Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 27
Ljósmyndarinn knái og
leyniþj ónustumaðurinn
ERLEMIAR
REKIIR
Spennusíiga
OG SVO DEYRÐU
„AND THEN YOU DIE“
eftir Iris Johansen. Bantam Books
1998. 322 síður.
TITLAR bóka bandaríska rithöf-
undarins Irisar Johansen segja
kannski nokkuð til um innihald
þeirra: Ljónabrúður, Riddari myrk-
ursins, Ástkær óþokki, Tígrisprins-
inn, Ljóti andarunginn, jafnvel
Gullslegni villimaðurinn. Sögusafni
heimilanna væri akkur að höfundi
eins og henni er fyrsta hugsunin sem
kemur upp í hugann. Reyndar ber
nýjasta saga hennar, sem kom fyrir
skemmstu út í vasabroti, ekki heiti af
þessu rómantíska tagi, sem gæti
vitnað um stefnubreytingu. Þarf þó
ekki að vera. Hún heitir einfaldlega
Og svo deyrðu eða ,And Then You
Die“ og segir af ungri konu í mikilli
hættu eftir að hún uppgötvar
fjöldamorð og hryðjuverkaógnun í
Mexíkó og kynnist í framhaldi eins-
konar ástkærum óþokka, kannski
tígrisprinsi eða ljótum andarunga
allt eftir því hvernig á það er litið.
Astar- og örlagasaga
Bækur Irisar Johansen munu vera
nokkuð vinsælar ef marka má upp-
lýsingar um hana því þær hafa verið
prentaðar í meira en átta milljónum
eintaka. Þær eru eitthvað um fimmt-
án talsins og bera flestar þessi ástar-
sögulegu heiti og það er sannarlega
Nýjar hljómplötur
• MÚSÍK með CALMUS er með
tónlist eftir Kjartan Ólafsson, sem
samin er á undanfornum átta árum
með aðstoð gervigreindarforritsins
CALMUS sem Kjai-tan hannaði.
Á hljómplöt-
unni eru fimm
verk: Mónetta
fyrir fiðlu og
píanó, en samn-
ingu verksins
lauk 1997 og
það var hljóð-
ritað af Sigrún
Eðvaldsdóttur
fiðluleikara og
Snorra Sigfúsi Birgissyni píanóleik-
ra vorið 1998. Verkið var valið til
flutnings á Norrænum músíkdögum
í Stokkhólmi 1998. Þríþraut var
samið að beiðni Chalumeaux klar-
ínettutríósins árið 1993. Verkið var
frumflutt í Reykjavík árið 1993 og
hljóðritað af Chalumeaux árið 1994.
títstrok fyrir sinfóníuhljómsveit var
samið árið 1992. Það var frumflutt
ári seinna af Sinfóníuhljómsveit Is-
lands undii' stjórn Osmo Vanská.
Verkið var endurgert árið 1996 og
hijóðritað af Sinfóníuhljómsveit Is-
lands sama ár undir stjórn Horia
Andreescu frá Rúmeníu. Nonetta
fyrir kammerhljómsveit var samið
árið 1995 og frumflutt af Camerarct-
ica á Norrænum músíkdögum í
Reykjavík 1996 undir stjórn Barn-
harðs Wilkinsonar. Calculus (1990)
fyrir einleiksflautu var pantað fyrir
Manuelu Wiesler af Tónskáldafélagi
Islands. Verkið var frumflutt af
Manueju á Myrkum músíkdögum ári
síðar. Á plötunni leikur Marital Nar-
deau, en hann hljóðritaði verkið árið
1993, segir í fréttatilkynningu.
Framleiðandi er ArchMusic inc.
Japis sér um dreifingu. Hljómplatan
er framleidd með styrk frá STEFi
og kostar 1.999 kr.
www.mbl.is
ástarsaga í miðpunkti Og svo deyrðu.
Söguþráðurinn er ansi ævintýralegur
og snertir tilraunir með banvænan
vírus, morð, hryðjuverkamenn, CIA,
leyniþjónustu Israels, leigumorð-
ingja og guð má vita hvað og er sögu-
sviðið allur heimurinn frá Króatíu til
Rómar til Mexíkó til Bandaríkjanna.
Hljómai' mjög spennandi en er það
aldrei.
Aðalpersónan er ákafur blaðaljós-
myndari að nafni Bess Grady sem
séð hefur sitthvað í gegnum linsuna
um ævina hafandi verið á stríðs-
svæðum eins og í Króatíu. Þaðan
fylgja henni sýnir af drápum og eyði-
leggingu þegar hún ferðast til af-
skekkts þorps i Mexíkó ásamt systur
sinni, dugandi lækni. Þar er umhorfs
rétt eins og í Króatíu í stríðinu, allh- í
bænum eru látnir og brátt streyma
mexíkóskir hermenn á staðinn og
handtaka Bess en systirin sleppur.
Kemur í ljós að Bess á bandamann
í liði óvinarins, þess sem ber ábyrgð
á morðunum í þorpinu, en það er
gjörvilegur CIÁ maður að nafni
Kaldak. Hann hrífur hana á brott
með sér en sú illa eiturnaðra Esteb-
an, hryðjuverkamaður og morðingi
sem ætlar að sleppa banvænum vír-
us um öll Bandaríkin, er ekki á því
að láta hana sleppa. Hún ein hefur
ónæmi gegn veirunni og því tilvalin í
mótefnagerð og það þolir ekki
Esteban.
Ódrepandi valmenni
Svosem ekki slæmt efni í alþjóð-
legan trylli með vondum mönnum og
góðum og eltingarleik og ungri konu
í stöðugri lífshættu og ástarsögu en
einhvem veginn tekst Johansen ekki
að gera hana neitt spennandi. Þrátt
fyrir voveiflega atbm'ði er frásögnin
furðulega tilfinningalaus og vélræn
svo ekki sé talað um formúlukennd.
Níutíu og átta prósent sögunnar eru
samtöl milli manna og maður fær í
raun litla tilfinningu fyrir persónun-
um eða þeirri stöðugu hættu sem
þær eiga að vera í.
Þar fyrir utan eru valmenni sög-
unnar slík að þau virðast ódrepandi
sama á hverju gengur. Fer þar
Kaldak fremstur í flokki. Blaðaljós-
myndarinn er fremur sviplaus og
Esteban er hálfhlægilegur, greyið;
ráðagerð hans virkar alltof flókin
enda ræður hann ekkert við hana.
Þannig er Og svo deyrðu slök
spennusaga, næstum alveg laus við
húmor því miður og lítilfjörleg að öllu
leyti.
Arnaldur Indriðason
2£HjpS^stur
voik^oJZ7si2T'9M'mr6
sanianburði við fjórak UtsJíarPastur f
verahJutsk^asturí^PJUaUta AukÞeSSað
efsturíflokkumemsoSb • 3 WhannIanS-
umhverfisverud n 1 «*yggl,
^ °g re^straricostnaði.
Gölf
ns veg
^ r hvska bílablaðsins
tTets^^W’ab’aðS
heit vttdu ttelst eignast.^
Se“ Golí sem vat la»S-
Hcswagen Go«
ium
HEKLA
www.hekla.is
Fjórír öryggispúöarjyrir ökumann ogfarpega
íframsceti henilalœsivöm (ABS) hreyfiltengdþjófhaðarvöm
hemláljós íaftamíðu aðlögunarsvið aðframan ogaftan
þrír höjuðpúðar í aftursœti þokuljós innbyggð íaðalljósker
rajstýrðirografhitaðirútispeglar styrktarbitar í hurðum
forstrekkjararáþriggja punkta bílbeltum frammí
barnabílstólafesting sambyggð burðarvirku
Fjarstýrðar samlœsingar hœðarstillingá
ökumannssceti armpúði milli framsæta vökva- ög veltistýri
velourinnrétting rafdrífnar rúðuvindur með slysavöm í
framhurðum b glasahaldarar.
Yfirbyggingallra Volkswagen Golfersoðinsaman með lasertœkni,
100% zinkhúðuð ogmeð 12áraryðvamarábyrgðgegn
gegnumtœringu.
Generation Golf
Kjartan Ólafsson
tónskáld