Morgunblaðið - 06.10.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 06.10.1998, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ < ATVINIMUAUGLÝSINGAR / Oskum eftir duglegu fólki • Óskum eftir að ráða trésmiði og laghenta verkamenn til starfa í glugga- og hurðaverksmiðju okkar í Kópavogi. Vinnutími: mán.-fim. 07.30-17.00. föstud. 07.30-16.00. • Afgreiðslufólki á kassa í verslanir fyrirtækisins í Hafnarfirði, Skútuvogi og í Grafarvogi Leitum að duglegum, samviskusömum og stundvísum einstaklingum með góða þjónustulund. Umsóknum skal skila fyrir 13. október nk. til Húsasmiðjunnar Súðarvogi 3-5, merkt: Starfsumsókn. HÚSASMIDJAN Kennarar Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk 1998. Skilyrði eru að viðkomandi hafi kennsluréttindi og reynslu af kennslu nemenda á grunnskóla- stigi í stærðfræði og/eða íslensku. Nánari upplýsingar eru veittar á Rannsókna- stofnun uppeldis- og menntamála í síma 551 0560 milli kl. 13.00 og 16.00 alla virka daga til 6. október nk. Rafvirki Straumvirki ehf. óskar að ráða rafvirkja vegna aukinna verkefna. Mikil vinna. Upplýsingar í síma 896 4901. RANNÍS Rannsóknarráð íslands óskar eftir að ráða fulltrúa í hálft starf (fyrir hádegi) á vísindasvid stofnunarinnar. Starfssvið: í starfinu felst m.a. umsjón með skráningum varðandi styrkúthlutanir Vísindasjóðs og Rann- sóknanámssjóðs, eftirlit með framvindu verk- efna, samskipti við styrkþega, aðstoð við gagnaúrvinnslu fyrir ársskýrslu og aðrar skýrsl- ur og aðstoð við undirbúning funda og ráð- stefna. Hæfniskröfur: Áhersla er lögð á góða samskiptahæfileika, nákvæmni og metnað til að beita vönduðum vinnubrögðum. Viðkomandi fulltrúi hafi góða tungumálakunnáttu, í ensku og einu norður- landamáli, haldgóða tölvuþekkingu og reynslu í notkun á Word og Excel. Laun samkvæmt samningum SFR. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljót- lega. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra Rann- sóknarráðs íslands, Laugavegi 13, 101 Reykja- vík fyrir 12. október nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsókn- um verður svarað. Nánari upplýsingar veita Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannís og Kristján Kristjánsson, forstöðumað- ur vísindasviðs Rannís. Vífilfell ehf. auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Ritari framleiðsludeildar. Starfssviðið er mjög fjölbreytt og góð tölvukunnátta er skilyrði. Um- sóknir skulu merktar: „Ritari". Starfsmann með meirapróf til dreifingarstarfa á Austurlandi. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 476 1570. Umsóknir skulu merktar: „Austurland". Við leitum að rösku og jákvæðu fólki til að slást í hópinn. Þarf að hafa metnað og vilja til að standa sig hjá öflugu fyrirtæki. Umsóknir sendist til Vífilfells ehf., Stuðlahálsi 1,110 Reykjavík fyrir þriðjudaginn 13. október nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni. Atvinnurekendur — fyrirtæki takið eftir.... Fertugur rekstrarfræðingur ( 1. eink.) með alhliða reynslu af skrifstofu-, fjármála- og framkvæmdastjórn, sem hefur áhuga á að skipta um umhverfi vill gjarnan komast í sam- band við yður. Auk stjórnarformennsku og fjölda trúnaðarstarfa hef ég starfað sem yfirmaður fjármáladeildar og eignaumsýslu — gerð greiðslu- og lánaáætlana — samskipti við lánardrottna og skuldunauta — kaup og sölu verðbréfa — tölvubókhald og ritvinnslu — stjórnun og manna- forráð. Tungumálakunnátta er góð. Reynsla af félagsmálum. Áhuga- mál: Útivist, ferðalög, bókmenntir og mannleg samskipti. Samvisku- semi í fyrirrúmi, fljótur að læra og þoli pressu bæði vegna álags og tima. Reyklaus og reglusamur. I þeim störfum sem ég hef gegnt hef ég þurft að treysta á sjálfan mig og eigin dómgreind og er vanur a_ð taka ákvarðanir. Ég tel að ég eigi allmikla möguleika á að vinna fyrirtæki yðar gagn og að ráðning mín muni efla það frekar en veikja. Ég er fjölhæfur og með mikinn metnað til að gera vel og leita eftir vellaunuðu ábyrgðarstarfi á sviði hvers konar stjórnunar. Annað kemur vel til greina. Vinsamlega sendið svarbréf með nauðsynlegum upplýsingum til Mbl. merkt: „Dugandi starfsmaður — 1234". V vinnumAla 5TOFNUN Laust starf hjá Svæðisvinnumiðlun Austurlands Starf ráðgjafa (afleysing) Um er að ræða fullt starf til 1. september 1999 sem felst m.a. í: • Að aðstoða atvinnuumsækjendur við at- vinnuleit og atvinnurekendur við að útvega hæft starfsfólk. • Að sjá til þess að atvinnuleitendur eigi kost á ráðgjöf og úrræðum. • Að vinna að starfsleitaráætlunum með at- vinnuumsækjendum. Menntunar- og hæfniskröfur: Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi þekkingu á vinnumarkaðinum og menntakerfinu, hafi góða hæfni til mannlegra samskipta og góða skipulagshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið há- skólanámi í náms- og starfsráðgjöf, félagsráð- gjöf eða sambærilegu námi og/eða hafi víð- tæka reynslu af þátttöku á vinnumarkaðinum. Laun eru skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til Svæðisvinnumiðlun- ar Austurlands, Miðvangi 2—4, 700 Egilsstaðir, fyrir 20. október. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í nóvem- ber1998. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Harðardóttir, forstöðumaður í síma 471 2288. TILKYNNINGAR Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi íbúum starfssvæðis Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi er boðið upp á inflúensu- sprautu fimmtudaginn 8. október og föstudag- inn 9. október kl. 14.30—16.30 báða dagana. Gengið er inn gegnt Valhúsaskóla. Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi. Geymið auglýsinguna! Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, mál- verk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósa- krónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil og eldri húsgögn stór og smá. Upplýsingar í símum 555 1925 og 898 9475. Geymið auglýsinguna. TIL SÖLU Fasteignasala til sölu Rótgróin fasteignasala til sölu. Mikil sala fram- undan. Áhugasamir leggi inn nafn og síma- númer á afgreiðslu Mbl. merkt: „Fasteignasala - 1525". SP-Beta tökuvél Til sölu lítið notuð SP-Beta myndbandstökuvél með Fujinon 14 X 8,5 linsu, recorder og power pack. Gott verð. Upplýsingar í síma 568 0733. FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Taflfélags Rvk. verður haldinn mánudaginn 12. október kl. 20.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.