Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 31.10.1998, Síða 56
^56 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGVIN GUÐLA UGSSON Björgvin Guðlaugsson frá Lynghaga fæddist í Reylgavík 22. des- ember 1923, en flutt- ist að Giljum í Hvol- hreppi 1927. Hann Iést 17. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðlaugur Bjama- son, f. 18.8. 1889, d. 15.4. 1984, og jty Láretta Sigríður Siguijónsdóttir, f. 11.5. 1894, d. 19.9. 1978. Systkini hans em: 1) Sigmar, f. 1922, d. 1990. 2) Smári, f. 1925. 3) Bjami, f. 1926. 4) Fjóla, f. 1930. 5) Guð- mundur Kristvin, f. 1933, d. 1965. Eiginkona Björgvins var Kristín Runólfsdóttir frá Ey í V-Land- eyjum, f. 24.10. 1922, d. 15.10. 1982. Foreldrar hennar vom Runólfur Jónsson og Friðbjörg Einarsdóttir. Björgvin og Kristín byrjuðu búskap 1945 í Djúpadal í Hvolhreppi. Arið 1950 fluttust þau að Tindum við Hvolsvöll. Árið 1955 flytjast þau að Lynghaga í Hvolhreppi, nýbýli sem þau byggðu upp. Þar bjuggu þau til ársins 1979, þá flytjast þau á Hvols- völl. Böm þeirra em: 1) Hulda, f. 1944, gift Sigvalda Hrafnberg. 2) Guðlaug Lára, f. 1946, gift, Braga Brynjólfssyni. 3) Margrét, f. 1949, gift Siguijóni Stefáns- syni. 4) Sigrún, f. 1957, gift Loftí Guðmundssyni. Bamabömin em orðin alls 20, og bamabamabömin sjö. Björgvin vann hjá Kaupfélagi Rangæinga mest alla starfsævi sma, fyrst sem bflstjóri á flutn- ingabfl, og síðan við bólstmn í Húsgagnaiðjunni á Hvolsvelli. En síðustu starfsárin vann hann sem vömbflstjóri hjá Suðurverki hf. Utför Björgvins fer fram frá Stórólfshvolskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Hver minnrng dýrmæt perla að liðnum lifs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingib. Sig.) Elsku pabbi minn, allt í einu er komið að kveðjustund. Margar ljúf- ar minningar leita á hugann. Það er svo erfltt að trúa því að þú sért far- J**.nn frá okkur. Þegar ég nú minnist þín koma fram í hugann minningar frá æsku minni og uppvaxtaárum, um allar góðu stundirnar okkar saman, eins og þegar við leiddumst út í Nes til að gefa kindunum og mamma tók svo á móti okkur með heitu kaffi og kakói þegar við kom- um heim. Alltaf varstu drífandi og þoldir ekkert hangs. Það ætti ekki að bíða til morguns sem hægt væri að gera í dag. Avallt var stutt í hlát- urinn og gamansemina. Minningarn- ar um þig streyma um hugann, ég MINNINGAR mun hlúa að þeim og varðveita, því það er það dýrmætasta sem við eig- um. Elsku pabbi, ég þakka þér alla hjálpina og yndislegu stundirnar sem þú hefur veitt okkur. Við eigum eftir að sakna þín, ég þakka þér fyr- ir dýrmætu stundirnar sem þú gafst afabörnunum, þeirra söknuður er mikill. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast hugpn sú. Þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Guð blessi minningu þína, elsku pabbi. Þín dóttir Sigrun. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði og trega, nú ertu allt í einu farinn, en við munum geyma minn- ingu þína í hjarta okkar. Minningu um alla bfltúrana sem við fórum, stoppuðum á fallegum stað og feng- um okkur kók og póló. Þegar þú passaðir okkur og söngst fýrir okk- ur Lúlla bía, þegar við fórum að sofa. Elsku afi, nú ertu kominn til guðs á himnum þar sem amma tekur á móti þér. Við söknum þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín afabörn Neðra-Seli. Kæri afi, ég trúi ekki enn að þú sért farinn. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Eg ætlaði að bjóða þér með mér sem siðgæðis- verði til Þýskalands á næsta ári til að sjá tilvonandi barnabarnabarn þitt, og hitta konuna sem sendi þér ástarbréfið sem ég þýddi fyrir þig! Það var svo gaman þegar þú komst fyrir jólin í fyrra, þegar ég var nýbúin að eignast smá hvolp. Þú fussaðir og sveiaðir að þetta væri nú meiri vitleysan hjá mér, að börn væru miklu betri, en svo heillaði hún þig og þið sváfuð saman í sófanum. Allar kaffiferðirnar og útivistar- stundirnar með kók og póló í farteskinu. Allar þessar sögur sem maður fékk að heyra og hláturinn sem alltaf var stutt í. Þetta gerði þig að þessum góða manni sem ég mun minnast. Þú gafst mér svo mikið og ég skammaði þig og sagði að þú mættir ekki spilla mér, ég væri ekki svona ósjálfbjarga. Þú varst alltaf til staðar og svo mikill félagsskapur. Góðu ráðin og þessi yndislegu prakkarastrik. Þó þú sért farinn, veit ég að þú vakir yfir mér og ég ætla að reyna að standa við allt sem við töluðum um og ég veit að þú kemur með. Eg bið fyrir kveðju til hennar ömmu, þegar þú hittir hana aftur. Eg mun ætíð minnast þín. Þú varst besti afi í heimi. Þín Kristrún. Hann afi okkar er dáinn, hann sem alltaf var svo hress og kátur að maður bjóst ekki við að þú færir svona fljótt til ömmu í himnarfld. Þótt þú gengir ekki heill tii skógar var þetta mjög mikil sorgarfrétt. Núna þegar við komum austur til mömmu og pabba kemur þú ekki til að hitta okkur og langafabömin sem þú gafst þér svo mikinn tíma til að tala við. Það verðm' mikill söknuður hjá þeim því þú varst svo duglegur að taka þau út að keyra, að skoða endurnar og upp á GOjum, og eng- inn afi sem kemur með látum inn og segir: „Bara fint fólk að sunnan." En elsku afi, núna þegar við kveðjum þig minnumst við þín með þakklæti og söknuði því enginn kemur í þinn stað. Megi guð og amma gæta þín. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér sálin vaki þá sofnar líf. Sé hún ætíð í þinni hlíf. (HaUgr.Pét) Þínar Anna Kristín og Friðbjörg Eyrún. Kveðja til langafa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka " þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku langafi, megi guð og englar geyma þig. Þín langafabörn Birgitta Rós, Sigvaldi Aron, Ragnhildur Birta og Hildur Yr. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson.) Elsku afi, hvfl í friðh Brynja, Linda, Ivar, Bjarki og Kristvin. SONJA HOLM INGIMUNDARDÓTTIR + Sonja Hólm Ingimundar- dóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1940. Hún lést 22. oklóber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 28. október. Jarðsett var í heimagrafreit á Lækjarmóti í Víði- dal. Elsku Sonja mín, elsku hetjan mín. Þú varst svo sérstök, eng- inn hefur né verður neitt líkur þér. Hvarvetna sem þú fórst, vaktirðu athygli. Há, grönn, dökk á brún og brá og ekki breyttist það, er þú sást á gula fjaUabflnum þínum, ljómandi af öryggi og lífshamingju. „Eg er þekkt sem konan með svarta hárið,“ Blómabúðirv öapAðskom v/ PossvoqskÍFkjwgciFð Símli 554'0500 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri 1 “Klblómaverkstæði 1 IISlNNA I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis. sími 551 9090 sagðir þú og hlóst. Já, loksins rættist draum- urinn þinn um eigið fyrirtæki, að geta unn- ið á sumrin og notið lífsins heima og erlend- is að loknu kröftugu sumarstarfi. En nú er komið haust, og sum- arstarfið sem þú vænt- ir svo blómlegs snerist upp í hryggð og trega, virkilegan harmleik. I lok aprfl hringdir þú í mig eins og oft áð- ur. Þig langaði að hitta mig áður en þú byrjaðir að vinna, sem var þá næsta mánudag. Við mæltum okkur mót og drukkum saman kaffi uppi í Kringlu. Mér brá er ég sá þig, „en það var auðvitað ekkert að þér“ sagðh' þú, en samt fann ég að þú varst ekki of örugg með þá skýringu. „En að fara til læknis þvílíkt bull, þú myndir ekki lagast við það, enda værir þú að fara að vinna.“ Elsku Sonja mín, ég man svo þegar ég^ kvaddi þig og sagði ákveðið. „Eg verð ekki vinkona þín Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsta. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Altan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ lengur, nema þú látir athuga með þig, og það strax.“ Hjá mér var þetta dálítið undarlegt augnablik, hvað hafði ég sagt? En kveðjuknúsið þitt fuflvissaði mig um síðar að sennilega þurftirðu þarna á þessari örvun að halda. Eg hafði áhyggjur af þér, en náði hvergi í þig. Það var svo um það bil mánuði síðar að vinkona okkar hringdi í mig og sagði að þú hefðir verið að leita að mér, og sagði mér um leið harmafregnina. Þá hafðir þú verið á Landspítalanum mestallan tímann frá því við kvöddumst síðast. Þannig varst þú, vildir ekki að aðrir hefðu áhyggjur af þér. Mín fyrsta hugsun, er ég fór að hugsa rökrétt eftir þessa frétt, var hvað ég gæti gert til að létta undir með þér. Datt í hug að bjóða þér að keyra þig í sumarfríinu mínu á ein- hverja þá staði sem væru þér kærir. En Sonja mín, þú áttir alltaf svör við öllu. Við ræddum þetta dálítið, þú sagðir að þú þekktir landið svo vel og vildir minnast þess eins og það var þegar þú á þinn hátt gast notið þess, og bættir svo við. „Ef ég dey, þá á ég eftir að svífa um á litlu, hvítu, mjúku, yndislegu skýi, og get skoðað það enn betur.“ I orðum þín- um var svo mikil einlægni og friður, að þrátt íyrir að þú virtir hug minn til þín í þessu atriði, fann ég að þú varst strax búin að ákveða að sætta þig við orðinn hlut, þótt stóra vinn- ingnum um bata neiti enginn. Næstu mánuðir voru strangir, erfiðar meðferðir, skipulag vegna ferðalanganna þinna, heimsóknir margra þeirra og annarra, bréf og upphringingar. Og þó svo að ég hlypi til þín stöku sinnum með rabarbaragrautinn okkar góða og ýmislegt matarkyns, fannst mér ég hálflítils megnug að hjálpa þér, það var ótrúlegt hve ákveðin og örugg þú varst alla tíð. Ef ég bauð, eða þú baðst mig um hjálparhönd, varð ég ætíð, lá, við, að skrifta um allt sem var fyrirliggjandi hjá mér svo örugg væri að það skaraðist ekki. Eg sá að erfitt var að leika á þig með það, og ákvað hreinskilni við þig um allt. Þó var erfitt að segja þér þegar ákveðið var að ég færi hingað aust- ur í Hveragerði, en að ég þyrfti að hafa samviskubit vegna þess passaði ekki, þannig að við hlið þér lá við að ég upplifði mig sem sjúklinginn en þú værir bara svo ansi máttlaus. Og generalprufan okkar, Sonja, sem betur fer klikkaði ég ekki á henni, hún Elín systir þín stóð nú aldeilis við bakið á mér þá, enda varstu búin að segja mér hver skörungur hún væri sem ég nú veit og sá í kringum veikindi þín. Sonja, þegar ég kynntist þér fyrst minnist ég enn eftirvæntingar minnar um að hitta loks þennan umrædda fararstjóra sem gustaði af og allt vildi hafa í lagi á ferðum sínum. Brúarás fannst mér þá sem slíkur ekki stórt númer, en þó hafði aldrei verið annað en ánægjulegt að taka á móti gestum og starfsfólki ferðamiðstöðvar Austurlands. Og það breyttist síður en svo er þú bættist í hópinn. Alltaf léstu mig finna að þér þætti gott að koma og öruggt er að það var gagnkvæmt, gott var að fá þig. Eg held að öruggt sé að þú hafir aldrei farið fram hjá Brúarási án þess að kíkja, eftir að þú komst þar fyrst. Og ósjaldan var hringt og beðið um hádegismat fyrir hóp, jafnvel smákrókur tekinn eða keyrt fram- hjá þekktaii veitingastöðum. Aldrei gleymist þegar þú hringd- ir seint um kvöld með yfir 30 manna hóp og baðst um uppbúið rúm fyrir alla. Þá hafði rútan fest sig í á og flæddi vatn bæði um fólk og farang- ur, jafnt svefnpoka og föt sem bæk- ur og blöð. Þvflíkt spennuíáU sem varð hjá aumingja fólkinu en hverjir redduðu þessu, nema við. Eg gleymi aldrei brosinu sem ég fékk frá farþegum þínum þegar ég kom með allt á hreint og þurrt frá Reyð- arfirði daginn eftir, allt í einni kös, buxur, leistar, brækur o.fl. frá öllum hópnum og sest var og grínast með- an dregið var í sundur. Seinna spurði ég þig, hvernig datt þér í hug að fara til baka, varst komin lang- leiðina norður í land, var svarið: „Það var mjög einfalt, það hefði enginn gert eins og þú.“ Síðasta haustsins míns í Brúarási minnist ég er þið Maggi birtust seint um kvöld komin til að kveðja mig, voruð þá með hóp á Egilsstöðum. Þá var allt í einu komið trallandi fólk inn í stofu, með stóran blómvönd og styttu, og kallað takk fyrir okkur, takk fyrir okkur og hlegið og faðmað, nei enginn var sem þú. Síð- an minnist ég þess hve spennt þú varst þegar ég ákvað næsta vor að reka Bjarkalund. Þú keyrðir með mér vestur til að skoða, sennilega í mars. Eftir á að hyggja hugsa ég að ég hafi hreppt hnossið út á þig. Manstu lætin, það gerði svo mikla hláku, rok og regn að brýr og vegir sópuðust sums staðar bm't. Sveitar- stjóri og oddviti tóku á móti okkur á síðasta bitanum að mig minnir yfir Geitará. Um sumarið komuð þið Gunna vinkona þín í heimsókn, og man ég hve þér þótti hafa tekist vel hjá mér að fá breytt og bætt á hótelinu. Þá man ég seinna fjöru- ferðina til Stokkseyrar. Þá léstu þau orð falla að slíkar ferðir færir þú ávallt ein. Eg held að þú hafir verið hálfhissa á sjálfri þér að hafa boðið mér með. Elsku Sonja mín, takk fýrir allt og allt, öll gömlu og nýlegu samtölin um lífið og tilveruna. Þau verða vel geymd þó svo að við værum ekki ætíð sammála og oft bæri jafnvel mikið á milli í skoðunum þá man ég aldrei eftir neinu sem erfitt var. En stundum kom fýrir að þú hringdir til mín ef þér fannst þú hafa verið dómhörð, jafnvel sólarhringum seinna og byrjar þá: „Æ mér fannst ég eitthvað svo leiðinleg við þig síð- ast.“ og sagðist hafa hugsað, nú tal- ar hún ekki við mig meir. En þegar ég hló og sagði, þú heldur þó varla að ég taki stundum nema mátulegt mark á þér, heyrði ég léttinn og allt varð gott að vanda. Eitt er víst, kæra vinkona, að svo lengi sem ég verð þess megnug að sjá eða geta ímyndað mér lítið hvítt, mjúkt, yndislegt ský svífa á himni, mun ég minnast þín. Kæra Elín og aðrir aðstandendur Sonju Hólm. Innilegar samúð- arkveðjur, góður guð styrki ykkur í sorg ykkar. Elsa Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.