Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 AKUREYRI MORGUNP LAÐIÐ M orgu nbl aðið/Kristáán Fuilorðinsfræðsla fatlaðra fær góða gjöf Vinna við umfangsmiklar breytingar á skipulagi KEA hefst um áramót Nokkur hlutafélög stofnuð um reksturinn Sérútbúinn hnakkur til kennslu ÞROSKAHJÁLP á Norðurlandi eystra hefur fært Fullorðins- fræðslu fatlaðra á Akureyri sér- útbúinn hnakk vegna kennslu fatlaðra í námstilboði sem kallað er: Jafnvægis- og líkamsþjálfun á hestbaki. Hnakkurinn var af- hentur í hófí í Hvammshlíðar- skóla og sagði Helgi Jósefsson, skólastjórnandi, að þessi ágæti gripur myndi nýtast fjölfiitluðum nemendum vel, auk þess sem fleiri gætu nýtt sér námstilboðið en áður. „Við litum á þessa stund sem ákveðin tímamót í starfsemi skólans." Guðmundur Árnason söðla- smiður hannaði hnakkinn, sem var smíðaður í Söðlasmiðju Bald- vins og Þorvaldar á Selfossi. Lilja Guðmundsdóttir formaður Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra afhenti Magnúsi Jóhanns- syni nemanda í Fullorðinsfræðslu fatlaðra hnakkinn. Með þeim á myndinni er Helgi Jósefsson, skólastjómandi Hvammshlíðar- skóla. STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga samþykkti á fundi í gær að færa rekstur félagsins inn í nokkur hlutafélög og hefur Eiríki S. Jó- hannssjmi kaupfélagsstjóra verið falið að vinna að því. Hlutafélögin verða til að byrja með að fullu í eigu Kaupfélags Eyfirðinga, sem áfram verður rekið sem samvinnu- félag, en síðar er gert ráð fyrir að félög í skyldúm rekstri geti komið til samstarfs við hlutafélögin. Kaupfélagsstjóri kynnti hið nýja framtíðarskipulag KEA á fundi í gær. Félagið hefur með höndum fjölbreyttan rekstur í eigin nafni á sviði verslunar, landbúnaðar, iðn- aðar og þjónustu auk þess sem það tekur þátt í um það bil 30 hlutafé- lögum og nokkrum sameignarfé- lögum. Kaupfélag Eyfirðinga hefur markað sér þá stefnu að nýta sér hagkvæmni stórrekstrar og telja stjórnendur þess að nauðsynlegt sé að efla núverandi rekstrareiningar eigi þetta markmið að nást. Möguleiki á stækkun eininga Eiríkur gerði grein fýrir ástæð- um breytinganna og sagði að sam- keppnisumhverfi KEA hefði tekið miklum breytingum á síðustu ánim og væri stöðugt að breytast. Með núverandi skipulagi sem samvinnu- Deildarfundir KEA haustið 1998 Akureyrardeild Mánudagur 2. nóvember, kl. 20.00. Fosshótel KEA. Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxndæladeild. Þriðjudagur 3. nóvember, kl. 20.30 í Engimýri. Arnarnes- og Árskógsdeild. Miðvikudagur 4. nóvember, kl. 14.00 í Freyjulundi. Dalvíkur- og Svarfdæladeild. Miðvikudagur 4. nóvember, kl. 20.30, Víkurröst. Ólafsfjarðardeild. Fimmtudagur 5. nóvember, kl. 20.30. Hótel Ólafsfjörður. Hrafnagils-, Saurbæjar- og Öngulsstaðadeild. Mánudagur 9. nóvember, kl. 20.30, í Freyvangi. Strandardeild. Þriðjudagur 10. nóvember, kl. 13.30 í Ráðhúsinu. Hríseyjardeild. Þriðjudagur 10. nóvember, kl. 20.00 í kaffistofu Snæfells hf. F njóskdæladeild. Miðvikudagur 11. nóvember, kl. 14.00 á Illugastöðum. Höfðhverfíngadeild. Miðvikudagur 11. nóvember, kl. 20.30 í samkomuaðstöðu grunnskólans. Grímseyjardeild. Fimmtudagur 12. nóvember, kl. 17.00, í félagsheimilinu. Siglufjarðardeild. Fimmtudagur 12. nóvember, kl. 20.30, Suðurgötu 4, 3. hæð. Gengið inn frá Suðurgötu. félag hefði KEA ekki mikla mögu- leika til vaxtar og framþróunar í samræmi við þá stefnumótun að nýta hagkvæmni stórrekstrarins. Sala B-deildar hlutabréfa hefði skilað takmörkuðu fjármagni inn í reksturinn, en með hlutafélags- forminu opnaðist möguleiki á að stækka einingarnar með samruna við önnur félög og þátttöku ann- arra hluthafa. Hlutafélagavæðing félagsins er einnig mikilvægur þáttur í þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að undanfama mánuði og miðað hafa að því að bæta afkomuna. Þá nefndi Eiríkur að vaxtarmöguleik- ar ykjust til muna sem og mögu- leikar á að ná áhættufjármagni inn í fyrirtækið. Fjögur hlutafélög stofnuð Gert er ráð fyrir að stofnað verði eitt hlutafélag um matvöruverslun, annað um móttöku og vinnslu land- búnaðai’afurða og þá verða stofnuð hlutafélög um iðnað og aðra starf- semi. Vinnuheiti hlutafélaganna em KEA-verslun, KEA-Matvæli, KEA-Iðnaður og KEA-Annað. KEA rekur nú 10 matvöruversl- anir og er stefnt að fjölgun þeirra, en rekstur þeirra yrði færðm' í hlutafélög um verslunarrekstur. Kjötiðnaðarstöð, sláturhús, mjólk- ursamlag, safagerð og smjörlíkis- gerð yrðu færð inn í hlutafélag um matvæli. Sérstakt tillit verður tek- ið til framleiðenda á starfssvæði KEA og stefnt að því að tryggja þeim aðild að stjórn hlutafélagsins. „Við höfum alltaf staðið vörð um hagsmuni bænda og hverfum ekk- ert frá því þó þessar breytingar séu gerðar,“ sagði Eiríkur. Undir iðnað falla brauðgerð, fóðurvöm- deild, Kaffibrennsla og Efnaverk- smiðjan Sjöfn, en rekstur fóðui'- verksmiðjunnar Laxár, Garðyrkju- félags Reykhverfinga, bygginga- vöru- og raflagnadeilda auk apó- teka er nú flokkað undir annað. Einn öflugasti hlutabréfa- sjóður landsins Eignarhlutur KEA í þessum hlutafélögum verður í eigu Eignar- haldsfélagsins Sameignar hf. sem verður einn öflugasti hlutabréfa- sjóður landsins. Vel þykir hugsan- legt að hann eigi ekkert hlutafélag- anna að fullu í framtíðinni og jafn- vel ekki einfaldan meirihluta í neinu þeirra. Stefnt er að skrán- ingu hans á Verðbréfaþingi Is- lands. Eignum og skuldum KEA verður skipt upp milli hlutafélaga. Mikil vinna er framundan vegna þessara breytinga og gert ráð fyrir að hún taki allt næsta ár. Byrjað verður á að koma rekstri verslana Morgunblaðið/Kristján EIRÍKUR S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri kynnir framtíðarskipulag KEA, en rekstrinum verður skipt í nokkur hlutafélög. Nýtt skipulag Kaupfélags Eyfirðinga <1^ T Eignarhaldsfélag - Sameign hf. KEA - Verslun hf. KEA - Iðnaður hf. KEA - Annað hf. KEA - Matvæli hf. Snæfell hf. Eignaraðild SAMEIGN hf: 93% og matvælaframleiðslu í hlutafé- lagsformið, en þar þykja möguleik- arnir á að ná fram hagræðingu mestir. Stór ákvörðun Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður stjórnar KEA sagði að gengi þessi ferill eftir væri um að ræða stærstu stefnumótandi ákvörðun sem tekin hefði verið varðandi félagið frá árinu 1906 þegar ákveðið var að hverfa frá pöntunarfélagsforminu og opna verslun á Akureyri. Bókfært eigið fé Kaupfélags Ey- firðinga er um 2 milljarðar króna. Velta síðasta árs var um 12 millj- arðar og gert ráð fyrir að hún verði heldur meiri á þessu ári. Jóhannes Geir sagði að líklega gæti ekkert félag hér á landi gert eins um- fangsmiklar breytingar á rekstri sínum og framundan væru hjá KEA, en félagið hefði rætur í öllu atvinnulífi á Islandi. Þá ætti félagið miklar duldar eignir eins og hann sagði og sú eign gæti nýst til að draga að nýja fjárfesta og í fram- tíðinni freistað erlendra fjárfesta. Skólastjórafélag Islands POLLINI -klæðirþigvel Námstefna NÁMSTEFNA Skólastjórafélags íslands verður haldin á Akureyi'i daganu 6. til 8. nóvember næst- komandi. Viðfangsefni námstefn- unnar eru tvö. Hið fyrra er: Tími til stjórnunar - sjálfstæði skóla. Erindi flytja Hegle Vreim formað- ur norska skólastjórafélagsins og dr. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur. Skólinn og foreldrarnir - sam- vinna og áhrif er yfirskrift síðara viðfangsefnis námstefnunnar. Fyr- á Akureyri irlesarar verða Jónína Bjartmarz foi-maður Heimilis og skóla, Erla Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri kennslusviðs KHÍ, Guðríður Ragn- arsdóttir atferlisfræðingur, skóla- stjórarnir Hafsteinn Karlsson og Kristinn Breiðfjörð, Sigurjón Magnússon kennai-i og Svanhildur Þóroddsdóttir foreldri barns í grunnskóla. Unnið .verður í hópum og niður- stöður kynntar sem fara til nefnd- ar félagsins sem vinnur úr þeim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.