Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Yfírlögregluþjónum fækkað f nýju skipuriti lögreglunnar f Reykjavik LOGREGLUSTJORINN í REYKJAVÍK Stjórnskipurit Skrifstofa Stefnumótun lögreglustjóra og þróun Lögreglustjóri Vara- lögreglustjóri (Staðgengill lögreglustjóra) f Rannsóknar- og ákærusvið Saksðknarl Framkvæmdastjórn: Lögreglustjóri Varalögreglustjóri Yfirlögregluþjónn Saksóknari Framkvæmdastjóri Forvarna- og fræðsludeild Aðstyfirlögregluþjónn Almannatengsl Forvarnir og fræðsla Lögreglufulltrúi EftirTrt m. ieyfum og útlendingum Lögreglufulltrúi Aðst.yfírlögregluþjónn (staðgengill yfírl.þjóns) Almenn löggæsla Aóalvarðstjórar Hverfastöðvar Aðalvarðstjórar | Umf.löggæsla Aðalvarðstjóri p Kærumóttaka Lögreglufulltrúi | Séraðgerðir Rekstrar- og þjónustusvið Framkvæmdastjóri Auðgunarfarot Lögreglufulltrúi Verkefnateymi Lógregiufuiitrui/ J J Verkefnisstj. ' , Rannsóknarlögr., , Logfræömgur J Fíkniefnabrot Lögreglufulltrúi/' J Verkefnisstj. ' Lögreglufulltrúi | > i Rannsóknarlögr., . , Lögfræöingur J .íííkíáraSrt H löS,eíhfummi/\ | Vettrfnisstj. j TjJSSf L “ss. J „ , I Munavarsia V aralögreglustjóri fær rík ítök í daglegri stjórnun í skýrslu VSÓ Ráðgjafar um stjórnskipu- lag lögreglustjóraembættisins í Reykjavík eru lagðar til miklar breytingar. Pétur Gunnarsson kynnti sér skýrsluna. NÝTT skipurit, sem dómsmála- ráðherra sagðist í gær stefna að að tæki gildi i upphafi næsta árs, gerir ráð fyrir að varalög- reglustjóri beri að mestu ábyrgð á daglegum rekstri lögreglustjóraemb- ættisins en að lögreglustjórinn sinni stefnumörkun, markmiðssetningu og þróunarvinnu, jafnframt þvi sem lög- reglustjóri og varalögreglustjóri verði hvor um sig staðgengill hins. Þá stendur til að einn yfirlögregluþjónn stýri lögregluliðinu í stað tveggja nú og að aðstoðaryfirlögregluþjónar verði fjórir en þeir eru átta nú. Skipulag embættis lögreglustjór- ans í Reykjavík hefur tekið miklum breytingum undanfarin misseri. Með gildistöku lögreglulaga 1. júlí 1997 jukust umsvif embættisins við rann- sóknir mála, auk þess sem Ríkislög- reglustjóra var fengið veigamikið samræmingar- og stjómunarhlut- verk í lögreglumálum. Sérstakt emb- ætti varalögreglustjóra var sett á laggimar. Ymsar athugasemdir hafa á liðnu ári verið gerðar við skipulag og starfshætti embættisins, bæði í rannsókn á vegum Atla Gíslasonar og í nýlegri úttekt Ríkisendurskoðunar. Dómsmálaráðuneytið fól VSÓ Ráðgjöf í ágúst sl. að gera úttekt á stjómskipulagi hjá embætti lög- reglustjórans í Reykjavík. Auk rekstrarverkfræðinganna Kristins Guðjónssonar og Eggerts Tryggva- sonar, starfsmanna VSÓ, vann stýri- hópur á vegum ráðuneytisins að verkefninu en hann skipuðu Hrund Hafsteinsdóttir, defidarstjóri hjá lögreglustjóra, Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglu- stjóra, Stefán Eiríksson, deildar- stjóri hjá dómsmálaráðuneyti, og Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti. I skýrslunni, sem VSÓ Ráðgjöf hefur skilað og kynnt var í gær kem- ur fram að heístu breytingar og áherslur sem nýtt skipurit hefur í för með sér eru skýrari skilgreining á hlutverki varalögreglustjóra, þar með talin umsjón hans með daglegri stjórn og ábyrgð á ákveðnum lykil- þáttum sem um leið fá aukið vægi. Meginhlutverk lögreglustjóra verði að hafa heildaryfirsýn yfir starfsemina og annast stefnumótun og þróun fyrir embættið í heild. Skipuritið gerir ráð fyrir því að í sameiningu myndi lögreglustjóri og varalögreglustjóri yfirstjórn lög- reglustjóraembættisins. Varalög- reglustjóri er staðgengill lögreglu- stjóra og lögreglustjóri er staðgeng- ill varalögreglustjóra samkvæmt starfslýsingum. Ásamt sviðsstjórn- um embættisins, þ.e. yfirlögreglu- þjóni, sem stýrir lögreglusviði, sak- sóknara, sem stýrir rannsóknar- og ákærusviði, og framkvæmdastjóra rekstrar og þjónustusviðs embættis- ins mynda lögreglustjóri og varalög- reglustjóri framkvæmdastjórn þess. Hinn framsýni og víðsýni leiðtogi Að mati skýrsluhöfunda var það einn helsti galli gildandi stjómskipu- lags hve staða og hlutverk varalög- reglustjóra voru óljós. Á því er tekið í skýrslunni með eftirfarandi skil- greiningum á hlutverki lögreglu- stjóra annars vegar og varalögreglu- stjóra hins vegar. Um hlutverk lögreglustjóra segir í skýrslunni: „Lögreglustjóra er ætlað að vera hinn framsýni og víðsýni leiðtogi sem einbeitir sér að stefnu- mótun og þróun fyrir embættið í heild í samráði og samvinnu við emb- ætti Ríkislögreglustjóra sem og ráðuneyti dómsmála. Hann sker úr um og tekur ákvarðanir varðandi helstu þætti starfseminnar en lætur að öðru leyti varalögreglustjóra eftir daglega stjórn embættisins. Lög- reglustjóri skal hafa „daglega" um- sjón með stefnumótunarvinnu og þróun embættisins í samvinnu við varalögreglustjóra og sviðsstjóra." Um hlutverk varalögreglustjóra segir: „Yaralögreglustjóri annast alla daglega stjórn embættisins í umboði lögreglustjóra og í samráði við hann. Þó er ljóst að ef úrskurðar er þörf, þá er lögreglustjóri hæstráðandi. Vai-a- lögreglustjóri fer með yfirstjórn al- mannatengsla. Það er í valdi og verkahring hans að ákveða að hve miklu leyti yfirmenn einstakra sviða eða deilda fara með samskipti við fjölmiðla og hann setur fram, við- heldur og fylgir eftir reglum hér um. Varalögreglustjóri hefrn- með hönd- um ákvarðanir og samræmingu hvað varðar þátttöku embættisins í hinum ýmsu ráðum og nefndum á vegum ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka og hefur yfirumsjón með tilnefning- um embættisins þar að lútandi," seg- ir í skýrslunni. Auk þess er lagt til að varalög- reglustjóri fai-i sjálfur með beina daglega stjóm eftirtalinna verkefna: Starfsmannastjómunar, sem fær aukið vægi, ekki síst í menntunar- málum lögreglumanna. Skýrslu- skrái-deild heyrir og undir varalög- reglustjóra en þá deild „má með nokkrum rétti kalla sál embættisins," segir í skýrslunni. Höfundar skýrsl- unnar ætla skýrsluskrárdeild að hluta til hlutverk sem líkja má við innra eftirlit („intemal affairs"). Hún á því að heyra beint undir yfirstjórn embættisins. Þá heyi'ir undir vara- lögreglustjóra dagleg umsjón með störfum lögfræðings embættisins. Honum er ætlað að veita aðstoð varð- andi lögfræðileg málefni, en meðal veikleika embættisins nú er talinn skortur á lögfræðilegum stuðningi á löggæslusviði. „Ekki síst er gert ráð fyrir að yfirlögregluþjónn og hans undirmenn leiti til þessa lögfræð- ings,“ segir í skýrslunni. Togstreita yfirlögregluþjóna Samkvæmt nýju skipuriti er emb- ættinu skipt upp í þrjú svið. Á lög- reglusviði starfar ríflega helmingur starfsmanna embættisins. Við núgild- andi skipulag eru, sem fyrr segir, tveir yfirlögregluþjónar starfandi við embættið, annar stýrir almennri lög- gæslu en hinn rannsóknadeildum. í greiningu á veikleikum núverandi starfsemi kemur m.a. fram að tog- streita sé milli yfirlögregluþjóna, m.a. vegna starfsmannahalds og flutnings lögreglumanna milli verkefna. Nýja skipuritið gerir ráð fyrir að einn yfirlögregluþjónn fai-i með æðstu stjórn alls lögregluliðs og beri ábyrgð á allri framkvæmd löggæslu. „Með þessu móti er talið að best sé tryggð full nýting á lögregluliðinu og að minnst hætta sé á tvíverknaði milli almennra lögreglumanna ann- ars vegar og rannsóknarlögreglu- manna hins vegar,“ segir í skýrsl- unni. „Með því að hafa aðeins einn yfirlögregluþjón færast allar um- ræður og ákvarðanir um samstarf og skiptingu mannafla milli almennu deilarinnar annars vegar og rann- sóknardeildanna hins vegar, af borði framkvæmdastjórnar embættisins og „heim í hérað“,“ segh- þai\ í greiningu á veikleikum hafði verið fundið að því að mikill tími æðstu stjórnendanna tveggja færi í að sinna „smæstu“ málum. Þær kröfur verða m.a. gerðar til yfirögregluþjónsins að hann sé „lög- reglumaður að mennt og hafi að minnsta kosti 10 ára flekklausan fer- il að baki, þar af a.m.k. 5 ár sem stjórnandi (aðstoðaryfirlögreglu- þjónn eða yfírlögregluþjónn).“ í greiningunni á veikleika starf- seminnar kemur fram að mikill fjöldi starfsheita sé við embættið án ábyrgðar og millistjórnendur séu óvirkir. Boðleiðir séu óskýrar og dæmi um að boð fari framhjá milli- stjórnendum og þá eyði æðstu stjórnendur miklum tíma í að fjalla um „smæstu" málefni. í lögreglunni í Reykjavík stai-fa í dag átta manns með titil aðstoðaryfirlögregluþjóns. í nýja skipuritinu er gert ráð fyrir að á lögreglusviði embættisins starfi fjórh’ aðstoðaryfirlögregluþjónar, sem myndi framkvæmdastjórn lög- reglusviðs ásamt yfirlögregluþjóni. Talið er eðlilegt að stjórnendur beri aukna ábyrgð á vinnutíma staifs- manna sinna, skipulagningu bak- vakta og á því að skýrslugerð fylgi reglum og fari fram eins fljótt og frekast er kostur. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn er settur yfir forvarna- og fræðsludeild, eins og nú. Ekki eru gerðar veruleg- ar breytingar á starfsemi þehTar deildai’. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn- inn verður settur yfii’ almenna lög- gæslu og hefur hann áfram undir sinni stjórn um það bil 160 manns, eða nær 65% lögreglumanna. Þessi aðstoðaryfirlögregluþjónn er jafn- framt staðgengill yfirlögregluþjóns. Undir hann heyra hverfastöðvar, umferðarlöggæsla og kærumóttaka. Til þessa aðstoðaryfirlögregluþjóns er í staifslýsingu gerð sú krafa að hann sé „lögreglumaður að mennt og hafi að minnsta kosti 10 ára starfs- reynslu í lögreglunni, þar af 5 ár sem aðalvarðstjóri eða hærra settur.“ Einn í stað fjögurra Við rannsóknadeildir lögreglunnar starfa nú þrír aðstoðaryfirlögreglu- þjónai- auk yftrlögregluþjóns. Sam- kvæmt skýrslunni er lagt til að rann- sóknadeild verði aðeins ein og heyri undir einn aðstoðaryfii'lögregluþjón. „Fækkun aðstoðaryfirlögregluþjóna, á sama tíma og staða sérstaks yfir- lögregluþjóns rannsóknardeildar er lögð niður, eykur mjög ábyrgð og umfang starfs aðstoðaryfii'lögreglu- þjóns. Þessu þarf að mæta með þvi að auka vægi daglegra stjórnenda einstakra undirdeilda/málaflokka deildarinnar. I dag er dagleg verk- stjórn þar í höndum lögreglufulltrúa. Ekki er talin ástæða til að breyta titl- um þeirra en hins vegar þykir eðli- legt að með öðrum hætti verði gert kleift að umbuna þeim vegna aukinn- ar ábyrgðar," segir í skýrslunni. Aukið hlutverk ákærenda við rannsóknir Önnur meginsvið lögreglustjóra- embættisins eru samkvæmt nýja skipuritinu rannsóknar- og ákæru: svið og rekstrar- og þjónustusvið. í skýrslunni er aukin áhersla lögð á hlutverk ákærenda við verkefnis- stjórnun rannsókna. Stjórnandi rannsóknar- og ákærusviðs er sak- sóknari, lögfræðingur með málflutn- ingsréttindi, sem starfar við embætt- ið, og fer með yfirstjórn rannsókna, auk undfrbúnings vegna ákæra og flutnings mála fyrir dómstólum. I greiningu á veikleikum starfsem- innar var nefnt að verkaskipting rannsóknarlögreglu og lögfræð- inga/ákærenda við rannsóknir mála væri óljós. Við því er brugðist með því að þeim lögft-æðingum sem starfa á ákærusviði embættisins er ætlað að gegna hlutverki verkefnis- stjóra við rannsóknir einstaki-a mála. Þá gerir tillagan ráð fyrfr að rekstrarsvið embættisins fái aukna sjálfstjóm en um leið aukna ábyrgð hvað varðar rekstrarútgjöld. Skrif- stofusviði lögreglustjórans í Reykja- vík er nú stýrt af skrifstofustjóra, sem er lögfræðingur, en skýrslan gerir ráð fyrir að til verði þess í stað rekstrar- og þjónustusvið og yfii- því verði framkvæmdastjóri, sem hafi menntun sem viðskiptafræðingur. Undir hann skulu heyra þrír deild- arstjórar, viðskiptafræðimenntaður deildarstjóri rekstrardeildai-, sem er staðgengill framkvæmdastjóra, lög- fræðimenntaður deildarstjóri þjón- ustudeildar, sem annast m.a. leyfaút- gáfu og afgreiðslu vegabréfa og lög- fræðimenntaður deildarstjóri sekta- deildar, sem hefur umsjón með inn- heimtu og fullnustu sekta. Meðal veikleika starfseminnar nú er sagt að fjöldi lögreglumanna sinni skrif- stofustörfum og störfum utan lög- reglu en samkvæmt skipuritinu er gert ráð fyrir að aðeins einn lög-„ reglumaður starfi á rekstrar- og þjónustusviði og er það lögreglufull- trúi fullnustu- og innheimtudeildar. Ráðnir séu hæfir einstaklingar Þá er sérstaklega á það minnst að þegar ráðið er í ýmis störf, sem ekki falla beint undir löggæslu, skuli miða við að finna einstaklinga með þjálfun og hæfni til viðkomandi starfa. „Stuðla ber að breyttum viðhorfum og reglum varðandi starfsheiti lög- reglumanna þannig að lögreglumenn sem veljast til starfa utan löggæslu njóti ekki fyrra stöðuheitis. Ritarar og allir aðrir starfsmenn ákveðins sviðs heyri beint undir yfirmann þess en ekki annan yfirmann. Vfrða beri boðleiðfr þannig að undirmenn leiti ekki til annarra yfirmanna en sinna eigin nema haft sé samráð þar um. Erindi yfii’manna til undir- manns fari ekki fram hjá yfirmanni viðkomandi starfsmanns."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.