Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 42
J£2 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
OSTBAYERNHALLE er án efa glæsilegasta reiðhöll Evrópu, hér get-
ur að líta aðstöðu stjórnenda sýninga við enda vallar í höllinni.
SÆTI eru fyrir vel á fimmta þúsund manns og völlurinn getur rúmað 250 metra hringvöll
eins og notaður er í Islandshestamennskunni.
Það glæstasta
,af því glæsilegasta
HESTAR
Gut MatliRsIioi',
I' vskii lainl i
NÆSTI HEIMSMEISTARA-
MÓTSSTAÐUR
MIKLUM sögum hefur farið af
þeim stað þar sem heimsmeistara-
mótið á næsta ári verður haldið í
„^Þýskalandi. íslandshestamenn í
Þýskalandi fengu nasaþefmn af
svæðinu í ágúst þegar þýska meist-
aramótið var haldið þar og var vel
látið af staðnum. A ferð á skeið-
meistaramótið í Þýskalandi gafst
blaðamanni færi á að heimsækja
þennan glæsilega stað sem er um
75 kílómetra suðaustur af Niirn-
berg og 60 kílómetra norður af
Regensburg. Ekkert virðist ofsagt
um glæsileika staðarins, allt er
gert af miklum myndarskap, ekk-
ert til sparað í neinu og stærðin allt
að því yfirþyrmandi.
Hafist var handa um byggingu
svæðisins sem allt er byggt nýtt
frá grunni fyrir fjórum árum. Eig-
_,.andinn er Emst Wemer Schmit
‘sem áður rak stórmarkaði víða um
Þýskaland og hagnaðist mjög á því.
Samkvæmt upplýsingum frá einum
starfsmanni miðstöðvarinnar seldi
Schmit þessi verslanakeðju sína og
lagði hluta af fénu í Gut Matheshof
eins og staðurinn heitir. Það vakti
þó athygli að meðal Islandshesta-
manna í Þýskalandi virtist enginn
þekkja staðinn undir þessu ágæta
nafni heldur virðist nafnið Kreuth
notað, sem er nafn á nærliggjandi
þorpi. Heildarbyggingarkostnaður
er kominn í 220 milljónir þýskra
marka.
Mögulegt að keppa
_> innan dyra
Fyrst er að nefna aðalreiðhöll
staðarins sem er að sjálfsögðu
skrautfjöður staðarins. Þar er rými
fyrir 250 metra hringvöll, heildar-
stærð vallarins er um 50 x 80 metr-
ar. Sæti em fyrir 4574 gesti en
með því að minnka völlinn er hægt
að setja upp sæti fyrir 3000 manns
til viðbótar. Með því móti er vallar-
stærðin nægjanleg fyrir fimikeppni
og jafnvel hindrunarstökk. Heild-
arstærð vallarins gefur möguleika
á því að flytja keppni heimsmeist-
^iramótsins inn ef illa viðrar eins og
gerðist síðasta dag HM í Hollandi
‘93 þegar skýfall varð þegar hæst
stóð.
Mjög rúmt er umhverfis áhorf-
endastúkumar og aðstaða góð fyrir
veitingasölu og aðra starfsemi auk
þess sem matsölustaður er á jarð-
4æð í sambyggðum tumi. Óumdeil-
nlega er þetta stærsta og vegleg-
ÞRÍR menn voru skriðandi klukkustundum saman á túnunum kringum
miðstöðina og vöktu forvitni blaðamanns. Reyndust þeir vera að eitra
fyrir músum og þegar betur var að gáð voru túnin öll útgrafin eftir
mýs svo að til vandræða liorfði.
asta reiðhöll sem undirritaður hef-
ur augum litið.
Samkomusalurinn
gleypir þúsund
Sambyggður reiðhöllinni glæsi-
legu er stór samkomusalur þar
sem hæglega geta um eitt þúsund
manns setið við borð og enn fleiri
væri borðunum sleppt. Þarna eru
haldnir dansleikir og fundir ýmis-
konar. I salnum vom mjög vönduð
húsgögn, bólstraðir viðarstólar,
viðarborð og parketlagt gólfið.
Hesthús staðarins rúma 200
hross sem myndi þýða miðað við ís-
lenska staðla ein fimm hundmð
hross. Því um er að ræða vel stórar
einshest stíur sem em á stærð við
tæplega tvær tveggja hesta stíur á
Islandi. Gluggi er á hveni stíu svo
hestarnir geti rekið nefið út og
andað að sér fersku lofti. Að sjálf-
sögðu er um að ræða box, þ.e. eik-
arklæðning í ríflega meters hæð og
galvaniseraðir rimlar í rúmlega
tveggja metra hæð. Þá er hægt að
tvöfalda rýmið með tjöldum og til-
búnum boxum þannig að í heildina
er mögulegt að hýsa fjögur hundr-
uð stóra hesta.
Hálmur er borinn undir hrossin
og allar em stíurnar handmokaðar
að þvi er best varð séð. Fóðurgang-
ar em vel rúmir og öll aðstaða til
böðunar og annars þrifnaðar vel
rúm. Þá era að sjálfsögðu sólar-
lampaljós til að þurrka hestana og
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
JARNINGAR em óhjákvæmilegur fylgifískur hestamennskunnar og em
þrfr járningamenn í fullu starfi og járna alla daga mestan part ársins.
SAMKOMUSALURINN sem er sambygggður Ostbayernhalle rúmar
vel þúsund manns í sæti við borð.
AÐ SJÁLFSÖGÐU eru sólarlampar í hesthúsunum eins og í öllum
betri hesthúsum Þýskalands til að þurrka feld'hestanna eftir bað og til
að mýkja vöðva þeirra.
HRINGTAUMSGERÐIN eru afar vönduð og að sjálfsögðu með þaki,
GISTIHÚSIN eru vönduð að allri gerð eins og allt annað á þessum
stað, stflhrein og stutt frá hestamiðstöðinni.