Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ
442 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998
Asnar og
lambakj öt
Oheflaðir landabruggarar og berserkir,
nýskriðnir út úr moldarkofum? Nei, vel
upplýst, nútímaleg pjóð og pví furðulegt
að hún umgangist áfengi með peim
fornaldarhætti sem raun ber vitni.
Fjölmargir (svo gripið
sé til alkunns frasa
stjómmálamanna)
hafa komið að máli
við mig vegna Við-
horfsgreina minna um áfengi í
sumar. Allir lýst ánægju með
þær. Þeir sem tjáð sig hafa á
prenti eru aftur á móti ekki jafn
glaðir í bragði.
Mér er boðskapurinn ekki
heilagur. Datt bara si sona í hug
í sumar hvort ekki væri ástæða
til að reyna að fá fólk til að opna
augun; gera sér grein fyrir því
hve ástandið í áfengismálum er
alvarlegt, hugleiða hvort ekki
væri rétt að umgangast áfengi á
annan hátt en þorri þjóðarinnar
gerir. Þessum
VIÐHORF .Æöimörgu"
----- fannst emfald-
Eftir Skapta lega tímabært
Hallgrímsson ag yjeri
um vín og
neyslu þess á þann hátt sem ég
gerði (í stað boða-og-banna
tónsins í skrifum bindindis-
manna). í fyrsta lagi að áfengi
væri ekki einungis „meðal til að
fara á fyllirí" (svo vitnað sé í
Halldór Laxness), í öðru lagi að
þambið sem Islendingar hafa
tíðkað í gegnum tíðina væri
mjög af hinu slæma og því ætti
að reyna að útrýma og í þriðja
lagi að fræðsla þyrfti að vera
með öðrum hætti en hingað til
helur tíðkast.
Eg hafði satt að segja vonast
til að geta látið af skrifum um
víndrykkju á þessum vettvangi,
a.m.k. í bili, þegar pistillinn
Skynsemi og virðing birtist 3.
október síðastliðinn. Get þó ekki
látið hjá líða að setja saman
nokkur orð vegna greinar gam-
als vinar og skólabróður, í tilefni
pistla minna. Stefán Þór Sæ-
mundsson, íslenskukennari og
forvamafulltrúi í Menntaskólan-
um á Akureyri, ritar greinina
Tvöfaldan asna með lambinu 22.
október. Skrif Stefáns Þórs eru
skemmtileg eins og hans er von
og vísa og ekki fæ ég betur séð
en við séum að mörgu leyti sam-
mála. Undir þetta get ég til að
mynda heilshugar tekið: )rAnd-
stæðumar eru ekki þær að ann-
aðhvort hangi maður edrú
heima í fýlu eða drekki sig fullan
og skemmti sér með félögun-
um.“ Líka þetta: „Eg á mér ósk
um heill og hamingju æsku
landsins til handa og að ungling-
amir okkar átti sig á því að það
er ekkert hallærislegt að lifa líf-
inu allsgáður." Líka þetta:
„...vonandi skilur fólk, hvort sem
það dreypir á víni eður ei, þann
sjálfsagða rétt einstaklingsins
að feta aðra slóð en fjöldinn. Við
megum alveg neita sé okkur
boðið vín og við eigum ekki að
þurfa að sitja undir yfirheyrsl-
um eða áköfum þrýstingi."
Eg held nefnilega að í grund-
vallaratriðum misskilji Stefán
Þór mig. Hann spyr: En er
nokkuð nauðsynlegt að taka
áhættuna? Þurfa allir að drekka
áfengi? Svarið ætti að vera aug-
ljóst, eftir lestur greina minna.
Svarið er nei. Ekki þurfa allir að
drekka áfengi enda hef ég ekki
hvatt til þess. Sú staðreynd er
enda kunn að sumir gera það
svo illa að þeir ættu algjörlega
að láta áfenga drykki vera.
Minn gamli, góði skólabróðir
segir Viðhorfsgreinar mínar
draga upp heilbrigða og menn-
ingarlega mynd af áfengi og
ekki skal ég þræta fyrir það.
Vínandi suðrænna menningar-
þjóða svífi yfir vötnum, þjóða
sem í aldir hafa alist upp við
framleiðslu léttvíns og neyslu
þess með mat. „Já, þessi menn-
ing á sér langa þróunarsögu og
mér finnst fráleitt að heimfæra
hana upp á Islendinga, þessa
óhefluðu landabruggara og ber-
serki sem em nýlega skriðnir út
úr moldarkofunum. Það mun
taka aldir frekar en áratugi að
gera Islendinga álíka siðmennt-
aða í umgengni við áfengi og
þær þjóðir sem margir víndýrk-
endur horfa til með glýju í aug-
um,“ segir hann. Rétt er það hjá
Stefáni, að ekki er ýkja langt
síðan Islendingar bjuggu í mold-
arkofum. Öllum er hins vegar
ljóst að við emm ekki á því stigi
lengur og mér finnst tiltrú hans
á löndum okkar ekld mikil.
Framfarir hafa orðið með leift-
urhraða á Islandi síðustu ára-
tugina; þjóðin líklega stokkið
hraðast allra hér á jörðu inn í
nútímann. Islendingar teljast
gáfuð menningarþjóð, þrátt fyr-
ir að fyrr á öldinni hafi þeir búið
í moldarkofum. Islendingar em
löngu hættir að róa til fiskjar á
árabátum, Við sjáum sjónvarp
hér á þessum hjara veraldar.
Héðan er meira að segja orðið
hægt að ferðast í flugvélum.
Bíllinn hefur leyst hestinn af
hólmi. Nú er árið 1998, tutt-
ugusta og fyrsta öldin gengur
brátt í garð. Hvers vegna skyldi
umgengni þessarar vel mennt-
uðu, snyrtilegu og gáfuðu þjóðar
við áfengi samt enn vera eins og
í fomöld?
Stefán rifjar upp þegar hann
fór með hópi ágætra manna á
veitingastað þar sem þeir fengu
sér ljúffenga lambasteik. „All-
margir pöntuðu sér rauðvín með
matnum en einn úr hópnum
hrópaði upp að hann vildi bara
tvöfaldan asna með lambinu og
gott ef annar svolgraði ekki
vodka í kók. Kannski sötra
sannir karlmenn ekki léttvín,
a.m.k. gáfust flestir upp á
gutlinu eftir matinn og fengu
sér eitthvað sterkara." Guð
hjálpi mér! Stefáni finnst sagan
ekki falleg og þar er ég sammála
honum. Tvöfaldan asna með
dýrindis máltíð! Fyrirgefið orð-
bragðið, lesendur góðir, en eng-
inn nema asni getur hagað sér á
þennan hátt! Nema ef vera
skyldu alkóhólistar. Þeir gáfust
upp á gutlinu eftir matinn og
fengu sér eitthvað sterkara, seg-
ir Stefán. Munurinn á þessum
lambakjötsætum og þeim sem
kunna að umgangast áfengi er
sá að þeir fengu sér ekki vín til
að njóta þess með matnum.
Veitingahúsið og lambakjötið
líklega valin til að réttlæta
drykkjuna. Vínið innbyrt til að
fara á fyllirí. Það eru svona
menn sem koma óorði á vínið og
slík hegðan einmitt ein kveikjan
að fyrsta pistli mínum um áfeng-
ið í sumar.
AÐSENDAR GREINAR
ENN og aftur þeys-
ist Bjarni Hafþór
fram á ritvöllinn, lík-
lega til að sannfæra
landslýð enn betur um
ágæti þeirrar tilhög-
unar sem er höfð
varðandi kvótamálin.
Miðvikudaginn 21.
október er hann bjart-
sýnn og brattur, horf-
ir fram á betri tíma,
hann segir að vaxandi
sátt sé um sjávarút-
veginn og nú sé betri
tíð með blóm í haga.
Ég er nú ekki viss um
að þeir sem eru svo
illa staddir fjárhags-
lega (í miðju góðærinu) að þeir
þurfa að leggja á sig að standa í
biðröð, í kulda og trekki í hálfan
sólarhring til þess eins að geta
eignast ódýr rafmagnstæki, séu á
sama máli.
Það er annars einkennilegt
hvemig hann talar um sjávarút-
veginn og ríkissjóð, hann persónu-
gerir þá alltaf og þá er sjávarút-
vegurinn góði kallinn
og ríkissjóður sá
vondi. Honum Bjama
Hafþóri er alveg
„svakalega" illa við
ríkissjóð.
Er ríkissjóður ekki
hin eina og sanna sam-
eign þjóðarinnar? Það-
an er tekið það fé sem
fer til rekstrar þjóðar-
búsins, ríkissjóður er
sjóður þar sem lagðar
em inn tekjur ríkisins
og þaðan er tekið fé til
að borga ýmsa sam-
neyslu, svo sem rekst-
ur sjúkrahúsa, lög-
reglu og annars sem
nauðsynlegt er í nútímaþjóðfélagi.
Því betur sem staðið er í skilum
við sjóðinn því betri afkoma fyrir
þjóðina alla. Hvernig „karakter"
ríkissjóður er skiptir ekki máli,
enda býst ég ekki við að hann hafi
neinn. I ríkissjóð renna ýmsar
tekjur, og er skattur ein veiga-
mesta tekjulindin en auðlinda-
skattur á ekki að vera þar á meðal.
Ég trúi því ekki að margir séu
hlynntir auðlindaskatti, enda væri
auðlindaskattur eingöngu til að
festa núverandi fyrirkomulag enn
frekar í sessi. Þá geta þeir sem
hafa kvótann til ráðstöfunar sagt
að þeir eigi hann því þeir væra
búnir að borga fyrir hann. Því
eignir og tekjur era það sem skatt-
lagt er og ekki dytti mér í hug að
styðja slíka staðfestingu á eign
kvótans.
Alltaf klifar Bjarni Hafþór á því
að kvótaeigendur á Islandi séu óg-
urlega margir. Ég sé að honum
hefur loksins tekist að telja þá, en
Þeir sem kaupa hluta-
bréf í útgerðarfyrir-
tækjum, segir Bergijót
Hallddrsdóttir, eiga
ekki kvótann.
hvað er eiginlega að manninum?
Er hann ekki framkvæmdastjóri
Utvegsmannafélags Norðurlands?
Hvað gerir hann eiginlega þarna?
Veit hann ekki að þótt fólk kaupi
hlutabréf á hlutabréfamarkaði þá
fær það ekki umráðarétt yfir nein-
um kvóta? Þeir sem kaupa hluta-
bréf í útgerðarfyrirtækjum eiga
ekki kvótann, þeir eiga bara inn-
eign, verðbréf sem getur gefið
ávöxt en einnig er hægt að tapa fé
á verðbréfabraski, annað eins hef-
ur nú gerst. Þótt einhver lífeyris-
sjóður kaupi hlutabréf eiga aðilar
Bjarni Hafþór
- ekki meir,
ekki meir
Bergljót
Halldórsdóttir
Til sjávar og
Á SÍÐUSTU áram
hefur margt farið á
verri veg í stjórn
landsins. Sú glans-
mynd sem stjómar-
herrarnir reyna af al-
efli að bregða upp fyr-
ir væntanlega kjós-
endur er ákaflega
brothætt sem kemur
sér fremur illa fyrir þá
þar sem nú líður að al-
þingiskosningum.
Það er nokkuð ljóst
að stór hluti þjóðar-
innar, lætur ekki bjóða
sér það að þeirri auð-
lind, sem fiskveiðar
hafa verið og verða
vonandi áfram, verði endanlega
ráðstafað í formi gjafakvóta til til-
tölulega fárra útgerðaraðila.
Framkvæmd kvótakerfisins með
tilheyrandi úrkasti aflans og til-
færslu aflaheimilda milli útgerðar-
manna, hefur verið ein aðalástæð-
an fyrfr hnignun sjávarþorpa víða
um landið. Misskipting eigna og
tekna er að gjörbreyta íslensku
þjóðfélagi og það er víst að gjafa-
kvótinn hefur gert marga svo auð-
uga að slíkt ríkidæmi hefur áður
verið nær óþekkt á Islandi. Og
þegar veiðiheimildir vaxa að nýju í
þorski við Islandsstrendur breytir
það engu fyrir þá staði sem hafa
þegar misst aflaheimildir sínar.
Þeir staðir skulu þess vegna verða
áfram undir í þessu einkennilega
samfélagi frjálshyggjunnar. En
það skulu menn bóka að þeir sem
hafa lagt fram sína krafta fyrir fá-
menn byggðarlög og tapað ein-
hverjum orrastum fyrir kerfinu,
hafa ekki tapað stríðinu og það er
mikið í húfi að fylkja liði til raun-
hæfra úrbóta.
Samtök um þjóðareign vora
stofnuð sökum geysimikillar óá-
nægju með fiskveiðistefnuna og
framkvæmd hennar. Samtökin
hafa sótt fylgi frá fólki úr öllum
flokkum og um allt land. Ætla má
að mikill meirihluti þessa fólks eigi
það sameiginlegt að vilja berjast
fyrir úrbótum á sjávarútvegsstefn-
unni og láta það ganga fyrir öðram
baráttumálum á hinum pólitíska
vettvangi. Fólki verður það sífellt
ljósara að nú dugar ekkert annað
en þingstyrkur til
þess að breyta málum.
Obreytt stjórn þýðir
óbreytt ástand og
þjóðina hefur þegar
hrakið nægilega langt
af leið sökum öfga-
fullrar stefnu þar sem
fjármagnið ræður för
en ekki fólk.
Nú era að líta dags-
ins ljós úrræðin í land-
búnaðarmálum. I stað
þess að hlúa að þess-
um gamla, góða at-
vinnuvegi okkar og
efla nytjar af landinu,
virðist stefnt að stór-
fækkun bújarða sem
öragglega myndi leiða af sér stór
eyðisvæði frá því sem nú er, sem
er stefna í samræmi við suðvestur-
Gjafakvóti til fárra,
segir Sigurður
Kristjánsson, vekur
megna óánægju með
framkvæmd fískveiði-
stefnunnar.
hornsáherslur sem öllu ráða. Þar
skal þingmönnum fjölga en á
landsbyggðinni fækka. Byggða-
röskun hefur verið mætt með nei-
kvæðum úrræðum eins og því að
draga úr fjárframlögum til
Byggðastofnunar, þaðan sem átaki
í byggðamálum hefði mátt stjóma.
Þeir sem hafa ráðið þeirri ferð á
kjörtímabilinu, tala svo um tví-
skinnung í byggðamálum og það er
líklega nægilegt að þeirra mati til
þess að leysa þá frá ábyrgð á því
sem illa hefur verið gert eða ógert.
Ótrúlega margir alþingismenn
hafa lítinn skilning á því að hjálpa
til þess að tryggja nýtingu lands-
og sjávarnytja fyrir það fólk sem
fram að þessu hefur byggt tilvera
sína á slíkri nýtingu. Það þarf
vissulega að veita því fólki stuðn-
ing til þess að tryggja þessi lífs-
gæði fremur en afnema þau.
Fólk hugsar til þess hversu
langt þessi svonefnda hagræðing í
Sigurður
Kristjánsson
sveita
sjávarútvegi getur gengið í sam-
einingu fyrirtækja og samþjöppun
á fáum úgerðarstöðum og hvemig
landsbyggðin verður þá stödd að
lokum. Fólk hugsar til þess með
hvaða rétti einstaklingar og fyrir-
tæki geta eyðilegt afkomumögu-
leika heilla byggðarlaga með sölu
eða leigu aflaheimilda. Og fólk
hugsar til þess hvemig nýir aðilar
geta haslað sér völl í sjávarútvegi í
dag, keypt skip og nauðsynlegan
kvóta. Allir vita að þetta er ekki
lengur hægt á Islandi.
Það er ljóst að hin mikilvæga
fiskfriðun á Islandsmiðum hefur
lent í þeim ógöngum sem flestir
geta séð og sannreynt. Atvinnu-
vegurinn er naumast rekinn leng-
ur fyrir fólkið í landinu, heldur fyr-
ir kvótaeigendur sem heimta sem
allra mestan arð og era raunar
margir hverjir á handahlaupum
við það að koma sínum feng í fjár-
muni áður en reglur breytast.
Þessir aðilar hafa svo fengið póli-
tískan stuðning frá forsætisráð-
herra sem hvetur landsmenn til
þess að eignast hluti í sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Nú skal það selt
sem margir hafa fengið gefins og
það skal tryggja efnahagslega
framtíð nýríkra kvótaeigenda.
Frjálshyggjan ræður ferðinni og
Framsókn hefur svikið hugsjónir
sínar fyrir völd. Á meðan sá andi
svífur yfir vötnum er Framsóknar-
flokkurinn ónýtt tæki fyrir fólkið í
landinu og einskis trausts verður.
Ég hefi áður komið á framfæri
til unhugsunar hversu sjálfsögð
aðgerð og nauðsynleg væri að
veita hluta af auknum veiðiheim-
ildum í þorski til útgerðarstaða
sem hafa af einhverjum ástæðum
misst sínar veiðiheimildir þannig
að fólksflótti blasir við. Þetta er
spurning um það hvort ávöxtun og
arðsemi þeirra stóra megi örlítið
skerða til þess að græða þau sár
sem frjálsa framsalið hefur valdið í
fámennum byggðum. Er ekki sumt
fólk búið að fá nóg af hallæri af
mannavöldum í þessu landi og er
ekki kominn tími til þess að gefa
fólki hvar sem er á landinu eðlilegt
svigrúm til lífsbjargar fyrir sig og
afkomendur sína?
Höfundur er skrifstofustjóri.