Morgunblaðið - 14.10.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 14.10.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 13 FRETTIR * Abendingar starfshóps um fjölmiðlamál til biskups Breytingum lokið í Árbæjarkirkju OKTOBERTILBOÐ Aætlun um almannateng'sl á erfíðleikatímum í kirkjunni MEÐAL ábendinga í skýrslu starfshóps um upplýsinga- og fjöl- miðlastefnu til biskups og kii'kju- ráðs sem lögð var fram á kirkju- þingi í gær er að gerð verði áætlun um almannatengsl á erfiðleikatím- um sem farið sé eftir þegar sérstök vandamál koma upp innan þjóð- kirkjunnar. I tengslum við skýrslu kirkju- ráðs um störf þess frá síðasta kirkjuþingi hafa verið lagðar fram ýmsar skýrslur starfshópa og nefnda um framgang málefna sem komu til umræðu á síðasta kirkju- þingi. Er fyrrgreind skýrsla ein þeirra en á fundi kirkjuráðs í febr- úar 1998 var samþykkt að Innform ehf., fyrirtæki um almannatengsl og upplýsingastarfsemi, myndi stýra starfshópi sem skoða ætti stöðuna í upplýsinga- og fjölmiðl- unarmálum kirkjunnar. Varðandi viðbrögð kirkjunnar á erfiðleikatímum er í skýrslunni bent á að viðbragðsflýtir skipti máli þar sem skyndilega geti opn- ast sóknarfæri og rétt viðbrögð eigi að geta komið í veg fyrir að lít- il mál séu blásin út í fjölmiðlum. Einnig er lagt til að stefna í upp- lýsinga- og fjölmiðlastarfi verði hluti af heildarstefnumótun kirkju- ráðs og biskups og náð verði víð- tækri samstöðu um það hvað þrjú til fjögur aðalmálefni kirkjustjóm- in setji á dagskrá almennrar um- ræðu. Kirkjan útnefni helstu tals- menn sína í viðkomandi málum og þeir sjái um að túlka þau gagnvart almenningi og standa fyrir þjálfun þjóðkirkjufólks til að halda á þess- um málum. Þá leggur starfshópm-inn til að biskup fái sérstaka fjárveitingu til að sinna upplýsingastarfi inn á við í þjóðkirkjunni og gagnvart almenn- ingi. Lagt er einnig til að Biskups- stofa haldi fréttabréfi úti á Netinu og verði það auk þess prentað og dreift til starfsfólks kirkjunnar og virks safnaðarfólks. Er Víðförli, fréttabréf Biskupsstofu, nýlega komið út í því formi en ritstjóri þess er sr. Örn Bárður Jónsson, fræðslustjóri kirkjunnar. Fyrsta umræða á kirkjuþingi um drög að fjölmörgum starfsreglum Frekari umræða í nefndum DRÖG að starfsreglum sem setja þarf um fjölmörg atriði í starfi kirkjunnar vegna nýrrar lagasetn- ingar voru til umræðu á kirkjuþingi í gær. Má sem dæmi nefna reglur um kjör til kirkjuþings og þing- sköp, reglur um val á presti, um stöðu og starf sóknarnefnda og fleiri. Sextán drög að starfsreglum voru á dagskrá í gær og eftir fyrstu um- ræðu á kirkjuþingi er þeim vísað 1 nefndir. Mál úr nefndum verða síð- an aftur rædd á fundum kirkjuþings og er búist við að fyrstu málin komi aftur á dagskrá þar á morgun eða fóstudag. Umræðan í gær hófst á drögum að starfsreglum um kjör til kirkju- þings og þingsköp, síðan var rætt um stöðu og starfshætti sóknar- nefnda, um skiptingu starfa presta í prestaköllum þar sem fleíri en einn prestur er og um reglur um val á presti. Þá átti í gær að fjalla um drög að starfsreglum um starfsskyldur presta, um sérþjónustupresta, djákna, prófasta, héraðspresta og á dagskrá var einnig umræða um starfsreglur leikamannastefnu, um skipan sókna, prestakalla og pró- fastsdæma, um þjálfun prestsefna og fleiri reglur. Séra Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari segir að mikil umræða um öll þessi drög hafi farið fram úti í héruðum og fyrir liggi kringum 30 umsagnir frá ýmsum aðilum er mál- in snerta. Þegar drögin koma aftur til umræðu á kirkjuþingi eru þau að lokum borin upp til samþykktar. , , Morgunblaðið/Golli RURI, Mannfreð Vilhjálmsson arkitekt, Jdhann Björnsson formaður sóknarnefndar og sr. Guðmundur Þor- steinsson sóknarprestur Nýtt glerlistaverk helgað 3ja sæta sófi verð kr. 169.800 stgr. 3ja sæta sófi + 2 stólar verð kr. 359.000 stgr. Opið á laugardögum Raðgreiðslur til alltaðlöraán. LOKIÐ er gagngerum breyt- ingum í Árbæjarkirkju, sem staðið hafa frá því í vor, og var sérstök hátiðarmessa sl. sunnu- dag af því tilefni. Hr. Karl Sig- urbjörnsson biskup helgaði nýtt glerlistaverk, Ljósstafi eftir Rúrí, við athöfnina. Árbæjarkirkja átti tíu ára af- mæli á síðasta ári og ákváðu forráðamenn safnaðarins að láta gera gagngerar breytingar á kirkjunni. Verkið hdfst í maí sl. en helstu breytingar eru að söngloft kirkjunnar, þar sem orgel og kór hafa staðið, var tekið niður og op gert á austur- vegg kirkjunnar og hvelfing mynduð fyrir orgel og kór. Kirkjugestir munu því eftirleið- is sjá bæði kór og orgel við at- hafnir. Að sögn Jóhanns Björnssonar, formanns sóknar- nefndar, er von á nýju pípuorg- eli í kirkjuna, sem Björgvin Tómasson er að smíða, og verð- ur það væntanlega sett upp og vígt á næsta ári. Færanlegt skilrúm aftast í kirkjunni hefur verið fært enn aftar og kirkjubekkjum fjölgað. Sjálft altarið hefur verið hækk- að og á vesturvegg uppi við alt- arið er kominn gluggi sem hleypir inn birtu. Mannfreð Vil- hjálmsson arkitekt hannaði kirkjuna og hefur hann einnig séð um breytingarnar. „Kirkjan átti upphaflega að vera svona eins og hún er nú, með kórinn og orgelið í hvelfíngu úr aust- urvegg,“ sagði hann. „Ég er því mjög sáttur við þessa breyt- ingu.“ Listaverk úr kristalgleri Listaverkið Ljósstafir er unnið úr kristalgleri, en krist- algler er tærara og ljósbrotið skýrara heldur en þegar um venjulegt gler er að ræða. Verkið er tæpir 10 metrar og sett saman úr 52 mismunandi glereiningum, sem eru um sjö cm á þykkt og vegur hver 15 kg. Að sögn Rúríar eru fá gler- verkstæði sem ráða við að steypa kristalgler í þessum stærðum en það var gert hjá Lindshammar í Svíþjóð. Glerið er fölgrænt á lit og formað þannig að ljósbrot myndast inni í einingunum. Liturinn var val- inn með hliðsjón af grænum tóni í steinflísum á gólfinu. Glerið er fest með festingum úr ryðfríu stáli framan við gafl- vegg kirkjunnar ofan við altar- ið og sá Sigurðúr Sigurbergs- son vélsmiður um uppsetningu verksins en hann smiðaði fest- ingarnar. „Þegar maður er beðinn um að vinna verk fyrir kirkju þá leitar maður ósjálfrátt til biblí- unnar og þá upphafsins," sagði Rúrí. „Tærleiki og ljós hafa táknræna merkingu og er þá vísað til hvors tveggja náttúr- unnar og kristinnar trúar. Ég tileinka verkið samferðamönn- um mínum, lífs og liðnum.“ CHATEUD’AX Teg: 513 NÝTT HÓTEL Á BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI Persónuleg þjónusta á fyrsta flokks hóteli. Afar þægileg og vistleg herbergi. Fyrir utan eriðandi mannlífið - veitingastaðir, kaffihús, verslanir og leikhús. Verðfrá 2.700 á mann i 2ja manna herhergi. Morgunverðarhlaðborð innifalið. Frir drykkur á veitingahúsinu Vegamótum . Sími 511 6060 Fax 511 6070 guesthouse&eyjar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.