Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ
s36 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
Minnihluta
raunir
„Mikilvœgasta framlag vestrœnnar
menningar er virðingin fyrir einstak-
lingnum og inntak lýðrœðisins er ekki
eingöngu að meirihlutinn ákveði heldur
ekki síður að honum beri skylda til
að taka tillit til minnihlutans. “
*
I
Ævintýri er það og
öðruvísi en þessi
venjulegu þvi að
þetta er líka
veruleiki. Af-
skekkta eyþjóðin hefur áhyggjur
af því að atvinnuvegirnir séu of
fábreyttir, ungt og vel menntað
fólk fái ekki tækifæri við sitt hæfl.
Á tveim árum rís stórfyrirtæki
sem uppfyllir allar væntingai-.
Sá sem þetta ritar er einn af
þeim fjölmörgu sem hrifust eins
og börn þegar þeir heyrðu um
einkaframtak Kára Stefánssonar
pg fylgdust með fyrstu ski-efum
Islenskrar erfðagi'einingar af
miklum áhuga.
VIÐHORF Ogvæntingar
hafa ræst, á
þriðja hundrað
störf eru orðin
staðreynd og
milljarðarnir streyma inn í land-
ið.
Eftir Kristján
Jónsson
Framtak og fyrirtæki Kára er
glæsilegt og eldhugar af þessu
tagi eru auðvitað ómetanlegir. An
þeiira yrði lítið um nýsköpun en
mistökin þeirra eru því miður
jafn stórbrotin og afrekin, þeir
fara stundum offari í krossferð-
um sínum. Kári er þegar búinn að
afreka mikið og er snillingur í að
telja fólk á sitt band en samt er
orðið ljóst að hin hugarsmíðin
hans, miðlægi gagnagrunnurinn,
er umskiptingur sem á að slá af.
Það væri auðvitað frábært ef við
gætum notað tölvutæknina til að
umbylta heilbrigðismálum eins og
boðað er en við getum það ekki.
Það kostar of mikið. Ekki í pen-
ingum heldur öðrum verðmætum.
Þau eru nefnilega líka til.
Eitt er þegar orðið ljóst: Fram
til þessa hefur þess alls ekki verið
gætt nógu vel að upplýsingar um
einstaklinga í íslenskum gagna-
grunnum af mörgu tagi séu
tryggilega verndaðar. Umræður
um þessi mál hafa verið ákafar
erlendis en við sváfum á verðin-
um. Og kennitölur umgöngumst
við eins og þær séu barnaleik-
föng.
Það er eins og hvert annað rugl
að segja að þetta sé í lagi vegna
þess að enginn hafí enn misnotað
sér þær. Með sama hætti mætti
segja að slökkvitæki væru óþörf í
timburhúsi sem ekki er enn
brunnið til grunna.
Manniegur breyskleiki, foi-vitni
og tækniþróun valda því að ein-
hvern tíma opnast smuga inn í
gagnagrunninn sem verður þá
notuð, einfaldlega vegna þess að
hún er þarna. Við þurfum ekkert
að vera haldin einhverri tækni-
fælni og móðursýki til að komast
að þessari niðurstöðu, hún blash-
við. Auk þess munu menn beita
mútum eða barsmíðum til að
komast yfír upplýsingarnar og
persónutengja þær ef þeir telja
sig geta grætt á því fé.
Við getum neitað að vera með,
rétt er það, en möguleikamir á
mistökum, vísvitandi eða raun-
verulegum, eru óteljandi. Auk
þess er bent á að fyrir hendi séu
svo miklar aðgengilegar upplýs-
ingar að hægt verði með tímanum
að beita útiiokunaraðferðum til að
fínna og greina þá sem þijóskast
við.
Upplýsingar sem hægt er að
nota til að samkeyra við aðra
grunna og fá þannig heildarmynd
af hverjum einstaklingi með öll-
um göllum og kostum er þekking
sem ekki á sér fordæmi í sögunni.
Hún er bæði vald og vopn sem
allir valdafautar óska sér í afmæi-
isgjöf.
Mér fínnst óþarfi að telja upp
alla þá sérfræðinga í tölvumálum
sem hafa reynt að segja okkur
þetta. Vitna má líka í Kára Stef-
ánsson sjálfan sem hefur margít-
rekað að allt verði gert til að
tryggja öiyggið en 100% öryggi
sé ekki til. Stuðningsmenn hans í
stjórnsýslunni hafa samt ákveðið
að keyra á skriðbeltum yfír
trafala eins og eignarrétt manna
að trúnaðarupplýsingum og al-
þjóðasamninga um mannréttindi.
Ætli við getum líka búist við að
heyra rausað „Engai' viljum vér
utanstefnur hafa!“ vegna þess að
hörð gagnrýni hefur borist að ut-
an á hugmyndina? Alveg yrði
óbærilegt að þurfa að hlusta á
gömlu þjóðrembutugguna enn
eina ferðina.
Það er einnig barbarismi að
ætla að samþykkja lög sem eru
útbíuð í ákvæðum um að ráðherra
muni „útfæra“ lögin nánai- með
reglugerð eða í starfsleyfi. Þessi
ósiður er nokkuð sem sæmilega
ferskh' lögfræðingar berjast nú
gegn alls staðar á Vesturlöndum.
Það þykir óhæfa að fela ráðhen-a
svona mikil löggjafarvöld. Þing-
menn eiga að setja vei skilgreind
lög, ríkisstjórn að framkvæma
þau.
Þetta eru lög sem varða langt-
um mikilvægari hluti en vegagerð
eða stafsetningu. Þau eru tákn
um úrelt 19. aldar viðhorf sem
virðh' ekki mannhelgi, eru tákn
um vísindahyggjuna, ofurtrú á að
vísindin geti leyst allan vanda og
frelsað okkur frá öllum háska.
Hún er komin í þrot.
Lögin rekast harkalega á for-
sendur eins og siðferðislegan rétt
einstaklingsins til að ákveða sjálf-
ur hvort hann vilji vera notaður
eins og hráefni, rétt hans til sér-
visku og jafnvel heimsku. Þótt
það sé rétt að opin umræða um
t.d. geðsjúkdóma sé best er það
helgur réttur hvers manns að
ákveða hvort hann vill að trúnað-
aruppiýsingar um heilsufar hans
geti orðið viðfangsefni hóps sem
með aðstoð alnetsins gæti orðið
öll þjóðin.
Ungir sjálfstæðismenn hafa
réttilega mælt gegn því að skatt-
skráin sé gerð opinber, segja að
til þess bær yfirvöld eigi að
kanna skattsvik. Heiðarlegt fólk
eigi að geta haft sín einkamál,
þ.á m. fjármál, í friði fyrir
hnýsni. Varla eru viðkvæmar per-
sónuupplýsingai' um sjúkdóma
ómerkilegri.
Mikilvægasta framlag vest-
rænnar menningar er vh’ðingin
fyrir einstaklingnum og inntak
lýðræðisins er ekki eingöngu að
meirihlutinn ákveði heldur ekki
síður að honum beri skylda til að
taka tillit til minnihlutans.
„Ég er þér ósammála en mun
berjast fyrir rétti þínum til að
hafa rangt fyrir þér,“ sagði
breskur stjórnmálaskörungur.
Hann skildi hvað lýðræði er.
Hann hefði ekki reynt að berjast
fyrir lögunum um gagnagrunn
með því að segja að réttur ein-
staklingsins víki alltaf fyrir þjóð-
arhagsmunum.
________AÐSENPAR GREINAR__
Þorsteinn Gunnarsson og
samvinna vinstri manna
ÞAÐ væri verðugt
verkefni fyrir fjöl-
miðlafræðinga að
rannsaka hvers vegna
það er landlægt á Is-
landi að skrifa um
stjórnmál og stjórn-
málamenn af minna
viti en önnur viðfangs-
efni. Skynsamasta fólk
missir öll tök á verk-
efni sínu, vanþekking
og sleggjudómar taka
völdin og úr verður
samsuða af illmælgi og
dylgjum í garð þeirra
sem stjórnmálum
sinna. Það er fátítt að
sjá slík skrif í dagblöð-
um erlendis, þar sem lýðræði er
virt. Þorsteinn Gunnarsson fjöl-
miðlafræðingur er þó varla rétti
maðurinn til að sinna slíkri rann-
sókn ef marka má skrif hans í
Morgunblaðinu 7. október sl. Þau
eru nefnilega nákvæmlega eftir
uppskriftinni, byggð á ærandi van-
þekkingu, dylgjum og slúðri.
Efni gi'einar hans er annars veg-
ar að hvetja Alþýðubandalagsfólk
til að fylgja nýiTÍ stefnu, sem „hef-
ur verið aðlöguð þeirri jafnaðar-
hugsjón sem ég og aðrir samfylk-
ingarsinnar aðhyllumst án þess að
það flokkist sem hreinn „krat-
ismi“„. hann kveðst „hundleiður á
því að styðja við bakið á vinstri
flokki sem sættir sig við tíu pró-
senta fylgi og hefur lítil áhrif á
gang þjóðfélagsmála." Nú hefur
formaðui' flokksins „spúlað dekkið
með glans“, segir greinarhöfundur,
og nú verða áhrifín tryggð. Ekki
veit ég hvað menn læra í fjölmiðla-
fræði, en ljóst er að þar lesa menn
ekki þingtíðindi né þekkja hið
minnsta til innviða stjórnmála-
flokkanna, ekki einu sinni síns eig-
in flokks. Legði fjölmiðlafræðing-
urinn á sig að lesa sér til um ís-
lensk stjómmál á öldinni, kæmist
hann ef til vill að því að flokkur
hans hefur ekki aðeins haft áhrif,
heldur gjörbylt þjóðfélaginu og
leitt það út úr eymd og örbirgð til
þokkalegra lífskjara, að sjálfsögðu
í samvinnu við stjórnmálamenn
annama flokka. Ekki skaðaði held-
ur að hann kynnti sér þá staðreynd
að magn er ekki endilega hið sama
og gæði.
Hitt megininntak þessarar
dæmalausu greinar er að vara fólk
við að hlusta á rök þriggja þing-
manna Alþýðubandalagsins, „þrí-
eykisins" Steingríms J. Sigfússon-
ar, Hjörleifs Guttormssonar og
Ögmundar Jónassonar, og Guð-
rúnar Helgadóttur varaþing-
manns, sem titluð er „tengdamóðir
Fjárfestingarbankans", fyrir því
að fara ekki í dansinn á hinu
nýspúlaða dekki formannsins.
Enda hefur hann rökin á taktein-
um sjálfur. Steingrímur er „enn
stúrinn" eftir að hafa tapað í for-
mannsslag og fann hér útgöngu-
leið og ætti helst heima í Sjálf-
SÍIkÍbolír - Margir litir
Glugginn
Laugavegi 60, sími 551 2854
stæðisflokknum
vegna skoðana sinna á
stjórn fískveiða. Hjör-
leifur „hefur verið á
þingi svo lengi sem
elstu menn muna“ og
stuðningur við hann
þveirandi. „Hvað er
þá betra en að prófa
annan flokk á fölskum
forsendum til að vera
áfram á spenanum!"
Ögmundur er engum
háður nema sjálfum
sér og stýrir BSRB „í
gegnum farsímann“.
Höfundur telur eftir-
sjá að Guðrúnu, því
að „hún átti oft glæsi-
lega útfærðar aukaspyrnur sem
stundum voru misskildar af áhorf-
endum“.
Fólk sem misskilur aukaspyrnur
horfir ekki nóg á fótbolta. Og
greinarhöfundur virðist vera einn
af þeim. Hann virðist hafa misskil-
ið allar aukaspyrnur. Um störf
Yinna Alþýðubanda-
lagsfólks var og er
byggð á þeirri sannfær-
ingu, segir Guðrún
Helgadóttir, að réttlæti
skuli ná til allra þeirra
sem þetta land byggja.
þessara félaga sinna, „þríeykisins"
sem hann svo kallar, en tveir
þeirra voru ráðherrar um skeið,
hefur hann þetta að segja: „Þeir
voru í raun og veru ekki þingmenn
flokksmanna og stuðningsmanna
Alþýðubandalagsins, sem vill fara
samfylkingarleiðina. Þeir voru
fyrst og fremst þingmenn fyrir sig
og sínar fjölskyldur."
Skrif af þessu tagi dæma sig
auðvitað sjálf. Alþýðubandalags-
fólk um land allt veit hvað eftir
þessa félaga okkar liggur. Það veit
líka hver vinna liggur að baki þeim
störfum. Sjái þessi ungi áhuga-
maður um stjórnmál þingmennsku
í þeim hillingum, að hún sé leiðin
til velferðar fjölskyldunnar, er
hann því miður á villigötum.
Hvorki vinnutími né laun eru á
þann veg að hún sé eftirsóknar-
verð fyrir fjölskyldur þingmanna
sjálfra. Beinist hugsjónir hans
sjálfs fyrst og fremst að eigin fjöl-
skyldu, er honum ráðlagt að leita
starfa sem fjölmiðlafræðingur hjá
stöndugu fyrirtæki fremur en að
saekjast eftir þingmennsku.
I frítímum sínum, sem þing-
menn eiga fáa, gæti hann svo byrj-
að að kynna sér vinnu Hjörleifs
Guttormssonar og yfirburðaþekk-
ingu í umhverfismálum sem hann
er þekktur og virtur fyrir hér
heima og erlendis. Þá væri einnig
/aar Attatus
VJpiasthúðun
- Allur véla- og tæhgabúnaður
- Vönduð vara - góð verð
áhugavert að líta á störf hans að
iðnaðar- og utanríkismálum. Hann
gæti líka lesið sér svolítið til um
það sem Steingrímur J. Sigfússon
hefur lagt til landbúnaðar- og sam-
göngumála og hvað hann hefur
sagt um íslenskan sjávarútveg.
Þetta gæti hann borið saman við
stefnuskrá hins nýja flokks. Þá
kynni svo að fara að hann fengi
botn í aukaspyrnurnar og upp-
götvaði að það sé ekki einfalt að
stjórna þjóðríkjum, heldur þurfi
þar til að koma reynsla og þekk-
ing. Tengdamóðir Fjárfestingar-
bankans hefur einnig komið að
ýmsum málum sem skipta þó
nokkru máli fyrir fólkið í landinu
ef vel er að gáð.
Alþýðubandalagsfólk hefur
nefnilega ekki fyrr en nú kosið að
dansa á spúluðum dekkjum, allra
síst við hvern sem er, heldur staðið
í sjálfri aðgerðinni, hvort sem vel
veiddist eða illa. Vinna okkar var
og er byggð á þeirri sannfæringu
að réttlæti skuli ná til allra þeirra
sem þetta land byggja. Við höfum
aldrei þurft að spyi'ja neinn um það
hverjir eigi Island. En hrædd er ég
um að það væri meira vafamál en
það er hefði Alþýðubandalagsins
ekki notið við.
Eg geri ekki þær kröfur til Þor-
steins Gunnarssonar að hann skilji
þetta. Hann heldur því fram að
Hjörleifur Guttormsson hafi setið
„svo lengi á þingi sem elstu menn
muna“. Hjörleifui' hefur nú setið á
þingi í tæp tuttugu ár, sem hvar-
vetna annars staðar er ekki talin
löng þingseta. Helstu stjórnmála-
skörungar hafa gjarnan setið á
þjóðþingum sínum í áratugi, og
raunar hefur svo einnig verið hér á
landi, og þetta hafa þeir gert af því
að þeir voru til þess kjörnir. í því
eru galdrar lýðræðisins fólgnir, að
fólkið í landinu kýs sér fulltrúa til
þings, ef Þorsteinn vissi það ekki.
Stjórnmál eru ekki eða ættu ekki
að vera háð tískusveiflum of-
dekraðra og illa menntaðra
krakkakjána, sem halda að viti bor-
ið fólk taki sæti á þjóðþingum „fyr-
ir sig og sína fjölskyldu" og ólmast
sjálfir um til að komast „á spen-
ann“. Ef Þorsteinn þekkir til fólks
af þeirri gerð meðal þingmanna,
get ég fullvissað hann um að það
hefur hingað til ekki verið í Al-
þýðubandalaginu. En vera má að
þetta sé að breytast.
Ofangreind skrif Þorsteins
Gunnarssonar eru hvorki honum
né Morgunblaðinu til sóma. Fávís-
leg umræða um stjórnmál er ekki
einungis leiðinleg og þreytandi,
hún er hættuleg þróun lýðræðis í
landinu. Og þar bera fjölmiðlar
mikla ábyrgð. Og þá ekki síst fjöl-
miðlafræðingar. Þeir ættu að
þekkja ofurvald miðla sinna og
hafa þá sómatilfinningu til að bera
að nýta þá til þess að upplýsa
landsmenn í stað þess að vinna að
vaxandi virðingarleysi fyrir því
sem helgast er hverri þjóð, þjóð-
þinginu, með vanhugsuðu slúðri.
Það hefðu heldur ekki talist
mannasiðir í Hafnarfirði á árum
áður að blanda vinnustöðum
tengdabarna stjórnmálamanna í
umræður um þá. En úr því að Þor-
steinn kýs að hafa þann hátt á, er
rétt að geta þess að undirrituð er
þá samkvæmt skilgreiningu hans
ekki aðeins tengdamóðir Fjárfest-
ingarbankans (trúlega ein af
mörgum), heldur einnig Endur-
menntunarstofnunar Háskólans og
Flugleiða svo að öllu sé til skila
haldið og ástæðulaust að veita téð-
um banka þar nokkur forréttindi.
Það er ekki nóg að segjast vera
jafnaðarmaður. Menn verða að
vera það.
Guðrún
Helgadóttir
Höfundiir cr vnraþingniHður.