Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 39
38 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNTUNI SJÁVARÚTVEGI MENNTANEFND Landssambands íslenzkra útvegs- manna leggur til að samtökin standi að sjálfseignar- stofnun sem hafi það verkefni með höndum að mennta starfsfólk í sjávarútvegi. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði af þessu tilefni á aðalfundi samtakanna í fyrradag: „Kemur þar til álita að sjómannaskólar og vél- skólar verði gerðir að sjálfseignarstofnun þar sem út- gerðin bæri ábyrgð á rekstri skólans og ákvæði námsefni í samráði við þá aðila sem að rekstri skólans kæmu. Slíkt fyrirkomulag mundi væntanlega leiða af sér aukinn metnað og framfarir, líkt og átt hefur sér stað með Verzlunarskóla Islands.“ Islenzk þjóð byggir að lang stærstum hluta afkomu sína og raunar efnahagslegt fullveldi á sjávarútvegi, veiðum og vinnslu. Þess vegna skiptir miklu máli að ís- lenzkir sjómenn, sem og starfsstéttir er vinna sjávarfang í markaðsvöru, njóti beztu menntunar sem völ er á. Mik- ilvægi þessa vex stöðugt eftir því sem tækniþróun fleygir fram í sjávarútvegi og sölusamkeppni harðnar á mat- vælamörkuðum. Islenzk þjóð getur ekki leyft sér tómlæti í menntamál- um sjávarútvegsins, undirstöðugrein þjóðarbúskaparins. Þessvegira hlýtur hún að taka hugmyndum mennta- nefndar LIÚ, sem miða að því að bæta og styrkja mennt- un í sjávarútvegi, opnum og jákvæðum huga. Það verður á hinn bóginn að telja eðlilegt og rökrétt að samtök sjó- manna og hugsanlega einnig samtök fiskvinnslunnar komi að málinu, með og ásamt útgerðinni. Það þarf öfl- ugt samátak hagsmunaaðila í sjávarútvegi, ríkisvalds og sveitarfélaga, einkum sveitarfélaga sem sjávarútvegs- skólar eru eða verða starfræktir í, til að standa þannig að menntunarmálum starfsfólks í sjávarútvegi sem hæfír fiskveiði- og matvælaframleiðsluþjóð. A þessum vett- vangi ræðst hvort Islendingar halda velli í harðnandi samkeppni á matvælamörkuðum heimsins á næstu ára- tugum. TAP A LEIGU RÍKISJARÐA STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN Ríkisendurskoð- unar á jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins hlýtur að teljast alvarlegt áfall fyrir ráðuneytið og þá aðila aðra, sem ábyrgð bera á því ástandi, sem lýst er í skýrslu hennar. Þar kemur fram, að ríkissjóður hefur engar tekj- ur af bókfærðri 1,4 milljarða króna eign. Á árunum 1996- 1997 þurfti ríkissjóður að borga 12,6 milljónir króna með ríkisjörðunum. Ríkisendurskoðun telur, að tvöfalda þurfí afgjaldið hið minnsta svo viðunandi geti talizt. Það er ör- ugglega ekki ofmælt, því leiga er miðuð við bókfært verð, sem er líklega í fæstum tilfellum í samræmi við raunvirði eða markaðsvirði. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að land- búnaðarráðuneytið auglýsir sjaldan jarðir til sölu eða leigu, svo markaðsvirði liggur ekki ljóst fyrir. Ríkisend- urskoðun segir, að skilyrðislaust eigi að auglýsa ríkis- jarðir til leigu eða sölu, enda annað brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Skjalavarsla og skráning skjala í jarðadeild landbún- aðarráðuneytisins er ófullnægjandi og í ósamræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að mati Ríkisendurskoðunar. Nefna má sem dæmi úr skýrslu hennar um málsmeðferð ráðuneytisins, að veðbókarvottorðs var aðeins aflað við kaup á einni af ellefu jörðum og í níu tilfellum var veð- skuldum ekki komið í skil þótt umsamið væri. Þá er inn- heimta leigugjalds óskilvirk, en það er allt frá 500 krón- um á ári og 36% leigutaka greiða innan við 5 þúsund krónur. Hæsta leigugjald 1998 er hins vegar 398 þúsund krónur. Umsvif jarðeignadeildar eru allumsvifamikil, en 549 jarðir eru í umsjón hennar, þar af 142 eyðijarðir. Ábú- endur eða leigutakar eru alls 896 á jörðunum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar bendir til, að deildin sé þess ekki megnug að sinna hlutverki sínu. Á því eru vafalaust margar skýringar. Hins vegar er ljóst, að við svo búið má ekki standa og Alþingi og ríkisstjórn verða að taka til hendinni og sjá til þess, að skýrar og fastmótaðar reglur gildi um umsýslu ríkisjarða. Marka þarf þá stefnu, að jarðeignir ríkisins skili eðlilegum arði, enda fráleitt að þær séu baggi á skattgreiðendum. Á þessu sviði sem öðr- um þarf ríkissjóður að ávaxta sitt pund. Samgönguráðherra opnar veginn yfír Gilsfjörð formlega fyrir almennri umferð ,>-■ ■ Vv.-.rb*. . .. >A‘ ' "i i'S'.-' T V ''C r fJfcr « v«. ';r,+ý ^ mwíh_: 1 ^ ’ ’ú-’r ...'ri;;. / ‘ sSáí- - JW,, WISM —-rii.. „ ■ . .■ : ■ Morgunblaðið/Golli VEGURINN yfir Gilsfjörð er á stærstu sjávarfyllingu sem Vegagerðin hefur látið gera, 3,7 km. Á veginum er aðeins 65 metra löng brú og gætir sjávarfalla lítið fyrir innan. Einstæðri fram- kvæmd lýkur Mikil saga liggur að baki vegarins yfír Gilsfjörð sem opnaður var formlega fyrir almennri umferð í gær og framkvæmdin er um margt sérstök. Helgi Bjarnason stiklar á stóru um sögu undirbúnings og framkvæmda. SAGA íF!RAMK¥ÆIWliÐA /Á GILSFIRÐI 1995—i 1997: Desember: Verkið 14. júlí: Fyllingin nær yfir fjörðinn. boðið út. 1. ágúst: Opnað fyrir umferð moatiwmmmm til bráðabirgða. 8. febrúar: Samið 1998: við Klæðningu hf. 20. október: Lagningu bundins 11. mars: Framkvæmdir slitlags lokið. hefjast. 30. október: Vegurinn opnaður September: Brúin steypt. — j—jm—r almennri umferð. —T. TT7 1 m ' 77", 7 T Umboðsmenn barna á Norðurlöndum Morgunblaðið/Arni Sæberg Fordæmi Norð- urlandaþjóða mikilvægt GILSFJÖRÐUR skilur að Dalasýslu og Austur-Barða- strandarsýslu og þar með tvö kjördæmi, Vesturlands- og Vestfjarðakjördæmi. Gamli vegur- inn fyrir fjörðinn var í raun eina veg- tenging Reykhólahrepps og suðurhluta Vestfjarða við þjóðvegakerfi landsins. Lítið hefur verið gert fyrir gamla veginn undanfarna áratugi og hefur þar verið mikil slysahætta, auk þess sem vegurinn hefur verið mikill farar- tálmi á þessari leið, einkum á vetrum, eins og Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri rakti í ávarpi í gær, þegar nýr vegur var formlega opnaður almennri umferð. Inni í Gilsfirði er á köflum veðravíti. Skriðuföll eru tíð, bæði af snjó og aur. Því hefur lengi legið fyr- ir að gera þyrfti verulegar endurbæt- ur á veginum eða leggja að nýju. í Gilsfirði er mikið útfíri og leirur stórar og segir Helgi eðlilegt að heima- mönnum hafí snemma dottið í hug að leggja veg utarlega yfir fjörðinn. Telur hann að umræður hafí hafist fyrii- ald- arfjórðungi. Upp úr 1980 var farið að álykta um málið á fundum ýmissa fé- lagasamtaka í Reykhólasveit og Dölum en hin formlega hreyfing er þó talin hefjast á aðalfundi Heilsugæslustöðv- arinnar í Búðardal í nóvember 1981. Heilsugæslustöðin þjónar báðum hér- uðunum og þurfa læknar hennar að fara í fastar vitjanir og útköll að Reyk- hólum, allan ársins hring. Oddvitar allra sveitarfélaganna koma árlega saman á aðalfundi og þar var vegurinn um Gilsfjörð lengi fast umræðuefni. Á aðalfundinum 1981 var samþykkt að skora á þingmenn Vesturlands- og Vestfjarðakjördæmis að beita sér fyrir gerð vegar yfir Gilsfjörð og hraða end- urbótum á vegi um Svínadal í Dölum. „Framkvæmdir þessai- eru bráðnauð- synlegar í því skyni að bæta samgöng- ur í Dala- og Áustur-Barðastrandar- sýslu, auka öryggi í heilbrigðisþjónustu og treysta meuningarleg og viðskipta- leg samskipti þessara nágranna- byggða." Haustið 1982 skoruðu liðlega 500 íbúar í Reykhólasveit og Dalasýslu á samgönguráðherra að ráðast í fram- kvæmdir. Við opnun læknamóttöku Heilsugæslustöðvarinnar á Reykhólum í september 1983 lýsti Matthías Bjarnason, sem þá var orðinn sam- gönguráðhen’a og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að fjár- veiting fengist til að hefja rannsóknh- á hagkvæmni vegar yfir Gilsfjörð. Einn af baráttumönnum fyrir Gilsfjarðarbrú, Sigurbjöm Sveinsson, sem þekkir leið- ina mjög vel vegna starfs síns sem heilsugæslulæknir í Búðardal um ára- bil, segir að með yfii’lýsingu ráðherrans og smáræðis fjárveitingum í kjölfarið hafi hafist nýr kafli í málinu. Vegagerðin gerði sína fyrstu úttekt á vegabótum í Gilsfirði árið 1984 og sagði Helgi í gær að þverun fjarðarins hefði strax komið jákvæð út og hún hefði einnig reynst efnahagslega hagkvæm framkvæmd. Hið síðarnefnda hefði komið vegagerðarmönnum á óvart. Löng barátta Við tók löng og ströng barátta. Á ár- inu 1988 kusu sveitarstjórnimar fimm manna nefnd til að þrýsta á um að framkvæmdir hæfust. í henni voru oddviti og sveitarstjóri Reykhóla- hrepps, oddvitar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps og Sigurbjöm Sveinsson. Gilsfjarðarbrú komst á vegaáætlun en tafii' urðu á því að framkvæmdir hæfust, ýmist vegna frestunar á fjár- veitinum eða annarra atriða. Deilur urðu um áhrif þverunar fjarðarins á fuglalíf á leimm hans og fjömm. Fuglavemdarmenn höfðu áhyggjur af 20 þúsund rauðbrystingum sem þar hafa viðdvöl á hverju ári til að fita sig fyrir heimskautsflug. Þeir höfðu einnig áhyggjur af amarvarpi, dflaskarfi og æðarfugli. Framkvæmdin fór í gegnum í mat á umhverfisáhrifum og var fyrsta stórframkvæmdin í vegagerð sem fór þá leið samkvæmt nýjum lögum um umhverfismat. Skipulagsstjóri og síðar umhverfisráðherra heimfluðu fram- kvæmdina með þeim skilyrðum að fylgst yrði með umhverfisáhrifum svo hægt yrði að bera saman spár um breytingar á náttúmnni og viðbrögð umhverfisins eftir framkvæmd. Jafn- framt var ákvæði um takmörkun á framkvæmdum næst arnarsetrinu í Garpdalsey á Gilsfirði um vai-ptímann, frá febrúar til júní ár hvert, en eyjan er skammt frá veginum. Framkvæmdir við Yestfjarðaveg um Gilsfjörð ásamt aðkomuvegum í Saur- bæjar- og Reykhólahreppi vora boðnar út í lok árs 1995. Verktakafyrirtækið Klæðning hf. átti lægsta tilboð, 484 milljónir kr., sem var 75% af kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar. Samið var við Klæðningu og framkvæmdir hófust í mars 1996. Undirverktaki við brúar- gerð var Viðar hf. Mannvirkið er hann- að af starfsmönnum Vegagerðarinnar og sáu þeir einnig um eftirlit. Sigurbjörn Sveinsson segir að Gils- fjarðarnefnd hafi lokið störfum við vígslu mannvirkisins í gær. Hann segir að ráðist hafi verið í framkvæmdirnar vegna pólitísks þrýsting heimamanna, án hans hefði þessi áfangi ekki náðst. Stærsta vegsjávarfyllingin Þverun Gilsfjai-ðar er sérstök fram- kvæmd að ýmsu leyti. Áður hefur þess verið getið að hún er fyrsta stórfram- kvæmdin í vegagerð sem fer í formlegt umhverfismat. Ekki var vanþörf á því þetta er stærsta vegsjávarfylling landsins, tæpir 3,7 kflómetrar í sjó auk brúar sem er aðeins 65 metrar að lengd. I fyllinguna og veginn var notuð liðlega 1,1 milljón rúmmetra jarðefnis. Framkvæmdin hefrn- því í fór með sér langmestu röskun sjávarfalla sem Vegagerðin hefur staðið fyrir. Vega- málastjóri segir ánægjulegt að sjá nú, þegar framkvæmdum er að Ijúka, að útreikningar sem byggt var á við mat á áhrifum vegarins á umhverfið hafi staðist nokkuð vel. Selta í firðinum er nánast sú samá og áætlað var og sjáv- arföllin einnig. Fuglalíf í firðinum virð- ist ekki hafa orðið fyrir teljandi áhrif- um, að mati Vegagerðarinnar, og arn- arparið hefur náð að koma upp ungum undanfarin tvö ár. Brúin er sérstök að því leyti að stöplar hennar eru styrktir með graníti á þeim hluta sem sjór leikur um. Er þetta gert vegna þess að nokkrir stöplar á brúm sem standa í sjó eru farnir að skemmast og er Borg- arfjarðarbrúin dæmi um það. Vængir landstöplanna era mjög langir og bogadregnir til þess að ná sem mestum vatnsskiptum um brúna. Vegurinn fer utarlega yfir Gilsfjörð, það er að segja um Kaldrana í Dala- sýslu og í Króksfjarðarnes í Reykhóla- hreppi. Vegurinn og aðkomuvegir era alls 10,2 km að lengd. Leiðin milli Búðardals og Reykhóla og þar með Vesturlands og Vestfjarða styttist um 17,3 kflómetra og eru það langir kílómetrar eins og vegamála- stjóri orðaði það í gær. Hefur komið fram að íbúar héraðsins binda miklar vonir við jákvæð áhrif vegarins á byggðina, fólk og atvinnulíf. Brúin var opnuð til bráðabirgða haustið 1997 og vitað er að umferð í Dalina jókst í sum- ar. íbúar Reykhólasveitar og Dala hafa aukið samvinnu á ýmsum sviðum og hafa verið bundnar vonir við enn nánari samvinnu í kjölfar vegabóta. Viðræður voru um sameiningu sveitarfélaganna þriggja, Dalabyggðar, Saurbæjar- hrepps og Reykhólahrepps, en ekkert varð úr. Miklar framkvæmdir eru eftir þótt Gilsfjörðurinn hafi verið brúaður. Þannig er Brattabrekkan mikill farar- tálmi á leiðinni frá Vestfjörðum og Dalasýslu að hringveginum. Sú fram- kvæmd er á áætlun 2003 tíl 2006 en Dalamenn hafa lagt áherslu á að flýta framkvæmdinni, meðal annars vegna fyrirhugðra hátíðahalda á Eiríksstöðum í Haukadal í ágúst árið 2000 þegar þess er minnst að 1000 ár eru liðin frá því að Leifur heppni fann Vínland hið góða. Hugmyndir eru uppi um að tengja veginn frá Gilsfirði við norðurhluta Vestfjarða með vegi yfir Tröllatungu- heiði en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin. Við vígsluna í gær sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra að það yki fógnuð manna við þessa athöfn að nú lægi fyrir hvert framhaldið yrði. Á næstu árum sæist fyrir endann á framkvæmdum við veginn um Isa- fjarðardjúp og vegirnir frá Gflsfjarðar- brú til Isafjarðar og frá Reykhólum til Patreksfjarðar væru á dagskrá á nú- verandi langtímaáætlun í vegagerð sem lýkur árið 2010. Sagði samgöngu- ráðherra að þótt mannvirkið gegndi þýðingarmiklu hlutverki í að færa byggðirnar nær þá hefði alltaf verið ljóst að forsenda þess hefði verið að opna nýja leið frá Patreksfirði og Isa- firði að þjóðvegakerfinu. Til tunglsins og til baka Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa ekki forsendur til að gefa út tölur um endanlegan kostnað við framkvæmd- ina, segja þó að kostnaðurinn stefni í um 820 mflljónir kr. Tilboð verktakans var eins og fyrr segir undir 500 millj- ónum kr. Helgi Hallgrímsson segir að greiðslur til aðalverktakans hafi hækk- að verulega vegna þess að forsendur útboðs um námur hafi ekki staðist. Við greiðslur til hans bættíst síðan kostn- aður við undirbúning og eftirlit. Upphaflega var gert ráð fyrir að efni í grjótvörn yrði unnt að fá úr tveimur námum sem eru skammt frá veginum, önnur að norðanverðu og hin að sunn- anverðu. Náman að sunnanverðu er í framhlaupsskriðu og gaf hún mun minna af grjóti en gert var ráð fyrir. Þurftí því að opna námu annars staðar. Við það jókst kostnaður vegna þess að náman er mun lengra í burtu auk þess sem sprengja þurfti grjótið úr henni. Gunnar I. Birgisson, forstjóri Klæðn- ingar hf., sagði í gær að verkið hafi gengið vel að öllu öðru leytí. En vinnu- dagur stai-fsmanna hafi oft verið lang- ur. Jarðefnið í vegi og fyllingar sam- svarar 200 þúsund vörubflsformum og bflarnir hafa ekið samtals um milljón kílómetra. Samsvarar það vegalend- inni tfl tunglsins, til baka og langleið- ina aðra ferð tíl tunglsins. Vegna erfið- leika við grjótnámið hafði verktakinn heimfld til að draga skil á verkinu til næsta árs en Gunnar segist ánægður með að geta skilað því af sér fyrr en áætlað var. Nú er aðeins eftír að ganga frá nokkrum námum. UMBOÐSMENN bama á Norðurlöndum héldu ár- legan samráðsfund í Reykjavík í gær og fyrra- dag. Fundurinn er sá fjórði sem hald- inn hefur verið frá því tíl þeirra var stofnað árið 1995. Fundinn sátu, auk Þórhildar Lín- dal, umboðsmanns bama á íslandi, umboðsmenn bama í Svíþjóð og Nor- egi, þau Louise Sylwander og Trond Waage, og formaður Bamaráðs í Danmörku, Per Schultz Jörgensen. í Finnlandi er ekki til sambærilegt embætti sem starfar á lagagrundvelli eins og á hinum Norðurlöndunum. En þau starfa að sögn Þórhildar „á lögum og miklu sjálfstæði". Á fundinum var m.a. rætt um leiðir til þess að bæta vinnuumhverfi bama í skólum og leikskólum, hvemig upp- lýsa megi sveitarstjómir og aðila sem taka ákvarðanir um málefni bama um bamasáttmálann og hvemig hann virkar, um þátttöku bama í ákvörðunartöku í sveitar- stjómarmálum og með hvaða hætti norrænir umboðsmenn bama getí sameiginlega beitt sér gegn bamaklámi í fjölmiðlum og á Netinu og svokallaðri „kynlífs-ferða- mennsku". Skoðanaréttur barnsins verði virtur Að sögn umboðsmanna er mis- brestur á því í öllum löndum að tillit sé tekið til skoðana barna í málum sem þau snerta. Þetta á t.d. við í skólamálum, á spítölum og málum sem snúa að fjölskyldunni, þ.á m. í lögum og reglugerðum varðandi hjónaskilnaði. Þá virði dómstólar skoðanir bams iðulega að vettugi. Hvergi fái barnið að koma sínu áliti að. Töluvert sé því í land með að 12. grein, og aðrar greinar, Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi bamsins, sem kveður á um skoð- anarétt og tjáningu, sé virt til fulls. Markmið umboðsmanna sé einmitt að gera bragarbætur á þessu. Baráttan gegn barnaklámi erfíð en ekki útilokuð Barátta gegn barnaklámi vegur þungt í umræðu hópsins. Trond Waage segir barnaklám á Intemet- inu nýlegt fyrirbæri sem þurfi að kljást við. „Þetta er sá þáttur í net- þjónustu þar sem er hvað mestur vöxtur enda miklir peningar í húfi.“ Trond segir að dreifingarleiðirnar séu aðallega tvær: Hægt er að nálg- ast barnaklám gegnum klámbúðir með því að borga með greiðslukorti eða þeim miðlað í gegnum hópa eða samtök barnaníðinga sem bjóða m.a. upp á spjall- eða frétta-hópa á netinu og þar getí menn skipst á myndum. Þeir möguleikar sem bjóðast nú í gegnum tæknina em margir hverjir óhugnanlegir, að sögn Tronds. „Hægt er að hringja inn í klámbúð í gegnum netið og tengja sig þannig að maður getur horft upp á mis- notkun barns „í beinni“. Þetta er að vísu dýrt en mögulegt. Þá gerir stafræn ljósmyndatækni það mjög auðvelt að koma nýjum ljósmyndum beint inn á netið án milhgöngu framköllunarfyrirtækis.“ Ákaflega erfitt er að vinna gegn misnotkun á alnetinu en ýmsar að- gerðir geta þó höggvið skarð í hóp bamaníðinga. I Noregi er t.d. inn- hringilína þar sem fram koma að meðaltali 50 ábendingar á hverjum degi. Trond leggur áherslu á gildi upplýsinga og leiðbeininga fyrir uppeldisaðila. „Það er líka hægt að hafa samband beint við netmiðlara og fá þá til að taka ábyrga afstöðu í málinu. Við erum hins vegar ekki á því að hægt sé að leysa vandamálið varðandi dreifingu kláms, sem börn geta nálgast í tölvum, með; „heimasíun" eins og áróður er fyrir í Bandaríkjunum." Samstarf skiptir höfuðmáli Allir umboðsmennirnir em sann- færðir um mikilvægi samstarfs á þessu sviði og öðrum sem snerta börn og velferð þeirra. „Það þýðir ekkert að vera með einangraðar að- gerðfr uppi á Islandi, eða í Noregi, ef netmiðlarinn er með heimilisfang í Katmandu,“ segir Trond. Þörf er á alþjóðlegu átaki sem gæti m.a. falist í því sem Trond nefnir „Screen Peace-samtökum“ (sbr. Green Peace) foreldra, lögreglu og uppeldisaðila sem andsvar við barnaklámi. Umboðsmenn telja Norðurlönd og Norrænu ráðherranefndina sér- staklega gegna mikilvægu hlutverki í þessu sambandi. „Norðurlönd eiga að byrja, í samvinnu, og sýna for- dæmi í baráttunni. En til þess þarf kjark og dug,“ segir Per Schultz. Louise Sylwander tekur í svipaðan streng. „Við þurfum að hafa yfirsýn yfir málið i heild sinni. Það þarf að skilgreina vandamálið með velferð bamsins í huga. Og það sparar mikla vinnu að gera það í samvinnu, í stað þess að gera það í hverju landi fyrir sig. Það skiptir líka afar miklu máli að fá bamið með í bar- áttuna." Aðspurður sagði Per Schultz að aðstæður bama væm mjög svipaðar á Norðurlöndum. „Það kemur manni á óvart hversu líkar þær eru. En auðvitað hafa löndin haft áhrif hvert á annað. Skólalöggjöf og ýms- ar hefðir eru t.d. mjög svipaðar." Þar af leiðandi liggi samvinna frændþjóðanna beint við og geti orð- ið mikilvægt fordæmi fyrir aðrar þjóðir, ekki síst í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.