Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 17
VIÐSKIPTI
Enn hræringar á hreinlætismarkaðinum
Búlandstindur hf. á Djúpavogi
Sámur ehf. kaupir
sápugerðina Hrein hf.
Morgunblaðið/Kristinn
SÁMUR hremmir Hreinol. Eigendur Sáms ehf., Grétar Ingvason,
Ágúst Grétarsson og Brynjólfur Grétarsson unnu við það í gær að
koma vörum frá Hreini fyrir í birgðageymslu fyrirtækisins.
Framkvæm da-
stjóra sagt upp
vegna taps
SÁMUR ehf. í Kópavogi hefur
keypt sápugerðina Hrein hf. á Dal-
vík og hyggst sameina hana rekstri
sínum. Unnið er að því að flytja
tæki og lager Hreins í Kópavog og
mun framleiðsla hefjast þar undir
merkjum Sáms innan skamms.
Kaupverð fæst ekki uppgefið.
Sámur ehf. er fjölskyldufyrirtæki
í eigu feðganna Ágústs og Brynjólfs
Grétarssona og Grétars Ingvason-
ar. Fyrirtækið var stofnað árið 1964
og framleiðir m.a. tjöruhreinsiefni
fyrir bifreiðar, sótthreinsiefni fyrir
frystihús og kjötvinnslur, olíu-
hreinsi og tekkolíu. Nú vinna fjórir
starfsmenn hjá Sámi og segir Ágúst
Brynjólfsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, að með breytingunni
verði a.m.k. einum bætt við.
Harðnandi samkeppni
„Með sameiningunni hyggjumst
við auka við vöruúrval okkar og
renna styrkari stoðum undir rekst-
urinn. Velta Sáms nam 30 milljón-
um króna á síðastliðnu ári og er
reiknað með að hún aukist um 50%
á ársgrundvelli eða í um 45 milljónir
króna við kaupin. Sameiningin verð-
ur án efa lyftistöng fyrir Sám og
mun styrkja stöðu fyrirtækisins á
markaðnum en þar hafa verið mikl-
ar hræringar að undanfómu. Sam-
keppnin hefur verið að harðna, ekki
síst í innflutningi. Með þessu fjölgar
framleiðsluvörum okkar fyrir neyt-
endamarkað og því munum við stilla
okkur meira inn á hann en við höf-
um gert fram að þessu og hefja
markaðsátak," segir Ágúst.
Mikill flutningskostnaður
Sápugerðin Hreinn hefur langa
sögu að baki og þekktustu fram-
leiðsluvörur fyrirtækisins eru lík-
lega Hreinol uppþvottalögurinn og
sápukrem. Til ársins 1995 var sápu-
gerðin rekin sem hreinlætisvöru-
deild Nóa-Síríusar en um mitt ár
1995 var hún seld til Dalvíkurbæjar
fyrir um fjórtán milljónir króna.
Rekstur fyrirtækisins gekk hins
vegar ekki sem skyldi fyrir norðan
og var það rekið með tapi frá því
það var keypt til bæjarins. Komið
hefur fram að það háði fyrirtækinu
hve langt það var frá höfuðborgar-
svæðinu og var flutningskostnaður
hráefna og framleiðsluvöru mikill.
Alls bárust Dalvíkingum þrjú til-
boð af höfuðborgarsvæðinu í fyrir-
tækið og samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins komu þau frá efna-
verksmiðjunum Mjöll og Frigg auk
Sáms.
JÓHANNI Þór Halldórssyni, fram-
kvæmdastjóra Búlandstinds hf. á
Djúpavogi, hefur verið sagt upp
störfum og hefur uppsögnin þegar
tekið gildi.
Starfsmönnum fyrirtækisins var
tilkynnt uppsögnin á fundi sem boð-
að var til seinnipartinn í gær.
Ástæða uppsagnarinnar var sögð
mikill taprekstur félagsins, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
sýnir bráðabirgðauppgjör á rekstr-
arári fyrirtækisins taprekstur upp á
á annað hundrað milljónir króna, en
fyrirtækið er gert upp miðað við
kvótaárið.
Starfsmaður sem Morgunblaðið
talaði við eftir að fundinum lauk
sagði að brottreksturinn hefði kom-
ið mönnum í opna skjöldu og fólk
væri almennt slegið yfir fregnunum.
Samkvæmt heimildum blaðsins
mun Ólafur Ragnarsson, stjómar-
maður í Búlandstindi, halda um
stjómartaumana í fyrirtækinu þar
til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa verið deilur á milli
framkvæmdastjórans og aðila úr
stjóminni sem rekja má til þess
þegar sameina átti félagið útgerðar-
félaginu Nirði hf. í Sandgerði á síð-
asta ári.
Starfsemi Búlandstinds er rekin
bæði á Djúpavogi og á Breiðdalsvík
en fyrirtækið á og rekur fiskimjöls-
verksmiðju og tvö frystihús auk
þess sem það rekur ísfiskskipið
Mánatind og frystitogarann Sunnu-
tind.
Stærstu hluthafar í Búlandstindi
hf. em hlutabréfasjóðurinn íshaf,
Olíufélagið hf. og Vátryggingafélag
íslands.
Hrein hefndaraðgerð
Jóhann Þór Halldórsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að brott-
vikning hans úr starfi væri hrein
hefndaraðgerð sem tengdist sam-
einingartilraunum Búlandstinds og
Njarðar hf. en Jóhann lagðist gegn
þeim samrana. „Mér sýnist að hér
sé verið að hliðra til fyrir Ólafi
Ragnarssyni í stól framkvæmda-
stjóra. Það hefur verið mikil upp-
bygging hjá fyrirtækinu og tap-
rekstur nú virðist hafa gefið mönn-
um tilliástæðu til að segja mér
upp,“ sagði Jón.
Jóhann segir ljóst að uppsögnin
skaði hann mikið persónulega.
Hann segir að í ljósi atburðanna
muni hann og fjölskylda hans flytja
frá Djúpavogi eins fljótt og unnt er.
Fundað um viðskiptamiðstöð
VERSLUNARRAÐ Islands
heldm- morgunverðarfund í dag
í Sunnusal (Átthagasal) Hótels
Sögu um stofnun alþjóðlegrar
viðskiptamiðstöðvar á Islandi
og nýja möguleika fyrirtækja í
alþjóðaviðskiptum. Fundurinn
stendur frá kl. 8-9:30.
Verslunarráðið hefur unnið
að stofnun alþjóðlegrar við-
skiptamiðstöðvar í samvinnu við
ríkisstjórnina á undanförnum
misserum en forsætisráðherra
og iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra kynntu nýlega frumvarp
þessa efnis.
Framsögumenn verða þeir
Baldur Guðlaugsson hæstarétt-
arlögmaður og Tryggvi Jóns-
son, aðstoðarforstjóri Baugs hf.
Krfstján
Glsiason
J6n Jósep
Snæbjörnsson
~ \ Rúna G. »
Stefánsdót
isMmngar
fir ekki kominn tími til að panta í
JóÍaUaðborð?
- tryggðu þér úrvalsmat og skemmtun og veldu þér dag
Mæsfa föstudagj!
| Hinir landskunnu, síkátu og frábæru
skagfírsku söngvarar.
EIN BESTA SYNING
SEM SETT HEFUR
VERIÐ UPP!
ISF
Hljómsveit
Geirmundar Valtýssonafa
| leikur fyrir dansi
Frábærir
söngvarar,
FRANK SINATRA, BING CROSBY, DEAN MARTIN, TONY BENNETT, NAT KING COLE, BILLIE HOLIDAY, ELLA FITZGERALD|
+\?
Hljómsvpitin Casino
og Póll Oskar leika fyrir dansi ó eftir.
I BENNY GOODMAN, GLENN MILLER, COUNT BASIE, LOUIS ARMSTRONG, SAMMI DAVIS JR. O.FL. O.FL.
H&íaíft
<**s
• Fjölbreytt úrval malsedla
Stórir og HHirveislusalir
Borðbúnaðar- og dúkaleigo
Veitum persónulega róbgjöf við undirbúning
Haföu^fflO0-
jsirna*^
nornaTiaroarmanni
Fjöldi Homfirðinga mætír á þetta einstaka kvöld, þar sem úrslitin
ráðast í Hornafjaröarmanna, en undanúrslitin fara tram helgina áður!
Leikfélag Hornafjarðar.
Karlakðrinn JÖKULL.
Línudans „VILLTA AUSTRIÐ".
Kvennakór Hornafjarðar.
Humarkeppni.
Sigríður Sif og Guðrðn Sævarsdætur.
Sanja og Anton.
Ólafía Hrönn.
Kynning á ferðaþjónustu og afþreygingarframboði á Hornafirði við komu gesta.
Hljómsveit Hauks og Púkar og prelátar leika fyrir Hornfirskum dansleik.
Veislustjórí er sr. Baldur Kristjánsson.
Framtfndlan á Broadwqy: I
16. okt. - Álftagerðisbræður, Hljómsueit Geirmundar
17. okt. - New York-New York, Páll Óskar og Casino
23. okt. - Hornfirðingar, Humarveisla og Hornafjarðarmanni
24. okt. - ABBA, Skítamórall ieikur fyrir dansi
6. nóv. - ABBA, Greifarnir leika fyrir dansi, síðasta ballið þeirra!
14. nóv. - STÓRDANSLEIKUR, Skítamorall leikur fyrir dansi
21. nóv. - VILLIBRÁÐARKVÖLD - ABBA, Páll Óskar og Casino
26. nóv. - Fegurðarsamkeppni karia
27. nóv. - SKAGFIRÐINGAR-HÚNVETNINGAR & Geirmundur
28. nóv. - ABBA, byrjum á vinsæla jólahlaðborðinu,
Sóldögg leikur fyrir dansi
4. des. - ABBA og vinsæia jóiahlaðborðið, Skítamórali leikur fyrir dansi
5. des. - AUKASYNING New York New York og jólahlaðborðið,
Páll Óskar og Casino leika fyrir dansi
11. des. - ABBA og vinsæla jólahlaðborðið Páll Óskar og Casino
12. des. - ABBA og vinsæla jólahlaðborðið, Hljómsveit Geirmundar
18. des. - ABBA og vinsæla jólahlaðborðið, Land&Synir leika fyrir dansi
19. des. - ABBA og vinsæla jólahlaðborðið Páll Óskar og Casino
Annar í jólum - ABBA-SÝNING, Skítamórall leikur fyrir dansi
Gamlárskvöld - Stórdansleikur
Nýárskvöld, Vínardansleikur íslensku óperunnar
Hljómsveit GEIRMUNDAR leikur næsta föstudag
PALL ÓSKAR & CASINO leika næsta laugardag
HÓTEL ÍSLANDl
Miða- og borðapantanir í síma 533 1100.
Verð 4.900, matur og sýning. 1.950, skemmtun. 1.200, dansleikur.
Skoðaðu vefinn okkar, m.a.veisluþjónustuna, www.broadway.is