Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR Frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eiginkona for- seta íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, ávann sér á skömmum tíma virðingu og vinsældir meðal íslenzku þjóðarinnar eftir að eiginmaður henn- ar var kjörinn forseti íslands fyrir rúmum tveimur árum. Með sterkum persónuleika og ljúfu og hlýju viðmóti átti hún ríkan þátt í að skapa það andrúm á Bessastöðum og í kringum forsetaembættið, sem var þjóðinni að skapi. Við lát hennar verður skarð fyrir skildi á forsetasetrinu. Frú Guðrún Katrín var sjómannsdóttir. Sjö ára að aldri missti hún föður sinn í sjóslysi. Þeirri lífs- reynslu deildi hún með stórum hópi Islendinga og hún hefur áreiðanlega mótað hana frá æskudögum. Þessi nánu tengsl við líf og örlög fólksins í landinu settu svip á starf hennar sem húsfreyju á Bessastöð- um. Þetta fann þjóðin á þeim stutta tíma, sem for- setafrúarinnar naut við, og ekki sízt þess vegna hafði hún skapað sér sérstakan sess í huga almennings. Barátta forsetafrúarinnar við erfið veikindi vakti samúð þjóðarinnar allrar. Fólk deildi með forsetan- um og fjölskyldu þeirra bjartsýni og vonum, sem vöknuðu um skeið um að hún endurheimti heilsu sína. Og með sama hætti hefur hugur þjóðarinnar verið hjá forsetafrúnni undanfarnar vikur, eftir að fréttir bárust um, að hin alvarlegu veikindi hefðu sótt á að nýju. Það mátti finna í gær, eftir að tilkynning barst um lát frú Guðrúnar Katrínar, að fólki var brugðið. í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærmorgun sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra m.a.: „Frú Guðrún Katrín sýndi ótrúlegt æðruleysi og óvenjulegan vilja- styrk í veikindum sínum og þegar leið á meðferðina vöknuðu vonir um að allt kynni að fara vel. Því er þessi fregn enn meira reiðarslag. Þau tvö ár, sem Guðrún Katrín Þorbergsdóttir stóð við hlið manns síns sem forsetafrú, voru viðburðarík. Hún ávann sér velvild og virðingu þjóðarinnar, ekki sízt vegna fág- aðrar framkomu og einlægs áhuga á velferð lands og þjóðar. Þjóðin mun því syrgja mjög hina látnu for- setafrú.“ í minningarorðum á Alþingi í gær sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, m.a.: „Fyrir rúmum tveimur árum tók Guðrún Katrín við ábyrgðarmiklu og vandasömu starfi húsmóður á forsetasetrinu á Bessastöðum og bjó þá að þroska og lífsreynslu til að rækja það starf. Hógvær framkoma, ljúfmennska og háttprýði voru aðlaðandi þættir í fari hennar. Því hlutverki, sem henni var fengið við hlið forseta Is- lands, gegndi hún með sannri prýði og vakti aðdáun hárra sem lágra. Að því korn fljótt, að hún varð að stríða við alvarleg veikindi. I því erfiða stríði stóð hún sem hetja meðan stætt var.“ A tveimur árum kom frú Guðrún Katrín fram sem fulltrúi þjóðar sinnar á erlendum vettvangi með þeim hætti, að óhætt er að fullyrða, að íslendingar voru stoltir af forsetafrúnni fyrir sakir glæsileika og fág- aðrar framkomu hvar sem hún fór. En jafnframt fór ekki á milli mála, að hún vann hug og hjarta fólks í ferðum forsetahjónanna innanlands. Það leyndist engum, sem til þekktu, að forseta- hjónin voru mjög samrýnd. Þau áttu sér alla tíð sam- eiginleg áhugamál. Þjóðmál og þjóðmálabaráttan var þeim hugleikin og þau töluðu mikið saman um þau málefni. Forsetinn hafði í áratugi verið umdeildur stjórnmálamaður, þar til hann var kjörinn til að gegna forsetaembætti. Frú Guðrún Katrín hafði tek- ið þátt í sveitarstjórnarmálum og setið í bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar um árabil. Þau komu því bæði að Bessastöðum með mikla reynslu af þjóðmál- um. Fráfall Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur er mik- ið persónulegt áfall fyrir Ólaf Ragnar Grímsson og dætur þeirra tvær svo og dætur Guðrúnar Katrínar frá fyrra hjónabandi. En fráfall hennar ristir líka djúpt í þjóðarsálina. Morgunblaðið flytur Ólafi Ragn- ari og fjölskyldu þeirra djúpar og innilegar samúðar- kveðjur við þessi sorglegu tíðindi. Sameining Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Orkuveitu Reykjavíkur Árlegur sparnaður rúmar 200 millj ónir Margvíslegt hagræði er samfara því að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Raf- magnsveitu Reykjavíkur í eitt orkuveitu- fyrirtæki, eins og fram kemur í samantekt Hjálmars Jónssonar. Verulegur sparnaður er í því fólginn, auk þess sem sameinað fyrirtæki verður betur í stakk búið að mæta verkefnum framtíðarinnar. ARLEGUR sparnaður af sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagns- veitu Reykjavíkur í Orku- veitu Reykjavíkur nemur um það bil 206 milljónum króna og verður ávinningurinn meiri þegar fram í sækir og rekstrarárunum fjölgar. Mestu skiptir í þessu sambandi að starfsfólk nýtist betur í sameinuðu fyrirtæki, en gert er ráð fyrir að starfsfólki hjá sameinaða fyrirtæk- inu geti fækkað um 50 manns með tíð og tíma, en engum verður sagt upp vegna sameiningarinnar. Stefnt er að sameiningu fyrirtækjanna frá og með næstu áramótum, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, og er gert ráð fyrir að borgarstjórn sam- þykki tillögu þar að lútandi á næsta fundi sínum nú um miðjan mánuð- inn. I skýrslu starfshóps um úttekt á orkumálum, sem haft hefur undir- búning verksins með höndum og í áttu sæti Skúli Bjarnason, Sveinn Andri Sveinsson og Valdimar K. Jónsson segir að ef til vill hafí kveikjan að hugsanlegri sameiningu fyrirtækjanna nú verið ákvörðun um rafmagnsframleiðslu Hitaveitunnar á Nesjavöllum samhliða hefðbund- inni orkuvinnslu sinni en að auki hafi verið í gangi hér á landi og erlendis kröftug umræða um sameiningu orkufyrirtækja, auk þess sem marg- vísleg gerjun hafi átt sér stað í þess- um efnum. „Mörg Evrópulönd eru þegar komin langt í sameiningu og hennar hefur einnig gætt í talsverð- um mæli hér innanlands. Kveikjan er alls staðar sú sama, að leita leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri og jafnframt að efla fyrirtæk- in, til þess að vera betur fær um að mæta aukinni samkeppni. Á hið síðar- nefnda sérstaklega við um Evrópulöndin, sem víða hafa komið á opnum markaði með orku, bæði innan sinna landamæra og utan, eins og t.d. Norðurlöndin, að Islandi undanskildu." Starfshópurinn kynnti sér ástand- ið í þessum efnum í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð og er gerð grein fyrir því í skýrslunni. Einnig er fjallað um fyrirkomulag þessara mála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi, þ.e.a.s. á Akranesi, Húsavík, Selfossi og í Vestmannaeyjum, en í þessum bæjarfélögum er orkuveiturnar reknar sameiginlega, auk þess sem vatnsveita og fráveita heyrir oft einnig undir þessi fyrirtæki. Þá lét starfshópurinn vinna skýrslur um ákveðna þætti málsins. Þær eru all- ar á eina lund að öll rök mæli með sameiningu fyrirtækjanna og að það verði sameinað betur í stakk búið að takast á við verkefni framtíðarinnar. Um þetta segir: „Áhrif sameiningar Hitaveitu Reykjavíkur og Raf- magnsveitu Reykjavíkur koma, sam- kvæmt þeim úttektum sem unnar hafa verið fyrir starfshópinn, aðal- lega fram í sterkari stöðu hins sam- einaða fyrirtækis til uppbyggingar í orkutengdri starfsemi annars vegar og í fjárhagslegum ávinningi fyrir eiganda beggja fyrirtækjanna hins vegar. Er þetta tvennt mjög í sam- ræmi við niðurstöður sem starfshóp- urinn hefur leitt af viðtölum við stjórnendur beggja fyrirtækjanna og stjómendur innlendra veitufyrir- tækja sem gengið hafa í gegnum sameiningarferli. Sama er upp á ten- ingnum að því er lýtur að þeim fyrir- tækjum sem heimsótt vora í kynnis- ferð starfshópsins til nokkurra landa.“ Ólík orkuform hjá sama aðila Á það er bent að helsti vankantur- inn við sameiningu fyrirtækjanna að mati margra, þ.e.a.s. ólík starfsemi þeirra sé í raun eitt helsta sóknar- færið að mati þeirra sérfræðinga sem um hafi fjallað. Það sé fólgið í því að sami aðili geti boðið til sölu ólík orkuform, þ.e. rafmagn, gufu og heitt vatn, auk þess sem sá tækni- búnaður sem notaður sé við stýring- ar á kerfum sem þessum sé af svip- aðri gerð. Þá muni sameining fyrir- tækjanna án efa verða til þess að stuðla að auknum rann- sóknum er lúta að hagnýt- ingu á viðkomandi orku- gjöfum, auk þess sem’ unnt eigi að verða að stór- efla starfsemi á erlendum vettvangi og alþjóðlegt samstarf, auk þess sem hið sameinaða fyrir- tæki eigi jafnvel að geta eignast hlut í erlendum orkuveitum. í skýrslu sem ráðgjafarstofan Ráðgarður vann um íjárhagslegan ávinning af sameiningu og aukinni samvinnu orkuveitufyrirtækjanna í Reykjavík á vegum starfshópsins kemur fram að stærsti þátturinn í árlegum sparnaði af sameiningu fyr- irtækjanna felist í betri nýtingu á starfsfólki þeirra eða alls um 130 milljónir af um 205,6 milljóna króna sparnaði. Til viðbótar fylgi hagræð- ing í öðrum rekstrarþáttum sem að Mun heldur bæta við sig mannskap Kostnaðarsamanburður HitaveBtu og Rafmagnsveitu Reyk|avlkur 1996 Allar tölur í milljónum króna Hitaveita Rafmagns- veita Samtals kostnaðar- lækkun við sameiningu Yfirstjórn - Notendaþjónusta 348,8 472,2 821,0 129,6 Dreifikerfi 196,7 273,1 469,7 18,2 Innkaup - birgðahald 9,8 29,4 39,2 5,1 Framkvæmdir - tæknimál 694,4 126,8 821,2 23,7 Verkstæði 13,0 40,9 53,9 9,5 Lághitasvæði 295,0 0,0 295,0 0,0 Fegrun athafnasvæða 39,6 35,3 74,9 0,0 Fasteignir 136,0 52,8 188,8 19,6 Nesjavellir - orkuframleiðsla 107,6 45,7 153,2 0,0 SAMTALS 1.841,0 1.075,9 2.916,9 205,6 Rekstur Hitaveitu og Rafmagnsveitu árii 1996 Rekstraryfirlit 1996 Rekstrartekjur Rekstrargjöld Afskriftir Milljónir króna Hagnaður fyrir fjármagnskostnað Fjármagnskostnaður/-tekjur Hagnaður ársins Sjóðstreymi Veltufé frá rekstri Milljónir kr. Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Lántökur Greiddur arður til borgarsjóðs Afborganir langtímalána Hækkun á handbæru fé Handbært fé í ársbyrjun Handbært fé í árslok Rafmagns- og Hitaveita 6.723 4.510 1.605 608 -93 701 100% 24% -1% 10% Rafmagns- og Hitaveita 2.410 -34 2.376 845 -1.385 0 -1.368 -17 146 875 1.030 Rafmagns- veitan 3.972 3.328 387 257 -59 316 106% 10% 7% -2% Rafmagns- veitan 757 -10 747 193 -483 0 -483 0 71 401 472 Hitaveitan 2.751 1.182 1.218 351 -34 385 100% 43% 13% -1% 14% Hitaveitan 1.653 -25 1.628 653 -892 9 -884 -17 84 474 558 flestu leyti sé bein afleiðing af bættri nýtingu starfsfólks, húsnæðis og búnaðar. Ávinningurinn aukist þeg- ar fram í sæki og rekstrarárunum fjölgi. Til samanburðar sé ávinning- urinn af aukinni samvinnu fyrirtækj- anna, sem rekstrarráðgjafarnir lögðu einnig mat á, einungis 37,5 milljónir króna. Ráðgjafarnir yfirfóra einstaka rekstrarþætti fyi-irtækjanna og mátu hvað hver þeirra myndi skila í spamaði ef af sameiningu yrði. Þar kemur fram að mest myndi sparast í yfirstjórn og notendaþjónustu eða 129,6 milljónir króna. I framkvæmd- um og tæknimálum myndu sparast 23,7 milljónir kr. Tæpar 20 milljónir myndu sparast í fasteignum og rúm- ar 18 milljónir í dreifikerfinu. Þá myndu sparast tæpar 10 milljónir á verkstæði og rúmar 5 milljónir í inn- kaupum og þirgðahaldi. Telja rekstrarráðgjafarnir að beint liggi við að sameina öll skrif- stofustörf, starfsmannahald, mark- aðsvinnu og notendaþjónustu og síð- an sameina hönnun og undirbúning framkvæmda. Stoðþjónustu við framkvæmdir og viðhald kerfis mætti sameina að mestu leyti, svo sem verkstæðarekstur, bifreiðaút- gerð, innkaup og lagerhald. I skýrslu starfshópsins segir að ekki verði í fljótu bragði séð hvort eða hvaða gallar fylgi sameiningunni og ekki sé að finna neina samantekt um það í skýrslu þeirra tveggja ráð- gjafarfyrirtækja sem fengin hafi verið til að skoða málið. Ekki hafi starfshópurinn heldur komið auga á neitt afmarkað svið eða efni sem verr yrði sinnt í sameinuðu fyrirtæki eða að það hefði aukinn kostnað í fór með sér. Hins vegar megi eflaust reikna með að einhver fórnarkostn- aður fylgi breytingunni í byi'jun vegna endurröðunar, uppstokkunar og flutninga þar sem það eigi við, en erfitt sé að henda reiður á slíkum kostnaði. Til að takmarka sem mest tjón og óhagræði af sameiningunni sé að mati starfshópsins afar þýðing- armikið að gengið sé hratt og fum- laust til verks og sameiningarferlið taki eins lítinn tíma og nokkur kost- ur sé. Þannig sé hagræðið af samein- ingunni fyrr að skila sér og óþæg- indum og óhagræði fyrir starfsmenn haldið í lágmarki. Rekstrartekjurnar 7,5 milljarðar Með sameiningu fyrirtækjanna verður til eitt öflugasta fyi’irtæki landsins með gríðarlega sterka eig- infjárstöðu. Heildareignir fyrirtækj- anna námu í árslok 1996 um 33 millj- örðum króna og skuldir voru rúmir tveir milljarðar. Eiginfjárhlutfall var í báðum tilvikum yfir 90%. Fyrir- tækin hafa bæði tvö skilað góðum hagnaði og greiddur arður til borg- arsjóðs nam á árinu 1996 tæplega 1,4 milljörðum króna. Rekstrartekj- ur beggja fyrirtækjanna þá námu rúmum 6,7 milljörðum ______________ króna, en gera má ráð iýr- ir að rekstrartekjur sam- einaða fyrirtækisins verði um 7,5 milljarðar króna til að byrja með og koma þar meðal annars til auknar tekjur af orkusölu vegna virkjunarinnar á Nesjavöllum. Alfreð Þorsteinsson, formaður Stjórnar veitustofnana, sagði að borgarstjórn myndi fjalla um sam- einingu fyrirtækjanna á fundi sín- um í vikunni og stefnt væri að því að sameinað fyrirtæki hæfi starf- semi um áramót. Reiknað væri með að sameiningarferlið tæki síðan næsta ár. Væntanlega yrði staða forstjóra hins nýja sameinaða fyrir- tækis auglýst fljótlega og stefnt væri að því að hann hæfi störf sem fyrst og gæti tekið þátt í undirbún- + Þýðingarmikið að ganga hratt til verks ingi að sameiningunni eins fljótt og mögulegt væri. Aðspurður hvort þessi ákvörðun um sameiningu fyrirtækjanna þýddi að ekki væri lengur inni í myndinni að taka Vatnsveituna með í samein- inguna, en það hefur einnig verið til umræðu, sagði Alfreð að endanleg ákvörðun hefði ekki verið tekin í þeim efnum. Hins vegar væru menn frekar að skoða að mynda sérstakt fyrirtæki um vatnsveituna og frá- veituna í borginni. Það væri þó ekki útilokað að vatnsveitan gæti komið inn í þetta fyrirtæki síðar, en það yrði samt ekki á næstunni. Alfreð sagði að þótt starfsmönn- um fyrirtækjanna beggja ætti að geta fækkað við sameininguna mið- aðist það við óbreytta starfsemi þeirra. Fækkunin yrði hins vegar framkvæmd þannig að ekki yrði ráðið í stöður þeirra sem hættu. „Hins vegar þykir mér mjög líklegt að þetta nýja fyrirtæki muni ef eitt- hvað er heldur bæta við mannskap með nýjum verkefnum," sagði Al- freð. Hann sagði aðspurður að samein- ingin skapaði fyrirtækinu ýmis sókn- arfæri, auk þess sem ýmislegt væri í farvatninu, sem of snemmt væri að ræða um að svo komnu. Fyrirtækið væri mjög vel í stakk búið til þess að takast á við ný verkefni og væntan- lega samkeppni ef af henni yrði. „Stjórnvöld hafa boðað aukið frelsi í raforkugeiranum og þetta fyrirtæki er mjög vel í stakk búið til þess að takast á við þá samkeppni vegna þess að það er náttúrlega farið að framleiða raforku, býr sig undir stækkun á Nesjavallavirkjun og rek- ur svo náttúrlega langstærstu hita- veitu landsins og raunar í heiminum. Þarna er um fyrirtæki að ræða sem er bæði í framleiðslu og dreifingu á stærsta markaðssvæði landsins," sagði Alfreð. Hann sagði að markmiðið væri að þetta nýja orkufyrirtæki þjónaði íbúum höfuðborgarsvæðisins vel og með þeim hætti að þeir byggju ávallt við ódýrustu möguleg orkugjöld og skiluðu eiganda sínum, Reykjavíkur- borg og Reykvíkingum, jafnframt góðum hagnaði. Aðspurður hvers vegna ekki hefði fyrir löngu verið ráðist í sameiningu fyrirtækjanna, ef það væri jafn hag- kværnt og áætlanir gerðu ráð fyrir, sagði Alfreð að það væri góð spurn- ing. Þetta hefði verið eitt af því fyrsta sem hann hefði farið að velta fyrir sér eftir að hann hefði tekið við sem formaður Stjórnai' veitustofn- ana. Hann hefði haldið erindi um efnið fyrir þremur árum á fundi hjá verkfræðingum og tæknifræðingum og þá lýst þeirri skoðun sinni að hann teldi sameiningu fyrirtækjanna mjög æskilega. Síðan hefði verið unnið að verkefninu og það væri að komast í framkvæmd núna. Hins vegar mætti segja að ráðast hefði átt í verkefni fyrr, það hefðu verið öll skilyrði til þess. Starfsmenn jákvæðir Þuríður Pétursdóttir, fyrsti trún- aðarmaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hjá Hitaveitu Reykjavíkur, segir að hljóðið í starfsmönnum Hitaveitunnar varð- andi fyrirhugaða sameiningu sé furðugott. Hún hafi ekki heyrt ann- _________ að en fólk sé frekar já- kvætt í garð sameiningar- innar. Alltaf séu einhverjir þó hálfsmeykir við nýjung- ar, eins og eðlilegt sé, en ””það sé ekki hægt að flokka það undir að einhverjir hafi alvarleg- ar áhyggjur vegna þessa, enda liggi fyrir að sameiningin muni ekki leiða af sér uppsagnir. Grétar J. Magnússon, fyrsti trún- aðarmaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, sagði að samein- ing fyrirtækjanna legðist ágætlega í starfsmenn. Haft hefði verið samráð við þá um málið, þeim kynnt það og hvert stefndi í þessum efnum og hann heyrði ekki annað en að það væri ágætis hljóð í fólki gagnvart sameiningu fyrirtækjanna og það væri jákvætt gagnvart því. MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 33t Sérfræðinganefnd Félagsmálasáttmála Evrópu Réttur til að standa utan félaga ekki nægilega tryggður Sérfræðinganefndin sem starfar á grundvelli Fé- lagsmálasáttmála Evr- ópu finnur enn að því í nýlegri umsögn sinni um skýrslu Islands að rétt- ur manna til að standa utan félaga sé ekki nægilega tryggður. Páll Þórhallsson athugaði hvernig þetta mætti vera í ljósi þess að árið 1995 var tekið inn í stjórnarskrána ákvæði sem gengur lengra í að tryggja þann rétt en hjá flestum öðrum þjóðum. ARUM saman hefur sérfræð- inganefndin sem starfar á grundvelli Félagsmálasátt- mála Evrópu fundið að því að á íslandi skuli réttur manna á vinnumarkaði til að standa utan verkalýðsfélaga ekki vera nægilega tryggður. Rétt þennan telur nefndin felast í 5. gr. sáttmálans er lýtur að félagafrelsi þótt reyndar sé hans þar ekki getið berum orðum. Eins og kunnugt er endurskoðuðu íslending- ar mannréttindakafla stjórnarski’ár- innar árið 1995 og var þá bætt inn brýnu ákvæði sem ætlað er að vernda rétt manna til að standa utan félaga. Þar segir nú í 2. mgr. 74. gr.: „Engan má skylda til aðildar að fé- lagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlut- verki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“ Óvenju afdráttarlaust Þetta ákvæði er óvenju afdráttar- laust í evrópskum samanburði þar sem flestar stjórnarskrár láta duga, eins og gamla íslenska stjórnarskrá- in gerði, að mæla fyrir um réttinn til að stofna félög. Það þýðir þó ekki endilega að rétturinn til að standa utan félaga njóti ekki verndar heldur kann hann að vera tryggður með al- mennri löggjöf. Það má líka benda á að þörfin til að vernda með lögum eða stjórnarskrárákvæðum réttinn til að standa utan félaga er mun brýnni í Norður-Evrópu, þar sem að- ild að verkalýðsfélögum er útbreidd og iðulega einungis eitt fagfélag á hverju svæði, heldur en sunnar í álf- unni. Mannréttindasáttmáli Evrópu geymir ákvæði í 11. gr. þar sem rétt- urinn til að stofna félög nýtur vernd- ar. Ekki er þar minnst á réttinn til að standa utan félaga en Mannréttinda- dómstóllinn hefur talið þann rétt fel- ast að einhverju marki í réttinum til að stofna félög, sbr. til dæmis dóm- inn í máli Sigurðar Sigurjónssonar frá 30. júní 1993. Lögskýringargögn Það hefði því mátt ætla að sér- fræðinganefnd Félagsmálasáttmála Evrópu heiðraði íslendinga sérstak- lega fyrir þetta framtak í fyrstu um- sögn sinni um ástandið á Islandi eftir stjórnarskrárbreytingu en hún er dagsett í maí 1998 og fjallar um skýrslu Islands fyrir árið 1996. Öðru nær, nefndin telur breytingarnar ekki ganga nógu langt til að 5. grein félagsmálasáttmálans teljist uppfyllt. Byggir nefndin þessa niðurstöðu á skýringum íslenski-a stjórnvalda á stjórnarskrárbreytingunni, skýi’ing- um sem vegna skorts á dómafram- kvæmd styðjast við hin hefðbundnu lögskýringargögn, þ.e.a.s. greinar- gerð með stjórnarskrárfrumvarpinu og nefndarálit Alþingis. I greinar- gerð með frumvarpinu sagði nefni- lega að ekki væri með viðkomandi ákvæði „vikið að þeirri aðstöðu hvort t.d. tveir menn geti með samningi sín á milli skyldað þriðja mann með óbeinum hætti til að ganga í félag eða beitt hann á annan hátt þrýstingi til þess“ (orðalag sem tekur ekki endilega af skarið og mætti því skilja þannig að boltinn væri hjá dómstól- um). Nefndarálit Alþingis gekk enn lengra í að takmarka virkni stjórnar- skrárákvæðisins því þar sagði að með samþykkt frumvarpsins væri í engu verið að hrófla við „núverandi réttarstöðu á vinnumarkaði að því er varðar forgangsréttarákvæði, greiðslu félagsgjalda eða önnur rétt- indaákvæði". Lögskýi’ingargögnin samanlögð þrengja því mjög áhrif stjórnarskrár- breytingarinnar og einskorða hana við að nýja ákvæðið komi eingöngu í veg fyrir að menn séu þvingaðir til fé- lagsaðildar með lögum eða stjórn- valdsákvörðunum. Ákvæðið hrófli ekki við slíkum þvingunum sem birt- ist í kjarasamningum. (Tæpitungu- laust:) Akvæðið hafi sem sagt í raun sáralitla þýðingu. Þessi „löggilta túlk- un“ er á skjön við nútímahugmyndir um skýringu stjórnar- skrárákvæða, sem fela í sér annars vegar að þau geti haft einkaréttarleg áhrif sem kallað er, þ.e. gilt í samskiptum borgaranna innbyrðis og hins vegar að ríkinu beri á grundvelli slíkra ákvæða að grípa til virkra aðgerða eins og lagasetningar til að vernda borgar- ana hvern fyrir öðrum. Að sönnu kann þessi „lárétta“ verkan mann- réttindaákvæða að vera mismunandi eftir því hvaða ákvæði eiga í hlut, en mannréttindadómstóllinn hefur sjálf- ur undirstrikað að félagafrelsisá- kvæðið sé eitt þeirra (sbr. t.d. MDE Gustafsson gegn Svíþjóð, 25. apríl 1996). Það er því ekki annað en fagleg vinnubrögð sérfræðinganefndarinn- ar, þ.e.a.s. hún skyggndist á bak við stjómarskrárákvæðið sem lofar öllu fögi’u og sá að hugur fylgdi ekki máli, sem valda því að Island fær enn einu sinni skömm í hattinn fyrir að tryggja ekki félagafrelsi fullum fet- um. Nefndinni „sýnist að breyting- arnar á íslensku stjórnarskránni leiði ekki til svo víðtækrar verndar réttar- ins til að standa utan félaga að komið verði í veg fyrir að í kjarasamningum verði mælt fyrir um aðildarskyldu eða forgangsrétt." Hvað er til ráða? Ríkisvaldið gæti kosið að hafast ekkert að. Sem stendur er ekki senni- legt að niðurstaða sérfræðinganefnd- arinnar hafi nokkrar sérstakar afleið- ingar, því embættismannanefndin sem starfar á grundvelli sáttmálans ákvað á fundi sínum í síðasta mánuði eins og jafnan áður að ekki væri ástæða til að álykta gegn Islandi um þetta efni. Fleiri ríki en ísland hafa auðvitað í gegnum tíðina fengið að- finnslur frá sérfræðinganefndinni og eru raunar fæst með hreinan skjöld. Þó má ekki gleyma því að samkvæmt endurskoðuðum félagsmálasáttmála hefur sérfræðinganefndin mun meira vægi en fyrr og getur tekið til með- ferðar kærar frá félagasamtökum (sem era að vísu ekki líkleg til að fetta fingur út í að rétturinn til að standa utan félaga sé ekki nægilega tryggður). Vilji menn hins vegar bregðast við þessari gagnrýni þá koma þrjár leiðir einkum til greina. 1. Breyting stjórn- arskrárinnar sem tæki af skarið um að rétturinn til að standa utan félaga verndaði menn einnig gegn andsnúnum kjarasamning- um. Þessi breyting væri þó eiginlega óþörf því að réttu lagi ætti núgildandi ákvæði einmitt að hafa þessa verk- an. 2. Breyting á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem út- færði nánar stjórnarskrárákvæðið og legði hömlur við ákvæðum í kjarasamningum sem þvinga menn til aðildar að stéttarfélögum (hvort sem það er með því að mæla fyrir um skylduaðild, forgangsrétt félags- * manna eða skyldugreiðslu félags- gjalda). 3. Dómstólar taki, þegar þeir fá tækifæri til, af skarið um að skýra verði 2. mgr. 74. gr. stjórnar- skrárinnar þannig að hún hafi áhrif á efni kjarasamninga, þrátt fyrir lögskýringargögnin sem mæla á annan veg. .. „Lögskýringar- gögn þrengja stjórnarskrár- ákvæðið"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.