Morgunblaðið - 31.10.1998, Page 50
t'50 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
Nám á
nýrri öld
ÖLDIN OKKAR
STÚDENTARÁÐ
Háskóla fslands og
Hollvinasamtök Há-
skóla íslands hafa ráðist
í söfnunarátak með það
að markmiði að vekja
athygli á slæmum tölvu-
skorti Háskólans og að
> safna tölvum, forritum
og öðrum tölvutengdum
búnaði. Ástæðan er ein-
fóld. Tölvukostur Há-
skóla íslands er í dag
orðinn það lakur að við
óbreytt ástand verður
ekki unað. Fram til
þessa hafa stjórnvöld
ekki veitt neinum fjár-
munum Háskólans sér-
staklega til tölvukaupa. Tölvukost-
urinn hefur einungis verið byggður
upp á sjálfsaflafé Háskólans í gegn-
um Happdrætti Háskólans.
Það þarf ekki að fjölyrða um mik-
ilvægi tölvunnar í nútímasamfélagi.
Hún kemur daglega við sögu á öll-
_ um sviðum samfélagins og er for-
senda þess að fólk hafi ótakmarkað-
an aðgang að þeim upplýsingum
" sem í boði eru. í háskólanámi er
vægi tölvunnar ekki minna þar sem
í nær öllum fræðigreinum eru sér-
hæfð forrit notuð við að vinna
ákveðin verkefni. Gerðar eru kröfur
um að stúdentar tileinki sér nýjustu
tækni á sínu sviði.
Stúdentar leita
til þjóðarinnar
Allir háskólar kappkosta að vera
framarlega í sínum störfum og til-
einka sér þær nýjungar sem fram
koma. Pannig er háskóli sem ekki
er búinn nýjustu tækni og vegleg-
um tölvubúnaði engan veginn í
stakk búinn til sigra á sviði vísind-
anna og samkeppni við aðra há-
skóla.
Pað er kappsmál þjóðarinnar allr-
ar að Háskóli íslands bjóði upp á
jafngóða eða betri menntun en er-
lendir háskólar og því er leitað til
þjóðarinnar um framlög í Tölvu-
átakið. Viðbrögðin háfa verið góð,
bæði af hálfu atvinnulífsins og ein-
staklinga, en betur má
ef duga skal. Einstak-
Kngar og fyrirtæki geta
með fjölbreyttum hætti
lagt átakinu lið í gegn-
um skrifstofu SHÍ.
Einstaklingar geta
ánafnað sérstökum
deildum sín fjárframlög
eða sett þau í endumýj-
unarsjóð sem settur
verður á stofn. Með
sjóðnum er tryggt að
framlög verði ekki sett
í ákveðið tæki sem úr-
eldist fljótt heldur
verður ávöxtun af
stofnfjárhæð sjóðsins
notuð árlega til endur-
nýjurnar á tölvukosti. Hið sama
gildir um fyrirtæki sem að auki geta
veitt Háskólanum lið með beinum
hætti, þ.e. með þvi gefa tölvur,
Það er kappsmál þjóð-
arinnar allrar að Há-
skóli Islands bjóði upp
á jafngóða eða betri
menntun, segir Finnur
Beck, en erlendir há-
skólar og því er leitað
til íslensku þjóðarinnar.
prentara eða annan tölvutengdan
kost.
Stórt skref inn í nýja öld
Sett markmið í Tölvuátaki SHÍ
og Hollvina HI er 20 milljónir til
tölvukaupa fyrir Háskóla íslands.
Það er ljóst að ef Tölvuátakið nýtur
áfram skilnings og stuðnings ís-
lensku þjóðarinnar verður stigið
stórt skref í að búa Háskólann og
stúdenta undir nám á nýrri öld.
Höfundur er nemandi f Háskóla
íslands.
NÚ SKRÁMIR mér ljós nokkurt
fyrir augum, sagði karlinn, og yar
þetta fyrirboði trúskiptanna. Árið
2000 er framundan. Ritað stendur
um trú, von og kærleik. Islendingar
tóku trú árið 1000, eiga von 2000,
kærleikurinn verður vonandi kominn
3000. Fyrir_þér er einn dagur sem
þúsund ár. Óðinn og Þór
ekki viðurkenndir leng-
ur.
Snorri goði var klár
maður og þó gat hann
litlu spáð um næstu
1000 árin. Hann þekkti
pólitík og hagfræði,
kunni talsvert fyrir sér í
jarðfræði. En gat ekki
spáð að tækniöld rynni
upp. Það gat Þorgeir
ekki heldur Ljósvetn-
ingagoðinn og hafði þó
vit á að hugsa sig um -
reyndi það að minnsta
kosti undir feldinum.
Við aldatugamót 2000
er líka erfitt að spá um
næsta árþúsund. Pólitík
tekur einatt óvænta stefnu. Enginn
veit hvert tækniþróun leiðir okkm- -
en hinu má spá, að hún verður ekki
stöðvuð - þó að einhver vildi það.
Smíði kjamorkusprengjunnar hefði
aðeins verið hægt að tefja um ein-
hver misseri. Klónun manns er
tæknilega það einfóld að hana má
gera úti í bílskúr. Við virðumst alltaf
óviðbúin nýjum hugmyndum.
Á komandi öld verða ráðandi öfl:
pólitík, auðfræði og tækni. Auðsöflin
taka tækninýjungar undir sig- og
stjóma stjómmálamönnum.
Stundum þykir manni ónógt hug-
myndaflug hamla okkur íslending-
um. I framtíðinni verðm- flókið verk
að hafa hemil á stjómendum þessara
meginafla - í pólitík, auðfræði og
tækni - þeir vilja ólmir reyna aflið.
Það verður flókið að leggja mat á
nýjar hugmyndir til fjármyndunar.
Meginöflunum getur dottið margt í
hug, sem við eram ekki viðbúin.
Meginöfl má nota til góðs -; þau
verða líka misnotuð. Tæknilega má
leggja veg upp á Herðubreið, með
pólitík og auðfræði má selja Herðu-
breið. Dyngjujökul líka, og setja
auglýsingu framan á Esjuna. Varla
er til sú hugmynd að ekki megi gera
hana fýsilega með glúmum málflutn-
ingi.
Ef kærleikurinn kemm- ekki fyrr
en 3000, þá þarf að huga að tímabil-
inu þangað til - byrjum
á næstu 100 árum. Það
væri fróðlegt að vita
hvemig sagnfræðingar
árið 2100 ræða okkar
tíma. Sjálfír dæmum við
forfeður okkar frá sögu-
öld. Þá var oft beitt of-
beldi í samskiptum
manna. Erfðafræðilega
breytist mannskepnan
ekki (nánast) á 1000 ár-
um.
Við fellum dóma um
þá. Við munum og verða
dæmdir. Við undmmst
forfeður okkar frá síð-
ustu aldamótum - sem
nauðbeittu landið og
skildu skjóllaust eftir.
Og eftir 100 ár mun sagnfræðingur
segja frá umgengni okkar, í lok 20.
aldar, við land okkar. Hann mun
segja frá að ennþá var leifar heiðni
En maðurinn breytist
varla neitt erfðafræði-
lega á 1000 árum, segir
Valgarður Egilsson,
það sem einu sinni hef-
ur gerst, það gerist
kannski aftur.
að finna í hugsunarhætti okkar: að
okkur þyki enn eðli Þórs tilkomu-
mest, samt hafði Þór aðeins eitt eðli,
hann var sterkur - og ekkert annað.
Ekki var honum gefínn flmleikur,
hálfgerður dænasor. Gerður af ein-
um eiginleika samtals.
Draumur íslendingsins við lok 20.
aldar er einfaldur og kennir þar
óvíða fimleiks _ en meira afls. Úr
menningararfi íslendinga frá liðnum
öldum er margt aðdáunarvert; annað
er dapurlegra og mótar enn smekk
okkar. Eftir barning við kargaþýfi
liðinna alda, þá þykir okkur nú slétt-
ur flötur fegurri en mishæðótt land.
Krókóttar hestagötur máttu menn
troða, nú þykir okkur beinn vegur,
bein lína, fegum. Lágir voru mold-
arkofamir og síðan er allt stórt til-
komumikið í augum okkar smárra.
Eftir erfiði aldanna í kargaþýfinu -
svo að við gáfumst nálega upp - þá
þykir nú tröllaukið afl tilkomumest
alls. Það er minni frá öld Þórs.
Greiðastan aðgang að okkur eiga
hugmyndir sem krefjast afls. Og
skal þá ekki um annað spurt, og ekki
þá um smekkvísi heldur.
Sagnfræðingurinn árið 2100 mun
hafa áttað sig á þessu og því skilja
hvemig við umgengumst land okkar,
og að svo fyrirferðarmiklar í draum-
um okkar eru stórvirkar vinnuvélar,
dag og nótt.
Þetta skýrist, mun hann segja, af
aðdáun okkar á Þór - og langærri
þreytu við þúfnakargann - að okkur
þykir aflbeiting tilkomumikil. I
barnslegri smæð okkar þyldr okkur
allt stórt vera merkilegt. En fimleiki
er allur ófenginn. Til skýringar á
fyrirferð stórvh'kra vinnuvéla í
draumum okkar nefnir sagnfræðing-
urinn 2100 líka til risaeðlu- leikföng-
in, sem vinsæl hafa verið um langt
skeið (risaeðlu-bömin era nú orðin
fullorðin). Skap eðlnanna minnti á
Þór. Og sagnfræðingurinn telur
þetta líka skýra það, að Islendingar
klára sjaldan nokkra hugsun, ýmist
vegna anna, eða vegna skapsmuna;
og amast jafnvel við efandi hugsun.
Miklir vora skapsmunir Þórs, og
datt honum sjaldan neitt í hug.
Snorri goði spáði ekki um
tækniöldina. Það má samt reyna að
spá nánar um texta sagnfræðingsins
frá árinu 2100, það er rúmur manns-
aldur - jafnlangt og frá aldamótun-
um 1900. Með afli skal nú handrit
hans sett í framsöguhátt.
Úr handriti
sagnfræðingsins 2100
Finnur
Beck
Valgarður
Egilsson
LANEND OG ORKAN
Sýndar eru myndir Ragnars Axelssonar Ijósmyndara Morgunblaösins af svæðum sem gætu farið undir
virkjanir, samkvæmt áætlunum, sem gerðar hafa verið. Einnig eru sýndar samanburðarmyndir þar sem
fyrirhuguð uppistöðulón og mannvirki hafa verið teiknuð inná. Myndirnar á sýningunni eru til sölu.
y>\
Komiö og sjáiö hálendi íslands meö augum Ragnars Axelssonar.
Dómur sagnfræðingsins yfir okk-
ur er satt að segja mildur og þó kem-
ur þar sitthvað á óvart - er það í
samræmi við, að sagan fer einatt eig-
in leiðir. Hugmyndir sem árið 2000
þykja furðulegar, þær eru hispurs-
laust ræddar árið 2100.
Sfr. ræðir alllengi um nytjastefnu
Islendinga í uppeldismálum; það hafi
verið einasta markmið að ná sem
mestum afurðum frá hverjum ein-
staklingi, þ.e. til að niðurstöður á rík-
isreikningi yrðu sem haganlegastar.
En þetta átti eftir að breytast um
miðbik aldarinnar (nálægt 2050),
þegar íslendingum lærðist meiri
leikni við að njóta lífsins.
Sfr. undrast þegar íslendingar í
upphafi aldar eyðileggja vinjar á
efra hálendi landsins (í Evrópu verð-
ur nánast ekkert eftir af ósnortinni
náttúra árið 2100). En vinjar þessar,
segir sfr., að mundu þó hafa þótt
gimsteinar, ef enn væru ofan vatns,
mundu hafa, segir hann.
Hann er þó mildur í dómum, sem
fyrr er sagt, það sé afsakanlegt út
frá þjóðarsálarfræði Þórs, þegar
stórvirkar vinnuvélar eigraðu um
hálendið eins og risaeðlur, gular og
með reistan sveran háls, tanngripin
eirðu engu. Menn höfðu nánast
sleppt þeim lausum, sögðu það
væru 10.000 vinjar þar á hálendinu,
óhætt að fórna 3% af þeim. Svo var
talið, og við umhverfismat kom í ljós
að þær höfðu aðeins verið tíu og
fjóram var fargað kringum árið
2000. En menn höfðu nánast misst
stjórn á öllu, þó vora vélarnar í eigu
ríkisins.
Betur tókst til þegar þessu linnti
og fjármunafræðingar seldu arabísk-