Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 55
I DAG
BRIDS
Umsjón ii0iniiii<1 iir
l'áll Arnarson
UNDANKEPPNI íslands-
mótsins í tvímenningi var
spiluð um síðustu helgi, sam-
tals þrjár 30 spila lotur. Hér
er kostulegt spil úr fyrstu lot-
unni:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
A 10«
¥ Á732
♦ ÁD105
+ K53
Vestur Austur
AÁD82 A 9
*G V KD10986
♦ 9842 ♦ KG76
♦ 8762 * D4
Suður A KG7543 V 54
♦ 3 * ÁG109
Vestur Norður Austur Suður
- - - Pass
Pass ltigull llyarta lspaði
Pass lgrand 2hjomi 3spaðar
Pass 4spaðar Pass Pass
Dobl Allir pass
Útspil: Hjartagosi.
Fljótt á litið virðist vömin
eiga a.m.k. fjóra slagi: þrjá á
tromp og einn á hjarta. Og
svo er laufdrottningin vonar-
slagur. Það kom því öllum við
borðið jafn mikið á óvart þeg-
ar ellefu slagir rúlluðu upp án
þess að vörnin fengi við neitt
ráðið.
Sagnimar að ofan em
nokkuð upplýsandi og sagn-
haíi þóttist viss um að hjartað
væri 6-1 og að vestur ætti ÁD
í spaða, sennilega í fjórht.
Hann drap strax á hjartaás,
tók tígulás og trompaði tígul.
Spilaði svo smáum spaða að
tíu blinds. Vestur lét lítinn
spaða og tían átti slaginn. Pá
var tígull trompaður aftur, en
ekki féll kóngurinn. Þegar hér
var komið sögu þóttist sagn-
hafi viss um að tígullinn væri
4-4 og skipting vesturs væri
því 4-1-4-4. Hann prófaði lauf-
gosa, en fékk engin viðbögð
og drap á kónginn. Trompaði
þá tígul í þriðja sinn og iagði
niður laufás. Þegar drottning-
in féll, var hægt að taka tvo
slagi í viðbót á 109. Nú vom
þrjú spil eftir á hendi og enn
hafði vömin ekki fengið slag.
Heima átti sagnhafi eitt
hjarta og KG f spaða, en vest-
ur var kominn niður á ÁD8 í
trompi. Suður spilaði hjarta,
sem vestur varð að trompa og
gefa síðan slag á spaðakóng í
lokin. 990 reyndist vera topp-
ur.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyini-vara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
•nanns og símanúmer.
Pólk getur hringt í síma
569-1100, Sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavílí.
GULLBRÚÐKAUP. Gullbniðkaup eiga í dag, miðvikudaginn
14. október, María Konráðsdóttir og Jón H. Þorgeirsson,
Esjugrund 52, Kjalarnesi. Af því tilefni taka þau á móti gest-
um laugardaginn 24. október í Sjálfsbjargarhúsinu við
Hátún kl. 15.30.
Ljósmyndastofan Svipmyndir.
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Stokkseyrar-
kii-kju af sr. Valgeir Ástráðssyni Aðalheiður Einarsdóttir og
Hákon Bárðarson. Heimili þeirra er í Asparfelli 4. Með þeim
af myndinni er Hafsteinn Einar.
Ljósmyndastofan Svipmyndir.
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Hallgrímskirkju
af sr. Hjalta Hugasyni Vera Guðmundsdóttir og Þórarinn
Blöndal. Bníðarmeyjar eru Eva og Tinna Magnúsdætur.
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 5.485 til
styrktar Rauða krossi íslauds. Þær heita Hannietta Kjehlal
og. Dagný Eva Magnús.
Hlutavelta
STJÖRNUSPÁ
cftir Frances llrake
VOG
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert fagurkeri og leggur mik-
ið upp úr því að gera um-
hverS þitt \istlegt.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú ert í toppformi og nýtur
þess að vera til. Það ætti
ekki að vera þér erfitt þar
sem allt hefur gengið þér í
haginn að undanfórnu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að ganga úr skugga
um að ekki sé verið að ganga
á rétt þinn. Kynntu þér regl-
ur laganna og hvort allt er
eins og það á að vera.
Tvíburar . .
(21. maí -20. júní) AÁ
Það gæti verið tilbreyting að
ganga í vinnuna því þú sérð
umhverfið í öðru ljósi. Þú
gætir líka hitt áhugavert
fólk á leiðinni.
Krabbi
(21. júní -22. júlí)
Þú ert með óþarflega miklar
áhyggjur af fjárhagnum því
hann er ekki eins slæmur og
þú heldur. Farðu í gegnum
það svo þú hafir það á
hreinu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Kátínan hefur ráðið ríkjum
hjá þér um tíma og engin
ástæða til annars en að
halda henni við. Hláturinn
lengir lífið.
Meyía
(23. ágúst - 22. september) ©(L
Þú ert þreyttur og eitthvað
annars hugar í vinnunni og
ættir að koma þér snemma í
háttinn til að vera betur
undir morgundaginn búinn.
Vog xrx
(23. sept. - 22. október) th1
Það er kominn tími til að
leysa frá skjóðunni og opin-
bera leyndarmálin fyrir vin-
um sínum.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Eitthvað á eftir að koma þér
svo á óvart að þú munt
undrast þín eigin viðbrögð.
Láttu það þó ekki slá þig út
af laginu og haltu þínu
striki.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) dá
Þér gengur allt í haginn og
aðrir undrast á velgengni
þinni. Njóttu þess en vertu
meðvitaður um að lánið get-
ur verið fallvalt.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) 4MP
Þú þarft að fara ofan í
saumana á verkefni þínu
jafnvel oftar en einu sinni..
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Ef þú vilt styrkja vináttu-
böndin skaltu muna að góðir
vinir geta verið saman bæði
í sorg og gleði.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú hefm- einbeitt þér um of
að andlegri líðan þinni og
um leið vanrækt líkama
þinn.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegrá staðreynda.
BRIDS
Uin.sjón: Arnór G.
Ragnarsson
Bridsdeild Barðstrendinga og
Bridsfélag kvenna
MÁNUDAGINN 19. okt. nk. hefst
hraðsveitarkeppni. Skráning hjá spila-
stjóra ef mætt er stundvíslega fyrir kl.
19.30. Spilastjórn aðstoðar við að
mynda sveitir. Spilað er á mánudögum
kl. ,19-30 í Þönglabakka 1. Spilastjóri
er Isak Örn Sigurðsson.
Bridsfélag Kópavogs
Hausttvímenningi lauk sl. fimmtudag
með sigri Freyju Sveinsdóttur og
Sigi’íðar Möller. Lokastaða efstu para
vai'ð annars þessi:
Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 734
Magnús Aspelund - Steingrímur Jónasson 723
Armann J. Lárusson - Jens Jensson 717
Unnar Guðm.son - Jóhannes Guðmannss. 707
Ragnar Jónsson - Murat Serdar 699
2. umferð 1.10.1998. Árangur efstu para:
NS
Flosi Eiríksson - Þórir Magnússon 242
Árni Már Bjömsson - Heimir Tryggvason 225
Freyja SveLnsdóttir - Sigríður Möller 224
AV
Jón P. Sigurjónss. - Steingr. Jónass. 299
Garðar V. Jónsson - Loftur Pétursson 241
Unnar Guðm.son - Jóhannes Guðm.son 233
3. umferð 8.10.1998. Árangur efstu para:
NS
Birgir Steingríms. - Birgir Jónss. 246
Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 243
Jónína Pálsdóttir - Amgunnur Jónsdóttir 230
AV
UnnarGuðm.son-JóhannesGuðmannss. 256
Armann J. Lárasson - Jens Jensson 249
Ragnar Jónsson - Murat Serdar 244
Aðaltvímenningur félagsins, 5
kvölda Barometer, hefst fimmtudag-
inn 15. okt. nk. Spilað verður í Þing-
hóli, Hamraborg 11, Kópavogi, og
hefst spilamennskan kl. 19.45. Skrán-
ing á staðnum. Keppnisstjóri er Her-
mann Lárusson.
Bridsfélag Hreyfils
NÚ er aðeins einni umferð ólokið í
hausttvímenningnum sem lýkur nk.
mánudagskvöld.
Hæsta skor í N/S síðasta spilakvöld:
Birgir Kjartansson - Ámi Kristjánsson 318
Guðlaugur Nielsen - Anna G. Nielsen 306
Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánsson 303
Hæsta skor í A/V:
Skafti Bjömsson - Jón Sigtryggsson 332
Heimir Tryggvason - Ami M. Bjömsson 315
Árni Halldórsson - Þorsteinn Sigurðss. 310
Næsta keppni félagsins verður
svo aðalsveitakeppni veti-arins.
HÁRLOS
Ertu með hárlos? Við lofum þér árangri.
ÞUMALÍNA
Pósthússtræti 13, sími 531 2136.
Stretchbuxur
St. 38—50 - Frábært úrval
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
Myndavélatilboðsdagar
til 17. október
Allt að 35% afsláttur
iimhumti
STOFNAÐ 1 907 • GÆÐI ERU OKKUR HUGLEIKIN
Austurverí — Bankastræti — Kringlunni
Reykjaskoli Hrutafirði
Nemendamót frá tíð Guðmundar Gíslasonar skólastjóra
verður haldið fyrsta vetrardag, laugardaginn 24. október
í Ásgarði, Glæsibæ og hefst með borðhaldi kl. 19.
Mætið sem flest og bjóðið mökum til veislu.
Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst.
Þórarinn Þorvaldsson s. 451 0024
Jónas R. Jónsson s. 553 4648
Ingibjörg Jóhannsdóttir s. 557 7558
Torfi Guðbrandsson s. 553 8438
Helgi Jónsson s. 554 0372
Ingimar Einarsson s. 553 3207
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra
ræðir stjórnmálaviðhorfin á
opnum hádegisverðarfundi á
Hótel Borg í dag, miðvikudaginn
14. október, kl. 12.00-13.30.
Hádegisverður kr. 1.100.
Allir velkomnir.
Fundarboðandi
Ólafur Örn Haraidsson,
alþingismaður.