Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 22

Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Einkaleyfi á erfðavísum eru umdeild. Sumir halda því fram að þau standi vísindum fyrir þrifum og aðrir segja að án verndar þeirra fáist enginn til að leggja áhættufé í rann- sóknir. Karl Blöndal fjallar um kapphlaupið um einkaleyfin og kortlagningu erfðamengis mannsins og vonir fjárfesta um ríkulegan ávinning af tækni framtíðarinnar. Einka- leyfi og áhættufé KAPPHLAUPIÐ um erfðavísana er í algleymingi. Fjárfestar eru reiðubúnir til að taka talsverða áhættu í þeirri von að geta ávaxtað pund sitt ríkulega í erfðavísindum og líftækni og vísindamenn keppast um að uppgötva ný sannindi í erfða- vísunum með það fyrir augum að einkaleyfi færi þeim ekki aðeins við- urkenningu vísindanna heldur einnig trygga afkomu. I kjölfar þessa kapphlaups siglir umræðan um siðferði í vísindum. Menn velta fyrir sér hvort einka- leyfi á erfðavísum, oft í lítt breyttri mynd, standi framförum beinlínis fyrir þrifum og fullyrt hefur verið að vísindi séu ekki lengur stunduð þekkingarinnar vegna heldur fyrir gróðamöguleika sakir. Mai-gir sjá fyrir sér mikinn ávinning af þeim rannsóknum, sem nú fara fram; hægt verði að lengja lífið, sigrast á krabbameini og Alzheimer og bæta minnið. Vísindamaðurinn Leigh Thompson heldur því fram að erfða- rannsóknir muni á einum manns- aldri „gerbreyta lífinu á jörðunni“. Bill Gates erfðavísindanna? Einn af þeim, sem undanfarið hafa varpað sér út í kapphlaupið, er Craig Venter, sem hyggst á næstu þremur árum ráða erfðamengi mannsins. Venter hefur stofnað fyr- irtækið Celera Genomics og í maí tilkynnti hann að með 300 milljóna dollara stuðningi hygðist hann ráða í erfðamengið. Venter hyggst nota 270 vélmenni af gerðinni Perkin-El- mer Applied Biosystems 370 til að lesa í erfðavísana. Vélar þessar eru mun afkastameiri en þær aðferðir, sem nú þekkjast. Nú þegar hefur hann ráðið erfðavísa nánast jafn- margra lífvera og allir aðrir vísinda- menn heimsins til samans. Venter er umdeildur maður. Hann starfaði áður hjá bandarísku heilbrigðisstofnuninni og í upphafi þessa áratugar var hann lykilmaður í tilraun stofnunarinnar til að fá einkaleyfi á nokkur hundruð gena- röðum í manninum. Venter hafði fundið þessar raðir með aðferð, sem hann þróaði á rannsóknarstofu sinni hjá stofnuninni. Margir vísindamenn lögðust gegn því að einkaleyfið fengist og á endanum fór svo að það fékkst ekki. Meðal þeirra, sem voru því andvígir, var James D. Watson Nó- belsverðlaunahafi, sem sagði að það myndi stefna samvinnu milli vísindamanna í hættu. Watson sagði í yfirheyrslum á Bandaríkja- þingi að sú aðferð, sem Venter beitti, væri þannig að apar væru færir um að beita henni. Venter svaraði með því að koma fram í apabúningi. Watson er reyndar ekki hrifinn af umsvifum Venters og hefur lýst yfir því að hann óttist að þar sé að fæðast Bill Gates erfðavísindanna. Því fer hins vegar fjarri að Watson sé andvígur einkaleyfum á erfðavísum. Hann er hins vegar þeirrar hyggju að Vent- er sé of fljótur til vegna þess að ekki sé vitað um eiginleika og virkni þeirra tjáðu, raðgreindu DNA-búta eða -þreifara (EST), sem hann sé að sækja um að fá á einkaleyfi. Árið 1992 þurfti Watson meira að segja að víkja úr stöðu stjórnanda miðstöðvar erfðameng- isrannsókna í Bandaríkjunum eftir að bandaríska heilbrigðisstofnunin hóf rannsókn á því hvort hags- munaárekstur skapaðist af eignum Watsons og fjölskyldu hans í nokkrum líftæknifyrirtækjum. Erfðamengið kortlagt Áætlun Venters skaut þeim skelk í bringu, sem hafa verið að rann- saka erfðamengi mannsins. Árið 1990 var hafist handa við verkefni um að ráða erfðamengi mannsins (Human Genome Project). Þúsundir vísindamanna víða um heim taka þátt í því og var stefnt að því að verkefninu lyki árið 2005. Rflds- stjórnir Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Japans og Þýskalands hafa heitið þremur milljörðum doll- ara til þessa verkefnis og hafa vís- indamennirnir heitið því að öll sú vitneskja, sem saman safnast um erfðavísana, verði látin af hendi að verkefninu loknu. Menn eru ekki á því að láta Vent- er sitja einan að kjötkötlunum. San- ger-rannsóknarmiðstöðin, ein stærsta tilraunastofa Evrópu, greindi frá því að breska fyrirtækið Wellcome Trust hefði tvöfaldað rekstrarfé hennar. Michael Morg- an, stjórnandi hennar, sagði að það væri geggjun að leyfa lyklunum að erfðamengi mannkyns að hafna í fórum einkafyrirtækis. Einnig hefur verið ákveðið að spýta í lófana í áðurnefndu fjöl- þjóðaverkefni, sem gengur undir heitinu Human Genome Organ- ization (HUGO). Nú á að ráða í megnið af erfðavísunum innan tveggja ára. Spennan í kapphlaupinu jókst enn þegar nýtt fyrirtæki kvaddi sér hijóðs og kvaðst ætla að Ijúka við að kortleggja erfðamengi mannsins á næsta ári. Fyrirtækið heitir Incyte Pharmaceuticals og hefur höfuð- stöðvar í Kaliforníu. Þar vinna 800 manns og þar er að finna stærsta gagnabanka erfðavísa í heimi. Iðnaður eða vísindi? Hjá Incyte er ekki verið að hugsa um að skrá sig á spjöld vísindasög- unnar. Roy Whitfield, viðskipta- stjóri fyrirtækisins, greinir kinn- roðalaust frá því að markmiðið sé að næla í allar þær upplýsingar, sem máli skipti í viðskiptalegu sjónar- miði, og selja þær hæstbjóðanda. Hann fullyrðir að kortlagning gen- anna sé iðnaður og komi „vísindum ekki lengur neitt við“. Þýska vikuritið Der Spiegel kemst að þeirri niðurstöðu að bar- áttan, sem nú standi yfir um erfða- vísana, sé einkenni afgerandi sinna- skipta í matinu á vísindum: „Fróð- leiksþorstinn, sem árþúsundum saman var eini aflvaki rannsókna mannsins, dugar ekki lengur sem hvati. Sá, sem hyggst stunda um- fangsmiklar grunnrannsóknir, hef- ur samkvæmt þessu nýja hugtaki vísindanna aðeins góð spil á hendi ef hann getur boðið fram góða hug- mynd um markaðsvöru." Niðurstaða Der Spiegel um þáttaskil í vísindum er sennilega orðum aukin og menn hafa lengi verið tilbúnir að mála skrattann á vegginn þegar peningar og vísindi hafa verið annars vegar. Arið 1951 lýsti C.L. Emerson, varaforseti Tæknistofnunar Georgíu í Banda- ríkjunum, yfir því að brátt kynni sá tími að koma að menntun og iðnað- ur tengdust svo náið að erfitt yrði að gera greinarmun á því hvort ein- staklingur væri starfsmaður iðnfyr- irtækis eða fræðimaður í háskóla. Óljós skil akademíu og viðskipta Samkvæmt könnun, sem Sheldon Krimsky, prófessor í þétt- býlis- og umhverfisstefnumótun við Tufts-háskóla í Massachusetts gerði á 789 greinum, sem birtust í 14 virtum vísinda- og læknatíma- ritum árið 1992 eru tengslin tals- verð. í þriðjungi greinanna reynd- ust fjárhagslegir hagsmunir ein- hvers höfundanna tengjast rann- sóknunum, sem fjallað var um. Að- eins tvö af tímaritunum 14 gerðu þá kröfu til höfundanna að þeir greindu frá fjárhagslegum hags- munum sínum, en fleiri hafa bæst í hópinn nú. Þá hefur alþjóðanefnd ritstjóra læknatímarita ályktað að höfundar eigi að greina frá hags- munum sínum. Það að þessi tengsl séu sjáanleg er talið skipta auknu máli vegna þess að háskólar í Bandaríkjunum eiga nú rétt á því að fá einkaleyfi eða rétt á uppgötvunum, sem gerð- ar eru með almannafé. Tekjur tíu atkvæðamestu háskólanna voru 170 milljónir dollara árið 1993 og tengslin milli akademíu og iðnaðar hafa haldið áfram að aukast, ekki síst vegna þess að fræðimönnum við háskóla er leyft að fá prósentur af tekjum, sem aflað er með einkaleyf- um af þeirra uppgötvunum. Því hefur verið haldið fram að tengsl af þessu tagi skipti ekki máli svo lengi sem vísindamenn hafi ekki rangt við eða falsi niðurstöður. Við mat á því hvort grein eigi heima í tímariti séu gerðar svo strangar kröfur um vísindalega nákvæmni að hagur einstakra höfunda ætti ekki að hafa áhrif á niðurstöður eða mælingar. Aðrir segja hins vegar að vísindamenn eigi að bregðast við þótt aðeins sé um að ræða að hlut- drægni virðist gæta. Hlutabréfin hækkuðu Krimsky tók dæmi um birtingu greinar, sem í sjálfu sér var ekkert athugavert við, en færði einum höf- undanna talsverðan ávinning. Greinin birtist í tímaritinu Annals of Intemal Medicine og snerist um það að með því að gleypa sinktöflur batnaði mönnum fyrr kvef. Einn af höfundum greinarinnar, Michael L. Macknin frá Cleveland Clinic Foundation, keypti hlutabréf í fyrir- tækinu, sem framleiddi töfiurnar, Reuters í LÍFTÆKNI er nú helsti vaxtar- broddur vísindanna. Grannt er fylgst með þróun mála og gangi nýrra fyrirtækja í kauphöllunum. Leitin að genunum fer viða fram og hafa stjórnvöld á Indlandi tak- markað útflutning blóðsýna til að vernda þessa auðlind. fyrir birtingu greinarinnar og hagn- aðist um 145 þúsund dollara þegar hann seldi þau aftur eftir birtingu. Ekkert var fundið að niðurstöðum rannsóknarinnar, en ýmsum fannst þetta framferði á gráu svæði. Peningahagsmunir geta skapað þrýsting þegar um tímasetningu greina er að ræða. David Blument- hal, sem stjórnar heilsugæslurann- sóknum við Massachusetts Gener- al-sjúkrahúsið, birti könnun í tíma- ritinu New England Journal of Medicine á 210 bandarískum fyrir- tækjum, sem styrkja rannsóknir, og komst að því að alvanalegt væri að draga birtingu vísindalegra nið- urstaðna, oft umfram þann tíma, sem þyrfti til að fá einkaleyfi. Rúm- ur helmingur fyrirtækja vildi að upplýsingar yrðu ekki birtar fyrr en að minnsta kosti hálfu ári eftir að þær lægju fyrir. Bandaríska heilbrigðisstofnunin heimilar að niðurstöðum sé haldið leyndum í einn til tvo mánuði á meðan sótt er um einkaleyfi. Krimsky telur að þetta sýni að peningahagsmunir geti haft áhrif á frjálst flæði upp- lýsinga. Kapphlaupið um einkaleyfin? Umræðan um einkaleyfi á upp- götvunum í erfðavísindum hefur verið mikil undanfarið. Incyte hyggst fá einkaleyfi á öllum nýtileg- um niðurstöðum rannsókna á gena- menginu. Craig Venter kveðst hins vegar aðeins ætla að fá einkaleyfi á 100 til 300 erfðavísum. Öllum verði veittur aðgangur að öðrum niður- stöðum án endurgjalds. Þeir, sem starfa að HUGO, hafa skuldbundið sig til þess að láta allar upplýsingar af hendi í opinbera gagnabanka án tafar, en það ríkir hins vegar ekki eining um þá ákvörðun og má nefna sem dæmi að átta þýsk lyfjafyrirtæki, sem árlega leggja til 1,2 milljónir marka, féllust ekki á þetta fyrr en eftir hörð mót- mæli. Innan Evrópusambandsins var lengi deilt um einkaleyfi á genum. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.