Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Glenn leikur á als oddi uppi í geimnum „Yndislegt í þyngdarleysinu“ Houston. Reuters. Reuters KOSOVO-albanskir feðgar á leið heim með föggur fjölskyldunnar. Serbar sagðir hafa gert árás- ir á þorpsbúa París, Brussel. Reuters. BANDARISKA geimferjan Dis- eovery var á braut um jörðu í gær og gekk allt að óskum hjá öldunng- um John Glenn og hinum sex í áhöfninni. Ætluðu íbúar borgarinn- ar Perth í Astralíu að minna hann á frægðarförina 1962 með því að hafa öll ljós logandi er hann brunaði yfir borgina að næturlagi eins og þeir gerðu fyrir 36 árum. Glenn sá ljósin greinilega er geimfarið hans, Friendship 7, fór yfir Perth á sínum tíma en nú ligg- ur brautin aðeins norðar. Það mun því aðeins rétt bjarma fyrir borg- inni að því er fram kom hjá Phil West, talsmanni NASA, banda- rísku geimferðastofnunarinnar. Glenn og félagar hans ætluðu hins vegar að heilsa upp á Perthbúa með hjálp fjarskiptatækja. Viagra fyrir kon- ur sem karla Ósltí. Morgunblaðið. NORSKA lyfjaeftirlitið hefur samþykkt, að getuleysislyfið Viagra fari á markað í Noregi og verður það fáanlegt fljótlega eftir áramót. Það verður hins vegar ekki aðeins ætlað karl- mönnum, heldur konum líka. Læknirinn og kynlífssér- fræðingurinn Ása Rytter Even- sen segist ekki munu hika við að skrifa upp á Viagra fyrir konur, sem eigi við fullnæging- arvanda að stríða, enda hafi það sýnt sig, að lyfið geti stórbætt kynlífsupplifun kvenna. Segist hún þegar vera komin með lista yfir konur, sem vilji fá lyfið. Eng^in allsherjarlausn Rytter Evensen segist ekki efast um, að Viagra verði eftir- sótt í Noregi en býst þó við, að karlpeningurinn muni heldur leita til kynbræðra sinna í hópi lækna en ekki til kvenna. Sál- fræðingurinn Elsa Almás vill einnig gleðja norskar konur með því að útvega þeim „fjörpilluna" eins og hún kaUar Viagra og segir, að hún gagnist báðum kynjum jafn vel. Báðar vara þær hins vegar fólk við því að halda, að lyfið sé einhver lækning á öðrum og erfíðari sambúðarvanda. dagatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir í hönnun og útgáfu 11 ci m a&i óst; ut lan t».m ra rtiggy'I fí auping Ekki eru allir á eitt sáttir um ævintýri Glenns og segja sumir, að það sé hreinn kjánaskapur, jafnvel nokkrir ættingja hans. Á hinn bóginn hefur það vakið gífur- lega athygli og ekki aðeins á hon- um sjálfum, held- ur einnig á geim- ferðunum, sem mörgum var farið að finnast fremur hversdagslegur atburður. „Það er yndis- legt hér uppi í þyngdarleysinu og mér líður vel,“ sagði Glenn í gær og endurtók þá nákvæmlega ummæli sín frá 1962. Curt Brown leiðangursstjóri bætti því svo við, að brosið væri frosið á andliti Glenns og næði á milli eymanna. Gleypti hitamæli Áhöfnin starfaði við það í gær að koma fjarskiptahetti á braut og prófaði 15 metra langan arm en hann verður notaður til að koma á braut og innbyrða aftur hnött, sem kanna mun kórónu sólarinnar. Ymsar rannsóknir verða gerðar á líðan Glenns sjálfs og er áhöfnin lagðist til hvíldar í gær tók hann inn pillu, sem hafði inni að halda örsmáan hitamæli. Það eina, sem út af hefur borið, er það, að í flugtakinu losnaði fimm kílóa þung álhlíf af ferjunni. Skýldi hún fallhlíf, sem notuð er til að draga úr ferð í lendingu, en tals- menn NASA segja, að atvikið muni engu breyta um ferðina. SERBNESKAR hersveitir drápu þorpsbúa í Kosovo og kveiktu í hús- um þeirra fyrr í vikunni, þrátt fyrir loforð Slobodans Milosevic Jú- góslavíuforseta um brottflutning herliðs úr héraðinu, að því er frönsk læknasamtök greindu frá í gær. Olivier Brochu, franskur læknir sem sneri heim frá Kosovo síðastlið- inn sunnudag, sagði að enn væri töluvert lið Serba í héraðinu. Hann sagði samstarfsmenn sína hafa orðið vitni að árás Serba á þorpið Is- araluka á miðvikudagskvöld og fimmtudagsmorgun. „Okkar menn sáu þorpið í eldtungum. Það hefur verið lagt í rúst,“ sagði Brochu á íréttamannafundi í gær, og bætti við að margir hefðu látið lífið. Ibrahim Rugova, leiðtogi Kosovo- Albana, sagði í gær að þótt mikið lið hefði verið flutt á brott frá Kosovo fyrr í vikunni væru serbneskar ör- yggissveitir enn á sveimi í héraðinu, og lagði áherslu á að brottflutningur- inn héldi áfram. Atlantshafsbandalagið (NATO) af- réð á þriðjudag að grípa ekki til loft- árása á skotmörk í Júgóslavíu að sinni, þar sem Milosevic hefði mætt kröfum um brottflutning herliðs frá Kosovo. NATO hefur eftirlit NATO gaf í gær fyrirmæli um að hefja skyldi eftirlit úr lofti með því að fjöldi júgóslavneskra hermanna í Kosovo fari ekki yfir umsamin mörk og Júgóslavar flytji ekki þungavopn til héraðsins á ný. Búist er við að eft- irlit hefjist í næstu viku. Samkvæmt samkomulagi við stjómvöld í Belgrad mun NATO tilkynna eftir- litsleiðangra fyrirfram, og Jú- góslavíuher mun gera loftvarnar- kerfi sitt óvirkt á meðan á þeim stendur. Jeltsín á heilsu- hæli Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, hélt í gær til hvíldardvalar á heilsu- hæli við Svartahaf, eftir að hafa átt fund með Jevgení Prímakov for- sætisráðherra, að þvi er embættis- menn í Kreml greindu frá. Jeltsín þjáist af ofþreytu og ójöfnum blóðþrýstingi, og hefur falið Prímakov daglega stjórn landsmálanna. Hann hefur undan- farna daga dvalið á heilsuhæli skammt frá Moskvu. Rússneskar fréttastofur skýrðu frá því að Prímakov hefði í gær gef- ið Jeltsín greinargerð um heimsókn sína til Vínar fyrr í vikunni, þar sem hann sat fund með fulltrúum Evrópusambandsins, og til Kákasus, þar sem hann átti viðræð- ur við Aslan Maskhadov, forseta Tsjetsjníu. Ráðgert hafði verið að Jeltsín sæti fundinn í Vín, en hann sat heima að læknisráði. Engar, stjórnarskrár- breytingar í bígerð Dmitry Jakushkin, talsmaður forsetans, vísaði í gær á bug fregn- um um að forsetinn væri reiðubú- inn að samþykkja stjórnarskrár- breytingar sem myndu draga úr völdum hans. Jakushkin tók ekki fram hve lengi Jeltsín myndi dvelj- ast við Svartahaf, en sagði að hvíld- ardvölin myndi ekki hafa áhrif á fyrirhugaða fundi hans með erlend- um þjóðarleiðtogum, en nokkrir slíkir eru fyrirhugaðir á næstunni. Prímakov mun í dag stjórna rík- isstjórnarfundi, þar sem ræða á nýja efnahagsáætlun. Meginhöf- undur hennar er Júrí Masljúkov, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra. Hart deilt um skýrslu Sannleiks- og sáttanefndarinnar í Suður-Afríku Tutu varar við harðstj órn Pretoríu. Reuters. DESMOND Tutu erkibiskup, formaður Sann- leiks- og sáttanefndarinnar í Suður-Afríku, hvatti í gær alla íbúa landsins til að sætta sig við niður- stöður nefndarinnar, sem birtar voru í 3.500 síðna skýrslu í fyrradag, þótt ýmsar afhjúpanir hennar væru sársaukafullar íyrir þjóðina. Stjórn- málamenn, sem nefndin sakaði um glæpi og mannréttindabrot, brugðust harkalega við skýrslunni en nokkur dagblöð fógnuðu henni. Áður en skýrslan var gerð opinber hafði Afríska þjóðarráðið (ANC), sem er við völd í Suð- ur-Afríka, krafist þess að lögbann yrði sett á birtingu hennar ef nefndin strikaði ekki út kafla þar sem flokkurinn er sakaður um hafa staðið fyrir mannréttindabrotum, morðum og pynting- um, þegar hann barðist gegn stjórn hvíta minni- hlutans á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Dóm- stóll hafnaði þeirri kröfu. Tutu tók harkaleg viðbrögð forystumanna ANC nærri sér og varaði við því að Suður-Af- ríkumenn stæðu frammi fyrir hættu á nýrri harð- stjóm. „Menn geta alls ekki gengið út frá því að þeir sem voru kúgaðir verði ekki kúgarar morg- undagsins," sagði hann. Erkibiskupinn sagði að staðhæfingar forystu- manna ANC um að nefndin hefði ekki tekið tillit til athugasemda flokksins væru „algjört þvaður“. Erkifjendur sameinast í gagnrýni Allir helstu flokkar landsins og erkifjendurnir á tímum aðskilnaðarstefnunnar sameinuðust í harkalegri gagnrýni á niðurstöður Sannleiks- nefndarinnar, er lýsti aðskilnaðarstefnunni sem „glæp gegn mannkyninu". Thabo Mbeki, varaforseti Suður-Afríku, sagði að ásakanimar á hendur ANC væm „rangar og algjörlega tilhæfulausar" en Nelson Mandela for- seti kvaðst sáttur við skýrslu nefndarinnar, þótt hann tæki fram að hún væri ekki gallalaus. Þjóðarflokkurinn, sem kom á kynþáttaaðskiln- aði árið 1948 og afnam hann 1990, sagði skýrsl- una sanna að Sannleiksnefndin hefði dregið taum Afríska þjóðarráðsins. Jacko Maree, þingmaður Þjóðarflokksins, sagði að flestir nefndarmann- anna 17 væru stuðningsmenn ANC og þeir hefðu Reuters DESMOND Tutu, formaður Sannleiks- og sáttanefndarinnar, Ieggur áherslu á mál sitt á fréttamannafundi í gær. látið hjá líða að taka tillit til ótta hvíta minnihlut- ans við kommúnisma eða viðurkenna þátt Þjóð- arflokksins í afnámi aðskilnaðarstefnunnar. F.W. de Klerk, síðasti hvíti forseti Suður-Af- ríku, sagði í gær að Sannleiksnefndin hefði klofið þjóðina og lagði áherslu á að það var Þjóðar- flokkurinn en ekki hreyfíngar blökkumanna sem afnámu kynþáttaaðskilnaðinn. De Klerk tókst að fá nefndina til að birta ekki kafla úr skýrslunni þar sem því er haldið fram að hann hafi vitað af voðaverkum sem framin voru í nafni aðskilnaðar- stefnunnar en haldið þeirri vitneskju leyndri. Klerk kvaðst í gær vera ánægður með að þessi ásökun var ekki birt þar sem hún væri „algjör- lega tilhæfulaus". De Klerk höfðaði mál gegn nefndinni vegna kaflans, krafðist lögbanns á birtingu hans, og Sannleiksnefndin ákvað að birta ekki kaflann strax til að þurfa ekki að fresta birtingu skýrsl- unnar. Réttað verður í málinu á næsta ári og nefndin kann að birta kaflann þegar málaferlun- um lýkur. Mangosuthu Buthelezi, innanríkisráðherra og leiðtogi Inkatha-frelsisflokksins, var sakaður í skýrslunni um að bera ábyrgð á mannréttinda- brotum í blóðugri baráttu flokksins við fylgis- menn ANC í Kwa-Zulu Natal. Forystumenn flokksins sögðust ætla að höfða mál gegn nefnd- inni til að hreinsa Buthelezi af þessari ásökun. „Hann hefur hreinan skjöld og við látum ekki slíkar ærumeiðingar viðgangast," sagði formaður flokksins, Ben Ngubane. Sögð kynda undir tortryggni Suður-afríska dagblaðið Die Burger, sem styð- ur Þjóðarflokkinn og hefur aldrei sætt sig fylli- lega við tveggja ára rannsókn Sannleiksnefndar- innar, sagði að skýrslan kynti undir tortryggni og illdeilum milli flokka og kynþátta. „Þungbær- asti sannleikurinn er að Sannleiks- og sátta- nefndinni, sem reyndi án árangurs að komast að öllum sannleikanum, mistókst líka hrapallega að stuðla að sáttum," sagði blaðið. Frjálslynd dagblöð voru á öndverðum meiði og fögnuðu skýrslunni. „Það er virðingarvert af for- ystumönnum nefndarinnar að þeir skuli hafa sett hagsmuni þjóðarinnar ofar hagsmunum stjórn- málaflokkanna," sagði Cape Times. „Birting lokaskýrslu Sannleiksnefndarinnar ætti að vera hneisa fyrir þröngsýna stjórnmála- menn og verjendur þeirra í fjölmiðlunum sem hafa eytt síðustu þrem árum í að gera lítið úr starfi nefndarinnar og grafa undan henni,“ sagði viðskiptablaðið Business Day. Margir Suður-Afríkumenn, jafnt hvítir sem svartir, voru reiðir yfir tilraunum ANC og de Klerks til að hindra að ásakanirnar á hendur þeim yrðu birtar. „Málshöfðun ANC var stórfurðulegt klúður," sagði Graeme Simpson, forstöðumaður s-afrískrar stofnunar, sem rann- sakar mannréttindabrot á tímum aðskilnaðar- stefnunnar og beitir sér íýrir sáttum milli kyn- þáttanna. Glenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.