i frið og flytur oss
að Drottins hægri hiið,
(Steindór Briem.)
Að leiðarlokum óska ég Guð-
mundi og Siggu góðra endurfunda.
Ég leyfí mér fyrir hönd gömlu Odd-
geirshólasystkinanna að senda
börnum, tengdasonum og barna-
börnum svo og öðrum ættingjum og
vinum innilegustu samúðarkveðjur
okkar. Verl þessl heiðurshjón kært
kvödd, Guði ó hendur falin, Hafl
þau hjartans þökk fyrir allt og allt,
Jdnfna Björnsddttlr
frá Oddgeirshdlum.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og ó skrifstofu blaðsins í KaupvangBstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að Benda greinarnar í símbréfi (669
1116) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakllng birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
26 dólksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sólma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Grelnarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar gi'ein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru blrtar afmælisfréttir
ósamt mynd í Dagbók um fólk sem er 60 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrlt séu vel frá gengin, vélrítuð eða
töivusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
unlnni. Það eykur öryggi 1 textameðferð og kemur i veg fyrlr tvíverkn-
að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCH-skráa sem i daglegu tali
eru nefndar DOS-textaskrár. Þó eru rltvlnnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveltí i úrvinnslu.