Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 14.10.1998, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur RITHÖFUNDURINN IRVINE WELSH Þegar karl- menn voru karlmenn „A STIFF DRINK AND A CLOSE SHAVE“. Algjör Óþverri Um hina týndu list karimennskunn- ar. Eftir Bob Sloan og Steven Guarnaccia. 96 bls. Chronicle Books, San Francisco, árið 1995. Mál og menning 1.975 krónur. ÞESSI bók flokkast undir myndskreyttar fræði- og skemmtibækur sem kalla mætti „skoðibækur". Vel gerðar bækur af þessari gerð eru lesnar aftur og aftur hvort sem er á klósettinu eða við morgunverðarborðið. Þessi ágæta bandaríska bók er þar í sérflokki. Hún segir frá þeirri miklu list sem fylgdi því að vera karlmaður á árunum frá 1930 til 1960 og öllum mögulegum og ómögulegum fylgifiskum þess. Lipurlega er sagt frá þessum miklu gullaldarárum sannrar karlmennsku. Mikið er af skondn- um frásögnum og ágætum ábend- ingum um kvennamálin, heimilis- barinn og t.d. hvernig kveikja skuli í sígarettu. Bókin skiptist í níu kafla sem fjalla um rakstur, hatta, kokteila, buxnavasann, reykingar og fleira í þessum dúr. Kaflinn um karl- mannlega eldamennsku er sér- lega skemmtilegur. Annaðhvort elduðu menn sýrópspönnukökur eða átta kílóa grillsteikur. Sagt er frá karlatímaritum, djassmúsík- inni og spennusögum með ill- kvendum á bókarkápunni. Ekki má gleyma kaflanum um beru stelpurnar sem skreyttu bindi, penna, dagatöl og bréfahnífa. Vissulega er þetta allt að bandarískri fyrirmynd og kaflinn um pókerspil er t.d. íslenskum lesendum framandi, ætla ég að vona. Bókin er ríkulega myndskreytt með ljósmyndum, göml- um auglýsingum og skýringar- myndum. Upp- setning er til fyr- irmyndar og alltaf kemur eitt- hvað á óvart á hverri blaðsíðu. Textinn er lipur og greinilegt er að höfundar bókarinnar eru með húmorinn í lagi. Einnig er þetta fræðandi og góð heimild um horfínn heim þar sem menn voru menn og konur konur. Vissulega bregður bókin aðeins daufu ljósi á þennan tíma og að- eins er minnst á jákvæðu hliðarn- ar. En er ekki nóg komið af nei- kvæðu kvabbi um kvennakúgun í gamla daga? Heiðrum þá tíð er karlinn kom heim, setti hattinn á snaga og sagði: „Halló elskan, ég er kominn“, og steikarilminn lagði frá eldhúsinu. Ragnar Kjartansson „ÉG ER búinn að fá mig fullsaddan á þessu,“ segir Ir- vine Welsh í nýlegu viðtali í tU- efni af útgáfu nýrrar skáldsögu sem nefnist „Filth“ eða Óþverri. „Ég held að ég skrifí ekki aðra í langan, langan tíma. Ég hef verið að vinna að handriti og leikritum en er búinn að fá al- veg nóg af bókum. Eftir að hafa lokið við eina er ný bók það síð- asta sem maður vill taka sér fyrir hendur." Bandormur í lykilhlutverki Welsh er líklega þekktastur fyrir skáldsöguna Trainspott- ing. Vinsæl bresk kvikmynd var gerð eftir henni og einnig leik- rit sem sýnt hefur verið víða um heim, þar á meðal í Loftkastal- anum. Óþverri er fímmta bók Welsh og hefur hún verið lofuð af sumum gagnrýnendum á meðan aðrir hafa rifíð hana í sig. Sagan fjallar um siðferðilegt gjaldþrot Bruces Robertsons, sem er gjörspilltur kvenhatari haldinn hommafælni, kynþátta- hatari, klámunnandi, regluleg- ur viðskiptavinur vændiskvenna, rætinn rógberi í vinnunni og heróínfíkill. Sem væri svo sem ekkert til- tökumál ef hann væri ekki líka lögreglumaður, friðargæslu- maður, eða svo bókartitillinn sé notaður sem er til höfuðs hon- um - Óþverri. Og líklega í fyrsta skipti í bókmenntasög- unni gegnir bandormur lykil- hlutverki í skáldsögu. „Band- ormurinn er samviska hans,“ segir Welsh. „Hann reynir að bæla hana niður og skilgreinir hana sem bandorm, eitthvað sem er ekki hluti af honum sjálfum." Tilraun um ógeð Gagnrýnendur eru ekki á eitt sáttir, - jafnvel á systurblöðum. Gagnrýnandi London Times segir Öþverra vera „skáldsögu sem er tilraun um ógeð.“ „Það er eitt að leyfa hæfíleikaríkum rithöfundi á borð við Welsh að VITASKULD er húsbóndinn við grillið í bókinni um Hina týndu list karlmennskunnar. sökkva sér ofan í gegndarlaust smekkleysi. En hinir óseðjandi aðdáendur hans um allan heim eiga annað og betra skilið en margar ótrúverðugar fléttur í anda Agöthu Christie," skrifar Scott Bradfield í Times. Tveimur dögum síðar skrifar Phil Baker í Sunday Times og nefnir ekki Agöthu Christie á EWAN MacGregor í Trainspotting sem gerð var eftir samnefndri sögu Welsh. Árið 1981 var Welsh kominn á kaf í heróínneyslu. „Ég blygð- ast mín fyrir þennan tíma. Éf ég á að vera hreinskilinn hef ég enn ekki gert upp þennan tíma á margan hátt. Blóðið á mér verður kalt þegar fólk segir mér hvað ég hafðist að. En þannig er eðli skepnunnar,“ segir hann. Eftir að hann sigraðist á heróinfíkninni árið 1982 fór Welsh aftur í skóla og útskrif- aðist með MBA frá Heriot-Watt- háskólanum árið 1990. Hann réð sig í skrifstofuvinnu og fékk útrás fyrir sköpunarþörfína með því að skrifa. Árið 1993 var „Trainspotting" gefín út. Höllin verði farfuglaheimili Gefnar hafa verið út fímm metsölubækur eftir Welsh, nokkur leikrit, ein stórmynd og fleiri myndir eru í bígerð. Welsh getur vel hugsað sér að taka því rólega á næstunni og hrista ef til vill aðeins upp í bresku sam- félagi. Hann langar til að byija á bresku konungsQöIskyldunni. „Mér er skítsama um alla í konungsQölskyldunni,“ segir hann. „Þeir ættu að losa sig við alla titla og það sem þeim fylgir og breyta Buckingham-höll í farfuglaheimili fyrir heimilis- lausa.“ Hann brosir og bætir við eins og hann sé að koma með tilslökun: „En meðlimir kon- ungsfjölskyldunnar fengju auð- vitað að gista þar Iíka.“ Annars hefur Welsh þyngstar áhyggjur af stöðu knattspyrn- unnar í Skotlandi. „Það sem veldur mér mestu uppnámi og hugarangri er að [knattspymu- liðið] Hibernian sé í svona hrikalega vondum málum,“ seg- ir hann. „Það fer virkilega í taugarnar á mér.“ nafn heldur líkir frásagnargáfu Welsh við skáldsögu Charles Dickens, Miklar væntingar. „Sem húmoristi, siðapostuli og ofbeldusfullur hrollvekjuhöf- undur eyðir Welsh öllu sínu púðri í þessa sögu. Þetta er Ifk- lega það besta sem hann hefur skrifað siðan Trainspotting kom út.“ Þetta ástarhaturssamband við gagnrýnendur er nákvæm- lega það sem Welsh sækist eftir. „Það er manni ekki hollt að fá aðeins skjall. Það væri bæði litlaust og leiðinlegt og maður yrði bara tor- trygginn," segir hann. Sjálfur á kafí í eiturlyíjum Eitt eftirminnilegasta at- riðið úr Trainspotting er þegar Ewan MacGregor kafar ofan í klósettskál til þess að sækja sér eiturlyf. Það vakti hneykslan margra en hætt er við að þeir hinir sömu yrðu ekki síður hneykslaðir á æviferli hins fertuga rithöfundar Ir- vine Welsh. Hann ólst upp í verkamannabústöðum í Leith í nágrenni við Edinborg, stundaði nám í „bullskóla" og hætti aðeins 16 ára þegar hann hreifst af pönktónlist og eitur- lyflum. „Ég hafði alltaf gert mikið af því að anda að mér lími sem strákur. Síðan sneri ég mér að bjór og spitti og á endanum leiddist ég út í heróínneyslu. Ætli ástæðan hafí ekki verið sú að þegar ég var lítill höfðu allir sagt við mig: „Ekki reykja marijúana, það drepur þig.“ Fyrst það gerði það ekki leidd- ist maður út í annað og meira.“ Hélt við Marlene Dietrich DROTTNINGIN Á HVALARIF- INU „THE QUEEN OF WHALE CAY“ eftir Kate Summerscale 248 bls. Fo- urth Estate Ltd., London, árið 1997. Mál og menning 1.315 krónur. Marion „Joe“ Carstairs (1900- 1993) var sérvitur kona - ef konu skyldi kalla. Hún klæddist ein- göngu karlmannsfötum, hafði dá- læti á bílum og stundaði hraðbáta- siglingar. Hún setti nokkur met í þeirri íþróttagrein. Það var á fyrri hluta aldarinnar þegar vélknúnir bátar áttu ennþá við ýmsa alvar- lega hönnunargalla stríða og íþróttin þótti lífshættuleg. Joe var komin af sterkefnaðri ætt í Bandaríkjunum sem hafði augðast á olíu en hafði frá unga aldri verið uppreisnargjörn og um- framallt ókvenleg. Undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar keyrði hún hersjúkrabíla bæði í Frakklandi og á Irlandi og rak eðalvagnaleigu í London þar sem bílstjórarnir voru eingöngu konur. Hún var áberandi í frjálslyndum bóhemaklíkum 3. áratugarins í París og átti í ástarsambandi við margar af glæsipíum þeirra tíma, þar á meðal Dolly Wilde, frænku Oskars. Á tímabili baðaði hún sig í sviðsljósinu og var í „hverjir voru hvar“dálkum allra glansblaða. Smám saman snerist almenningsá- litið þó gegn þessari hörðu, hrað- skreiðu konu sem gekk í fínustu ullaijakkafötum og skartaði húð- flúrum ef svo bar við. I stað þess að sitja undir ofsókn- um vegna kynhneigðar sinnar fór hún í sjálfskipaða útlegð til Ba- hama-eyja. Hún byggði upp sitt eigið konungdæmi á eyjunni Whale Cay þar sem hún drottnaði yfir u.þ.b. 500 blökkumönnum. Um skeið blómstraði atvinnulífið og lífskjör eyjaskeggja undir harðri stjórn lesbíska einræðisherrans. Joe bjó sem bóndi og aristókrat í sinni eigin paradís sem entist allt þar til efnahagsvandi seinna stríðs kippti undan henni fótunum. Hún átti hundruð ástkvenna um ævi sína og á tímabili stóð hún í ástar- sambandi við Marlene Dietrich. Lengsta og varanlegasta samband- ið átti hún þó við Tod Wadley lá- varð, sem var lítill dúkkukarl sem hún skildi aldrei við sig. Nafnið Marion Carstairs var öll- um gleymt eftir stríð og það var ekki fyrr en eftir andlát hennar 1993 að Kate Summerscale, þá rit- stjóri minngargreina hjá Daily Telegraph rak upp stór augu. Eftir að hafa grafið upp ógrynnin öll af blaðagreinum og hljóðrituðum við- tölum við Carstairs réðst hún í að skrifa ævisögu þessarar ótrúlegu konu. Útkoman er næstum því of skemmtileg til að geta verið sönn. Úlfur Eldjárn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.