Morgunblaðið - 14.10.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 45
>c
+ Svanhildur Sig-
urgeirsdóttir
fæddist á ísafirði
18. mars 1925. Hún
lést á Landspítalan-
um 5. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðrún Pétursdótt-
ir frá Hrólfsskála á
Seltjarnarnesi f. 5.
október 1893, d. 20.
júlí 1979 og Sigur-
geir Sigurðsson,
prófastur á ísafirði,
síðar biskup íslands,
f. 3.8. 1890, d. 13.
október 1953. Systkini Svanhild-
ar eru: 1) Pétur, f. 2.6. 1919 á
ísafirði, prestur á Akureyri, síð-
ar biskup íslands. Eiginkona
hans er Sólveig Ásgeirsdóttir f.
2.8. 1926. Börn þeirra: Dr. Pét-
Þegar ég nú kveð Svanhildi föður-
systur mína finnst mér hún alltaf
hafa verið í blóma lífsins. Þetta
finnst mér þótt hún hafi verið komin
á áttræðisaldur þegar hún lést og
þrátt fyrir það að langvarandi veik-
indi og loks bæklun hafi sett mark
sitt á hana. Veikindum sínum tók
hún af æðruleysi og ótrúlegri þraut-
seigju. Þau gerðu hana hvorki veikl-
aða né beiska heldur var eins og þau
hertu hana hana upp. Öðru eins
hugrekki og hennar hef ég ekki
kynnst. Gagnvart vinum og vanda-
mönnum var hún ljúf og nærgætin
en það Ieyndi sér samt ekki að hún
var skapmikil og hafði ákveðnar
skoðanir. Alltaf var hún umtalsgóð
og vildi helst ræða um það góða í
fari þeirra sem á vegi hennar urðu.
Það var hægt að spjalla við hana um
alla heima og geima og aldrei þraut
umtalsefnið. Hún var skarpgreind
og hafði frábært minni. Það hlýtur
að hafa komið sér vel fyrir hana í
starfi en hún vann lengst af í utan-
ríkisþjónustunni og dvaldi langdvöl-
um eriendis við störf sín. Þetta víkk-
aði sjóndeildarhring hennar og gerði
hana víðsýna og umburðarlynda.
Fram á síðustu stund fylgdist
hún vel með öllu, fjölskyldu sinni
jafnt sem þjóðmálum, og þótt hún
gæti vart hreyft sig án þess að finna
til sársauka þá var hún innst inni
alltaf glöð og sá oftast eitthvað
skemmtilegt og nýstárlegt. Hlátur
hennar var smitandi og hún gat
brosað fram í það síðasta. Það voru
þessir sterku eiginleikar sem gerðu
það að verkum að fólk laðaðist að
henni, leitaði til hennar og hlustaði
grannt efth- ráðleggingum hennar.
Þetta gerðum við systkinabörnin
hennar í ríkum mæli og það var eins
og Svana frænka væri ein af okkur
en ekki ein þeirra fullorðnu. Við
fundum það greinilega að hún naut
sín í návist okkar. Hún var
skemmtileg og það var gaman að
vera nálægt henni. Hún var ógift og
barnlaus, en hún átti okkur öll
systkinabörnin, það fundum við
alltaf. Þegar við eignuðumst okkar
börn þá fylgdist hún með þeim og
vinátta hennar og hlýja náði til
þeirra einnig. Um leið og hún leið-
beindi og sagði álit sitt þá var hún
félagi og vinur barna og unglinga á
sérstakan og ógleymanlegan hátt.
Henni tókst að koma fram við okkur
eins og jafningja og kannske er það
þess vegna að manni fannst hún
ekkert eldast og ekkert breytast.
Það var regla hjá henni að víkja að
okkur einu og öðru sem hún vissi að
kom sér vel. Hún vildi alltaf vera
veitandinn, örlætið var henni í blóð
borið. Hún skildi t.d. hvað það var
að dvelja erlendis fjarri ættingum
og sá til þess að vinir hennar gætu
haldið „íslensk jól“. Svana var gleði-
gjafi, síung og falleg. Þannig var
hún frá því að ég man fyrst eftir
henni þá drenghnokki á Grenimel
17. Hún er okkur ógleymanleg sem
þekktum hana og minningin um
hana getur ekki annað en vakið með
okkur dug og drengskap. Nú er
hetjulegri baráttu lokið - hún er
frísk og í öruggri trú sem einkenndi
líf hennar felum við hana Guði sem
ur f. 19.2. 1950, pró-
fessor við guðfræði-
deild HÍ. Guðrún f.
25.5. 1951, d. 27.3.
1986. Kristín f. 31.5.
1952, húsmóðir. Sól-
veig f. 21.6. 1953, fil.
cand. í sálfræði. 2)
Sigurður f. 6.7. 1920
á fsafirði d. 8.11.
1986, deildarstjóri í
títvegsbanka íslands.
Eiginkona hans Pál-
ína Guðmundsdóttir
f. 15.2. 1928, kennari.
Börn þeirra: Sigur-
geir f. 9.5. 1950, flug-
stjóri. Sigrún f. 8.6. 1952, tann-
tæknir. Anna Svanhildur f. 7.8.
1953, deildarmeinatæknir. Guð-
rún Rósa f. 8.11. 1954, læknir.
Kjartan f. 19.6. 1961, slökkviliðs-
maður. Haraldur f. 8.5. 1966,
birtist okkur sem frelsarinn sem
læknaði og líknaði.
Pétur Pétursson.
í dag kveðjum við Svanhildi Sig-
urgeirsdóttur, Svönu frænku eins og
við höfum alltaf kallað hana. Þó svo
að erfitt sé að kveðja ástvin trúum
við að Svana sé sátt við að fara hina
hinstu ferð nú, þar sem hin síðari ár
höfðu reynst henni ákaflega erfið
vegna tapaðrar baráttu við liðagigt,
baráttu sem staðið hafði í næstum
sextíu ár. Sjúkdómurinn hafði fyrir
löngu eyðilagt líkama hennar þannig
að ótrúlegt er hvernig henni tókst
að halda heimili síðustu árin. Með
góðri heimahjúkrun og aðstoð vina
og ættingja tókst Svönu ætlunar-
verk sitt og þurfti aldrei að yfirgefa
íbúðina sína í Hraunbænum, þar til
yfir lauk.
í fjölda ára bjó Svana erlendis og
var það alltaf tilhlökkunarefni þegar
von var á henni í heimsókn til ís-
lands. Ekki skemmdi það að hún
kom alltaf færandi hendi frá útlönd-
um með föt og framandi leikföng
sem hvorki ég né krakkarnir í hverf-
inu höfðu séð áður.
Þó svo að Svana byggi erlendis
þegar við systkinin vorum lítil
þekktum við hana vel. Það var auð-
velt að kynnast henni því að hún
kom til dyranna eins og hún var
klædd og sagði skoðanir sínar hisp-
urslaust. Þetta gerði það að verkum
stud. theol. 3) Guðlaug f. 16.2.
1927, húsmæðrakennari og
næringarráðgjafí. Maki Sig-
mundur Magnússon, f. 22.12.
1927, læknir. Börn þeirra: Sig-
urgeir f. 8.9. 1958, tónlistarmað-
ur og viðskiptafræðingur. Sig-
ríður f. 16.8. 1960, sjúkraliði.
Guðrún f. 30.8. 1961, læknir.
Svanhildur ólst upp á Isafirði
en flutti til Reykjavíkur 1939
þegar faðir hennar tók við emb-
ætti biskups íslands. Eftir nám í
Kvennaskólanum starfaði hún
um tíma hjá föður sinum á
skrifstofu biskups. I dómsmála-
ráðuneytinu var hún til 1955 en
eftir það í utanríkisþjónustunni
við sendiráðin í Stokkhólmi og
Brussel en síðustu árin sem
deildarstjóri í utanríkisráðu-
neytinu. Á fyrri hluta ævinnar
snerust áhugamál hennar um
tónlist, nam hún um tíma söng
og pianóleik og söng m.a. í
Dómkirkjukórnum og Þjóðleik-
húskómum. títför hennar fer
fram frá Dómkirkjunni í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
að við vissum alltaf hvar við höfðum
hana, en hins vegar gat oft verið
erfitt að þola gagnrýni hennar, þar
til við skildum að umvandanir henn-
ar voru sprottnar af ást og um-
hyggju-
Síðastliðin 10 ár var Svana
frænka meira og minna á ferðinni á
milli heimilis síns að Hraunbæ 58
og Landspítalans. Um önnur ferða-
lög var ekki að ræða. Þessi heims-
kona þurfti að sætta sig við mikla
einangrun sem sjúkdómurinn setti
henni, en aldrei kvartaði hún eða
talaði um veikindi sín. Hún bætti
upp einangrunina með því að fylgj-
ast vel með fjölmiðlum og var
gjarnan með tvær útvarpsstöðvar
og sjónvarpið í gangi í einu. Það
var fátt sem fór framhjá Svönu í
landsmálum og þess vegna var
mjög gaman og fróðlegt að ræða
menn og málefni við hana. Hún
hafði mjög ákveðnar skoðanir og lá
ekki á þeim og tók mjög ákveðna
afstöðu í þeim málum sem borin
voru upp við hana án þess að
skeyta um hvort það kom henni vel
eða illa.
Elsku Svana mín. Við viljum nota
þetta tækifæri til þess að þakka þér
fyrir samfylgdina og allt sem þú hef-
ur gert fyrir okkur systkinin. Þú átt
vísan stað í hjarta okkar, og við góð-
ar minningar sem við geymum, þar
til við hittumst á ný. Þá verða fagn-
aðarfundir.
Sigurgeir, Sigríður og Guðrún.
Píslargöngu hennar Svanhildar er
þá lokið kom íyrst í huga okkar er
við spurðum lát Svanhildar Sigm'-
geirsdóttur, okkar kæru og góðu
vinkonu.
Krossinn sem hún varð að bera
síðustu árin var þungur og með ólík-
indum var hið andlega þrek sem hún
sýndi í baráttunni við kvalafullan
gigtarsjúkdóm. Svar hennar að-
spurðrar um líðan sína var jafnan:
„Það má nú þakka fyrir að þetta er
ekki verra.“
Kynni okkar hófust á samstarfi í
utanríkisþjónustunni árið 1956. Árið
1958 er svo Svanhildur send til
starfa við sendiráðið í Stokkhólmi en
við til sendiráðsins í Moskvu. Þá átti
maður hauk í horni þar sem Svan-
hildur var, því hörgull var á öllum
hlutum í Moskvuborg á þessum ár-
um. Öllu kvabbinu tók hún sem
sjálfsögðum hlut og leysti vandann
af sínum alkunna dugnaði.
Seinna vorum við svo lánsöm að
vera henni samtíða í Brussel í fjög-
ur ár, frá 1967 til 1971, við störf í
fastanefnd íslands hjá Atlantshafs-
bandalaginu og síðar önnur fjögur
ár í utanríkisráðuneytinu í Reykja-
vík frá 1982 til 1986. Það er ljúft að
minnast þessara ára, því þá voru
veikindin ekki búin að leika vinkonu
okkar eins grátt og seinna varð.
Dóttur okkar Bergljótu Kristínu
var Svanhildur einkar góð eins og
hún var raunar öllu ungviði er á vegi
hennar varð. Bergljót dáði Svanhildi
framar öðrum fullorðnum sem hún
hafði kynnst og er hún eignaðist sitt
fyrsta barn bað hún hana að vera
skírnarvott við skírn frumburðarins
til þess að votta henni virðingu sína
og vináttu.
Það var svo sannarlega mannbæt-
andi að eiga samleið á lífsbrautinni
með henni Svanhildi og að hafa eign-
ast hana sem vin er dýrmæt perla í
sjóði minninganna.
Svanhildur var gædd rósemi hug-
ans, ágætum gáfum og glaðværð svo
af henni geislaði á góðum stundum.
Starfi sínu sinnti hún af einstakri al-
úð og vandvirkni. Hún var jafnframt
stjórnsöm, velviljuð og hjálpsöm og
ávallt fús til að leiðbeina nýjum sam-
starfsmönnum og miðla þeim af
reynslu sinni.
Síðustu starfsár sín sem deildar-
stjóri í utanríkisráðuneytinu starf-
aði Svanhildur mikið að prótokoll-
málum. Ekki er ofsögum sagt að
varla var haldin sú veisla í utanrík-
isráðuneytinu og ýmsum öðrum
ráðuneytum að hún raðaði ekki
gestum til borðs. Þótt farið sé eftir
ákveðnum reglum við niðurröðun
opinberra starfsmanna og ýmissa
annarra er hér um vandaverk að
ræða, því mörgum er svo farið að
þeim er ekki sama hvar þeim er
skipað til borðs. Svanhildur leysti
slík vandamál af mikilli nákvæmni
og smekkvísi.
Við kveðjum Svanhildi með trega
og söknuði en þökkum guði fyrir
samfylgdina við hana og vottum að-
standendum innilega samúð.
Hólmfríður, Ingvi og Bergljót.
Eg vil með nokkrum orðum kveðja
Svanhildi Sigurgeirsdóttur sem um
langt ái-abil var einn af bestu starfs-
kröftum íslensku utanríkisþjónust-
unnar.
Hún hóf störf í ráðuneytinu sem
ritari 15. júlí 1955 og lét formlega af
störfum 1. júlí 1986, en vann áfram í
nokkur ár eftir það í tímavinnu við
ýmis störf og verkefni. Svanhildur
hafði áður en hún réðst til starfa hjá
utanríkisráðuneytinu unnið frá 1.
febrúar 1946 í dómsmálaráðuneyt-
inu, en þar áður frá 1. janúar 1942 á
Biskupsstofu.
Segja má að Svanhildm' hafi helgað
líf sitt störfum í utanríkisþjónustunni.
Hún var með afbrigðum vinnusöm og
vandvirk og hafði afar fallega rithönd.
Hún skrifaði þar af leiðandi öll
boðskort ráðuneytisins um árabil auk
þess að annast vandaverk við undir-
búning oinberra heimsókna og fleira.
Svanhildur var í mínum augum
gædd miklum mannkostum og með
ljúfri en ákveðinni framkomu sinni
laðaði hún fram góðan sam-
starfsanda hvar sem hún fór. Hún
starfaði í sendiráðinu í Stokkhólmi
frá 1958 til 1964, en síðan í ráðu-
neytinu þar til hún fór til starfa hjá
fastanefndinni og sendiráðinu í
Brussel í október 1967. Hún starfaði
síðan í ráðuneytinu fi-á því í ársbyrj-
un 1974 og var skipuð deildarstjóri
þar 1. ágúst 1979.
Það var gott að leita til Svanhildar
sem lagði metnað sinn í að leysa
hvert verkefni sem allra best af
hendi. Hún var góð fyrirmynd þeirra
sem yngri voru og hafði ánægju af
því að leiðbeina öðrum í starfi.
Síðustu árin átti Svanhildm- við
mikið heilsuleysi að stríða. Þar
sýndi hún kjark og æðruleysi sem
var eitt af aðalsmerkjum þessarar
góðu konu. Mér þykir vænt um að
hafa átt hana að vini.
Starfsfólk utani'íkisráðuneytisins
minnist hennar með virðingu og
þökk fyrir hennar góða viðmót og
óeigingjörnu störf. Við vottum fjöl-
skyldu Svanhildar okkar dýpstu
samúð. Guð blessi minningu hennar.
Helgi Ágústsson,
ráðuneytisstjóri.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir
mín,
ÁSTA BRYNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR
alþingismaður,
Hofgörðum 26,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu mánudaginn 12. október.
Ástráður B. Hreiðarsson,
Arnar Ástráðsson,
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir,
Þorsteinn Hreiðar Ástráðsson,
Ásdís Eyjólfsdóttir.
t
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELSEBETH VILHJÁLMSSON,
áður til heimilis á Hofsvallagötu 18,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 6. október á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 16. október kl. 13.30.
Jakob Jensson, Guðrún Þorbergsdóttir,
Guðjón J. Jensson, Guðrún J. Jóhannesdóttir,
Elisabet Jakobsdóttir, Ólafur Hákonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför bróður okkar,
JÓNATANS KRISTINSSONAR
frá Dalvík,
síðast til heimilis á elliheimilinu Grund,
fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn
16. október kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á minningarkort Grundar.
Hildigunnur Kristinsdóttir,
Heimir Kristinsson, Níels Kristinsson
og aðrir vandamenn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÚLÍUS HALLDÓRSSON,
Ægisíðu 86,
verður jarðsunginn fimmtudaginn 15. október kl. 13.30 frá Bústaðakirkju.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Þórunn Gröndal,
Ingibjörg Júlíusdóttir, Jón Kr. Hansen,
Halldór Kr. Júlíusson,
Lára V. Júlíusdóttir,
Sigurður Júlíusson,
Sigurður Konráðsson,
Áslaug Konráðsdóttir,
Anna Júlíusdóttir,
Þórunn Júlíusdóttir,
Pétur Benedikt Júlíusson, Ellen Apalset
og barnabörn.
Ólína Guðmundsdóttir,
Þorsteinn Haraldsson,
Anna Eyjólfsdóttir,
Kolbrún Eggertsdóttir,
Karl Júlíusson,
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
SVANHILDUR
SIGURGEIRSDÓTTIR