Morgunblaðið - 14.10.1998, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Uppsagnir vegna fyrsta
taps Merrills í tæp níu ár
New York. Reuters.
MERRILL Lynch and Co. Inc.,
stærsta verðbréfafyrirtæki heims,
hefur skýrt frá fyrsta ársfjórð-
ungstapi sínu í tæp níu ár og til-
kynnt að 3.400 starfsmönnum, eða
um 5% starfsliðsins í heiminum,
verði sagt upp störfum.
Merrill kveðst hafa tapað 164
milljónum dollara, eða 42 sentum á
hlutabréf, miðað við hagnað upp á
502 milljónir dollara, eða 1,24 doll-
ara á hlutabréf, á sama ársfjórð-
ungi í fyrra. Tapið nú felur í sér
288 milljóna dollara uppsagnar-
kostnað. Að því gjaldi frátöldu
hagnaðist Merrill um 24 milljónir
dollara, eða 28 sent á hlutabréf.
Sérfræðingar höfðu búizt við 45
senta arði á hlutabréf og það mat
hafði verið lækkað vegna versn-
andi útlits í verðbréfageiranum.
Síðast varð Merrill fyrir tapi á
fjórða ársfjórðungi 1989 vegna
kostnaðar við endurskipulagningu.
„Merrill hafði gumað af því að
geta dafnað vel í nánast hvaða
markaðsumhverfí sem væri, en
það gerðist ekki á þessum árs-
fjórðungi," sagði óháður verð-
bréfasérfræðingur Financial
Service Analytics, Michael Flanag-
an
3.400 starfsmönnum sagt upp
Eins og fleiri bandarísk verð-
bréfafyrirtæki tilkynnti Merrill í
síðasta mánuði að tap á verðandi
mörkuðum mundi koma niður á
hagnaði á þriðja ársfjórðungi og
skerða hann um 135 milljónir doll-
ara. Merrill sagði þá að vegna nið-
ursveiflunnar yrði fyrirtækið að
skera niður tiltekinn kostnað og
það var talið tákna uppsagnir.
Merrill segir nú að fækka verði
65.000 starfsmönnum í heiminum
um 3.400. Þar að auki verði sagt
upp um 900 ráðgjöfum, sem fást að-
allega við tæknileg verkefni.
Verð hlutabréfa í Merrill Lynch
hækkaði um 81 sent í 44,69 dollara
árdegis í kauphöllinni í New York.
Talsmaður Merrils segir að upp-
sögnunum verði dreift jafnt um
heiminn, en neitaði að tiltaka hve
mörgum starfsmönnum í Banda-
ríkjunum af 47.000 yrði sagt upp,
en 5% fækkun táknar 2.350 upp-
sagnir vestra.
Hann sagði að Merrill mundi
skerá niður 400 störf af 8.000 í Evr-
ópu, Miðausturlöndum og Afríku og
að flestum yrði sagt upp í London.
Merrill gerir ráð fyrir 500 millj-
óna dollara sparnaði með þessum
ráðstöfunum. Niðurskurðurinn
kemur í kjölfar svipaðra aðgerða
annarra fyrirtækja á heimsmæli-
kvarða, þar á meðal Citigroup-fyr-
irtækisins Salomon Smith Barney
og ING-Barings, fjárfestingar-
bankaamis hollenzku bankasam-
steypunnar Intemationale Neder-
landen Groep NV.
Uppsagnirnar era í hróplegri
mótsögn við ástandið fyrir þremur
áram þegar verðbréfafyrirtæki
skiluðu methagnaði og réðu fjöl-
marga til starfa vegna grósku á
bandarískum verðbréfamarkaði. í
verðbréfageiranum störfuðu
663.400 manns í Bandaríkjunum í
ágúst, sem var 10% aukning frá því
ári áður.
AÐALSTÖÐVAR Merrill Lynch-verðbréfafyrirtækisins í New York.
Fyrirtækið hyggst nú segja upp 3.400 starfsmönnum eða 5% af starfs-
liði sínu vegna fyrsta ársfjóröungstaps í níu ár.
GM tapar
809 millj.
dollara eftir
verkföll
Detroit. Reuters.
GENERAL Motors bílafyrirtækið
tapaði 809 milljónum dollara á þriðja
ársfjórðungi, aðallega vegna 1,2
milljarða dollara taps vegna tveggja
verkfalla í Michigan, sem lamaði
stai'fsemina í mestallt sumar.
A sama tíma í fyn'a skilaði fyrir-
tækið 973 milljóna dollara hagnaði.
Tap á hlutabréf nam 1,28 dollurum,
en neikvæð áhrif verkfallanna ollu
1,89 dollara tapi á hlutabréf. Á sama
tíma í fyrra nam arður á hlutabréf
1,29 dolluram.
------------------
Granada selur
BSkyB hlut
fyrir 429 millj.
punda
London. Reuters.
GRANADA-fyrirtækið í Bretlandi
hefur selt 6,5% hlut í gervihnatta-
sjónvai'pinu BSkyB verðbréfafyrir-
tækinu BT Alex.Brown fyrir 429
milljónir punda.
Verðbréfafyrirtækið tilkynnti
strax að það mundi selja fjárfestum
111.478.527 hlutabréf fyi'h’ 404 pens
á hlutabréf.
Samkvæmt markaðsheimildum
voru hlutabréfin seld BT Alex.-
Brown á 400 pens á bréf.
Granada, sem er eigandi ýmissa
brezkra svæðastöðva, á 50% í hinni
nýju ONdigital jarðstöðvarþjón-
ustu, sem á að taka til starfa í næsta
mánuði.
Granada mun hins vegar halda
óbeinum 4,3% eignarhlut í BSkyB,
þar sem fyriríækið er einn eigenda
BSB Holdings Ltd.
Útboð hlutabréfa
Búnaðarbankans hafíð
ÚTBOÐ hlutabréfa Búnaðar-
banka íslands til starfsmanna er
hafíð. Starfsmönnum er gefínn
kostur á að kaupa bréf á genginu
1,26.
Hlutafé að nafnvirði 600 millj-
ónh’ króna verður boðið út í þess-
um mánuði og næsta, hluti til
starfsmanna en hluti í almennu
útboði. Mat á gengi hlutabréfa
sem boðin verða almenningi til
kaups stendur nú yfir og lýkur
því starfi eftir 3-4 vikur.
Þegar haft var samband við
Búnaðarbankann við upphaf út-
boðsins vildi talsmaður bankans
ekkert tjá sig um hvernig salan
hefði farið af stað, né almennt
um áhuga starfsmanna á bréfun-
um.
SAMTÖK FJÁRFESTA
ALMENNRA HLUTABRÉFA-
OG SPARIFJÁREIGENDA
MÁLÞING 1998
Fundarstaður: Blái saiur Verzlunarskóla íslands
Fundartími: Fimmtudagur 15. október kl. 17.00
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins.
Þorvarður Elíasson flytur skýrslu stjórnar Samtaka fjárfesta.
2. Staða og stefna íslensks verðbréfamarkaðar
á óvissum tímum.
Sigurður B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VÍB.
3. Verslað með verðbréf á internetinu.
Stanley Pálsson, verkfrœðingur sýnir á hvíta tjaldinu
hvemig hann kaupir og selur.
4. Spákaupmennska, áhætta og hagnaðarvon
í afleiðuviðskiptum.
Agnar Hansson, staðgengill framkvœmdastjóra
FBA og lektor í HÍ.
5. Aðalfundarlok og almennar umræður . Að loknum
aðalfundi er félagsmönnum boðið að taka þátt í fundi
nýkjörinnar stjórnar.
Nýir félagsmenn eru sérstaklega boðnir velkomnir
og eru allir áhugamenn um fjármál hvattir
til að ganga í samtökin.
Insead og London Business
School vekja helzt áhuga
INSEAD nálægt París, London
Business School og International
Institute for Management Develop-
ment í Lausanne í Sviss era þeir
þrír verzlunarskólar Evrópu, sem
era taldir veita beztu menntun fyrir
meistarapróf í viðskiptafræði,
MBA.
Þetta er niðurstaða skoðana-
könnunar mánaðarrits þýzkra há-
skólastúdenta, Audimax, og Cox
Communications GmbH, ráðgjafar-
stofnunar í Idar-Oberstein, vestur
af Frankfurí, að sögn Evrópuút-
gáfu bandaríska viðskiptablaðsins
Wall Street Journal.
Á það er bent að kannanir sem
þessar séu erfíðar. Um 300 skólar í
álfunni bjóða upp á nám fyrir
MBA-gráðu og flestir þeirra eru
innan við 10 ára gamlir. Skólarnh’
þurfa ekki allir að fullnægja til-
teknum gæðakröfum eins og í
Bandaríkjunum og námskeiðin era
mismunandi. Á sumum fer kennsla
fram á ensku, á öðram á tungu við-
komandi lands. Sum námskeiðin
standa í eitt ár, önnur í tvö ár eða
lengur.
Rotterdam-skóli hrapaði
Samkvæmt fyrri könnun Cox, í
ágúst 1989, var Rotterdam School
of Management í efsta sæti. Sá
skóii er í tengslum við framhalds-
viðskiptadeild Erasmus-háskóla í
Hollandi og nýtur mikils álits kaup-
sýslumanna í álfunni.
í könnuninni að þessu sinni hrap-
aði Rotterdamskólinn í 13. sæti. Áð
sögn Cox-stofnunarinnar stafar það
af því að skólinn býður upp á 18
mánaða MBA nám, en þýzkir stúd-
entar vilja heldur eins árs nám,
sem er í boði hjá IMD í Lausanne
og Insead.
IESE, annar virtur skóli við Na-
Beztu MBA-skólar í Evrópu
1. Inseas Frakkiandi
2. London Business
School Bretlandi
3. IMD Sviss
4. Manchester
Business School Bretlandi
5. Instituto de Empresa Spáni
6. GSBA Sviss
7. Cranfield School of
Management Bretlandi
8. IESE Spáni
9. Nijenrode háskóli Hollandi
10. WHU Koblenz Þýzkalandi
11. Henley Management
College Bretlandi
12. SDA Bocconi Ítalíu
13. Rotterdam School
of Management Hollandi
14. Wirtschafts-
universitaet Austurríki
15. ISA Frakklandi
16. Groupe ESC Lyon Frakklandi
17. Askridge Manage-
ment College Bretlandi.
18. Cambridge-háskóli Bretlandi
19. Esade Spáni
20. Hagfræöiskólinn
í Helsinki Finnlandi
varra-háskóla í Barcelona og Ma-
drid, varð að gjalda þess að hann
býður upp á 21 mánaðar námskeið.
Hins vegar stökk London Business
School úr 10. sæti í annað sæti,
þótt námskeið þess skóla standi í
tvö ár. Nánari kynni af námsefninu
vóg upp á móti lengd námskeiðs-
ins.
Þrír þýzkir skólar á listanum
bjóða upp á MBA-nám ásamt
bandarískum háskólum og geta
haldið því fram að slíkt nám gefi
kost á meiri fjölbreytni. GSBA-
skólinn í Zúrich hefur samvinnu við
State University of New York í Al-
bany; WHU í Koblenz við Nort-
hwestern University í Chicago og
Wirtschaftsuniversitaet í Vín við
University og South Carolina
Margur þeirra skóla sem komust
á blað eru kunnir fyrir sérsvið eða
nemendur. London Business
School er kunnur fyrir fjármála-
fræði, en IMD í Sviss býður nám
fyrir úrvalsnemendur, um 80 stúd-
entar á námskeiðum skólans eru
nokkuð eldri en gengur og gerist og
stefna á framkvæmdastjórastöður
hjá fyi-irtækjum. Imstead-skólinn
er hins vegar kunnur fyrir að vera
æfíngarskóli fólks nálægt þrítugu
sem stefnir að því að starfa að
stjórnunarráðgjöf, þótt margir
fyrrverandi nemendur ráði sig í
þjónustu fyrirtækja síðar á starfs-
ferli sínum.
Efsti spænski skólinn á listanum,
Instituto de Empresa, skipar
fímmta sæti og er einkum talinn
henta þeim hyggja á verktakastörf.
Manchester Business School við
Manchestewr-háskóla á Englandi
hafnaði í fjórða sæti og þaðan koma
margir framkvæmdastjórar meðal-
stórra fyrirtækja, sem Cox telur
samrýmast gamalli hefð á
Manchester-svæðinu og í Þýzka-
landi.
Tímaritið Audimax, sem stóð að
könnuninni ásamt Cox Commun-
ications, kemur út í 400.000 ein-
tökum á mánuði og eru lesendur
þess þýzkir stúdentar. Skoðana-
könnunin fór þannig fram að 201
lesandi svaraði spurningalista.
Þátttakendurnir voru aðallega
stúdentar sem lesa undir MBA-
próf og voru svör þeirra liður í
umsóknum um eftírsótt lærlinga-
störf hjá Porsche. Svörin voru síð-
an borin saman við upplýsingar
sem Cox Communications aflaði
frá skólunum.