Morgunblaðið - 14.10.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 14.10.1998, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf Smáfólk PSST, FRANKLIN../ I PUT' UUMAT'P YOU ( DOIUN PUTDOWNFOR V‘EI6MT 'V NUMSER5IX? 'l£!6WT"?/"EI&HT'/ N EIOWT NOTMINé.. U)WAT? I JUST I PUT POWN “TUIELVE ELEPHANT5" — HOW COULVYOU PUT POlúN ''TWELVE ELEPHANTS'TNA 5PELLIN6 TE5T1 UUHAT ROOM ARE WE IN ? Uss, Fróði... hvað skrifaðirðu við „Átta“? Átta hvað? Ég skrifaði: „Tólf fflar“ Hvernig í hvaða stofu er ég? númer sex. Ég skrifaði „átta“ „Átta“ ekkert... bara gastu skrifað „tólf fflar" á staf- átta setningarprófi? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lífeyrisþegar reiðir og ætla á þing Frá Guðvarði Jónssyni: REYNT hefur verið með litlum ár- angri að vekja athygli á því, hvort réttlætanlegt sé að ríldsvaldið láti Tryggingastofnun ríkisins sækja hluta af lífeyrisgreiðslum til ellilíf- eyrisþega og öryrkja í launaumslag vinnandi maka þeirra. Viðbrögð við þessu hafa verið Ktil. Nú eru aftur á móti kosningar á næsta leiti og mik- il ólga í pólitíkinni. Pví gæti það ver- ið pólitískt hagkvæmt fyrir þá póli- tíkusa, sem keyrt hafa út af hinni hálu flokksræðisbraut stóru flokk- anna, að vekja athygli á þessu vandamáli. Það gæti valdið titringi í stóru flokkunum, sem leitt gæti til hagkvæmra loforða, til hagsbóta fyrir lífeyrisþega. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar hafa töluvert látið til sín heyra að undanförnu, sem raskað hefur ró forustumanna þeirra, og þeir bylt sér við, vonandi til árang- urs fyrir lífeyrisþega. Pað verður að teljast furðulegt að ríkisstjórnir, bæði til hægri og vinstri, skuli hafa fengið í áratugi að beita þá laun- þega sem giftir eru lífeyrisþegum slíku ofríki, að þeir hafi minni rétt en aðrir launþegar til ráðstöfunar launa sinna. Með þessu móti vinna þeir íyrir lægri ráðstöfunartekjum en aðrir launþegar og hugsanlega gæti ríkisvaldið verið að brjóta lqarasamninga á þeim. Með þessu fyrirkomulagi lækkar launþegi með 70 þús. kr. mánaðar- laun niður í örorku- eða ellilífeyri, og þar með verða sameiginlegar tekjur þessara hjóna jafnháar ör- orku- eða ellilífeyri hjóna. Þótt rík- isvaldið hafi dæmt launþegann til þess að lifa á örorku- eða ellilífeyr- istekjum, þrátt fyrir að kjarasamn- ingsréttur hans sé til hærri ráð- stöfunartekna, fær hann ekki sömu réttindi og hjón sem bæði eru líf- eyrisþegar. Launþegi fær t.d. ekki læknisþjónustu á sama gjaldi og lífeyrisþegi, ekki lækkun á lyfjum eða afslátt á vörum, eða þjónustu eins og lífeyrisþegi. Allt vegna þess að ekki er tekið tillit til þeirrar skerðingar, sem hann verður fyrir, vegna reikningskúnsta Trygginga- stofnunar ríkisins. Sem sagt, svipt- ur þeim mannréttindum að mega ráðstafa sjálfur launum sínum og þar með dæmdur til þess að lifa við mun erfiðari fjárhagsaðstæður en lífeyrisþegar. Hann þarf líka að borga hærri skatta en aðrir laun- þegar, því sá hluti tekna hans sem Tryggingastofnun færir til lífeyris- þegans nýtist ekki nema 80% af persónuafslættinum í skattútreikn- ingi. Þessar reikningskúnstir Trygg- ingastofnunar ríkisins bitna ein- göngu á launþegum sem giftir eru lífeyrisþegum, hafa litlar eða engar greiðslur úr lífeyrissjóði og fá því tekjutryggingu frá Tryggingastofn- un. Það er einmitt tekjutryggingin sem er svikamyllan í þessu dæmi, en samt ómissandi liður fyrir þenn- an hóp lífeyrisþega. Það þarf aftur á móti að tryggja það, að svikamyllan verði gerð óvirk og lífeyrisgreiðslur til einstaklings- ins verði alfarið á ábyrgð ríkisins, því það er ríkið sem hefur tekið við lífeyrisgreiðslum til Almannatrygg- ingakerfisins, en ekki vinnandi maki lífeyrisþegans. Oryrkjabandalagið vill láta af- nema afsláttarkerfi lífeyrisþega og hækka lífeyrinn á móti niðurfell- ingu afsláttarkerfisins. Munu þeir hafa ákveðið að bjóða fram til al- þingis í þeim tilgangi, að fylgja þessu eftir og ýmsum fleiri áherslu- málum öryrkja. Fjölmiðlar hafa reiknað það út að öryrkjar á Reykjavíkursvæðinu séu það marg- ir, að nægi til þess að koma manni að. Ekkert er þó öruggt í pólitík og rétt að hafa það í huga, að hjá stóru flokkunum eru miklir áróðurs- og loforðameistarar, sem gætu sett strik í reikninginn. Þrátt fyrir óvissuna er ekki nema gott eitt um framtak Öryrkja- bandalagsins að segja og löngu tímabært, að inn á Alþingi komi menn frá fleiri greinum þjóðfélags- ins en lögmannafélaginu. Það er samt umhugsunarefni að enginn flokkur á Alþingi skuli hafa boðið Öryrkjabandalaginu að eiga full- trúa á framboðslista sínum. En kannski ekki að undra, því alþingis- menn, hvaða flokki sem þeir til- heyra, hafa gætt þess á undanföm- um árum, að gerast aldrei beinir talsmenn öryrkja eða ellilífeyris- þega, þótt frá þeim hafi heyrst hvassyrtar yfirlýsingar á pólitísk- um þenslutímum. Þama er um að ræða fólk sem alþingismenn eru nánast búnir að ýta út af lífsgæða- kortinu, nema rétt síðustu klukku- tímana fyrir alþingis- eða sveitar- stjómarkosningar. I síðustu kjarasamningum var lífeyrir ellilífeyrisþega og öryrkja hækkaður um sömu prósentu og launamenn fengu, þrátt fyrir að ljóst væri, að lífeyririnn væri það lágur, að prósentuhækkunin nægði ekki til þess að halda í við þær verðbreytingar, sem yrðu á gildis- tíma samningsins. Þetta hefði ekki átt að vefjast fyrir alþingismönn- um, þar sem þeir og aðrir hálauna- menn hafa fengið 30-100 þús. kr. hækkun mánaðarlauna, til að halda í við verðhækkanir, en lífeyrisþeg- um ætlað að láta sér nægja 1.700 kr. hækkun, fyrir sömu verðhækk- anir. Vonandi verða þessi pólitíska þensla, sem nú er í flokkunum, og ár aldraða til þess að kjör lífeyris- þega fái meiri umfjöllun á Alþingi en verið hefur, þeim til hagsbóta. Samt þurfa lífeyrisþegar fyrst og fremst sjálfir að vekja athygli á til- vera sinni og kjöram innan þjóðfé- lagsins. Þeir eiga ekki að vera dauð- ir innan þjóðfélagsins íyrr en þeir era sannanlega dauðir. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.