Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 06.10.1998, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ < ATVINIMUAUGLÝSINGAR / Oskum eftir duglegu fólki • Óskum eftir að ráða trésmiði og laghenta verkamenn til starfa í glugga- og hurðaverksmiðju okkar í Kópavogi. Vinnutími: mán.-fim. 07.30-17.00. föstud. 07.30-16.00. • Afgreiðslufólki á kassa í verslanir fyrirtækisins í Hafnarfirði, Skútuvogi og í Grafarvogi Leitum að duglegum, samviskusömum og stundvísum einstaklingum með góða þjónustulund. Umsóknum skal skila fyrir 13. október nk. til Húsasmiðjunnar Súðarvogi 3-5, merkt: Starfsumsókn. HÚSASMIDJAN Kennarar Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk 1998. Skilyrði eru að viðkomandi hafi kennsluréttindi og reynslu af kennslu nemenda á grunnskóla- stigi í stærðfræði og/eða íslensku. Nánari upplýsingar eru veittar á Rannsókna- stofnun uppeldis- og menntamála í síma 551 0560 milli kl. 13.00 og 16.00 alla virka daga til 6. október nk. Rafvirki Straumvirki ehf. óskar að ráða rafvirkja vegna aukinna verkefna. Mikil vinna. Upplýsingar í síma 896 4901. RANNÍS Rannsóknarráð íslands óskar eftir að ráða fulltrúa í hálft starf (fyrir hádegi) á vísindasvid stofnunarinnar. Starfssvið: í starfinu felst m.a. umsjón með skráningum varðandi styrkúthlutanir Vísindasjóðs og Rann- sóknanámssjóðs, eftirlit með framvindu verk- efna, samskipti við styrkþega, aðstoð við gagnaúrvinnslu fyrir ársskýrslu og aðrar skýrsl- ur og aðstoð við undirbúning funda og ráð- stefna. Hæfniskröfur: Áhersla er lögð á góða samskiptahæfileika, nákvæmni og metnað til að beita vönduðum vinnubrögðum. Viðkomandi fulltrúi hafi góða tungumálakunnáttu, í ensku og einu norður- landamáli, haldgóða tölvuþekkingu og reynslu í notkun á Word og Excel. Laun samkvæmt samningum SFR. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljót- lega. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra Rann- sóknarráðs íslands, Laugavegi 13, 101 Reykja- vík fyrir 12. október nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsókn- um verður svarað. Nánari upplýsingar veita Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannís og Kristján Kristjánsson, forstöðumað- ur vísindasviðs Rannís. Vífilfell ehf. auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Ritari framleiðsludeildar. Starfssviðið er mjög fjölbreytt og góð tölvukunnátta er skilyrði. Um- sóknir skulu merktar: „Ritari". Starfsmann með meirapróf til dreifingarstarfa á Austurlandi. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 476 1570. Umsóknir skulu merktar: „Austurland". Við leitum að rösku og jákvæðu fólki til að slást í hópinn. Þarf að hafa metnað og vilja til að standa sig hjá öflugu fyrirtæki. Umsóknir sendist til Vífilfells ehf., Stuðlahálsi 1,110 Reykjavík fyrir þriðjudaginn 13. október nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni. Atvinnurekendur — fyrirtæki takið eftir.... Fertugur rekstrarfræðingur ( 1. eink.) með alhliða reynslu af skrifstofu-, fjármála- og framkvæmdastjórn, sem hefur áhuga á að skipta um umhverfi vill gjarnan komast í sam- band við yður. Auk stjórnarformennsku og fjölda trúnaðarstarfa hef ég starfað sem yfirmaður fjármáladeildar og eignaumsýslu — gerð greiðslu- og lánaáætlana — samskipti við lánardrottna og skuldunauta — kaup og sölu verðbréfa — tölvubókhald og ritvinnslu — stjórnun og manna- forráð. Tungumálakunnátta er góð. Reynsla af félagsmálum. Áhuga- mál: Útivist, ferðalög, bókmenntir og mannleg samskipti. Samvisku- semi í fyrirrúmi, fljótur að læra og þoli pressu bæði vegna álags og tima. Reyklaus og reglusamur. I þeim störfum sem ég hef gegnt hef ég þurft að treysta á sjálfan mig og eigin dómgreind og er vanur a_ð taka ákvarðanir. Ég tel að ég eigi allmikla möguleika á að vinna fyrirtæki yðar gagn og að ráðning mín muni efla það frekar en veikja. Ég er fjölhæfur og með mikinn metnað til að gera vel og leita eftir vellaunuðu ábyrgðarstarfi á sviði hvers konar stjórnunar. Annað kemur vel til greina. Vinsamlega sendið svarbréf með nauðsynlegum upplýsingum til Mbl. merkt: „Dugandi starfsmaður — 1234". V vinnumAla 5TOFNUN Laust starf hjá Svæðisvinnumiðlun Austurlands Starf ráðgjafa (afleysing) Um er að ræða fullt starf til 1. september 1999 sem felst m.a. í: • Að aðstoða atvinnuumsækjendur við at- vinnuleit og atvinnurekendur við að útvega hæft starfsfólk. • Að sjá til þess að atvinnuleitendur eigi kost á ráðgjöf og úrræðum. • Að vinna að starfsleitaráætlunum með at- vinnuumsækjendum. Menntunar- og hæfniskröfur: Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi þekkingu á vinnumarkaðinum og menntakerfinu, hafi góða hæfni til mannlegra samskipta og góða skipulagshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið há- skólanámi í náms- og starfsráðgjöf, félagsráð- gjöf eða sambærilegu námi og/eða hafi víð- tæka reynslu af þátttöku á vinnumarkaðinum. Laun eru skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til Svæðisvinnumiðlun- ar Austurlands, Miðvangi 2—4, 700 Egilsstaðir, fyrir 20. október. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í nóvem- ber1998. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Harðardóttir, forstöðumaður í síma 471 2288. TILKYNNINGAR Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi íbúum starfssvæðis Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi er boðið upp á inflúensu- sprautu fimmtudaginn 8. október og föstudag- inn 9. október kl. 14.30—16.30 báða dagana. Gengið er inn gegnt Valhúsaskóla. Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi. Geymið auglýsinguna! Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, mál- verk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósa- krónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil og eldri húsgögn stór og smá. Upplýsingar í símum 555 1925 og 898 9475. Geymið auglýsinguna. TIL SÖLU Fasteignasala til sölu Rótgróin fasteignasala til sölu. Mikil sala fram- undan. Áhugasamir leggi inn nafn og síma- númer á afgreiðslu Mbl. merkt: „Fasteignasala - 1525". SP-Beta tökuvél Til sölu lítið notuð SP-Beta myndbandstökuvél með Fujinon 14 X 8,5 linsu, recorder og power pack. Gott verð. Upplýsingar í síma 568 0733. FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Taflfélags Rvk. verður haldinn mánudaginn 12. október kl. 20.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.