Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islands- met sett í fallhlífar- stökki SEXTÁN manna tígull var fyrsta Islandsmetið sem sett var á Hellu og þar með féll gamla metið, sem var tólf manna mynstur. NÍTJÁN manna demantur sló tígulinn út og er það núgildandi Islands- met í mynsturdýfu. ÍSLANDSMET í mynsturdýfu var sett á Islandsmóti í fallhlífar- stökki sem Fallhlífasamband ís- lands, FALLÍS, stóð fyrir á Hellu frá 31. júlí til 9. ágúst. Tókst mótið vel þrátt fyrir heldur óhagstætt veður. 85 fallhlífar- stökkvarar tóku þátt í mótinu og var stefnt að Islandsmeti í mynsturdýfu. Það náðist þegar sextán stökkvurum tókst að mynda tígul í frjálsu falli. Gamla metið var tólf manna dýfa, en nýja metið stóð þó ekki lengi, því ákveðið var að fjölga stökkvur- um um þijá og tókst í annarri til- raun að mynda demant með nítján stökkvurum. Á mótinu var einnig sett met í fallhlífarstökki kvenna þegar sex konum tókst að mynda mynstur. Stökk í mynsturdýfu telst gilt ef stökkvararnir halda saman í minnst þijár sekúndur í fallinu og stökkvararnir hefja mynstur- gerðina frá miðju og bæta siðan við mynstrið uns það er fullgert. 280 km á klst. í fijálsu falli Hlutur kvenna eykst stöðugt í fallhlífarstökki en aldrei hafa jafnmargar konur tekið þátt í ís- landsmóti FALLÍS og nú, en sextán konur tóku þátt í mótinu. Stokkið var úr 13.500 fetum úr rússneskri Antanov 28-flugvél, sem tekin var á leigu fyrir mótið, og fenginn franskur fallhlífar- stökkskennari, Pilippe Vallaud, til að kenna stungu eða svokallað „headdown", sem felst í flugi með fijálsri aðferð í Ióðréttri stöðu. Ná menn um 280 km hraða á klukkustund í slíku stökki. Pilippe notaði einnig tækifærið í fyrstu Islandsheim- sókn sinni og stökk úr flugvélinni fyrir ofan Geysi í Haukadal til að sjá eitthvað af landinu í leiðinni. Fallhli'fasamband Islands var með stofnað árið 1985 og eiga nú um 200 manns aðild að samband- inu að nemendum meðtöldum. Að sögn Matthíasar Gíslasonar, tals- manns mótsgesta, er Hella draumastaðurinn fyrir fallhlífar- stökk og sagði hann að gott sam- komulag hefði verið milli íbúa Hellu og fallhlífarstökkvaranna dagana sem mótið fór fram. Verður því hér eftir stefnt að því að halda mótið árlega á Hellu. Vinafélag Sjúkrahúss Reykjavíkur heldur upp á 15 ára afmælið Huga að verkefn- um sem hið opin- bera styrkir ekki VINAFÉLAG Sjúkra- húss Reykjavíkur vinn- ur nú að því að ná samningum um kaup á sjónvarpstækjum með innbyggðum mynd- bandstækjum fyrir langlegusjúklinga á spítulunum. Vinafélagið, sem var stofnað fyrir rúmum 15 árum, hét upphaflega Velunnarafélag Borg- arspítalans en skipti um nafn þegar Landa- kotsspítalinn sameinað- ist Borgarspítalanum. Egill Skúli Ingibergs- son, formaður félags- ins, segir hugmyndina að baki félag- inu vera þá að veita aðstoð í verk- efnum sem opinber fjárframlög nái mjög seint til. Á þriðja hundrað manns eru í fé- laginu, bæði starfsfólk spítalans og fólk sem hefur þurft að sækja þang- að þjónustu. Egill segir fjámagn fé- lagsins koma frá félagsgjöldum og minningakortasölu auk þess sem því berist gjarnan myndarlegar gjaflr. „Einnig hefur félagið samband við önnur félög til þess að spyrjast fyrir um það hvort samvinnugrundvöllur sé um ákveðin verkefni," segir hann. „Þetta leiðir oft til þess að viðkom- andi aðilar taka umrædd verkefni að sér og því þjónar vinafélagið einnig sem milliliður." Egill segir mikilvægt að fúlltrúar úr hinum ýmsu deildum spítalanna eigi sæti í stjórn og trúnaðarráði fé- lagsins og að fyrirhugaðar fram- kvæmdir séu bornar undir stjórn- endur spítalanna áður en út í þær sé farið þannig að tryggt sé að viðkomandi búnaður verði notaður. Mörg hjálpartæki keypt „Við höfum m.a. unn- ið í því í samvinnu við Oddfellow-regluna að koma upp kapellu í Borgarspítalanum í Fossvogi. Þá höfum við komið upp herbergi við slysavarðstofuna fyiir fólk sem þarf að taka á móti erfiðum upplýsing- um um sína nánustu," segir hann. „Einnig höfum við keypt mikið af hjálpartækjum fyrir starfs- fólk spítalanna, svo sem lyftigrindur og lyftistóla, tölvur til notkunar við iðjuþjálfun, örbylgjuofna, mynd- bandstæki og spólur. Þá höfum við útvegað sjónvörp á margar deildir, sérstaklega öldrunardeildirnar, keypt listaverk og útvegað skemmti- krafta og tónlistarmenn til þess að koma og stytta fólki stundir." Félagið hefur einnig fært þeim sem eru við vinnu á spítulunum gjaf- ir á jólum og tekið þátt í starfí starfsmannafélags spítalanna með því að leggja til trjáplöntur til gróð- ursetningar á svokölluðum spítala- degi. Þá hefur það við sérstakar að- stæður tekið þátt í að kosta og út- vega dýr tæki, svo sem aðgerð- arsmásjá, kusatæki, sem notað er við aðgerðir þar sem mikils blóðláts er vænst, og tæki til skoðunar á háls-, nef- og eyrnadeild. Egill Skúli Ingibergsson Óvissa ríkir um framtíð Kísiliðjunnar við Mývatn Verður Kísiliðjunni lokað eftir 3 ár? MIKIL óvissa ríkir um framtíð Kísiliðjunnar við Mývatn. Námaleyfi verksmiðjunnar nær eingöngu til vinnslu úr Ytri-Flóa, en áætlað er að kísilgúrjir þeim námum klárist eftir 2-3 ár. Árið 1993 höfnuðu stjórnvöld óskum forráðamanna verksmiðjunn- ar um leyfi til kísilgúrnáms í Syðri- Flóa. Framtíð verksmiðjunnar byggist á því að sú ákvörðun verði endurskoðuð. Deilur hafa staðið um Kísiliðjuna allt frá því hún hóf starfsemi árið 1966. Náttúruverndarsinnar hafa lengi haft horn í síðu verksmiðjunn- ar og sama má segja um hluta íbúa Skútustaðahrepps. Það er óumdeilt að út frá náttúruverndarsjónarmiði er vatnið einstakt á heimsmæli- kvarða. Vatnið er grunnt stöðuvatn sem stendur undir stærri fugla- stofnum en finnast nokkurs staðar í norðlægum löndum. Umdeilt er hvort Kísiliðjan hefur haft áhrif á lífríki hafsins og þá í hve miklum mæli. Búið er að rannsaka vatnið mikið í gegnum árin. Sérfræðinga- nefnd sem skilaði áliti í ágúst 1991 taldi að ekki væri hægt að sýna fram á samhengi milli starfsemi Kísiliðj- unnar og aukinna sveiflna í dýra- stofnum vatnsins. Upphaflega var Kísiliðjunni veitt leyfi til 20 ára tiþ að nýta kísilgúr úr botni Mývatns. Árið 1985 var verk- smiðjunni veitt vinnsluleyfi til ársins 2001, en sett það skilyrði að yrðu breytingar til hins verra á dýralífi eða gróðri við vatnið sem mætti rekja til efnistökunnar mætti endur- skoða skilmálana. Náttúruverndar- ráð taldi að með leyfisveitingunni hefði þáverandi iðnaðarráðherra sniðgengið ákvæði í lögum um verndun Laxár og Mývatns, þar sem segir að á svæðinu sé hvers konar mannvirkjagerð og jarðrask óheimilt nema með leyfi Náttúruverndarráðs. Verulegar breytingar á lífsskilyrðum Samkvæmt námaleyfinu áttu tak- markanir við vinnslu í Ytri-Flóa að falla niður 1991. Samhliða veitingu námaleyfis var sett á stofn sérfræð- inganefnd sem fékk það hlutverk að meta áhrif Kísiliðjunnar á dýralíf og umhverfi vatnsins. Þegar hún skilaði áliti 1991 var ákveðið að setja á stofn nýja nefnd til að skoða sérstaklega áhrif setflutninga í Ytri-Flóa. Jafn- framt voru takmarkanir á námaleyfi í Ytri-Flóa framlengdar um eitt ár. Þessar takmarkanir voru framlengd- ar aftur um eitt ár árið eftir. Setflutninganefnd komst að þeirri niðustöðu að í Mývatni væru í raun tvö aðskilin vatnasvæði, Ytri-Flói og Syðri-Flói. Jafnframt taldi nefndin að langvarandi vinnsla á svæði sem kallað er Bolir í Syðri-Flóa myndi hafa í för með sér verulegar breyt- ingar á lífsskilyrðum í Mývatni. í raun má segja að nefndin hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um námavinnslu í Syðri-Flóa fæli í sér ákvörðun um að hefja náma- vinnslu í nýju vatni. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir tók þáverandi iðnaðarráðherra þá ákvörðun í samráði við umhverfis- ráðheira að takmarka áfram náma- leyfið við vinnslu í Ytri-Flóa. Jafn- framt var vinnslusvæðið í flóanum stækkað. Nýja námaleyfið gilti til ársins 2010. Þegar þessi ákvörðun var kynnt sögðu þáverandi stjórnvöld að með útgáfu leyfis til 2010 væri óvissu um rekstur verksmiðjunnar eytt. Það er þó tæplega hægt að tala um að sú hafi verið raunin því nú er að koma á daginn að kísilgúrnámurnar í Ytri- Flóa verða tómar löngu fyrir árið 2010. Flest bendir til að þær dugi ekki nema í 2-3 ár í viðbót. Ný vinnsluaðferð Undanfarin tvö ár hefur verið reynt að þróa nýja aðferð við vinnslu á kísilgúr úr Mývatni. Aðferðin byggir á því að fara undir botninn og dæla kísilgúmum án þess að raska botnlaginu. Takist að þróa þessa vinnsluaðferð telja forráða- menn Kísiliðjunnar að líkur aukist á að námaleyfið verði rýmkað. Sig- björn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segist hins vegar óttast að það taki lengri tíma að þróa þessa vinnsluaðferð en upphaf- lega hafi verið vonast eftir. Hún sé ennfremur dýr og auk þess séu uppi efasemdir um að hægt verði að beita henni á þeim svæðum í Syðri-Flóa sem rætt hafi verið um að nýta. Þegar stjórnvöld tóku ákvörðun um námaleyfi árið 1993 voru þau undir þrýstingi frá stjórnendum Kísiliðjunnar um að fá leyfi til að nýta kísilgúr við Boli við austanvert vatnið. Sigbjörn segir að nýleg sam- þykkt sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps feli í sér þrýsting á stjórn- völd að leyfa vinnslu við Boli. Það má því segja að stjórnvöld standi frammi fyrir þeirri spurningu hvort breyta eigi þeim ákvörðun sem tek- in var 1993 að leyfa ekki vinnslu við Boli. Ljóst má vera að fái Kísiliðjan ekki heimild til að vinna kísilgúr úr Syðri-Flóa verður að leggja verk- smiðjuna niður. Slíkt myndi hins vegar hafa gífurleg áhrif á byggðina við Mývatn, en rúmlega 50 manns starfa við hana, sem er rúmlega 10% íbúa sveitarfélagsins. Árleg velta verksmiðjunnar er um 700 milljónir og um helmingur af tekjum sveitar- sjóðs Skútustaðahrepps kemur frá Kísilverksmiðjunni. Verði Kísiliðj- unni hins vegar heimilað að hefja námavinnslu í Syðri-Flóa þykir ljóst, ef marka má álit setflutninga- nefndar, að það myndi hafa áhrif á lífríki vatnsins og velta má upp þeirri spurningu hver áhrifin yrðu á ferðamannaþjónustu við Mývatn. Árið 1993 var tekin ákvörðun um að setja á stofn atvinnueflingarsjóð. Tekjur sjóðsins koma af sölu á kísil- gúr. Enn er óvíst hvernig sjóðurinn verður nýttur, kannski vegna þess að ekki hefur enn verið tekin formleg ákvörðun um framtíð Kísiliðjunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.