Morgunblaðið - 14.10.1998, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
ERLENT
MORGUNB L AÐIÐ
Borís Jeltsín verður lrklega frá vinnu út vikuna vegna veikinda
Rússnesk dagblöð telja
ástand Jeltsíns alvarlegt
Moskvu. Reuters.
Efast um að hann geti gegnt forseta-
embættinu út kjörtímabilið
TALSMAÐUR Borís Jeltsíns, for-
seta Rússlands, sagði í gær að for-
setinn myndi að öllum líkindum
verða frá vinnu og dvelja í sveitabú-
stað sínum nálægt Moskvu út vik-
una vegna veikinda. Læknar
Jeltsíns segja að hann hafi fengið
barka- og berkjubólgu en rússneskir
fjölmiðlar veltu því fyrir sér hvort
veikindin væru alvarlegri og efuðust
um að hann gæti gegnt forsetaemb-
ættinu út kjörtímabilið. Nokkur
dagblöð höfðu eftir ónafngreindum
heimildarmönnum í Kreml að
ástand forsetans væri verra en emb-
ættismenn hefðu viðurkennt.
Jeltsín varð á mánudag að flýta
heimfór sinni frá Kasakstan, þar
sem hann var í fyrstu utanlandsfór
sinni í hálft ár. Dagblaðið Kommer-
sant sagði að forsetinn hefði sýnt
ýmis merki andlegrar ellihrörnunar
í ferðinni til Kasakstans og Usbekís-
tans. „Þegar hann var í Ösbekístan
var ljóst að forsetinn áttaði sig ekki
á því að hann var ekki í Moskvu,"
sagði blaðið.
Kommersant sagði að ferðin til
Mið-Asíulandanna hefði jafnvel ver-
ið meira klúður en heimsókn forset-
ans til Svíþjóðar í desember, þegar
hann kom öllum á óvart með því að
boða stórfellda fækkun rússneskra
hermanna í Eystrasaltsríkjunum.
Yfirlýsingin kom jafnvel aðstoðar-
mönnum forsetans í opna skjöldu og
þeir urðu að leiðrétta hana.
„Þetta var miklu verra en í Sví-
þjóð,“ hafði Kommersant eftir
ónafngi'eindum embættismanni í
Kreml. „Guði sé lof að blaðamenn-
irnir heyrðu ekkert.“
„Ekki aðeins kvef“
Jeltsín missti næstum fótanna við
móttökuathöfn í Úsbekístan og einn
af lífvörðum hans varð að styðja
hann. Forsetinn fékk einnig
hóstakast þegar hann flutti ávarp
eftir að hafa undirritað samstarfs-
samninga Rússlands og Úsbekís-
tans. Læknir Jeltsíns sagði að hann
hefði fengið barka- og berkjubólgu,
sjúkdóm af völdum bólgu í slímhúð
lungnaberkna. Veikindin einkennast
m.a. af slímhósta og verk fyrir
brjósti.
Dagblaðið Izvestia kvaðst hafa
heimildir fyrir því að forsetinn þjáð-
ist „ekki aðeins af kvefi“ en greindi
ekki frá því hvað fleira væri talið
ama að honum.
Blaðið Sevodnja sagði að slæm
frammistaða Jeltsíns í ferðinni gæti
orðið til þess að kommúnistar á
þinginu létu verða af hótun sinni um
að hefja málshöfðun á hendur for-
setanum til embættismissis.
Zjúganov hvetur til mótmæla
Talsmaður Jeltsíns, Dmítrí
Jakúshkín, á í mestu erfiðleikum
með að sannfæra Rússa um að ekk-
ert alvarlegt ami að forsetanum,
enda hafa embættismenn oft reynt
að gera lítið úr alvarlegum veikind-
um leiðtoganna í Kreml og lýst þeim
sem venjulegu kvefi.
Síðustu mánuðina hefur Jeltsín lít-
ið látið að sér kveða í stjómmálunum
og lengst af dvalið í sveitabústað sín-
um nálægt Moskvu. „Hann hefur átt
erfitt með að vinna í tvo eða þrjá
tíma á dag nú þegar,“ sagði Gennadí
Zjúganov, leiðtogi rússneskra komm-
únista, á mánudag. Hann hvatti
Rússa til að efna aftur til götumót-
mæla í næsta mánuði til að krefjast
þess að Jeltsín segði af sér yrði hann
ekki við kröfunni um að launaskuldir
ríkisins yrðu greiddar að fullu og
stjórnin breytti efnahagsstefnu sinni.
Neyðist forsetinn til að láta af
embætti vegna veikinda á forsætis-
ráðherrann að gegna skyldustörfum
hans í þrjá mánuði þar til nýr forseti
verður kjörinn. Ólíklegt þykir að
Jevgení Prímakov forsætisráðherra
sækist eftir því að verða kjörinn for-
seti en á meðal líklegustu forseta-
efnanna eru Júrí Lúzhkov, borgar-
stjóri Moskvu, og Alexander Lebed,
héraðsstjóri Krasnojarsk í Síberíu.
Ekkert lát á tjármagnsflóttanum
Jeltsín hefur oft átt við veikindi
að stríða síðustu árin og gekkst und-
ir hjartaskurðaðgerð fyrir tveimur
árum. Veikindi hans höfðu ekki mik-
il áhrif á fjármálamarkaðina á
mánudag þótt þau vektu efasemdir
um að Jeltsín væri fær um að gegna
forsetaembættinu, einkum í ljósi
efnahagskreppunnar í Rússlandi.
Prímakov sagði í gær að fjár-
magnsflóttinn úr landinu næmi nú
andvirði 100-140 milljarða króna á
mánuði en forsætisráðherranum
hefur ekki enn tekist að ganga frá
áætlun um hvernig bregðast eigi við
vandanum.
Einn af aðstoðarforsætisráðhen--
um Prímakovs, kommúnistinn Júrí
Masljúkov, sagði að stjórnin myndi
ekki leggja fram frumvarp til auka-
fjárlaga fyrir síðasta fjórðung ársins
eins og gert hafði verið ráð fyrir.
Hann sagði að Rússar stæðu frammi
fyrir verðbólguþrýstingi - þ.e. að
seðlar yrðu prentaðir - ef Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn veitti Rússlandi
ekki fleiri Ián.
Reuters
Nóbelsverðlaun í eðlisfræði og efnafræði kynnt
Verðlaun fyrir rannsóknir
á eðlisfræði hálfleiðara
Arekstur
í Mexíkó
FIMM fórust og um 140 særðust
þegar flutningalest rakst á far-
þegalest í Rio Blanco í Veracruz-
ríki í austurhluta Mexíkó. Leitaði
starfsfólk Rauða krossins fórnar-
lamba slyssins í flökum lestanna í
gærmorgun en áreksturinn olli því
að fjöldi vagna fór út af sporinu.
Grikkland
Kjósendur
mótmæla
efnahags-
stefnunni
Aþenu. Reuters.
HÆGRIMENN báru sigurorð af
vinstrimönnum í borgarstjórakosn-
ingum í Grikklandi á sunnudag og
úrslitin voru túlkuð sem mótmæli
kjósenda við efnahagsaðgerðir ríkis-
stjórnar sósíalista.
Þegai- 70% atkvæðanna höfðu ver-
ið talin í Aþenu var borgarstjórinn,
hægrimaðurinn Dimitris Avra-
mopoulos, með metfylgi, 57,2% at-
kvæðanna. Fylgi frambjóðanda sósí-
alista var aðeins 16,5%.
Frambjóðendur hægrimanna í
Píreus og Þessalóníku fengu rúm
40% atkvæðanna og líklegt er að þeir
fari með sigur af hólmi á sunnudag-
inn kemur þegar kosið verður milli
tveggja efstu frambjóðendanna í
borgum þar sem enginn fékk meiri-
hluta atkvæða í kosningunum á
sunnudag.
Grísk dagblöð sögðu að úrslitin
væru augljóslega til marks um óá-
nægju kjósenda með efnahagsað-
gerðir stjómarinnar, sem hefur
framfylgt strangiú aðhaldsstefnu í
fjármálum með það að markmiði að
minnka fjárlagahallann og verðbólg-
una. Með aðgerðunum vill stjómin
gera Grikklandi kleift að ganga í
Efnahags- og myntbandalag Evrópu
(EMU) í janúar 2001.
Stokkhóimi. Reuters.
BANDARÍKJAMENNIRNIR Ro-
bert Laughlin og Daniel Tsui og
Þjóðverjinn Horst Stoermer deila
með sér Nóbelsverðlaununum í
eðlisfræði árið 1998 og Austurrík-
ismaðurinn Walter Kohn og Bret-
inn John Pople deila verðlaunun-
um í efnafræði. Greindi sænska
vísindaakademían frá þessu í gær-
morgun. Sagði í tilkynningu henn-
ar að þeir Laughlin, Tsui og
Stoermer hlytu verðlaunin fyrir
rannsóknir tengdum eðlisfræði
hálfleiðara. Kohn fær hins vegar
efnafræðiverðlaunin fyrir að
reikna út lögun sameinda út frá
nákvæmri rafeindaskipan og Pople
fyrir að þróa reikniaðferðir í
skammtaefnafræði.
Stoermer fæddist árið 1949 í
Frankfurt í Þýskalandi og er pró-
fessor við Columbia-háskóla í New
York. Tsui fæddist árið 1939 í Hen-
an í Kína en er nú bandarískur rík-
isborgari og prófessor við Pr-
ineeton-háskóla. Laughlin, sem er
fæddur 1950, gegnir prófessors-
stöðu við Stanford-háskóla.
Kohn fæddist 1923 og starfar við
eðlisfræðideild Kaliforníuháskóla í
Santa Barbara en Pople, sem fædd-
ist 1925, sinnir rannsóknum við
efnafræðideild Northwestem-há-
skólans í Chicago.
Hafliði P. Gíslason, prófessor við
Háskóla íslands, sagði í samtali við
Morgunblaðið að nú væri í annað
skipti veitt Nóbelsverðlaun fyrir
rannsóknir á eðlisfræði hálfleiðara
en að í ár fengju þeir Stoermer, Hui
og Laughlin verðlaunin fyrir víðari
eða sígildari útskýringu á uppgötv-
un Klaus Von Klitzing, sem hlaut
Nóbelsverðlaunin 1985, á þessu
sviði. Mun Viðar Guðmundsson,
sem starfar á eðlisfræðistofu Raun-
vísindastofnunar, hafa starfað náið
með Von Klitzing á síðustu árum.
Japanir
hyggjast
biðjast af-
sökunar
MASAHIKO Komura, utanrík-
isráðherra Japans, sagði í gær
að Japanir myndu að öllum lík-
indum biðja Kínverja formlega
afsökunar á framferði sínu í
heimsstyrjöldinni síðari, þegar
forseti Kína, Jiang Zemin,
kæmi í opinbera heimsókn til
Japans síðar á þessu ári. Keizo
Obuchi, forsætisráðherra
Japans, lagði fram formlega af-
sökunarbeiðni til Suður-Kóreu-
búa í liðinni viku. Utanríkis-
ráðuneyti Kína gaf út þá yfir-
lýsingu á mánudag að það
æskti þess að þróast gætu náin
tengsl milli Kínverja og
Japana, en fyrst þyrftu Japan-
ir að „sjá söguna í réttu ljósi“.
Thierse verð-
ur þingforseti
LEIÐTOGAR Jafnaðar-
mannaflokksins SPD á þýska
þinginu til-
nefndu í gær
Wolfgang
Thierse í
embætti þing-
forseta. Thi-
erse er frá
Austur-
Þýskalandi og
er kunnur fyr-
ir baráttu sína
í þágu borgaralegra réttinda.
Gerhard Schröder, kanslara-
efni SPD, vonast til að stjórn-
armyndunarviðræðum við
Græningja verði lokið er þing
kemur saman á mánudag í
næstu viku.
Sehyman vill
meiri áhrif
VINSTRIFLOKKURINN í
Svíþjóð velgdi í gær ríkis-
stjórninni undir uggum þegar
flokksformaðurinn Gudrun
Schyman lýsti yfir óánægju
með að flokkurinn hefði ekki
fengið að hafa nægileg áhrif á
gerð fjárlaga fyrir næsta ár.
Minnihlutastjórn jafnaðar-
manna treystir á stuðning
Vinstriílokksins til að halda
velli.
Menem hygg-
ur á framboð
árið 2003
CARLOS Menem, forseti Ar-
gentínu, sagðist í gær hafa í
hyggju að bjóða sig fram í for-
setakosning-
unum árið
2003. Yfir-
standandi
kjörtímabili
hans lýkur á
næsta ári, en
samkvæmt
lögum getur
hann ekki
boðið sig fram
þá, þar sem hann hefur setið í
embætti tvö kjörtímabil sam-
fleytt. Menem kvaðst viss um
að Perónistaflokkur hans færi
með sigur af hólmi í kosning-
unum á næsta ári, en orðróm-
ur er á kreiki um að bróðir
hans, Eduardo Menem, verði
þá í framboði.
Carlos Menem