Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 23 VIÐSKIPTI Forsvarsmenn einkahlutafélagsins Dala Opna 2.200 fermetra verslun í Kringlunni EINAR Sigfússon, eigandi Sport- kringlunnar ehf., og eigendur Pors ehf. hyggjast opna nýja 2.000-2.200 fermetra útivistarverslun í tengi- byggingu Kringlunnar sem fyrir- hugað er að taka í notkun næsta haust. Það er einkahlutafélagið Dalir sem stendur að rekstri nýju versl- unarinnar en félagið er í eigu ofan- greindra aðila. Gengið var frá leigusamningi við Eignarhaldsfé- lag Kringlunnar á fímmtudag um leigu á 2.700 fennetrum undir starfsemina og er samningurinn metinn á 960 mOljónir króna. Sjálft sölusvæði verslunarinnar, sem enn hefur ekki hlotið nafn, verður nálægt 2.200 fm á tveimur hæðum. Það er álíka stórt rými og verslanir Hagkaups og Nýkaups hafa yfir að ráða í Kringlunni hvor um sig. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Ki-inglunnar, er mjög mikilvægt að hafa svo stórar einingar hvora í sínum enda húss- ins tO að ná réttu og jöfnu fólks- flæði í gegnum verslunarmiðstöð- ina. Sportkringlan, sem rekin hefur verið í 340 fermetra húsnæði und- anfarin ár, sameinast nýju verslun- inni næsta haust og hættir starf- semi í núverandi húsnæði. Ragnar 960 milljóna króna samningur segir ákveðnar hugmyndir vera uppi um ráðstöfun einingarinnar eftir brotthvarf Sportkringlunnar en engar ákvarðanir hafi enn verið teknar í þeim efnum. Hugmyndin sótt til Bandaríkjanna Einar Sigfússon segir hér um að ræða nýja kynslóð útivistarversl- ana sem séu að ryðja sér til rúms víða í Evrópu um þessar mundir en eigi rætur að rekja til Bandaríkj- anna: „Markmiðið er að skapa létt og skemmtilegt umhverfi í verslun- inni samfara mjög breiðu vöi-uúr- vali. Sem dæmi má nefna að fram- an við búðina verður 15 metra hár klifurveggur sem nær frá gólfi og upp í rjáfur þar sem fólki gefst kostur á að reyna sig við klettaklif- ur í öryggislínum undir leiðsögn og eftirliti. Nú er verið að leggja loka- hönd á hönnun verslunarinnar sem er í umsjá Bandaríkjamannsins David Schowalter en hann starfar hjá Arrow Street fyrirtækinu í Boston og hefur komið að skipu- lagningu fjölda verkefna af sams- konar toga“. Framkvæmdir við lokaáfanga nýbyggingarinnar eiga að hefjast 2. janúar á næsta ári og er stefnt að því að þeim ljúki átta mánuðum síðar. Um er að ræða 8.000 fer- metra verslunarhúsnæði, bíla- geymslu á tveimur hæðum sem rúma á 400 bifreiðar, tvö útitorg á stærð við Ingólfstorg hvort um sig, auk 1.500 fermetra tengibygg- ingar við Borgarleikhúsið á tveim- ur hæðum. Þar verður útibú Borg- arbóksafns Reykjavíkur með að- setur á neðri hæð en á efri hæð- inni er gert ráð fyrir leikhússal fyrir 250 gesti. Ragnar segir enn frekari stækkun fyrirhugaða í framtíðinni en með þeim áfanga sem tekinn verður í notkun á næsta ári, bætast 28 verslanir og 10 veitingastaðir við Kringlusam- stæðuna. 2.000 bílastæði verða þá í kringum húsið og gera áætlanir ráð fyrir að vikulegum gestum fjölgi um 20%, eða úr 80.000 í 95.000. A morgun verður ný göngugata formlega tekin í notkun sem tengir verslunareiningamar í Kringlunni undir eitt þak. Þar með er fyrsta áfanga stækkunarinnar lokið en byggingin er 1.200 fermetrar að flatarmáli. Morgunblaðið/Ásdís ÞEIR voru ánægðir með ráðstöfunina, málsaðilar verkefnisins í gær. F.v. Einar Sigfusson, eigandi Sportkringlunnar, Ragnar Atli Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Kringlunnar, og Þorbjörn Stefánsson, fulltrúi Þors. Bankaeftirlitið kannar hlutabréfakaup BANKAEFTIRLIT Seðlabanka Islands mun kynna sér kaup Vil- hjálms Bjamasonar á 50 milljóna króna hlut í Landsbankanum, seg- ir Jóhann Albertsson, yfirlögfræð- ingur Bankaeftirlits Seðlabankans. Eignarhaldsfélagið Brunabóta- félag íslands stóð á bak við kaup Vilhjálms Bjamasonar á hlutafé í Landsbankanum. I samtali við Morgunblaðið, þegar tilboð í Landsbankann voru opnuð og í ljós kom hver átti hæsta tilboðið, sagði Vilhjálmur að nokkrir fjárfestar stæðu að til- boðinu með sér. Hann vildi ekki gefa upp hverjir en sagði þá venjulega sparifjáreigendur sem vilji fá hlutdeild í hagnaði bankans og reikni með að það skili þeim hærri ávöxtun en vextir sem bankinn borgar. Að sögn Jóhanns Albertssonar á Bankaeftirlitið eftir að skoða málið betur en ekki hafi náðst í þá aðila sem eiga hlut að máli. Aðspurður segir Jóhann að al- mennt sé æskilegt ef menn em að tjá sig á annað borð um hluta- bréfakaup af þessu tagi að þeir gefi réttar upplýsingar. I þessu tilviki hafi ekki þurft að gefa upp hverjir stæðu að baki kaupunum þar sem bréfin eru ekki skráð á VÞÍ. „En úr því að Vilhjálmur kaus að tjá sig þá er afar óheppi- legt að villa um fyrir markaðn- um,“ segir Jóhann. Opnum í dag kl. 14-16 nýinnréttaða stóra söluskrif- stofu okkar í Austurstræti 17, 4. hæð. I tilefni dagsins er veittur sérstakur afsláttur af öllum pöntunum í skipulagðar ferðir, sem staðfestar eru á opnunardaginn I fjarlægum álfum í unaði hitabeltisins um hávetur. Þetta jafngildir 100-200% ávöxtun sparifjár, lífsstíll fyrir lágt verð og í heild ódýrara en Kanaríeyjar. Ferðirnar fyllast hver af annarri - pantið núna á lága verðinu og sérkjörum dagsins. Öllum staðfestum pöntunum dagsins í dag og á morgun Jylgir falleg, klassísk gjöf frá Heimsklúbbnum. VERIÐ VELKOMIN KL. 14-161DAG - HEITT Á KÖNNUNNI! Á morgun sunnud. 1. nóv. Símapantanir staðfestar kl. 13-15 - einnig sérkjör. UMSÖGN FARÞEGA: „Við hjónin höfum víða ferðast um fögur lönd og oft búið við bestu aðstœður. Nýafstaðin Austurlandaferð Heimsklúbbs Ingólfs ber af öllu, sem við höfum kynnst á tífsleiðinni, hrein upplifun frá degi til dags, þar sem allt stóðst og fór framúr vœntingum, nema verðið, sem var ótrúlega lágt fyrir stík gœði. Kanaríeyjaferð okkar sL vetur reyndist dýrari í heild. Skipulag ferðarinnar og fróðleikur um löndin var einstakt undir frábœrri stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Hafið kcerar þakkir, og megi fleiri njóta ein- stakra ferða ykkar.“ Hulda og Óðinn Rögnvaldsson. FERÐASKRIFSTOFAN PftlMA? HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 1. hæð, 101 Reykjavik, simi 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@ heimsklubbur.is, heimasiða: hppt://www.heimsklubbur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.