Morgunblaðið - 20.09.1998, Side 64
T|N|T| Express
Worldwide
580 1010
íslandspóstur hf
Hraðflutningar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Rússneskir starfs-
menn við Búrfellslínu
Hafa feng-
ið greiddar
21 þúsund
krdnur
RAFIÐNAÐARSAMBAND íslands
fór þess á leit við Landsvirkjun í gær
að kjör rússneski-a rafiðnaðarmanna
Technopromexport við Búrfellslínu
verði leiðrétt hið snarasta.
Á fundi forsvarsmanna RSI með
starfsmönnum Technopromexport á
fóstudag kom fram að fyrirtækíð
hefur þegar borgað hverjum og ein-
um 21.000 krónur frá því í júlí. Að
sögn Guðmundar Gunnarssonar, for-
manns RSÍ, fengust á fundinum þær
upplýsingar að lágmarkslaun rafiðn-
aðarmanna hjá Technopromexport
væru um 224.450 krónur sem séu
34% lægri laun en rétt lágmarkslaun
samkvæmt samningum. Inn í það
vanti hinsvegar ýmsa kostnaðar-
pósta, s.s. flokksstjóraálag, fæðisp-
eninga og hæðarálag. Samkvæmt út-
reikningum RSI er talið að laun raf-
iðnaðarmannanna í ágúst hafí átt að
vera um 456.000 krónur.
Guðmundur segir forsvarsmenn
Technopromexport ekki hafa gefíð
neinar skýringar á greiðslum til
starfsmanna sinna. „Þegar við kröfð-
um þá svara voru þeir aðeins með
dylgjur og útúrsnúninga. Við höfum
krafist þess að Landvirkjun gangi í
málið og leiðrétti kjör þessara
starfsmanna. Ef það gerist ekki
munum við grípa til aðgerða," segir
Guðmundur.
Landsvirkjun hafði í gær boðað
forsvarsmenn Technopromexport til
viðræðna um málið.
Morgunblaðið/Ingvar
Morgunblaðið/Golli
Undir regnboganum
Háskdla-
nám hag-
kvæm fjár-
festing
MIKILL meirihluti nýnema í öll-
um deildum Háskóla Islands telur
að námið sé hagkvæm fjárfesting.
Meirihlutinn telur einnig að ríkið
eigi að styðja háskólanema betui'.
Þetta er meðal niðurstaðna í rann-
sókn á vegum Hagfræðistofnunar
Háskóla íslands.
Þegar litið er á niðurstöður eftir
deildum kemur í ljós að nýnemar í
verkfræði og guðfræði skera sig
nokkuð úr hópnum. Verkfræði-
nemar fyrir það að fræðOegur
áhugi á greininni er minni en hjá
öðrum nemum en væntingar um
vel launað starf sem krefjist há-
skólamenntunar ráða tiltölulega
miklu. Guðfræðinemar skera sig úr
fyrir að vera ívið eldri en aðrir ný-
nemar, frekar í sambúð eða giftir
og með börn. Hjá þeim réð valinu
einkum fræðilegm’ áhugi á grein-
inni, það að námið gæfí alhliða und-
irbúning undir lífið og að háskóla-
nám yki lífsþroska.
■ Telja námið/4
-------------
Raf- og
bensínbíll til
Islands
TOYOTA umboðið, P. Samúelsson,
flytur á næstunni inn bíl af gerð-
inni Toyota Prius sem er búinn
bæði rafvél og bensínvél, svonefnd-
an fjölorkubíl eða bíl með tvennd-
arvél. Bíllinn er væntanlegur til
landsins um miðjan nóvember og
verður hér um tíma.
Vélarnar tvær í Prius vinna ým-
ist saman eða hvor um sig. Rafvél-
in vinnur á litlum hraða en þegar
hann er orðinn yfír 40 km tekur
bensínvélin við. Þegar um álag er
að ræða vinna þær saman. Bensín-
vélin hleður rafgeymana þegar hún
gengur og þegar hemlað er nýtist
orkan einnig rafgeymunum.
■ Fyrsti/El
Lögregla
fjarlægir
bifreiðar
LÖGREGLAN í Reykjavík fjar-
lægði á einu bretti sex bifreiðar,
sem lagt hafði verið ólöglega við
Grundarstíg.
Það getur verið dýrt og óþægi-
legt fyrir eigendur bifreiða að end-
urheimta þær aftur þegar siík að-
gerð er framkvæmd, en samkvæmt
laganna hljóðan grípur lögreglan til
aðgerða þegar ökutæki er stöðvað
eða því lagt þannig að það veldur
óþægindum eða hættu fyiár umferð.
Eigendur bifreiða, sem eru
brottnumdar geta þurft að greiða
6-8 þúsund krónur fyrir að fá þær
aftur.
Lögreglan hyggst herða eftirlit á
þessu sviði og vill beina þeim til-
mælum til ökumanna að þeir finni
ökutækjum sínum stæði þar sem
ekki hljótast af óþægindi fyrir aðra
umferð eins og reyndist í umræddu
tilviki.
Tillaga um kvótastýringu
á Flæmingjagrunni felld
Á ÁRSFUNDI Norðvestur-Atlantshafsfisk-
veiðistofnunarinnar í Lissabon í Portúgal var
tillaga Islendinga um kvótastýringu á rækju-
veiðum á Flæmingjagrunni í stað sóknarstýr-
ingar felld.
Á fundinum var m.a. rætt um stjóm fiskveiða á
Flæmingjagrunni. Meiri bjartsýni gætir nú en á
síðustu árum um ástand rækjustofnsins og lögðu
vísindamenn til að heildarveiðin yrði um 30.000
tonn á næsta ári. Færeyingar lögðu á fundinum
fram tillögu um nokkra stækkun rækjuveiði-
svæðisins á Flæmingjagrunni til vesturs og var
tillagan eindregið studd af íslendingum. Náði
hún fram að ganga og verður íslenskum skipum
því heimilt að veiða á stærra svæði á næsta ári en
hingað til.
Á fundinum lagði sendinefnd Islands til að tek-
in yrði upp kvótastýring á veiðum á Flæmingja-
grunni en niðurstaðan varð sú að halda áfram
sóknarstýringu sem byggist á úthlutun veiðidaga
til hvers lands. Af hálfu íslands var ítrekuð and-
staða við þetta fyrirkomulag þar sem því er hald-
ið fram að það gefí ekki kost á að mæta nauðsyn-
legum veiðitakmörkunum með hagkvæmum
hætti, auk þess sem framkvæmd sóknarkerfisins
á Flæmingjagrunni hafi verið afar ótrúverðug.
Það er mat sjávarútvegsráðuneytisins að afstaða
íslands um að ákvarða heildarafla og skipta hon-
um milli aðildarríkja njóti vaxandi stuðnings
enda hafí komið í Ijós að veiðistjórnun Islendinga
sé mun skilvirkari en það fyrirkomulag að
stjórna sókninni með dagatakmörkunum.
Á fundinum var því lýst yfir að ísland myndi
áfram ákvarða leyfílegan heildarafla íslenskra
skipa með einhliða aflamarki og vakin athygli á
að eðlilegt væri að endurskoða heildaraflaákvörð-
unina með hliðsjón af auknum afla á sóknarein-
ingu.
Leyfilegur heildarafli Islendinga á þessu ári er
6.800 tonn samkvæmt ákvörðun íslenskra stjórn-
valda en því er spáð að heildarafli allra þjóða
verði um 28 þúsund lestir í ár.
Eftirlit verður með sama hætti og áður
Eftirlitsmál á NAFO-svæðinu voru mjög til
umræðu á fundinum, sérstaklega það í'yrirkomu-
lag að hafa eftirlitsmann um borð í hverju skipi.
Af hálfu íslands og annarra rækjuveiðiþjóða var
bent á að rækjuveiðar á Flæmingjagrunni krefð-
ust ekki svo víðtæks og kostnaðarsams eftirlits.
Niðurstaða fundarins var engu að síður að fram-
lengja núverandi fyrirkomulag á eftirlitsmanna-
kerfinu sem komi til endurskoðunar eftir tvö ár.
Jafnframt var ákveðið að taka upp gervihnatta-
eftirlit með öllum fiskveiðum á NAFO-svæðinu
frá og með 1. janúar árið 2001. I fréttatilkynn-
ingu segir að íslendingar muni áfram leggja
áherslu á að nýjasta tækni sé hagnýtt við endur-
skoðun eftirlits á svæðinu til að auka skilvirkni
og lækka kostnað.